Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 4
4 Fréttir FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 DV Óvissa um hvort Sophia Hansen fær að sjá dæturnar: Treysti þvi að yfirvold láti framfylgja dóminum - segir Ólafur Egilsson sendiherra sem var í réttarsalnum í gærmorgun „Ég er þess fullviss að fram- kvæmdavaldið muni beita sér fyrir að Halim A1 fari eftir dóminum og sjá til þess að hann verði ekki bara dauður bókstafur," segir Ólafur Eg- ilsson sendiherra en hann var í rétt- inum í Istanbúl í gærmorgun. „Einnig má kannski vænta þess að upp renni fyrir föður telpnanna aö það mun skemma mjög fyrir mál- stað hans þegar málið kemur fyrir hæstarétt Tyrklands ef hann heldur áfram að þráast við í andófi sínu gegn umgengnisrétti Sophiu og dætranna. Þegar hæstiréttur tjáði sig um málið fyrr á þessu ári kom skýrt fram að það foreldrið sem ekki fengi forræði telpnanna ætti að njóta umgengnisréttar við þær,“ segir Ólafur. Sophia Hansen hefur sjálf efasemdir um að Halim virði dóminn og hefur fulla ástæðu til að efast í ljósi fyrri reynslu. „Þau samtöl sem ég hef átt við stjórnvöld hér gera mig bjartsýnan á að lög verði ekki brotin á Sophiu og dætrunum og þær fái að hittast og vera saman. Alþjóðlegar skuld- bindingar hníga og í þessa átt,“ sagði Ólafur þótt hann viðurkenndi einnig í ljósi fyrri reynslu af Halim að hann gæti svikist um að fara eft- Ólafur Egilsson. ir úrskurði dómara. Ólafur sagði að vissulega hefði náðst mikilvægur áfangi með úr- skurðinum í gær. Áður hefði Sophia aðeins fengið rétt til að hitta dæt- umar tvisvar i viku. Það væri í reynd nær útilokað. Nú væri gert ráð fyrir tveggja mánaða samfelld- um tíma og þá gætu Sophia og dæt- umar náð að kynnast að nýju. Ólafur sagði einnig að ekki væri ástæða til að óttast að þessi áfangi væri í hættu þótt dóminum yrði áfrýjað. Áfrýjun þýddi ekki að úr- skurðurinn frá í gær félli úr gildi. Lögfræðingur Sophiu hefði rætt þessa hlið málsins og segði að ekk- ert væri að óttast. Ólafur sagði að sér hefði þótt rétt- arhöldin taka skamman tíma. Þó hefði sér verið sagt að lögfræðingur Sophiu hefði fengið rúman tíma, eft- ir því sem gerðist i Tyrklandi, til að skýra málið frá sinni hlið. „Þetta fór fram á svipaðan hátt og mér hafði verið sagt um réttarhöld hér en það er einstakt að böm skuli látin koma fyrir rétt eftir meira en fjögurra ára einangrun hjá föðurn- um, vitandi það að verða að fara þangað aftur,“ sagði Ólafur. -GK Sophia Hansen ákveöin í að áfrýja dómi undirréttar: Ottast aö Halim stingi af - segir Sophia sem sá dæturnar eftir fjögurra ára bið „Ég er satt að segja ekki mjög trú- uð á að Halim muni koma með börnin og fari eftir dóminum. Ég óttast að hann stingi af eins og áður en verð þó að trúa þvi og treysta að nú gangi þetta eftir,“ sagði Sophia Hansen í samtali við DV eftir réttar- höldin i gær. Hún viðurkennir að það sé áfall að Halim hafi fengið sér dæmt for- ræði dætranna, Dagbjartar og Rúnu. Við því var þó að búast þar sem grundvöllurinn var framburð- ur þeirra. „Eftir sex ár í heilaþvotti hjá hon- um og vitandi að þær verði að fara til hans aftur eftir réttarhöldin var ekki von á öðru en að þær segðust vilja vera hjá honum,“ segir Sophia. Sophia segist ákveðin að áfrýja dómi gærdagsins til hæstaréttar. Þar verður framburður stúlknanna ekki tekinn gildur enda mun það ekki samrýmast tyrkneskum lögum að kalla til