Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGÚR 14. JÚNÍ 1996 Menning Eftirsóttir Þessa dagana stendur yfir sýning í Gallerí Horninu sem kallast Eftir- 1' kastalanum Uppselt var á tangókvöld Le Grand Tango í Loftkastalanum 12. júní og vegna mikillar eftir- spumar hefur verið ákveðið að endurtaka leikinn á miðnætur- tónleikum í kvöld kl. 23.30. Á tangókvöldinu er leikin tang- ótónlist og sýndur ekta argent- ínskur tangó. Le Grand Tango er lítil kammerhljómsveit sem kemur saman í kringum tónlist- armanninn Olivier Manoury. Hann og eiginkona hans, Edda Erlendsdóttir píanóleikari, fá hér til liðs við sig virta íslenska tónlistarmenn og dansara til að endurvekja þá tegund tangótón- listar sem bæði er fallin til að hlusta á og dansa eftir. Miönæturtón- leikar í Loft- Myndlist í Munaöarnesi Myndlistarsýning Þórðar Hall og Jóns Reykdals var opnuö á Menningarhátíð í Munaðamesi laugardaginn 1. júní s.l. Sýning- in verður opin i aUt sumar, en sýningarstaðurinn er þjónustu- miðstöð BSRB í orlofshúsabyggð samtakanna í Munaðamesi. Staðurinn er í þjóðbraut, stein- snar frá hringveginum, og er öll- um velkomið að renna við og skoða sýninguna. Sjóösúthlutun lokiö Úthlutað hefur veriö úr minn- ingarsjóði um Per-Olof Forshell, fyrrverandi sendiherra Svíþjóð- ar á íslandi. Hlutverk sjóðsins er að styrkja stöðu sænskukennslu á íslandi og menningarsam- vinnu milli landanna. Aö þessu sinni hlaut Christina Bengitsson styrkinn en starfar við sænsku- kennslu við grunnskóla á Hvols- velli og eins við Fljótshlíðar- skóla. Styrkurinn nemur 3000 sænskum krónum að viðbættri sömu upphæð sem Riksfóren- ingen Sverigekontakt veitti í ár. Annar Bowie á listahátíð Lesters Bowie’s Brass Band kemur hingað til landsins og heldur tónleika í Loftkastalan- um 15. og 16. júní kl. 21.00. Með Lester Bowie í hljómsveitinni eru 9 valinkunnir blásturshljóð- færaleikarar. Bowie, sem meðal annars hefur spilað með nafna sínum David, er þekktur fyrir frábæra sviðsframkomu og skemmtilega kímnigáfu sem fléttast gjarnan inn í tónleika hans og sveitarinnar. Efnisskrá- in er fiölbreytt og þar blandast saman djassperlur og nýjar og gamlar dægurflugur í fiölbreytt- um og skemmtilegum útsetning- um. Meðal annars leika þeir lög eftir Michael Jackson og gamla slagara eins og “The Great Pret- ender,,. -ggá Einkalíf fær góða dóma erlendis - íslenskir gagnrýnendur harðorðir, segir Þráinn Bertelsson Hið virta tímarit Variety birti fyrir skömmu mjög já- kvæða umfiöllun um nýjustu kvikmynd Þráins Bertels- sonar, Einkalif. Einkalíf fiallar um reykvísk ungmenni sem lenda í miklum ævintýrum við myndbandsgerð. Gottskálk Dagur Sigurðarson, Ólafur Egilsson og Dóra Takefusa fara með aðalhlutverk í myndinni en kvik- myndataka var í höndum Jóns Karls Helgasonar. Einkalíf var sýnt hér á landi í fyrrasumar en í dómi sínum segir Variety að myndin hafi allt sem þurfi til að gera það gott í Evrópu og jafnvel á Bandaríkjamarkaði. í dómnum er myndin sögð vera hárbeitt, þar sé þjarm- að að valdaaðilum og gert grín að menntakerfinu, poppsálarfræði og lögreglu, án þess þó að of hart sé gengið fram. í samtali við DV sagði Þráinn Bertelsson að dreifing á myndinni erlendis væri i höndum íslensku kvikmyn- dasamsteypunnar og hann hefði ekki fylgst svo grannt með hvemig dreifing gengi. Þó vissi hann til að