Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI14, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblaö 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Nató klúðraði Bosníu Eftir að hafa farið vel af stað í vetur og komið með handafli á friði í Bosníu, er Atlantshafsbandalagið nú að klúðra verkefhinu. Því hefur mistekizt að sjá um, að deiluaðilar uppfylli skilmála friðarsamningsins frá því í nóvember, og engin teikn eru á lofti um slíkt. Samkvæmt samkomulagi vesturveldanna á 60.000 manna lið bandalagsins að hverfa frá Bosníu fyrir ára- mót, að loknum frjálsum kosningum í landinu, þar sem hver geti kosið í sinni heimabyggð. Bandaríkjastjóm vill, að þetta takist fyrir forsetakosningamar vestra. Utanríkisráðherra Sviss er formaður stofnunar, sem á að úrskurða, hvort skilyrði friðarsamningsins hafi verið uppfyllt og kosningar geti farið fram í Bosníu. Banda- ríkjastjóm hefúr ítrekað heimtað, að hann geri þetta, en hann er sagður neita að taka mark á rugli. Sannleikurinn er sá, að nákvæmlega ekkert hefur ver- ið gert til þess að tryggja, að kosningar geti farið fram með umsömdum hætti og að friður haldist í landinu í framhaldi af brottför setuliðsins. Það verður því annað hvort að vera áfram eða vesturveldin játa uppgjöf sína. Eins og jafnan áður eru Serbar erfiðastir viðureignar. Þeir hafa ekki leyft íbúum annarra þjóðema að hverfa til sinna heimahaga og hafa hrakið þá á brott, sem það hafa reynt. Setulið Atlantshafsbandalagsins hefur ekki lyft litla frngri til að sjá um efndir á þessu sviði. Enn fremur hafa Serbar ekki gert neina tilraun til að afhenda stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna eftir- lýsta menn. Setuliö Atlantshafsbandalagsins hefur ekki lyft litla fingri til að sjá um efndir á þessu sviði og hef- ur raunar markvisst forðast að vita um tilvist þeirra. Fleiri en Serbar hafa lagt stein í götu friðarferilsins, svo sem sýnir framferði Króata í Mostar. Þeir hafa þó framselt stríðsglæpamann eins og íslamar hafa gert. Raunar er íslamska stjórnin í Sarajevo eini málsaðilinn, í Bosníu, sem hefur reynt að efna friðarsamninginn. Hinn sænski stjómmálamaður Carl Bildt, sem er yfir borgaralegum þáttum málsins, missti strax í upphafi tök á þeim og hefur ekki náð þeim aftur. Hann fyllir flokk stjómmálamanna á borð við David Owen og Thorvald Stoltenberg, sem steytt hafa illa á skeri Serba. Einhver óskhyggja virðist hafa ráðið gerðum þessara stjórnmálamanna eins og raunar hinna vestrænu herfor- ingja, sem hafa komið að málinu. Af fyrri reynslu mátti þó vita, að vestrænar samningareglur gilda alls engar í samskiptum við Serba. Þeir skilja þær alls ekki. Þegar Bandaríkjastjóm lamdi hnefanum í borðið í vet- ur, kom í ljós, að Serbar skildu það og skrifuðu undir friðarsamninga. Samt hafa umboðsmenn Vesturlanda síðan haldið áfram að haga sér eins og Serbar skilji eitt- hvað annað en ofbeldi og hótanir um ofbeldi. Afleiðing vestræns ræfildóms er nú að koma í ljós. Stríðsglæpamenn Serba ganga lausir og engar alvöru- kosningar verða á yfirráðasvæðum Serba í náinni fram- tíð. Bandaríkjastjóm vill fara eins að og hún gerði í Víet- nam, lýsa yfir sigri og flýja með allt á hælunum. Líklega munu bandamenn hafa Bandaríkjastjóm ofan af fyrirætlunum um brottflutning setuliðs fyrir banda- rísku forsetakosningarnar, þannig að um 20.000 manna vestrænt setulið verði áfram