Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.1996, Blaðsíða 22
34 FIMMTUDAGUR 13. JÚNÍ 1996 Afmæli Andrés Guðjónsson Andrés Guðjónsson, fyrrv. skóla- meistari Vélskóla íslands, Hvassa- leiti 33, Reykjavik, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Andrés fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp. Hann lærði rennismíöi í Vélsmiðju Hafnarfjarðar, lauk prófi frá Iðnskóla Hafnarfjarðar, lauk sveinsprófi í rennismíði 1942, vélstjóraprófi frá Vélskóla íslands 1944 og prófi í rafmagnsfræði frá Vélskóla íslands 1945, lauk æðsta vélstjóraprófi frá Kobenhavns Maskinmesterskole 1949 og tækni- fræðiprófi frá Odenses Maskinbygn- ingsteknikum 1950, auk þess sem hann sótti námskeið í m.a. meðferð á ketilvatni í New Castle á Englandi og í meðferð á smurolfu og efna- greiningu á henni hjá Shell í London. Þá fór hann námsferðir til Norðurlandanna til að kynna sér vélskólamenntun þar 1970 og til Danmerkur 1982. Andrés var kyndari og vélstjóri á sildveiðibátiun, gufuskipum og tog- urum. Þá var hann vélstjóri í síldar- verksmiðju á Djúpuvík, verksmiðju- stjóri á IGetti i Reykjavík og tækni- fræðingur á teiknistofu Vélsmiðj- unnar Héðins í Reykjavík. Andrés var kennari við mótomámskeið Fiskifélags íslands, kenn- ari í mótorfræði við Bréfaskóla SÍS og ASÍ frá 1961, kennari við Vél- skóla íslands frá 1955-71 og skólastjóri og skóla- meistari hans 1971-91. Andrés var eftirlits- maður hvalveiðiskipa Hvals hf. og yfirvélsfjóri á þeim í viðlögum, var oft meðdómari í sjórétti og skipaskoðunarmaður fyrir American Bureau of Shipping 1967-81. Andrés var formaður Iðnfræð- ingafélags íslands 1955-56. Hann var skipaður í nefnd til að endurskoöa lög um atvinnuréttindi vélstjóra 1978 og er riddari hinnar íslensku fálkaorðu frá 1992. Andrés Guöjónsson. Fjölskylda Andrés kvæntist 9.12. 1950 Ellen Margrete Guðjónsson, f. 20.2. 1925, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Jens Ludviks Jensens, fyrrv. b. á Fjóni í Danmörku, nú hundrað og tveggja ára, og Önnu Jensen hús- freyju sem nú er látin. Synir Andrésar og EUenar Margr- ete em Jeris Andrésson, f. 9.4. 1952, vélfræðingur og formaður Starfsmannafé- lags ríkisstofnana, og era böm hans Óskar, ívar og Ellen Margrethe en kona hans er Krístín Þorsteins- dóttir og er dóttir þeirra Anna Kristín; ívar Andr- ésson, f. 11.11. 1953, d. 8.8. 1977, vélstjóri, en sonur hans er Andrés; Grímur Andrésson, f. 27.8. 1955, tölvufræðingur, en kona hans er Maria Friðriks- dóttur og eru þeirra böm Rósa og Friðrik. Systkini Andrésar: Guðrún Þ. Guðjónsdóttir, f. 24.2. 1925, d. 4.7. 1990; Guðmundur Halldór Guðjóns- son, f. 22.3. 1929, vélfræðingur, kvæntur Sigriði Björnsdóttur en böm þeirra eru Guðjón, Bjöm og Sigurður. Foreldrar Andrésar voru Guðjón Þorkelsson, f. 12.7.1893, d. 13.5.1958, vélstjóri í Hafriarfirði, og k.h„ Guð- jónsína Andrésdóttir, f. 22.8.1893, d. 9.12. 