Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 7 DV Sandkorn Kær kveðja Sagan, sem er dagsönn, segir af bónda ein- um i nágrenni Hafhar í Homafiröi sem varð sjötugur. Að sjáífsögðu vom bóndan- um sendar kveðjur víða að. Kunningi hans og bóndi af næsta bæ ákvað að vera ekki eft- irbátur annarra og senda honum kveðju. Hann hringdi t ritsímann og bað stmastúlkuna að senda af- mælisbaminu skeyti. Stúlkan spurði hvað ætti að standa á skeyt- inu og bóndinn sagði, kæruleysis- legri röddu: „Hafðu það bara eins og þú vilt.“ Stúlkan spurði næst frá hverjum skeyti ætti að vera og bóndinn sagði henni að setja „Fjöl- skyldan Dýrhóli" undir. Síðan fékk sá sjötugi skeytið frá nágranna sín- um með eftirfarandi texta: „Hafðu það eins og þú vilt. Fjölskyldan Dýrhóli." Myndarlegur karl völva Vikunn- ar hefur í gegnum tiðina oft reynst sannspá. Spá- in fyrir þetta ár gerði ráð fyrir að mynd- arlegur karl yrði forseti og frambjóðend- umir yrðu fimm. Hún hefur hitt naglann á höfuðið hvað seinna atriðið snertir og allt stefnir í að fyrra atriðið gangi upp líka, ef marka má skoðanakannanir. Ólafur Ragnar og Pétur em efstir í könn- unum og líklega hægt að segja að báðir séu þeir myndarlegir. Hins vegar sagði Völvan í árslok 1989 um árið 1990 að hár maður, ljós yfirlit- um, væri á leiðinni inn i þjóðmál og ætti eftir að leiða mikla gæfu yfir þjóðina. Halda m'ætti að þetta sé Ólafur Ragnar en kenningin fell- ur um leið því völvan sagði mann- inn innan við þritugt og hann sæti ekki á þingi. Nú ættu allir ljóshærð- ir, hávaxnir menn á aldrinum 36 ára að sjá eftir því að hafa ekki far- ið í forsetaframboð! Bíddu, bíddu í samanburð- arkönnun Þjóðhagsstofn- unar á lífskjör- um íslendinga og Dana kom í ljós að við emm vel tækj- um búin. Sim- ar, sjón- varpstæki, uppþvottavél- ar, þvottavélar, örbylgjuofnar og tölvur eru á hverju heimili. Af þessu tfiefni kom upp í huga Sand- komsritara saga af ónefndu sveita- heimili þegar sjálfvirk þvottavél kom á bæinn. Vélin var sett í gang og heimilisfólkið fylgdist spennt með. í vindingunni fór vélin af stað frá þvottahúsveggnum og ætlaði vinnumaður að færa hana á sinn rétta stað. Þá gall í bóndanum: „Bíddu, bíddu, hún er að fara út að hengja upp.“ Kettlingarnir Sagan segir af strák einum á leikskóla sem kom til fóstru sinnar og sagði: „Kisan okkar var að eignast sex kettlinga og þeir eru allir framsóknar- menn.“ Fóstran gladdist mjög með pilti og síðan liðu sjö dagar. Þá brá svo við að krakkamir á leik- skólanum áttu þess kost að hitta Steingrím Hermannsson. Fóstran mundi sögu piltsins og bað hann nú endilega að segja Steingrimi frá kettlingunum. Stráksa fannst það lítið mál og sagði við Steingrím: „Kisan okkar eignaðist sex kett- linga og þeir em allir sjálfstæðis- menn“. Steingrími var að sjálfsögðu ekki skemmt og fóstran notaði fyrsta tækifæri til að spyrja þann litla af hveiju hann breytti sögunni. „Jú,“ sagði stráksi alsaklaus, „þeir fengu sjónina þegar þeir vöknuðu í morgun." Umsjón: Bjöm Jóhann Björnsson Fréttir Helmingur kjörtímabils R-listans er liðinn: Góður árangur eða svikin kosningaloforð - mismunandi sýn oddvita R- og D-lista á árangurinn til þessa Arni Sigfússon og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tókust