í Bosníu. En ekki verður séð, að því fylgi neitt annað friðarferli í Bosníu. Þótt Atlantshafsbandalagið hafi farið vel af stað í Bosníu í vetur, er staðan nú sú, að mestar horfur eru á, að það bíði þar niðurlægjandi ósigur að lokum. Jónas Kristjánsson „Óvenjumiklar breytingar hafa veriö í undirbúningi á menntakerfinu síöustu órin,“ segir Árni m.a. í greininni. Litið yfir sviðið við þinglok Þegar Aíþingi hefur veriö frestað að vori eða snemma sum- ars er alltaf athyglisvert að líta yfir sviðið og sjá hvernig þing- störfm fóru fram og hvað tekist hefur að gera á nýliðnu þingi. Framtíðin mun auðvitað ein skera úr um hvemig til hefur tekist með einstakar lagasetningar en ég tei að óvenjumörg mikilvæg fram- faramál hafi verið afgreidd á þessu þingi. Sjávarútvegs- mál Það er engum blöðum um það að fletta að sjávarút- vegslöggjöfin er í dag sterkari, yfir- gripsmeiri og heildstæðari en hún var áður. Nægir þar að nefna afnám linu- tvöföldunar og lög- gjöf um úthafsveið- ar. Það þýðir hins vegar ekki að lög- gjöfin sé eitthvað síður umdeild nú en hún var fyrir breytingamar, öðru nær. Þegar löggjöf um stjórn fisk- veiða er breytt eða ný löggjöf samþykkt verður að taka tillit til fjölda ólíkra sjón- armiða og hags- muna. Flestum mun ljóst að aldrei verða allir á eitt sáttir um slíkar tillögur. Enda get ég sagt það fyrir mig að ég er ekki jafn ánægður með allt það sem sam- þykkt var. Ég tel hins vegar að við þær breytingar sem nú voru gerð- ar og gerð þeirra nýju laga sem samþykkt voru hafi verið gætt eins mikils jafnvægis milli ein- stakra hagsmunaaðila og kostur var. Þannig muni löggjöfin koma okkur að meira gagni við stjórn fiskveiða nú en áður og það skila sér bæði til fyrirtækja og ein- staklinga. Menntamál Óvenjumiklar breytingar hafa verið í undirbúningi á menntakerf- inu síðustu árin. Þessa sást líka greinilega merki í lagasetningu Al- þingis í vetur og er nú breytingum á lögum vegna yfirfærslu grunn- skólans lokiö og ný framhalds- skólalög orðin að veruleika. Það verður því afar spennandi að fylgj- ast með þessum mála- flokki næstu misserin og sjá hvemig til tekst með framkvæmdina. Það má segja að í þess- um málaflokki komi hvað skýrast í ijós hversu miklvægur póli- tískur stöðugleiki getur verið því leiða má líkur að því að hefði annar stjórnmálaflokkur en Sjáifstæðisflokkuriim tekið við stjómartaum- um í menntamálunum að loknum síðustu kosn- ingum hefðu þessar mikilvægu breytingar tafist eða hreinlega ver- ið hætt við þær. Upplýsingar og lögreglumál Eitt mál hefur að mínu mati vakið afar litla athygli í fjölmiðl- um en snertir hins vegar réttindi einstaklingsins gagnvart stjórn- völdum, en það eru upplýsingalög- in. Þessi lagasetning er rökrétt framhald Eif stjórnsýslulögunum sem reynst hafa í flestum atriðum afar vel. Ný skipan lögreglumála á einnig að vera framfaraspor og leiða tii markvissari vinnubragða og betri nýtingar fjármuna í þess- um málaflokki. Þetta skiptir hinn venjulega borgara sífellt meira máli því löggæslan er auðvitað lykilatriði í því að halda aftur af dreifingu fíkniefna hér á landi. Vinnumarkaöurinn og Póst- ur og sími Hlutafélagavæðing Pósts og síma var eitt mikilvægasta mál þingsins og mun styrkja það fyrir- tæki í samkeppni við erlenda aðila á næstu árum og vonandi tryggja að íslenskir aðilar eigi möguleika á þessu sviði í framtíðinni. Málefni