1963, húsmóðir. Ætt Núpskoti á Álftanesi. Móðir Guð- jóns var Guðrún Þorgeirsdóttir, b. í Eystri-Dalbæ á Síðu, bróður Guð- rúnar, móður Bergs í Bergshúsi við Skólavörðustíg. Guðrún var amma Bergs, afa Þórhildar Þorleifsdóttur, leikhússtjóra og fyrrv. alþm., og langamma Kristjáns Sigurðssonar, fyrrv. forstöðumanns Unglinga- heimilis ríkisins. Þorgeir var sonur Þorgeirs, b. í Eystri-Dalbæ, Áma- sonar, og Þorgerðar Jónsdóttur, b. á Efri- Steinsmýri, Sveinssonar. Móð- ir Guðrúnar í Hafnarfirði var Sunn- eva Jónsdóttir, b. í Efri-Mörk, Þor- kelssonar. Guðjónsína var dóttir Andrésar, verkamanns í Hafnarfirði, Guð- mundssonar og Helgu, systur Katrínar, ömmu Arinbjamar Kol- beinssonar læknis. Bróðir Helgu var Jón i Heiðarbæ í Þingvallasveit, langafi Ólafs Ragnars Grímssonar, alþm. og forsetaframbjóðanda. Helga var dóttir Gríms, b. á Nesja- völlum í Grafningi, Þorleifssonar, b. þar og ættföður Nesjavallaættarinn- ar, Guðmundssonar. Andrés er að heiman á afmælis- daginn. Guðjón var sonur Þorkels, sjó- manns í Hafnarfirði, Jónssonar í Tyrfingur H. Sigurðsson Tyrfingur H. Sigurðsson bygg- ingameistari, Sunnubraut 6, Kópa- vogi, er sextugur í dag. Starfsferill Húsanesi hf. Tyrfingur hefur setið í bygginga- nefrid Kópavogs í tólf ár og tekið virkan þátt í starfl Lionsklúbbs Kópavogs sl. þrjátíu ár, m.a. sem gjaldkeri og formaður. Tyrflngur fæddist í Keflavík og ólst þar upp. Hann lærði húsasmíð- ar í Keflavík, stundaði þar nám við Iðnskólann, lauk sveinsprófl í þeirri grein 1960 og öðlaðist meistararétt- indi 1964 og lauk prófl frá Meistara- skólanum í Reykjavík 1978. Tyrfingur flutti í Kópavoginn 1962 og stundaði húsgagnasmíðar hjá Islenskum húsgögnum hf. í fimm ár. Hann stundaði síðan sjálf- stæðan atvinnurekstur, bæði við innréttingasmíðar og húsasmíði, en hefur sl. tvö ár verið verkstjóri hjá Fjölskylda Tyrfingur kvæntist 2.2. 1957 Sig- rúnu Guðnadóttur, f. 21.2.1939, mót- tökuritara. Hún er dóttir Guðna Bjamasonar, f. 20.6. 1907, d. 11.9. 1989, verkstjóra, og k.h., Jónínu Davíðsdóttur, f. 10.1. 1913, húsmóð- ur. Börn Tyrflngs og Sigrúnar eru Guðni Tyrfingsson, f. 10.9. 1956, arkitekt í Danmörku, kvæntur Auði Alfreðsdóttur innanhússarkitekt og eiga þau tvær dætur og einn son; Sigurður Jóhann Tyrfingsson, f. 25.12. 1960, húsasmiður í Kópavogi, kvæntur Hrönn Hreiðars- dóttur húsmóður og eiga þau þrjá syni; Þórunn Jón- ína Tyrfingsdóttir, f. 18.1. 1964, verslunarmaður, bú- sett í Kópavogi, og á hún einn son. Systkini Tyrflngs em Guðmundur Sigurðsson, f. 10.6. 1933, bifvélavirki í Keflavík; Arnbjörg Sigurð- ardóttir, f. 1.9. 1934, d. 6.4. 1987, húsmóðir í Keflavík; Hannes R. Sigurðsson, f. 30.6. 1939, bifvéla- virki á Álftanesi; Sigurður V. Sig- urðsson, f. 26.4. 1941, verslunarmað- ur í Keflavík; Guðni Sigurbjöm Sig- Tyrfingur son. urðsson, f. 16.3. 1944, framkvæmdastjóri i Tromso í Noregi; Grétar Þór Sigurðsson, f. 26.3 1945, d. 24.11.1945; Grét ar Þór Sigurðsson, f. 4.1 1947, bílamálari í Kefla vík; Lilja Björk Sigurð ardóttir, f. 24.7. 1951 hárgreiösludama Keflavík. Foreldrar Tyrfings: Sig- H. Sigurðs- urður Jóhann Guð- mundsson, f. 21.7. 1906, d. 1.5. 1965, bifreiða- stjóri í Keflavík, og k.h., Sigrún Hannesdóttir, f. 22.9. 1911, húsmóðir, búsett í Keflavík. Tyrflngur verður að heiman á af- mælisdaginn. Jón Levý Guðmundsson Tll hamingju með afmælið 13. júní 95 ára Jenný Jóramsdóttir, Garðvangi, Garði. 80 ára Guðmundur Jóhannesson, Gunnarsbraut 8, Búðardal. Helga Erlendsdóttir, Laugarholti, Lýtingsstaða- hreppi. Amór Árnason, Vöðlum, Mosvallahreppi. 75 ára Helga Gunnþórsdóttir, Grænumörk 5, Selfossi. 70 ára Páll Gestsson, Tjarnarbóli 6, Seltjamamesi. Margrét Guðjónsdóttir, Bólstaðarhlíð 45, Reykjavík. 