Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 16
16 25 íþróttir 1. deild KR 4 3 1 0 12-5 10 ÍA 4 3 0 1 13-6 9 ÍBV 4 3 0 1 8-7 9 Leiftur 4 2 1 1 9-7 7 Stjarnan 4 2 1 1 5-5 7 Grindavík 4 1 2 1 4-5 5 Fylkir 4 1 0 3 9-7 3 Valur 4 1 0 3 3-6 3 Keflavík Breiðablik 3-9 2 5-14 1 Markahæstir: Guðraundur Benediktsson, KR ... 7 Bjarni Guðjónsson, ÍA ...........5 Rastislav Lazorik, Leiftri ......4 Haraldur Ingólfsson, ÍA .........3 Sverrir Sverrisson, Leiftri .....3 Þórhallur D. Jóhannsson, Fylki . . 3 Alexander Högnason, lA...........2 Arnar Grétarsson, Breiðabliki ... 2 Einar Þór Daníelsson, KR.........2 Goran Kristófer Micic, Stjörnu. . . 2 Guðmundur Torfason, Grindav. . . 2 Helgi Björgvinsson, Stjörnunni ... 2 Kristinn Tómasson, Fylki.........2 Leifur Geir Hafsteinsson, iBV .... 2 Mihajlo Bibercic, ÍA.............2 Ríkharður Daðason, KR ...........2 Tryggvi Guðmundsson, ÍBV ........2 2. deild Skallagr. 3 2 FH 4 2 1 0 1 1 9-2 6-5 KA Völsungur Þór A. Fram Þróttur R. Leiknir R. 9-8 6- 5 5- 5 7- 5 9-8 6- 6 Víkingur R. 4 1 0 3 5-6 3 ÍR 3 0 0 3 0-12 0 í kvöld fara fram tveir síðustu leikirnir í 4. umferð. Fram og ÍR leika á Valbjarnarvelli og Þór mætir Skaliagrimi á Akureyrar- velli. Báðir leikirnir hefjast kiukkan 20. nt.23 Portúgal - Tyrkland Besti leikur FH-inga í sumar - unnu Þróttara í fjörugum leik, 3-2 1- 0 Hörður Magmisson (17.) 2- 0 Davíð Ólafsson (30.) 2- 1 Einar Ö. Birgisson (60.) 3- 1 Lúðvlk Amarson (72.) 3-2 Heiðar Sigurjónsson (74.) FH-ingar skutust upp í annað sætið í 2. deild- inni í gær með sigri á Þrótti, 3-2, í mjög fjör- ugum og góðum leik í Kaplakrika. FH var betri aðilinn í fyrri hálf- leik og lék á köflum mjög góða knattspyrnu en í síðari hálfleiknum náðu Þróttarar betri tökum á leiknum og spiluðu oft mjög vel. Undir lokin sóttu gest- irnir stíft að marki heimamanna en FH-ing- ar náðu að halda fengnum hlut. Skotinn Ian McCall lék sinn fyrsta leik fyrir FH. Hann lék mjög Höröur Magnússon lék vel meö FH-ingum í gær- kvöldi. vel í fyrri hálfleik en nokkuð dró af honum í síðari hálfleiknum. Hall- steinn Arnarson var sterkur í stöðu aftasta vamarmanns og þeir Hörður Magnússon og Lúðvík Amarson voru baneitr- aðir í framlínunni. FH-ingar léku í heild vel og án efa sinn besta leik í sumar. Þróttarar hafa öll tök á að vera í toppbarátt- unni. Liðið er vel mannað og vel spilandi. Einar Örn Birgisson var mjög sterkur i framlínunni, Heiðar Sigurjónsson var sprækur og gamli jaxl- inn Willum Þór Þórsson stóð fyrir sínu. Maður leiksins: Hörður Magn- ússon, FH. -GH KA vígði Leiknis- völlinn með glans - vann nýliöana, 2-5, í Breiöholtinu 0-1 Logi Jónsson (17.) 0-2 Þorvaldur M. Sigbjörnsson (21.) 1-2 Róbert Arnþórsson (32.) 1- 3 Þorvaldur M. Sigbjörnsson (45.) 2- 3 Róbert Arnþórsson (63.) 2—4 Höskuldur Þórhallsson (80.) 