Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 9 Utlönd Borís Jeltsín heim á fornar slóöir á endasprettinum: Blásið í glæður umbótaeldanna Ungir stuðningsmenn Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta fögnuðu honum í Pétursborg í gær og fengu svo að hlýða á dúndrandi rokktónlist. Síðasti dagur kosningabaráttunnar er í dag. Símamynd Reuter Nú er að duga eða drepast fyrir Borís Jeltsín Rússlandsforseta. Hann hefur aðeins daginn í dag til að reyna að sannfæra óákveðna kjósendur um að leggja sér lið við að afstýra því að kommúnistar setj- ist aftur á valdastólana í Kreml. Baráttunni fyrir forsetakosningarn- ar á sunnudag lýkur formlega í kvöld. Jeltsín heldur heim á fomar slóð- ir, til borgarinnar Jekaterínbúrg þar sem hann hóf kosningabarátt- una fyrir fjórum mánuðum, til að blása að nýju í glæður umbótaeld- anna sem hann kveikti þegar hann kom til valda fyrir fimm árum. í sjónvarpsviðtali sem flutt var í gær, sagði Jeltsín, sem fékk tvö væg hjartaáfoll í fyrra, að hann hefði viljað setjast í helgan stein en hon- um hefði fundist það vera skylda sín að bjarga Rússlandi frá borgara- styrjöldinni sem mundi áreiðanlega fylgja í kjölfar sigurs frambjóðanda kommúnista, Gennadis Zjúganovs. Hann sagðist ekki reiðubúinn að gefast upp nú. „Þetta er algjört kvalræði, þessi endalausa gagnrýni á mig úr öllum átturn," sagði forsetinn, sem er orð- inn 65 ára gamall. En hann leit vel út og var afslappaður, eins og hann hefur verið í snarpri kosningahar- áttu sinni. Jeltsín hefúr notið mik- illar athygli fjölmiðla, keppinautum sínum til sárrar gremju. „16. júní er örlagadagur Rúss- lands,“ sagði hann við sjónvarpsá- horfendur. „Þann 16. júni getum við að fullu lokið umbótunum." Jeltsín á i harðri baráttu við Gennadí Zjúganov sem græðir á þeirri miklu óánægju sem er meðal rússnesks almennings vegna versn- andi lífskjara, þverrandi sjálfsálits þjóðarinnar og aukinnar glæpa- starfsemi í kjölfar hruns Sovétrikj- anna. Samkvæmt skoðanakönnunum er Stuttar fréttir Tap hjá Sumitonio Japanska risasamsteypan Sumitomo segist hafa tapað um 120 milljörðum króna á tíu árum vegna óleyfilegra koparvið- skipta. Enn er ágreiningur Kínverjar og Bandaríkjamenn eiga enn eftir að jafna ágreining sinn um höfundarréttarmál, þremur dögum áður en gagn- kvæmar refsiaðgerðar hefjast. Vilja svör Hillary Whitewa- ter-rannsókn- arnefhd öld- ungadeildar Bandaríkja- þings vill að Hillary Clint- on forsetafrú svari spurn- ingum sem vöknuðu þegar ný gögn um fund sem hún átti um fasteignaviðskiptin umdeildu árið 1986 komu í leitimar. Nauðlent með Bush Flugvél með George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseta, og Colin Powell hershöfðingja inn- anborðs þurfti að nauðlenda vegna vélarbilunar. írakar brotlegir Bandaríkin og Bretland vilja að SÞ lýsti íraka brotlega við vopnahléssamkomulagið úr Flóabardaga frá 1991. Reuter Jeltsín með forustima en þær hafa orð á sér fyrir að vera ónákvæmar og því varlegt að treysta þeim. Zjúg- anov er bjartsýnn á að fara með sig- John Major, forsætisráðherra Bretlands, er æfur af bræði út i fyr- irrennara sinn, Margaret Thatcher, sem hann sakar um að hafa rýrt mjög möguleika Ihaldsflokksins á sigri í komandi kosningum. Thatcher, sem var fræg fyrir það á valdatíma sínum að vera Eyrópu- sambandinu óþægur ljár í þúfu, styrkti fyrrum íhaldsmennina James Goldsmith og Bill Cash með peningagjöfum. Þeir hafa hafið bar- áttu gegn þátttöku Breta í ESB. Margaret Thatcher hefur löngum reynst Major erfið og tímasetningin á peningagjöf hennar getur varla Nefhd sem skipuð var til að rann- saka orsök flugslyssins á Fukuoka flugvelli í Japan í fyrradag beinir aðallega sjónum sínum að hugsan- legri hreyfilbilun. Svarti kassinn úr