Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 Sþurningin Lesendur Telurðu mögulegt að lækka skattana á íslandi? Marta Gunnarsdóttir með Báru Sæmundsdóttur: Ég vildi óska þess að það væri hægt. Bergþóra Ingimarsdóttir starfs- stúlka: Já, ég held það. Elsa Skúladóttir þroskaþjálfa- nemi: Já, hiklaust. Aðalsteinn Valgeirsson verkam- aður: Já, það held ég að hljóti að vera. Þórleif Sigurðardóttir verslunar- stjóri: Það hlýtur að vera hægt. Halldóra Níelsdóttir húsmóðir. Já, alveg hiklaust. Svara spurningum bara rétt fyrir kosningar Lesandi skrifar: Fyrir nokkru barst ríkissaksókn- ara kæra frá Elíasi Davíðssyni tón- skáldi vegna þess að utanríkisráð- herra hafði greitt atkvæði með áframhaldandi viðskiptabanni á ír- ak, sem hafði í för með sér hrikaleg- ar afleiðingar fyrir hinn saklausa borgara, einkum og sér i lagi börn. Hann hefur ekki fengið svar frá hin- um háu herrum um það hvernig slíkt gaty gerst. Þeir virðast hafa skrúfað fyrir munn og eyru of límt aftur augun. Ástþór Magnússon hefur lent í svipuðum málum. Davíð Oddsson svarar ekki áríðandi spurningu varðandi stuðningsyfirlýsingu nú- verandi ríkisstjórnar við kjarnorku- vopn. Núverandi borgarstjóri veitti lengi vel Ástjóri Magnússyni ekki viðtal. Tilefnið var í sambandi við minnisvarða vegna þess að tíu ár eru liðin frá leiðtogafundinum í Höfða. Það er einkennilegt hve margir af núverandi valdhöfum þráðu að tala við þig, lesandi góður, undir fjögur augu rétt áður en þeir settust í valdastólana. Svo þegar þeir hafa setið og setið vilja þeir ekkert við þig tala, kannski fer það eftir því hver þú ert eða hvaða titil eða starfsheiti þú berð. Allavega er leið- in þyrnum stráð mena rétt fyrir kosningar - þegar þeir þurfa á at- kvæði þínu að halda. Þegar spyrill Stöðvar tvö spurði Ástþór Magnússon 5. júní síðastlið- inn um hver laun forseta íslands ættu að vera svaraði hann undan- bragðalaust að hæfileg laun forseta væru meðallaun íslenskrar fjöl- skyldu. Lítið fór fyrir svörum hinna frambjóðendanna varðandi það mál. Þeirri spurningu er hér með komið á framfæri. Greinagóð svör óskast. Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson. Bréfritara finnst erfitt fyrir fólk að ná sambandi við ráðamenn nema rétt fyrir kosningar. Er meira teflt við drengi en stúlkur? Skákáhugamaður skrifar: í viðtali við einn af kennururm Skákskóla íslands og núverandi ís- landsmeistara í skák kom fram að hann teldi að skák lægi betur fyrir körlum en konum. Fischer sagði einhvern timann að hann treysti sér til að vinna hvaða konu sem væri í skák og gefa henni riddara í forgjöf. En það er liðin tíð vegna þess að konur hafa náð dágóðum ár- angri í þessari hugaríþrótt. Ein- hvern tímann spurði ég dóttur mína hvers vegna hún tapaði svona oft fyrir bróður sínum sem er yngri svaraði hún: „Þú teflir alltaf miklu meira við hann heldur en mig.“ Þarna held ég að hún hafi hitt naglann á höfuðið. Stelpum er minni gaumur gefrnn en drengjum varðandi skák. Skák er talin karla- íþrótt. Ég hef líka tekið eftir því að þeir sem skrifa um skák minnast sjaldan eða aldrei á íslenskar skák- konur í greinum sínum. Nú veit ég ekki hvort þeir sem tefla skákir sem fjallað er um í blöð- um fá greitt fyrir sín hugverk. Ef svo er hlýtur þetta atriði að hafa áhrif í þá átt að beina skákáhuga í ákveðinn farveg. Hæfileikar eða kynferði Gunnar Sigtrygsson skrifar: í skemmtilegri grein í DV 4. júní sl. stingur Dagfari á þeim fordóm- um sem gegnumsýrt hafa aðdrag- anda þessara forsetakosninga. Á sinn meinhæðna hátt segir hann: „Nú er röðin komin að karli með tippi og konur eiga að skilja þetta og hafa vit á að vera ekki að keppa að kosningu. Þeirra kvóti er búinn í bili.