á um hylli kjósenda í borginni fyrir tveimur árum. Þau eru ekki á eitt sátt um hvernig R-listanum hefur tekist til viö stjórn borgarinnar nú þegar kjörtímabilið er hálfnaö. DV-mynd GVA Þann 13. júní voru tvö ár liðin frá því aö R-listinn tók við stjómar- taumunum í borginni og kjörtíma- bilið því hálfnað. DV ræddi við Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar- stjóra og Áma Sigfússon, oddvita borgarstjómarandstöðunnar, tilefhi af þessum tímamótum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „Ég er mjög sátt við það sem R- listinn hefur verið að fást við þessi tvö ár sem liðin eru af kjörtímabil- inu og þau verk sem eftir hann liggja," segir Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri í samtali við DV. Borgarstjóri kveðst ánægð með að tekist hafi að ná tökum á fjármál- um borgarinnar eins og stefnt var að og náðst hafi að draga úr þeirri miklu skuldasöfnun sem átti sér stað undir stjóm sjálfstæðismanna áður. . Þá hafi verið tekið vel á í dagvist- unarmálum það sem af er kjörtíma- bilinu og í lok þessa árs verði 6-700 fleiri heilsdagspláss í leikskólum borgarinnar en var fyrir réttum tveimur ámm. Því til viðbótar hafi borgfn veitt rekstrarstyrki til for- eldrarekinna leikskóla þannig að þjónusta við bamafólk í borginni hafi verið aukin umtalsvert, enda hafi það verið forgangsmál R-list- ans. Aðspurð um auknar álögur á borgarbúa og fyrirtæki nefnir borg- arstjóri hið nýja heilbrigðisgjald sem sé það lágt að vart sé hægt að nefna það skatt heldur miklu frem- ur þjónustugjald til þess að standa undir auknum kröfum sem gerðar em vegna hvers kyns eftirlits sem m.a. EES-samningamir krefjist. Gjaldinu sé ætlað að standa undir tveimur þriðju kostnaðar við rekst- ur heilbrigðiseftirlits borgarinnar. Þegar sú þjónusta sem borgin veitir er skoðuð í samhengi við skattheimtu af íbúum og fyrirtækj- um borgarinnar þá komi í ljós að skattar séu mjög lágir i Reykjavík miðað við flest önnur sveitarfélög landsins þrátt fyrir öfluga þjónustu. Þá hafi R-listinn á þessum fyrri helmingi kjörtímabilsins einnig beitt sér í því að gera stjómkerfi borgarinnar skilvirkara. Það hafi tekist en hafi haft í för með sér breytingar í embættismannakerfi borgarinnar sem leiddu til þess að nýjar stöður urðu til en aðrar voru lagðar niður. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa lýst sig sammála niðurstöðu þriggja manna stjómkerfísnefndar borgarinnar sem gert hefur tillögur um að fækka pólitískum nefndum borgarinnar. Borgarstjóri segir að hún muni beita sér fyrir því að eitt- hvað af tillögum nefhdarinnar kom- ist í framkvæmd á þessu ári. Mikil- vægt sé að um pólitíska stjóm og stjórnkerfi borgarinnar ríki sátt sem tryggi ákveðinn stöðugleika, hveijir sem stjómi borginni hveiju sinni. Árni Sigfússon „R-listinn lagði fram stór loforð fyrir kosningar. Hann lofaði því að hækka ekki skatta á borgarbúa, hann lofaði því að greiða niður skuldir borgarinnar sem safnast höfðu upp eins og hjá öðrum sveit- arfélögum. Þá var því lofað að allir fengju vinnu, en atvinnuleysi i borginni hefúr aldrei verið meira. Því miður eru efndirnar ekki í sam- ræmi við loforðin. R-listinn hefur hækkaö fasteigna- gjöld um 26% og að auki búið til nýjan skatt sem nefnist