Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ1996 ist TÓNLISJAR ÍillÍYW lan McNabb - Merseybeast ★★★ 1 /2 klassískt rokk Um miðjan síðasta áratug var starfandi í Bretlandi hljómsveit sem hét Icicle Works. Hún fór ekki ýkja hátt en gerði þó örfá lög vinsæl sem voru meðal annars leikin í útvarpi hérlendis. Forsprakki þessarar sveitar var Ian nokkur McNabb og hann hélt reyndar hfjómsveitinni úti fram til 1990. Síðan þá hefur hann róið einn á báti og er þessi plata Merseybeast þriðja sólóplatan hans. Báðar fyrri plötumar fengu prýðisumsagnir en Ian McNabb var og er engu að síður óþekkt nafn fyrir hinn stóra fjölda. Hann á þó annað skilið þvi hér er á ferðinni frábær tónlistarmaður sem er jafnvígur á laga- og textasmíöar, söng og ýmiss konar hljóðfæraleik. Tónlist McNabbs er melódískt rokk með sterkum blúsáhrifúm og eilítið hráum undirtón á köflum. Hann minnir um margt á Neil Young og svo langt nær sú samlíking að á bónusplötu sem fylgir hluta af upplagi Mersey- beast plötunnar, er aö finna tónleikaupptökur þar sem tveir af liðsmönnum Crazy Horse leika með McNabb. Þar leika þeir meöal annars tvö af þekkt- ari lögum Icicle Works, Understanding Jane og Evangeline en hápunktur- inn er stórkostleg útgáfa af gamla Danny Whitten laginu I Don’t Wanna Talk about it. Annars er sama hvar boriö er niður á báöum þessum plöt- um, hvergi er veikan punkt aö frnna; hvert lagið er öðru betra og þetta er einfaldlega ein besta rokkplata ársins það sem af er. Sigurður Þór Salvarsson Kenny Wayne Shepard - Ledbetter Heights irkirk l\lýr blúsjöfur? Blúsinn er rótgrónari meðal Banda- ríkjamanna en meöal annarra þjóða enda upprunninn þar í landi. Sífellt koma fram nýjar kynslóðir blústónlist- armanna og þar innan um leynast alltaf einstaklingar sem skara fram úr. Kenny Wayne Shepard er einn þeirra ungu blústónlistarmanna sem spáð er hvað mestum frama í dag og gamalreyndir blúshundar keppast um að hlaða hann lofi. Og lofið á hann skilið þvi engum blööum er um það að fletta að hér er upprennandi snillingur á ferðinni. Þetta er kornungur hvítur strákur, semn afsannar það rækilega að hvítir menn geti ekki leikið blús af sömu innlifun og svartir. Og þessi drengur hefúr allt sem til þarf; hann er gítar- íeikari af guös náð, syngur eins og gamall blúshundur og semur lög í anda meistaranna. Hvað þarf meira til? Tónlist Kenny Waynes er rokkskotinn gítarblús í anda Stevie Ray Vaugh- an og Jeff Healey og ef pilturinn heldur rétt á spilunum gæti hann auð- veldlega orðið arftaki Stevies Rays. Annars segir hlustun meira en mörg orð og enginn sannur blúsaðdáandi ætti aö láta þessa plötu og þennan dreng fram hjá sér fara. Sigurður Þór Salvarsson Stone Temple Pilots — Tiny Music ★★ Söngvarinn týndur? Paö hefur margt breyst hjá Stone Temple PUots síðan hún varð vinsæl fyrir lag sitt Plush af plötunni Core fyrir nokkrum árum. Platan féll beint inn í vinsælan Seattle hljóm og fékk misjafnar viðtökur, þó nógu góð- ar tU að ráðist væri í aöra plötu. Útkoman var platan Purple (eða 12 grati- ous melodies). Þar rokkaði sveitin af mUdum krafti, trú uppruna sínum með kraftmUónn og melódískan söngvara að nafni Scott WeUand í farar- broddi. Fyrir þessu fer ekki mikið á nýju plötunni sem ber nafhið Tiny Music (eða ÖrlítU tónlist). Að vísu er rétt að söngvarinn hefur gengið í gegnum mUda dópneyslu upp á síðkastið (sem virtist aðeins bæta rödd Shannon „megi hann hvUa í friði" Hoon, fyrrum söngvara Blind Melon), en það afsakar ekki tUvistarleysi hans á plötunni. Vissulega er hann aftar- lega í hljóöblöndun, en við nána hlustun og samanburð er ekki hægt að segja með vissu að þarna sé sami söngvarinn á ferð, þvUikt er kraftleysiö. Að auki hafa lagasmíðar hljómsveitarinnar mýkst töluvert frá fyrri plöt- um. Segja má að Seattíe hljómurinn hafi dáiö drottni sínum og að Brit popp „rokkveislualdarinnar" rokkið hafi tekið völdin. Þær eru hvorki gríp- andi