“ Grínlaust þá má ætla að fjölmarg- ir séu þessarar skoðunar án þess að viðurkenna það. Það má jafnvel ímynda sér að einhverjar konur séu þessarar skoðunar. Ef vitund þjóð- arinnar er gegnumsýrð þessari hug- mynd ber okkur að þakka stuðn- ingsmanni Péturs Hafstein fyrir að opinbera fordóma sina og þess hluta þjóðarinnar sem haldinn er þessari kvenfyrirlitningu. Þessi skilaboð hafa líka heyrst úr herbúðum Ólafs í sfma 5000 i kl. 14 og 16 _____MM þjónusta allan „Virðuleiki, heiiindi, reynsla og þekking á innlendum og erlendum þjóðmál- um...“ Þessa kosti telur bréfritari m.a. prýða Guðrúnu Agnarsdóttur. Ragnars en þó hefur enginn náinn stuðningsmaður slysast til að játa þetta opinberlega. Eina leiðin fyrir Islendinga, ef þeir vilja vekja áhuga erlendra fjöl- miðla, er að skera sig úr á einhvern hátt í samfélagi þjóðanna. Nú vill svo vel til að að í framboði er kona sem uppfyllir öll þau skil- yrði sem gera verður til forseta ís- lands og stendur karlkyns frambjóð- endum a.m.k. jafnfætis hvað varðar hæfni auk þess að vera laus við allt framapot. Guðrún Agnarsdóttir er ekki bara hæf, hún hefur sýnt fram á að umheimurinn hefur áhuga á því sem hún hefur fram að færa. Sjálfur ætla ég að kjósa hana, ein- faldlega vegna þess að ég treysti henni til að halda reisn sinni í sam- skiptum við erlenda ráðamenn. Frábær klipping og þjónusta Hafliði Helgason hringdi: Mig langar að færa fram þakk- ir vegna frábærrar þjónustu á rakara- og hárgreiðslustofunni Galtará í Breiðholti. Ég kem þangað stundum. Ef maður er ekki viss um hvemig klippingu maður vill er sagt við mann: „Við gerum þig bara fínan.“ Það bregst ekki að ég er alltaf ánægð- ur með árangurinn því að klipp- ingin er nýtískuleg. Ég hef farið á margar stofur og hef ekki þessa sögu að segja það- an. Á Galtará er auk þjónustunn- ar þægilegt andrúmsloft. Ferðamanna- haftið Guðrún Jóhannesdóttir hringdi: Ekki er ég ánægð með frammi- stöðu Vegagerðarinnar í Trostansfirði. Ég fór um daginn vestur á Bíldudal af Norður- landi. Vegirnir voru góðir þar til ég kom í Trostansfjörð. Þar hef- ur sennilega verið farið með veg- hefil. Búið er að rífa upp steina og holur eru ófylltar. Maður fer ekki hraðar en á tuttugu kíló- metra hraða. Frá afleggjaranum á heiðinni og langleiðina með firðinum er ástandið svona. ég kalla þetta ferðamannahaftið. Ég fór þarna um síðasta fimmtudag og aftur á sunnudag og ástandið haföi ekkert breyst. Mér finnst of oft sem vegimir þarna eru slæmir. Dyrnar opnuð- ust Sigríður skrifar: Sagt var frá því í fjölmiðlum í vikunni að dyr hefðu opnast á flugvél sem Pétur Hafstein for- setaframbjóðandi var í ásamt samferðafólki sínu. Reyndar var einhvers staðar sagt að hurðin hefði opnast en að sjálfsögðu voru það dyrnar sem opnuðust þegar hurðin rifnaði upp. Pétur brá skjótt við og hélt hurðinni þar til flugvélinni var lent. Það er annað en gaman að lenda í slíku. Hægt er að ímynda sér að álagið sé ærið að standa í fram- boðinu og fundahöldunum þó að þetta bætist ekki við. Viðamikil lista- hátíð Gunnar hringdi: Ég var að lesa í DV að aðsókn- in að Listahátíð 1 Reykjavík væri misjöfn. Framkvæmda- stjóri hátíðarinnar segir að verið geti að dagskrárliöirnir séu held- ur margir. Við íslendingar erum kannski fullduglegir þegar við erum að skipuleggja slíka hátíð. Kannski mætti líka hafa hátíð- ina sjaldnar. Ekki trúi ég þó öðru en að húsfyllir verði þegar Björk kem- ur. Það yrði þjóðinni til skamm- ar ef svo yrði ekki. Hún er búin að sýna og sanna hve stórkost- legur listamaður hún er. Friðarbaráttan hefur áhrif Guðjón hringdi: í sjónvarpsþættinum sl. sunnudagskvöld, þar sem for- setaframbjóðendumir sátu fyrir svörum, þóttu mér sumir þeirra, sérstaklega konumar og Astþór, ætla sér að gera fullmikið eftir að á Bessastaöi væri komið. Greinilegt er að friðarbarátta Ástþórs er farin að hafa áhrif þar sem fleiri frambjóðendur upplýstu bæði um hvað þeir hefðu gert og hygðust gera í frið- armálum. Einnig var minnst á kjaramálin en ég held að erfitt verði fyrir forsetann að beita sér á því sviði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.