margir aðilar hefðu verið með fyrirspurnir og fengið afrit af myndinni. Þessi góði dómur myndi sennilega greiða myndinni leið inn á góðar kvikmyndahátíðir en þær væru upphafsstaðir í sölu og dreifingu. Þráinn sagði það koma sér sérstaklega vel að í dómnum segði að myndin ætti erindi til Evrópu og Bandaríkjanna. Þó væri ómögulegt að segja til um hvort þessi umsögn hefði ein- hver áhrif og ef svo hve varanleg þau yrðu, það ætti eft- ir að koma í ljós. Hann sagði ánægjulegt að fá jákvæðar undirtektir í þessari biblíu kvikmyndaiðnaðarins þar sem hér heima hefðu gagnrýnendur yfirleitt viljað fara um hann hörðum orðum en sennilega sannaðist enn að enginn væri spámaður í eigin föðurlandi. Hvað aðsókn varðar sagði Þráinn myndina hafa gengið svipað og aðr- ar íslenskar myndir, hún hefði fengið um 17.000 áhorf- endur, en að hans mati hefði hún gengið illa þar sem hann væri vanur að sjá aðrar og hærri aðsóknartölur. Myndin kom illa við hann fjárhagslega en fengi hún um- talsverða erlenda dreifingu gæti það bjargað einhverju. Myndin fékk góða umsókn á kvikmyndahátíðinni í Cannes í maí sl. en Þráinn fylgdi henni ekki eftir þang- að suður eftir, enda sagðist hann vera búinn að fá nóg í bili eftir að hafa skrifað handritið, framleitt myndina og leikstýrt henni. Því hafi dreifingu verið komið fyrir í höndum íslensku kvikmyndasamsteypunnar, fyrirtækis Friðriks Þórs Friðrikssonar, enda lægi þar mikil þekk- ing á hinum erlendu kvikmyndamörkuðum. Þráinn sagðist nú vera að velta fyrir sér hvaða verkefni tæki við næst, ekkert væri ákveðið í því efni og margar hug- myndir væru í gangi. Hann sagði að það tæki sig sífellt lengri tíma að ákveða hvað ætti að taka fyrir næst. Eft- ir gerð sjö mynda heföi honum lærst að þegar hugmynd væri almennilega komin fram þýddi það að lifa þyrfti með henni í þijú ár. Því tæki hann sumarið í að sjá til hvort einhver ein hugmynd yrði ofan á. Þráinn sagði að gaman væri að sjá að bæði Einkalíf og aðrar íslenskar kvikmyndir væru að vekja athygli erlendis og það sýndi að íslenskir kvikmyndagerðarmenn væru á réttri leið, þó svo að leiðin væri torsótt. Baltasar leikstýrir Skækjunni í vor hafa staðið yfir æfingar á Leitt hún skyldi vera skækja, tæplega 400 ára gömlu verki efir breska leikskáldið John Ford. Skækjan verður fyrsta verkið á smíðaverkstæðinu í haust. Leikstjóri er Baltasar Kormákur og er þetta fyrsta leikstjóraverkefni hans í Þjóðleikhúsinu. Leitt hún skyldi vera skækja er þekktasta leikrit Johns Fords, hispurslaust og djarft verk um systkini sem ganga í berhögg við siðaregiur samfélagsins með forboðinni ást. einfarar á sóttir einfarar. Þar eru sýnd verk þriggja manna sem fóru einförum í list sinni, áttu við- burðaríka æsku, draum andans um líf, óháð „há- vaða efnisheims- ins“, og ferðuð- ust allir umtals- vert. Listamenn- imir þrír eru Sölvi Helgason, nefndur Sólon Islandus (1820-1895), ísleifur Konráðsson (1889-1972), ættaður úr Steingrims- firði, og Karl Einarsson Dunganon (1897-1972), er kallaði sig greifann af Sankti Kildu. Skáldsaga Davíðs skálds Stefánssonar frá Fagraskógi um Sölva, Sólon Islandus, og heim- ildarsaga Jóns Óskars eru víðþekkt verk og enn fremur hefur Björn Th. Bjömsson skrifað leikritið Dunga- non um Karl Einarsson en það var frumflutt hjá Leikfélagi Reykjavík- ur 1992 og lýsir vel hinu