vitnis yngra fólk en 18 ára fyrir rétti. Sophia sagði að stúlkunum hefði greinilega liðið illa við réttarhaldið. Stöðugt var haldið að þeim að segja eins og faðir þeirra vildi. Sophiu virtust þær spenntar og undir miklu álagi. „Þeim leið mjög illa og ekki betur en þegar ég sá þær síðast árið 1992. Þær titruðu og svipbrigðin á andlit- inu lýstu vanlíðan,“ segii' Sophia. Systurnar sátu ekki saman við réttarhaldið og náði Sophia aðeins að koma við Rúnu og strjúka henni um vangann. Dagbjörtu sá hún bara en gat ekki heilsað henni. Sophia segir að hún ætli að láta reyna á að Halim fari eftir niður- stöðu dómsins og láti hana fá dæt- urnar í júlí og ágúst í sumar. Sophia hefur íbúð á leigu í Istanbúl og þar geta þær verið í sumar. „Ég geri fastlega ráð fyrir að þetta verði erfitt í fyrstu. Það verð- ur bara að koma í ljós hver við- brögð þeirra verða eftir svo langan tíma í heilaþvotti. Ég veit ekki hvernig þær eru stemmdar," segir Sophia. Sophia sagði að mikil spenna hefði verið í kringum réttarhöldin og háreysti fyrir utan réttarsalinn. Það hefði þó lítið komið við hana og hún nyti öryggisgæslu. Lætin nú hefðu heldur ekki verið verri en oft áður þannig að þau hefðu ekki hrætt hana. -GK Sophia Hansen reiknar með að fá að vera með Dagbjörtu og Rúnu í sumar þótt hún óttist að Halim Al fari ekki aö niöurstööu dómsins í gærmorgun og heimili henni umgengni við dæturnar. Halim Al fékk forræði yfir dætrum sínum, Dagbjörtu og Rúnu. Ekkert er vit- aö um hvort hann ætlar að fara að úrskurði dómarans og heimila Sophiu að fá þær í sumar. Vitnisburður Dagbjartar og Rúnu: Á íslandi fáum við ekki að tilbiðja Allah - Halim minnti þær á framburðinn „Við viljum ekki fara til íslands því þar getum við ekki tilbeðið Allcih,“ var ein af mótbárunum sem Dagbjört og Rúna, dætur Sophiu Hansen og Halims Als, töldu til þeg- ar þær báru vitni í réttinum í Istan- búl í gærmorgun. Þær lýstu þar þeirri skoðun að þær vildu bara vera hjá fóður sín- um. Þetta varð til þess að dómurinn úrskurðaði að forræði systranna yrði hjá Halim en Sophia fengi að hafa þær í tvo mánuði í sumar í Tyrklandi. Lögmaður Sophiu leiðrétti það að á ísland gætu stúlkumar ekki iðkað trú sína enda ríkti þar trúfrelsi. Þær Dagbjört og Rúna voru skamma stund í réttinum og þær vildu m.a. ekki svara spurningum um hvar þær væru í skóla. Hópur kvenna fylgdi og systrun- um inn i réttarsalinn. Þær brýndu fyrir þeim að gefast ekki upp og að gera eins og faðir þeirra vildi. Svör þeirra við spurningum dómarans urðu og Halim í hag. Bókstafstrúarmenn i Tyrklandi nýta sér þetta mál til að styrkja stöðu sína. í fjölmiðlum, hlynntum trúuðum, er hamrað á að Sophia ætli að flytja stúlkurnar til íslands til að kristna þær. Þá segja þeir sem voru við réttar- höldin að þjóðernismál blandist og inn í tilfinningar fólk. Þannig voru tyrkneskir fánar á bílnum sem Ha- lim kom á til réttarins með dæturn- ar. Aðrir fjölmiðlar reyna að líta af meira hlutleysi á málið sem vakið hefur gríðarlega athygli. Sjónvarp- að var viðtali við Sophiu í gærkvöld en áður höfðu verið viðtöl við Halim á nokkrum sjónvarpsstöðv- um. Dagbjört og Rúna eru áfram hjá föður sínum og er ekkert vitað um hvort hann ætlar að fara að úr- skurði dómarans og heimila Sophiu að fá þær í sumar. Síðustu íjögur ár hafa allir fyrri úrskurðir í þá veru verið til einskis. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.