2-5 Logi Jónsson (90.) „Við spiluðum vel í kvöld og hefð- um átt að vera meira yfir í hálfleik. Ég er ekki sáttur við stöðu okkar í deildinni og tel að við hefðum átt að fá meira útúr síðasta leik, gegn Þór. En miðað við að hafa tapað tveimur leikjum í röð og koma svo hingað er ég mjög ánægður með að hafa unn- ið svona stórt,“ sagði Pétur Orms- lev, þjálfari KA, eftir 2-5 sigur á Leiknismönnum í 2. deildinni í gær- kvöldi en það var vígsluleikur á nýj- um grasvelli í Breiðholtinu í gær- kvöldi. Þetta var fyrsta tap nýliða Leiknis á tímabilinu. Leikurinn var nokkuð fjörugur en KA náði fljótlega góðum tökum á honum. Spenna var um tíma eftir að Leiknir minnkaði muninn í 1-2 en í síðari hálfleik var aldrei spurn- ing um úrslit. KA skoraði tvívegis undir lokin eftir að Davíð Jónsson, Leikni, fékk rauða spjaldið. Félagi hans, Róbert Arnþórsson, fékk líka rauða spjaldið eftir að leiknum lauk fyrir mótmæli við dómarann. Maður leiksins: Þorvaldur Mak- an Sigbjörnsson, KA. -ih Heföi átt að fella Vlaovic Tyrkneskir fjölmiðlar eru óhressir með að varnarmaðurinn Alpay skyldi ekki fella Króatann Vla- ovic utan vítateigs og koma þannig í veg fyrir að hann skor- aði sigurmarkið gegn þeim. „Það hefði kannski verið ljótt en hefði fært okkur stig,“ sagði stórblaðið Húrriyet og kærir sig kollótt um háttvísiátakið í knattspymunni. á Hamarsvelli, Borgarnesi, sunnudaginn 16. júní nk. Leikinn veröur 18 holu höggleikur, meö og án forgjafar. Ræst veröur út frá kl. 8.00. Rástímapantanir í síma 437-1663 frá kl. 14.00 föstudag og laugardag. Þátttökugjald 1.600 kr. Golfklúbbur Ðorgarness Stjarnan (1) 2 Grmdavík (1) 2 0-1 Guðmundur Torfason (6.) meö skalla af markteig eftir auka- spyrnu Zorans Ljubicic frá vinstra kanti. 1- 1 Goran Kristófer Micic (25.) breytti stefnu boltans í markiö frá vítapunkti eftir fasta og lága auka- spyrnu Baldurs Bjarnasonar. 2- 1 Helgi Björgvinsson (71.) úr vítaspyrnu. Baldur tók milda rispu og var felldur af Guðjóni Ásmunds- syni. 2-2 Guðmundur Torfason (76.) með miklum þrumufleyg úr auka- spyrnu af 30 metra færi. Stórglæsilegt mark. Lið Stjörnunnar: Bjarni Sigurðs- son - Hermann Arason, Helgi Björg- vinsson ©, Reynir Bjömsson ©, Heimir Erlingsson - Ragnar Ámason (Birgir Sigfússon 69.), Valdimar Kristófersson, Rúnar Páll Sigmunds- son (Ingólfur Ingólfsson 69.), Baldur Biarnason ©, Kristinn I. Lárusson © - Goran Kristófer Micic ©. Lið Grindavlkur: Albert Sævars- son @ - Hjálmar Hallgrímsson, Mil- an Stefán Jankovic @, Guðjón Ás- mundsson, Gunnar Már Gunnarsson © - Zoran Ljubicic @, Guðmundur Torfason @, Vignir Helgason (Sveinn Ari Guðjónsson 25.), Ólafur ðrn Bjarnason - Siusa Kekic, Ólafur Ingólfsson. Markskot: Stjarnan 25, Grindavík 9. Horn: Stjarnan 10, Grindavík 4. Gul spjöld: Heimir (Stj.), Ragnar (Stj.), Hermann (Stj.), Milan Stefán (Grj, Kekic (Gr.), Guðjón (Gr.) Rauð spjöld: Engin. Dómari: Sæmundur Víglundsson, full mistækur í mati sinu á brotum en erfiðar aðstæður hjálpuðu ekki til. Áhorfendur: Um 250. Skilyrði: Rigning og gola, Stjörnu- völlurinn góður en mjög háll. Maður leiksins: Baldur Bjarna- son, Stjörnunni, hættulegur allan tímann og maðurinn á bak við bæði mörk Garðbæinga. u FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 DV DV 1- 0 Jordi Cruyff (66.) 