heilbrigðis- gjald, þannig að bæði heimili og fyr- irtæki fá að kenna óþyrmilega á ákvörðunum hans í fjármálum borgarinnar. Þá hefur hann aukið skuldir á milli ára og hækkað gjald- skrár en samt aukast skuldirnar. Það er því satt að segja afar lítið sem hann hefur haft fram að færa borgarbúum til hagsbóta. Þessu til viðbótar hefur R-listinn aukið stjómunarkostnað borgarinnar með því að fjölga embættismönnum verulega. Þegar á heildina er litið verður því miður ekki annað séð en R-list- inn hafi algerlega bmgðist þeim sem töldu að hann gæti gert eitt- hvað fyrir borgarbúa. Hann hefur farið í undarlegar og kostnaðarsam- ar aðgerðir eins og að breyta Mið- bæjarskólanum i skrifstofuhúsnæði og raunar sýnist okkur að í flestu gangi hann þessa leiðina. Hann hef- ur tekið margar óskynsamlegar ákvarðanir sem færi betur á að hefðu fæstar verið teknar. Ljós í myrkrinu Nú eru komnar fram tillögur þriggja manna stjórnlaganefndar þar sem við eigum einn fulltrúa. Niðurstöður nefndarinnar era þær að fækkað verði nefndum borgar- innar. Við mælum eindregið með því að tillögum nefndarinnar verði komið í framkvæmd strax í haust, en þá mun koma í ljós hvort R-list- inn hefur getu til að takast á við slíkar ákvarðanir, því að eitt er að setja hugmyndir á blað, annað að framkvæma þær. R-listinn hefur ekki svarað með skýrum hætti hvort það standi til að hrinda tillög- um nefndarinnar f framkvæmd og munum við ganga eftir svörum um það. Að sjálfsögðu heldur vinna að borgarmálum eðli málsins sam- kvæmt áfram í samræmi við áður gerða stefnumótun. Þannig heldur vinna áfram við ýmis mál enda þótt þeim hafi ekki verið hrint úr vör í upphafi að framkvæði R-listans, heldur fyrri borgarstjórnarmeiri- hluta. Þannig er með gangstígagerð um alla borg og einsetningu grunn- skóla í Reykjavík, en vinna við hvort tveggja er í gangi. í sambandi við einsetninguna höfum við bent á að nær væri að auka skólahúsnæði í stað þess að taka skólahúsnæði undir skrifstofur eins og er að ger- ast með Miðbæjarskólann. Það er líka haldið áfram á áður markaðri braut, að bæta leikskóla- aðstöðu barna í Reykjavík, að vísu með þeim hætti að aðrir valkostir, eins og heimgreiðslur til foreldra, era lagðir af. Vissulega og sem bet- ur fer era ekki öll verk R-listans við stjórn borgarinnar eintómt svart- nætti, en hann hefur bragðist í veigamiklum atriðum og það verður ekki hjá því komist að benda á það og hin stóru loforð R-listans, sem hann hefur gjörsamlega svikið.“ -SÁ Rómana Rómana er lítill og rómantískur veitingastaöur sem býöur upp á góðan og fjölbreyttan mat. Glæsilegur salatbar, Ijúffengir og dularfullir forrettir. Kebab-réttir okkar eru sóttir til Grikklands og hafa notið vinsælda í Evrópu. Ljúffengir og matarmiklir fiskréttir. Frítt glas af spænskum eðaldrykk fylgir hverri máltíð nú um helgina. Velkomin á veitingastaðinn Rómana \ Laugavegi 72 - Borðapantanir í síma 552 5444 0 * JAPANSKUR VEITINGASTAÐUR Erum nú komin með nýjungar á matseðil, og þar á meðal bjóðum við upp á hvalkjöt og ál, grillaö og í sushi. Mjög fjölbreyttur smáréttamatseðill. Opið alla daga frá kl. 12. Nýtekinn er til starfa hjá okkur kokkurinn Yin Shuqing. % INGOLFSSTRÆTI 1A, SIMI 551-7776

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.