DC-10 þotu indónesíska flugfélags- ins Garuda er nú til skoðunar og benda fyrstu vísbendingar til hreyfilbilunar. DC-10 þotur eru með þijá öfluga hreyfla og virðist sem kviknað hafi í einum þeirra við flugtak. Flug- ur af hólmi en allt bendir þó til að kosið verði í annað sinn, í júlí, milli Jeltsíns og Zjúganovs. Reuter komið á verri tíma fýrir Major. Hann á nú mjög undir högg að sækja og berst harðri baráttu fyrir einingu innan íhaldsflokksins. Meirihluti flokksins á þingi er nú aðeins einn maður. Major átti erfitt með að leyna bræði sinni í garð Thatcher á þing- inu i gær. „Hver og einn ræður því hvað hann gerir við peningana sina og Thatcher verður sjálf að verja þessa peningagjöf. Persónulega hefði ég frekar látið þessa peninga renna til íhaldsflokksins," sagði Major. Reuter mennimir reyndu að grípa til neyð- arbremsunnar þegar ljóst var hvert stefiidi, en það var of seint. Mikil mildi þótti að aðeins þrír af 275 far- þegum létust, en 110 urðu fyrir mis- alvarlegum meiðslum. Rannsóknar- nefndin á eftir að gefa yfirlýsingu um atvikið. Enn er eftir að yfir- heyra flugáhöfnina og farþega áður en opinber yfirlýsing verður gefin út um orsakir slyssins. Reuter Margaret Thatcher snýst gegn ESB: John Major æfur af bræði út í Thatcher Flugslysið í Japan: Rannsóknir beinast aö hugsanlegri hreyfilbilun ▲ • Myndlampi Black Matrix • 100 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • Aukatengi f. hátalara • íslenskt textavarp- BEKO fékk viðurkenningu í hinu virta breska tímariti WHAT VIDEO sem bestu sjónvarpskaupin. 26.900 ▲ • Myndlampi s Black Matrix • 50 stöðva minni g • Allar aðgerðir á skjá ~ • Skart tengi • Fjarstýring 9 0 4 * 5 0 0 0 Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aöeins eitt símtal í Kvikmyndasíma DV til að fá upplýsingar um allar sýningar kvikmyndahúsanna ♦ 1 KVIKMYNDAs/m/ 9 0 4 - 5 0 0 0 Vinningaskrá 6. útdrittur 13. Júnl 199«. íbúðarvinningur ______Kr. 2.000.000_____Kr. 4.000.000 (tvðfaldur) I 75193 Ferðavinningar Kr. 100.000 Kr. 200.000 7472 11458 (tvðfaldur! 19924 | 20603 Ferðavinningar Kr. 50.000 ___________Kr. 100.000 (tvöfaldur) 10661 15514 20332 47142 53988 68020 15101 17031 43899 52349 66426 70783 Húsbúnaðarvinningar Kr. 10.000 Kr. 20.000 (tvðfaldur) 336 14293 21806 31808 39538 52357 60536 69145 1307 14915 22345 32105 39555 52376 60953 69453 1445 15119 22429 32479 39690 52564 60969 69583 1812 15273 22875 32610 40243 52897 61531 70066 3602 15277 23121 32723 40355 53164 61794 71010 4105 15290 23487 32808 40991 53304 61882 71645 4334 15361 23529 32823 41785 54047 61942 71989 4604 16268 23571 33095 42669 54409 63067 72569 4983 16715 24157 33186 43142 54443 63646 73323 5084 17118 24589 33195 43391 54855 63972 73361 5958 17124 25177 33407 43604 55083 64039 73396 6549 17439 25228 33575 43665 56443 64101 73599 6609 18187 25380 33743 43942 56475 64421 73775 7592 18285 25485 33867 44035 56745 64471 73964 8473 18881 25635 34057 44353 57453 64708 74005 8627 18999 26025 34181 44658 57574 65024 74041 9526 19354 26072 34556 44733 57697 65168 74909 9807 19956 26217 35018 44891 57778 65374 74947 10456 19961 26678 35258 44977 58087 65403 75055 10831 20163 26786 35983 45730 58161 65670 76199 10881 20491 27448 36604 48753 58204 65719 77380 10966 20641 28111 36914 49060 58618 66137 77392 11142 20686 28382 36986 49488 58687 66286 77559 11198 20933 28504 37142 50261 58714 66986 78393 11502 20978 28701 37352 50587 58863 67024 78439 11686 20998 29061 37375 50693 59142 67068 78592 12451 21095 30227 37575 50775 59320 67701 78848 13289 21291 30245 39176 50910 59525 67801 78868 13490 21377 30885 39208 51466 60003 67818 14276 21510 31270 39225 52042 60267 69084

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.