Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 Fréttir 13 Tæknin geggjuð orðin er: OZ-menn töfra fram fleiri nýjungar Sýndarveruleiki er orð sem hefur æ oftar verið að skjóta upp kollin- um þegar rætt er um þróun í tölvu- málum. Þegar fólk heyrir minnst á sýndarveruleika dettur því oft einna helst í hug tölvuleikir eða tæknivæddir framtíðarheimar kvik- myndanna. En hvað er sýndarveru- leiki? Hér á landi er það einna helst fyrirtækið OZ sem hefur verið að vinna brautryðjendastarf i þróun á slíkum hugbúnaði. OZ var stofnað 1989. Hjá fyrirtækinu vinna um 30 manns og ungur aldur stcufsmanna vekur athugli en meðalaldur þeirra er um 24 ár. í samtali við DV sagði Eyþór Arn- alds hjá OZ að sýndarveruleiki væri að sumu leyti framhald af gömlu hermunum sem hafa lengi verið notaðir við þjálfun og undirbúning starfsmanna í flugi og sjómennsku. Fyrir utan þær tæknilegu framfarir sem orðið hafi á síðustu árum þá sé það einkum Intemetinu að þakka að nýjar víddir hafi opnast. Inter- netið segja þeir OZ-menn gefa óend- anlega möguleika til alls kyns sam- skipta og náms. Því megi bæta við að svo lengi sem einstaklingar og fyrirtæki séu tengd við Netið sé samkeppnisstaða þeirra jöfnuð þar sem ekki skiptir lengur máli hvar þeir eru í heiminum. OZ er með mörg járn í eldinum en meðal annars er fyrirtækið nú að einbeita sér að vinnu að svokölluð- um avatörum. Avatarar eru mann- gerðar þrívíddarteikningar, í raun litlir tölvumenn, og er ætlunin að láta þá ná öllum mannlegum hreyf- ingum og svipbrigðum með áfram- haldandi þróun. Nafnið er viðeig- andi, það kemur úr sanskrít og táknar þá mynd sem guðirnir tóku á sig þegar þeir gengu um jörðina. Aðspurðir um hagnýtingu tækninn- ar sögðu þeir OZ-liðar að hér væri verið að skapa ný tækifæri til sam- skipta, hver og einn gæti átt sér sinn eigin avatör og í gegnum þá má eiga alþjóðleg samskipti. Nýj- ungin í þessari tækni er öll að verða mun persónulegri, sérstaklega þeg- ar avataramir fara að geta tjáð hin- ar ýmsu tilfinningar í gegnum svip- brigði. Til að komast enn nær því takmarki mun OZ í framtíðinni heQa samstarf við Magnús Magnús- son prófessor en hann hefur á und- anfomum ámm verið að rannsaka samskiptaatferli manna. Með því að samræma þær rannsóknir við þá möguleika sem sýndarveruleikinn og avatararnir bjóða upp á er búist við að hægt verði að ná mikilli ná- kvæmni. Hin nýja tækni býður upp á endalausa möguleika í uppbygg- ingu. Hægt er að skapa nýjar borg- ir, nýja heima eða reyndar hvað sem er þar sem eina takmörkunin er ímyndunaraflið. Starfsmenn OZ sögðu svona þró- unarvinnu ótrúlega skemmtilega, þarna héldist stærðfræði í hendur við listræna hönnunarvinnu og gæti hvorugt komist af án hins. Þeir sögðu þróunina vera ákaflega hraða og sennilega væri engin grein í jafn örum vexti, varla væri farið að vinna að einni hug- mynd þegar sú næsta kæmi fram. Það leiddi síðan af sér að eina vandamálið væri að Hin nýja tækni býður upp á endalausa möguleika í uppbyggingu. Hægt er að skapa nýjar borgir, nýja heima eða reyndar hvað sem er þar sem eina tak- mörkunin er ímyndunarafiið. ljúka hálfnuðu verki þar sem spenningur- inn við að takast á við ný viðfangsefni væri alltaf jafn mikill. -ggá Astþor i Hveragerði Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur verið á fleygiferð um landið frá því hann tilkynnti framboð 24. maí sl. Sem lið í baráttunni hefur hann staðið fyrir friðarvökum og eina slíka hélt hann á dögunum í Hveragerði, nánar tiltekið í Hótel Hveragerði. Ljósmyndari DV var á staðnum og tók þessa mynd þar sem Ástþór heldur tölu yfir fundarmönnum. DV-mynd Sigrún Lovísa Aukablað um INNANLANDS Miðvikudaginn 26. júní mun veglegt aukablað um ferðir innanlands fylgja DV. Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni: Hestaferðir, hjólreiðar innanlands, veiði, spennandi staðir og möguleikar, gönguleiðir, handhæg kort o.fl. Þeir auglýsendur sem áhuga hafa á að auglýsa í þessu blaði er bent á að hafa samband við Selmu Rut Magnúsdóttur í síma 550 5720 eða Guðna Geir Einarsson í síma 550 5722 hið fyrsta. Vinsamlegast athugið að síðasti skiladagur auglýsinga er fimmtudagurinn 20. júní. Auglýsingar Sími 550 5000, bréfasími 550-5727. ________________________, LAUGARDEGI OG SAMA DAG ER HANN FRUMFLUTTUR Á BYGLJUNNI FRÁ KL. 16-18. BYLGJAN ENDURFLYTUR LISTANN Á MÁNUDAGS- KVOLDUM MILLI KL. 20 OG 22. KYNNIR: JÓN A X Eij. Olafsson r989 WTdrCT.V; GOTT ÚTVARPI í BOÐI COCA-COLA ÍSLENSKI LISTINN ER SAMVINNUVERKEFNIBYLGJUNNAR, DV OG COCA-COU Á ÍSLANDI. LISTINN ER NIÐURSTAÐA SKOÐANAKONNUNAR SEM ER FRAM- KVÆMD AF MARKAÐSDEILD DV í HVERRIVIKU. FJÖLDI SVARENDA ER Á BILINU 300-400, Á ALDRINUM 14-35 ÁRA AF ÖLLU LANDINU. JAFNFRAMT ER TEK- IÐ MIÐ AF SPILUN Á ÍSLENSKUM ÚTVARPSSTÖÐVUM. (SLENSKI LISTINN BIRTIST Á HVERJUM LAUGARDEGI ( DV OG ER FRUMFLUTTUR Á BYGJUNNI Á LAUGARDÖGUM KL. 16-18. LISTINN ER BIRTUR AÐ HLUTA í TEXTAVARPIMTV SJÓNVARPSSTOÐVARINNAR. (SLENSKILISTINN TEKUR ÞÁTT í VALI „WORLD CART" SEM FRAMLEIDDUR ER AF RADIO EXPRESS (LOS ANGELES. EINNIG HEFUR HANN ÁHRIF Á EVRÓPULISTANN SEM BIRTUR ER (TÓNLISTARBLAÐ- INU MUSIC & MEDIA SEM ER REKIÐ AF BANDARlSKA TÓNLISTARBLAÐINU BILLBOARD.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.