60 ára Steinunn S. Jónsdóttir, Vorsabæ 2, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Jón Siglunds- son. Þau taka á móti gestum i Setrinu, Grand Hótel í Reykjavík, við Sigtún, i kvöld milli kl. 18.00 og 20.00. Eiríkur Alexandersson, Greniteigi 34, Keflavík. Kristin Ásta Egilsdóttir, Grýtubakka 12, Reykjavík. Guðjón Sigurðsson, yesturgötu 10, Ólafsfirði. Öm Bergsson, Smárahvammi 6, Hafnarfirði. 50 ára Lára Ingólfsdóttir, Núpabakka 9, Reykjavík. Guðmundur V. Garðarsson, Jörundarholti 120, Akranesi. 40 ára Ámi Ólafur Þórhallsson, Efstaleiti 24, Keflavík. María Baldursdóttir, Skeiðarvogi 7, Reykjavík. Vilborg Magnúsdóttir, Kirkjubraut 48, Höfri í Homa- flrði. Jón Hjörtur Einarsson, Móabarði 18, Hafnarfirði. Bjöm Sigurðsson, Bólstaðarhlíð 52, Reykjavík. SofHa Guðbjört Ólafsdóttir, Stelkshólum 10, Reykjavík. Petrína Kristjana Ólafsdóttir, Hraunbæ 182, Reykjavík. Jón Levý Guðmunds- son vélvirkjameistari, Ferjubakka 10, Reykja- vík, er sextugur í dag. Starfsferill Jón fæddist á Akur- eyri og ólst þar upp. Hann hóf nám í vélvirkj- im við Iðnskólann 1960 og lauk sveinsprófi 1964. Jón fór ungur til sjós, starfaði á Keflavíkurflug- velli um árabil og stund- aði ýmis störf með nám- inu. Hann hóf störf hjá þýska sendi- ráðinu við Túngötu í Reykjavík 1965 og hafði þar jafnframt búsetu með fjölskyldu sína. Jón starfaði hjá þýska sendiráðinu til 1981 er hann lét af störfum vegna veikinda. Frá þeim tíma hefur hann sinnt ýmsum áhugamálum sínum. Jón Levý Guð- mundsson. Fjölskylda Jón kvæntist 20.4. 1958 Stefaníu Sjöfn Sófusdóttur, f. 9.10.1940, síma- verði hjá Landsvirkjun. Hún er dóttir Sófusar Guðmundssonar, f. 25.8. 1897, d. 3.4. 1978, skósmiðs í Reykjavík, og Oddnýjar Ásgeirsdóttur, f. 20.4.1910, d. 5.11. 1980, húsmóður. Börn Jóns og Stefaníu Sjafnar eru Guðmundur Emil, f. 5.11. 1957, mat- reiðslumeistari í Reykja- vík, kvæntur Margréti Elvu Einarsdóttur og er sonur þeirra Amar Pálmi, f. 3.3. 1992 en böm Guð- mundar Emils frá fyrra hjónabandi era Jón Levý, f. 19.8. 1981, Selma, f. 12.6. 1984, og Elva Björk, f. 11.2. 1989; Oddný, f. 19.7. 1960, leikskólakennari í Reykjavík, en sambýlismaður hennar er Jón Ingi Theodórsson og er sonur þeirra Agnar Daði, f. 6.1. 1993; Ásgeir Arn- ar, f. 23.4. 1962, matreiðslumaður í Reykjavík, kvæntur Ragnheiði Björgu Harðardóttur og em dætur þeirra Stefanía, f. 28.10. 1986, og Arndís, f. 23.9. 1992. Systkini Jóns era Bryndís Guð- mundsdóttir, húsmóðir í Reykjavík, gift Gissuri Símonarsyni; Hannes Guðmundsson, sjómaður í Grímsey, kvæntur Hallgerði Gunnarsdóttur. Foreldrar Jóns vom Guðmundur Andrésson, f. 25.12. 1891, d. 13.2. 1975, iðnverkamaður á Akureyri, og Jónína Emilía Arnljótsdóttir, f. 7.11. 1901, d. 14.2. 1986, húsmóðir. Jón er á norðurleið á afinælisdag- inn. PATREKSFJORÐUR Nýr umboösmaöur DV BJÖRG BJARNADÓTTIR Sigtúni 11 -Sími 456 1230 'M -----------------7/////////M4 Smáauglýsingadeild DV er opin: • virka daga kl. 9-22 • laugardaga kl. 9-14 • sunnudaga kl. 16-22 Tekið er á móti smáauglýsingum til kl. 22 til birtingar næsta dag Ath. Smáauglýsing í Helgarblað DV þarf þó að berast okkurfyrir kl. 17 á föstudag Smá- auglýsingar DV 5505000 VESTMANNAEYJAR Nýr umboösmaöur DV SVANBJÖRG GÍSLADÓTTIR Búhamri 9 - Sími 481 2395

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.