2- 0 Dennis Bergkamp (79.) Lið Hollands: Edwin Van der Sar - Michael Reiziger, Winston Bogarde, Danny Blind, Clarence Seedorf (Johan de Kock 26.) - Ronald de Boer (Edgar Davids 81.), AronWinter, Richard Witschge, Peter Hoekstra - Dennis Bergkamp, Jordi Cruyff (Patrick Kluivert 85.). Lið Sviss: Marco Pascolo - Marc Hottiger, Ramon Vega, Stephane Henchoz, Yvan Quentin - Sebastien Jeanneret (Alexandre Comisetti 69.), Johann Vogel, Ciriaco Sforza, Stephane Chapuisat - Marco Grassi, Kubilay Turkyilmaz. Holland 2 1 1 0 2-0 4 England 1 0 1 0 1-1 1 Skotland 1 0 1 0 0-0 1 Sviss 2 0 1 1 1-3 1 Síðustu leikirnir: 15.06 Skotland-England . . . . 14.00 18.06 Skotland-Sviss........18.30 18.06 Holland-England.......18.30 U E fA hnQÍaTUí. Sacchi breytir til Landsliðsþjálfari ítala, Arrigo Sacchi, hefur gert fimm breyt- ingar á liði sínu fyrir leikinn gegn Tékklandi í dag. Angelo Di Livio, Roberto Di Matteo, Al- essandro Del Pierro, Pierluigi Casiraghi og Gianfranco Zola verða allir á bekknum og byrja Roberto Donadoni, Fabrizio Ravanelli, Diego Fuser, Enrico Chiesa og Dino Baggio inn á fyr- ir þá. Tékkland stokkar upp Þjálfari Tékklands, Dusan Uhrin, er líklegur til að breyta liði sinu töluvert fyrir leikinn gegn ítölum í dag og þá helst miðjunni og framlínunni. Uhrin vildi ekki gefa upp byrjunarliðið sitt en hann sagði að Patrik Berger, leikmaður Borussia Dortmund og vafalaust einn besti leikmaður Tékka, myndi byrja leikinn. U E FA I EnQÍarut Einkunnagiöf Reuters: 9 Gheorghe Hagi, Rúmeníu 8 Trifon Ivanov, Búlgaríu, Hristo Stoi- chkov, Búlgaríu, Dorinel Munteanu, Rúmeníu, Winston Bogarde, Hol- landi, Jordi Cruyff, Hollandi, Peter Hoekstra, Hollandi. 4 Enginn. Anna María til Njarðvík- ur eða Breiðabliks? Anna María Sveinsdóttir frá Keflavík, besta körfuknattleikskona landsins, hefur fengið tvö tilboð fyrir næsta tímabil, frá Breiðabliki og Njarðvík, en bæði félögin vilja fá hana til sín sem þjálfara og leikmann. Anna María hefur um ára- bil verið í fararbroddi hjá íslenskum körfuknattleikskonum og var kjörin leik- maður ársins á síðasta tímabili. „Já, það er rétt, félögin hafa talað við mig og ég er að hugsa málið. Ég er að fara út með landsliðinu í næstu viku og mun íhuga þetta vel á meðan og taka ákvörðun um mánaðamótin. Það er vissulega líka í myndinni hjá mér að spila áfram með Keflavík,“ sagði Anna María við DV í gærkvöld. -ÆMK/VS Hagi óhress vegna „marksins“ Gheorghe Hagi, rúmenski knattspyrnusnillingurinn, ’é'S* var ævareiður eftir tapið gegn Búlgaríu vegna marksins sem Rúmenar skoruðu en fór fram hjá dómara og línuverði. „Það ótrúlega er að dómarinn taldi ekki ástæðu til að ráðgast við línuvörðinn. Því miður er þetta væntanlega ástæðan fyrir því að við erum á heimleið frá Englandi," sagði Hagi. Dimitar Penev, þjálfari Búlgara, hleypur til móts viö sína menn um leiö og leikurinn viö Rúmena er flautaður af og fagnar sigrinum