vinnumarkaðarins, bæði opinbera geirans og almenna markaðarins, voru að vonum afar umdeild. Ég tel að bæði þessi mál hafi fengið farsæla niöurstöðu sem til lengri tíma mun nýtast okkur vel. Umræðan af hálfu launþega- hreyfingarinnar var hins vegar ekki skynsamleg að mínu mati. Það er alltaf betra að reyna að vinna að lausn deiluefna á frið- samlegan hátt frekar en halda uppi hótunum því að lokum þurf- um við öll að vinna eftir þeim lög- um sem Alþingi setur, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Samstarfið viö stjórnarand- stööuna Að undanförnu hefur verið fjall- að talsvert um samstarf meirihlut- ans við stjómarandstöðuna og jafnvel talað um yfirgang ríkis- stjórnar og meirihlutans. Það ligg- ur auðvitað ljóst fyrir að það er meirihlutinn sem ræður um fram- gang mála. Því fer hins vegar flarri að ekkert tillit sé tekið til stjórnarandstöðunnar. Um það vitnar auðvitað starfið í nefndun- um best. Þar næst oftar en ekki afar góð samstaða um málin sjáif eða framgang þeirra. Þau tilfelli eru hins vegar til þar sem stjórn- arandstaðan sýnir af sér óbilgirni og ætlar, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir til þess að ná sátt og sam- stöðu, að stöðva mál með málþófi eða hótun um málþóf. Undir slíku getur auðvitað enginn stjórnar- meirihluti setið, sérstaklega ekki þegar í hlut á afar lítill minnihluti stjórnarandstöðunnar. Ég tel að samstarf meirihlutans og stjórnar- andstöðunnar hafi undantekninga- lítið verið afar gott á síðasta þingi og ef einhverjum hitnaði í hamsi kom örugg fundarstjóm og kímni- gáfa forseta Alþingis oft til hjálp- ar. Árni M. Mathiesen Kjallarinn Árni M. Mathiesen alþingismaöur „Það er engum blóðum um það að fletta að sjávarútvegslöggjöfin er í dag sterkari, yfirgripsmeiri og heildstæðari en hún var áður. Nægir þar að nefna afnám línu- tvöföldunar og löggjöf um út- hafsveiðar." Skoðanir annarra Umræður um valdsvið forseta „Forsetinn á með nærveru sinni að lyfta hátíðar- stundum og hann á að standa með þjóðinni á sorgar- stundum. Við íslendingar höfum verið svo lánsamir að þeir einstaklingar, sem hafa gegnt þessu embætti, hafa mótað það og leyst af hendi með mikilli prýði. Það er nauðsyn að umræður um valdsvið forseta íslands séu ekki á villigötum. Þetta valdsvið er markað í stjómarskránni og því verður ekki breytt nema með breytingum á henni. Þetta grundvallarat- riði verður að vera öllum ljóst.“ Úr forystugrein Tímans 12. júní. Úthlutun heiðursmerkja „Allir frambjóðendur vilja nefnilega að áherslum verði breytt við úthlutun heiðursmerkja, og þeir ein- ir fái fálkaorðu sem unnið hafa afrek af einhverju tagi. Ríkisrekin möppudýr eiga semsagt ekki að vera áskrifendur að heiðursmerkjum fyrir að mæta í vinnu (og vera svo aldrei viölátnir) og eiginkonur þeirra eiga ekki heldur að fá heiðursmerki fyrir dugnað við veislumætingar.“ Hrafn Jökulsson f Alþbl. 12. júnl. Jafngildir rekstri verðbréfafyrirtækis „Þaö er auðvitað alveg ljóst, að smásala ríkissjóðs á spariskírteinum jafngildir því, að ríkið reki verö- bréfafyrirtæki. Á undanförnum árum hefur verið lögð áherzla á að ríkið dragi sig út úr atrvinnustarf- semi og bæði núverandi ríkisstjórn og fyrrverandi ríkisstjórn hafa haft einkavæðingu á stefnuskrá sinni og fylgt þeirri stefnu eftir í framkvæmd að töluverðu leyti.“ Úr forystugrein Mbl. 12. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.