ævintýra- lega lífi hans. Þessir þrír teljast helstir einfara í hérlendri alþýðulist og hefur Ólafur J. Engilbertsson bent á að nýlega hafi verið sóst eftir verkum þeirra listahátíö af erlendum vettvangi. Við slík tíð- indi segir hann vakna spurningar um það hvort réttlætanlegt sé að selja þau verk úr landi sem standa fremst í alþýðulist okkar og ná í ein- lægni sinni e.t.v. best að fanga það sem einkennir íslenska þjóðarsál. Sýningunni í Galleríi Hominu er öðrum þræði ætlað að varpa fram slíkum spurningum en jafnframt að halda á lofti verkum listamanna sem eru nánast goðsagnir vegna sérstöðu sinnar og óvenjulegs lífs- hlaúps þannig að skyggt hefur á sjálf verkin sem þó standa til vitnis um ríka sköpunargáfu og auðugt hugmyndaflug. Sýningin stendur yfir 8. til 23. júní. -ggá Utgáfa á Ijóðum listahátíðar Mál og menning hefur í sam- vinnu við Listahátíð í Reykjavík sent frá sér ljóöabókina Blánótt - Ljóð listahátíðar 1996. Bókin geymir úrval úr 525 ljóðum sem bárust ljóðasamkeppni listahá- tíðar, auk verðlaunaljóðanna þriggja. Vísnabálkur eftir Gunnar Dal Fjölvi hefur gefið út nýja bók eftir Gunnar Dal, skáld og heimpeking. Er það vísnabálkur sem hann kallar Meðan þú gef- ur. Ljóðin eru ort í hinum jap- anska hækustíl sem hefur verið að breiðast út um heiminn sem alþjóðlegt ljóðform. Gunnar tel- ur að þetta sé fyrsta frumsamda hækubókin á íslensku og nefnir hann ljóðin Þrihendur þar sem línumar eru þrjár. Kver með Ijóðum Tolkiens Fjölvaútgáfan lauk á sl. ári við útgáfu hins mikla verks Hringa- dróttinssögu en áfram verða lögð drög að útgáfu fleiri verka Tolki- ens. Nýlega sendi Fjölvi frá sér sérstakt skrautkver sem gefur nokkra hugmynd um auðgi „Tolkiens-listar". Sú leið var val- in að gefa út úrval úr ljóðum hans og nefnist kverið Vegaljóð - Fararheill til framtíðar. Bókin er einkum ætluð sem gjafabók til vina enda birtast í bókinni nokk- ur þeirra myndlistarverka sem gerðar hafa verið út frá Hringa- dróttinssögu. Andblær út- gefinn í fjórða sinn Vorhefti Andblæs er komið út og er efnið fjölbreytt að venju. Geirlaugur Magnússon leggur til heimspekilegar hreytur, Kjartan Ámason á 2 örleikrit, birtur er kafli úr óbirtri íslenskri drauga- sögu auk þess sem Súsanna Svavarsdóttir birtir eftir sig ljóð í fýrsta sinn. Auk þess eiga Ein- ar Már, nokkur ungskáld og fiöldi annarra efni í blaðinu. SÍM á Korp- úlfsstaði Samband íslenskra myndlist- armanna hefur undirritað leigu- samning við Reykjavíkurborg um afnot af húsnæði að Korp- úlfsstöðum, á 1. hæð í miðhluta hússins. Leigutími er frá 1. júní 1996 og til 6 ára hið minnsta. í dag em um þrjátíu ár liðin síðan Korp- úlfsstaðir vom stærsta kúabú landsins en þar sem nú er verið að opna vinnustofur fyrir mynd- listarmenn stóðu áður um 160 mjólkurkýr í fiósi. Ný Ijóðabók Út er komin ljóðabókin Skýja- bólstrar eftir Þyrí Höllu Stein- grímsdóttur. Þetta er fyrsta ljóðabók höfundar sem er tvítug að aldri, lauk í vor stúdentsprófi frá Verslunarskóla íslands. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þyrí lengi fengist við ljóðagerð og hafa birst ljóð eftir hana á ýms- um vettvangi, einkum þó i skóla- blöðum. Þyrí yrkir ljóð sín um flest sem stendur hjarta ungs fólks næst, gleðina og sorgina, ástina, hamingjuna og vonbrigð- in. -ggá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.