með þeim. Penev sagöi eftir leikinn aö sigurmark Stoichkovs væri eitthvert fallegasta mark sem hann heföi séö. Símamynd Reuter Búlgaría og Holland með vænlega stöðu -Rúmenía á leiðinni heim en Sviss á ennþá möguleika Það var enginn annar en hinn litríki leikmaður Búlgara, Hristo Stoichkov, sem tryggði sínum mönnum 1-0 sigur gegn Rúmenum og vafalaust sæti í 8- liða úrslitum keppninnar strax á 3. minútu þegar hann stakk vörn Rúm- ena af og skoraði með góðu skoti. Leikurinn var opinn og skemmtileg- ur og áttu bæði lið mörg ágætis færi en Búlgaríu dugði þetta eina mark. Það leikur enginn vafi á því að Rúmenar eru með gott lið en þeir ná bara ekki að reka endapunktinn á sóknir sínar líkt og þeir gerðu í Heimsmeistarakeppn- inni I Bandaríkjunum fyrir fjórum árum. Reyndar skoruðu Rúmenar gull- fallegt mark þegar Dorinel Munteanu skaut í þverslána og inn. Minnti þetta atvik sterklega á úrslitaleikinn í HM árið 1966 þegar Englendingum var dæmt mark eftir að boltinn skall í jörð- ina af slánni en því miður fyrir Rúm- ena þá sáu hvorki dómarinn né línu- vörðurinn þetta löglega mark. Svekktir Rúmenar gerðu hvað þeir gátu til að sækja og þannig opnaðist vörn þeirra töluvert og voru Búlgarar oft nálægt því að bæta við marki og þá sérstaklega í seinni hálfleik þegar Yor- dan Lechkov, hinn hárprúði leikmaður Búlgara, fékk glæsilega hælsendingu í gegnum vörn Rúmena en skot hans var varið meistaralega. Það er ljóst að Búlgarar eiga eftir að fara langt í keppninni en hinir óheppnu Rúmenar geta farið að pakka niður. Holland réð feröinni Loksins vöknuðu Hollendingar og það svo um munaði þegar þeir sigruðu sterkt lið Sviss, 2-0, í frábærum leik en lið Sviss hefur komið á óvart í keppninni. Þetta var hraður og líflegur leikur þar sem bæði lið áttu fúllt af færum til að skora en það var hið spræka lið Hol- lendinga sem sá um það með tveimur fallegum mörkum frá Jordi Cruyff og Dennis Bergkamp, besta manni vallar- ins, sem hefði hæglega getað bætt við mörkum og lék hann frábærlega. í fyrri hálfleik og í upphafi þess síð- ari áttu Svisslendingar ekkert minna í leiknum heldur en Hollendingar en þeir náðu bara ekki að halda í við frá- bært spil og mikinn og góðan hreyfan- leika Hollendinga. Þeir tóku leikinn í sínar hendur og hefðu getað bætt við a.m.k. tveimur mörkum og ef þeir spila svona áfram þá mega heimamenn vara sig því fátt stöðvar Holland á góðum degi sem þessum. -JGG Gamalkunnir taktar - Guömundur Torfason skoraöi tvö þegar Stjarnan og Grindavík skildu jöfn, 2-2 Það eru tiu ár síðan Guðmundur Torfason yljaði íslenskum knatt- spyrnuáhugamönnum síðast með hverju glæsimarkinu í 1. deild á fætur öðru. Þá jafnaði hann markametið og hvarf síðan í atvinnumennsku. Nú er hann kominn aftur í deildina, sem þjálfari og leikmaður Grindavíkur, og minnti á gömlu góðu tímana með því að skora tvö dæmigerð mörk í 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í Garðabæn- um í gærkvöld. Það fyrra með skalla eftir aukaspyrnu en það síðara með glæsilegum þrumufleyg beint úr auka- spyrnu af 30 metra færi. „Jú, það er gaman að skora aftur í deildinni og við sýndum í kvöld að það er seigla í liðinu og við komum ekki hingað bara til að verjast. Ég er mjög ánægður með stigið en við hefð- um getað unnið, það var greinilega vítaspyrna þegar Ólafur var felldur í lokin og þá hefði ég náð í hundrað- þúsundkallinn!" sagði Guðmundur við DV eftir leikinn. Ef stigin væru gefin fyrir annað en mörk hefði Stjarnan unnið á betri knattspyrnu og mun meiri sóknar- þunga en ef baráttugleðin réði úrslit- um hefðu Grindvíkingar fagnað sigri. Stjarnrn virtist búin að snúa leiknum sér í hag með mörkum Gorans Kristó- fers og Helga Björgvinssonar áður en aukaspyman góða frá Guðmundi kom. Stjörnumenn höfðu síðan heppnina með sér í lokin - augljósri vítaspyrnu var sleppt þegar Ólafur Ingólfsson var sloppinn inní vítateig þeirra. Haldi Stjaman áfram á þessari braut verður liðið í efri hluta deildar- innar í sumar og það er jafnframt greinilegt að Grindvíkingar eru stað- ráðnir í að afsanna hrakspárnar en þeim var spáð falli í vor. „Við erum að spila vel en höfðum ekki heppnina með okkur í kvöld. Við fengum mörg marktækifæri en þau nýttust ekki. Grindavík er með gott lið og baráttuglatt sem erfltt er að spila á móti. Næsta mál er að sigra Akranes á sunnudag, við eram tilbúnir til þess og ætlum okkur þrjú stig þar,“ sagði Goran Kristófer Micic, sóknarmaður Stjörnunnar, við DV. -VS Fær Vernharð ekki að fara til Atlanta? - JSÍ tekur ákvöröun á þriðjudag Júdósamband Islands hefur ákveðið að endurskoða ákvörðun sína um að senda Vemharð Þor- leifsson á Ólympíuleikana í Atl- anta sem hefjast eftir fimm vikur. Sambandið hyggst taka endanlega ákvörðun í málinu á þriðjudag- inn. í yfirlýsingu sem sambandið sendi frá sér í gær segir meðal annars: „Vegna tiðra agabrota Vemharðs, sem byrjuðu er hann yfirgaf æfingabúðirnar í Car í Barcelona í mars 1995 án þess að láta nokkurn mann vita, mætir illa á boðaðar æfingar, fer ekki eftir fyrirmælum landsliðsþjálf- ara, og þrátt fyrir að hafa lofað bót og betrun á fúndum, ýmist með formanni Ólympíunefndar ís- lands, formanni JSÍ, landsliðs- þjálfara og skriflegri yfirlýsingu þess efnis síðan í september 1995, þá var á stjórnarfundi JSÍ þann 11. júní ákveðið að endurskoða þá ákvörðun að hann keppi fyrir ís- lands hönd í Atlanta. Dropinn sem fyllti mælinn var er hann skrifaði grein í DV þann 10. júni 1996 og fór þar meö dylgjur og ósannindi um JSÍ og landsliðs- þjálfara og sýndi stöifum þeirra algjört virðingarleysi. Framhjá því er ekki hægt að líta.“ -VS Angloma óánægður Varnarmaðurinn, Jocelyn Angloma, var hissa á því að vera ekki valinn í liðið fyrir leik Frakka gegn Rúmeníu. „Auðvit- að var ég hissa því, allir bjugg- ust við því að ég myndi spila þennan leik en Jacquet hefur sínar eigin hugmyndir og þær verða á samvisku hans,” sagði Angloma. Angloma er eini leik- maður Frakka sem spilaði í öll- um leikjum þeirra í und- ankeppninni. Andersen byrjar kannski inná Þjálfari danska landsliðsins, Richard Möller-Nielsen, hefur geflð til kynna að Sören Ander- sen, 26 ára gamall framherji frá Álaborg, muni byrja inná á móti Króötum á sunnudaginn kemur. Rui Costa til Argentínu? Hinn stórgóði leikmaður Portúgala, Rui Costa, fékk held- ur betur að heyra það frá þjálf- ara sínum eftir að hafa sagt við fréttamenn að lið Portúgala vantaði markaskorara eins og hinn argentíska Batistuta sem leikur við hliðina á Rui Costa í Fiorentina á Ítalíu. „Ég hef ekki séð fréttina en ef honum finnst þetta þá ætti hann að fá sér argentínskan ríkisborg- ararétt og spila með Batistuta þar,” sagði Antonio Oliveira, þjálfari Portúgals rétt áður en hann tók Costa á teppið. BIW096Z l Queen gerir gæfumuninn Konungur Spánar er kannski ekki á Englandi en leikmenn Spánar láta það ekkert á sig fá heldur hlusta þeir bara á hljóm- sveitina Queen til að koma sér í rétta skapið fyrir leikinn gegn Frökkum á morgum. Við viljum víst Rússa Bresk yfirvöld neituðu að hafa frestað vegabréfsáritunum til rússneskra áhangenda sem eru að biða eftir því að komast á Evrópukeppnina en bresk dag- blöð hafa greint frá þessu. Talsmaður Útlendingaeftirlits- ins sagði að það væri ekkert sem réttlætti frekari fréttir af þessum svokölluðu hindrunum sem hefðu verið settar gegn ferðum Rússa til Englands. Árlegur leikur? Hér áður fyrr voru leikir Eng- lendinga og Skota mikið hitamál sem kölluðu fram dramatík, ástríður, fjandskap og vandræði og það er kannski þess vegna sem yfirvöld stoppuðu þá endan- lega árið 1989 því fyllirí og óspektir fóru upp úr öllu valdi í kringum þessa leiki á áttunda og níunda áratugnum. Ef leikur þjóðanna á morgun fer vel gæti farið svo að lands- leikur þessara liða yrði árlegur viðburður og líst landsliðsþjálf- urunum Terry Venables, Englandi, og Craig Brown, Skotlandi, vel á það. íþróttir Frakkland - Oanmörk 2 3. Rússland 4. Króatía • Hálfleiksstaða 5. Króatía - Danmörk Lokastaða 6. Skotland - Sviss 7. Frakkland - Búlgaría 8. Holland - England 9. Rúmenía ■ Spánn 10. Rússland ■ Tékkland 11. Króatía ■ Portúgal 12. Ítalía - Þýskaland 13. Tyrkland - Danmörk Hálfleiksstaða 14. Tyrkland - Danmörk Lokastaða 1-0 Hristo Stoichkov (3.) stakk vörn Rúmena af og skoraði með laglegu skoti framhjá markverðinum. Lið Rúmeníu: Stelea - Belodedici, Petrescu, Selymes, Prodan - Hagi, Popescu (Ilie 78.), Lupescu (Galca 46.), Munteaunu - Lacatus (Moldovan 29.), Raducioiu. Lið Búlgaríu: Mihailov - Ivanov, Kishishev, Tsvetanov, Lechkov (Genchev 90.) - Yankov, Yordanov, Balakov, Kostadinov (Bormirov 32.) - Stoichkov, Penev (Sirakov 72.). Búlgaría 2 110 2-1 4 Frakkland 110 0 1-0 3 Spánn 10 10 1-1 1 Rúmenía 2 0 0 2 0-2 0 Síðustu leikirnir: 18.6. Frakkland-Búlgaría....15.30 18.6. Rúmenía-Spánn.........15.30 DRAUMALIB DV Þú færð allar upplýsingar um stöðu pína í leiknum og stöðu efstu liðanna í sínta 904 IOI5 Verö 39,90 mínútan. ÍPRÓTTADEILD f f f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.