né kraftmiklar. Af tólf lögum eru t.d. aðeins tvö sem vekja á sér at- hygli (Pop Love Suicide og Big Bang Baby) sem verður að þykja nokkuð slakt. Mín afstaða: „Aftur tU upprunans og söngvarann í meöferð. Rokkar- ar, kaupið frekar aðra plötu sveitarinnar." Guðjón Bergmann Um plötuna Á þessari þriðju plötu í röðinni leitar Björgvin á slóðir okkar fyrstu tónskálda sem störfuðu að list sinni á síðari hluta 19. aldar auk þess sem sótt eru lög í tónlistarbrunn sam- tímans. Fjölmargir söngvarar koma fram á plötunni auk Björgvins, hver til að túlka þessar íslensku perlur með sínu nefi. Lítum nánar á lögin og söngvarana. Lögin og söngvararnir Fyrsta lag plötunnar er eftir Steingrím M. Sigfússon, heitir Mik- ið var gaman að því og er í flutningi Björgvins. Lagið Sprettur, sem er vel þekkt i útsetingu Ríó tríósins, er hér í flutningi óperusöngvarans Bergþórs Pálssonar ásamt Karla- kórnum Fóstbræðrum. Lagið er eft- ir Sveinbjöm Sveinbjörnsson við ljóð Hannesar Hafstein. Lagið Ég bið að heilsa eftir Inga T. Lárusson, við ljóð Jónasar Hall- grímssonar, kemur þar næst, í flutningi Björgvins og Fóstbræðra. Útlaginn eftir Gunnar Ingólfsson er í flutningi Einars Júl. á plötunni, en upprunalega var það sungið inn á plötu af Ragnari Bjarnasyni árið 1965. Bátarnir í firðinum eftir Jónas Jónasson og Ragnar Jóhannsson er í flutningi Björgvins. Sá söngvari sem hefur fengið hvað mest hrós fyrir frammistöðu sina í stórsýning- unni Bítlaárin á Hótel Islandi er Bjarni Ara. Hann syngur lagið Ljúfa vina eftir Ólaf Gauk og félaga. Enn syngur Björgvin og nú lagið Mamma eftir Þórunn Franz og Ólaf Björgvin Halldórsson ber hitann og þungann af útgáfu íslandslaga 3. Hann ieitar meöal annars í sjóð fyrstu tónskálda íslendinga. -GBG Gauk. Leikinn þar á eftir á Egill Ólafs- son er hann syngur lagið Æskum- inning eftir Ágúst Pétursson, texti Jenni Jónsson. Óperusöngvarinn Bergþór hefur aftur upp raust sína i laginu í faömi dalsins eftir Bjarna J. Gíslason og Guðmund Þórðarson. Er þá komið að hinni einu sönnu Sigrúnu Hjálmtýsdóttur en hún syngur lag eftir títt nefndan Tólfta september, öðru nafni Freymóð Jó- hannsson, sem heitir og fjallar um Heimþrá. Guðrún Gunnarsdóttir hefur einnig látið mikið að sér kveða upp á síðkastið og syngur Nú ertu þriggja ára eftir Jón M. Kjerúlf. Karlakórinn Heimir flytur okkur þrjú lög. Erlent lag við texta Davíðs Stefánssonar Þú komst í hlaðið, lag- ið Island eftir Árna Thorsteinsson og I fögrum dal eftir þá Emil og Jón Thoroddsen. Mikill fengur er síðan aðgengileg útgáfa af Lofsöng okkar íslendinga, í flutningi Karlakórsins Fóstbræðra og Sinfóníuhljómsveitar íslands undir stjórn Jóns Stefánssonar. Auk þess að syngja ofantalin lög, BH kvartettinn í bakroddum og sjá um lagaval er Björgvin framleið- andi og sá um upptökustjórn og um- sjón. Jón Kjell og Jón Stefánsson sáu um útsetningar en það er Skíf- an sem gefur út. Söngvasjóður landsmanna: íslandslög „Út er komin þriðja platan í röð íslandslaga, en fyrri plöturnar tvær hafa báðar hlotið góðar viðtökur og báðar öðlast gullyiðurkenningar.“ Þessar línur má lesa innan í um- slagi þessarar nýju viðbótar við söngvasjóð okkar íslendinga. Að venju er það BjÖrgvin nokkur Hall- dórsson sem ber hitann og þungann af útgáfunni, jafnt í söng sem lagav- ali og framleiðslu. Kærastinn hennar Bjarkar: Goldie á fslandi Laugardaginn 21.júní nk. stígur Björk Guðmundsdóttir á svið í Laugardalshöllinni, búin að drösla öllum þeim búnaði sem hefur fylgt henni um heiminn uppá svið, tilbú- in í slaginn. Þetta vita allir. Færri vita að sá maður sem spil- ar í Laugardalshöflinni þegar Björk hefur lokið sínu „sjóvi“ heitir Goldie, spilar breakbeat, hefur ferð- ast um og málað „graffiti" á veggi í stórborgum, gaf út Timeless og er.„, jú, hann er kærasti Bjarkar. Það eru aðeins liðin 5 ár síðan Goldie tók við „breakbeat trúnni“ á klúbbunum Heaven. Á þessum fimm árum hefur hann verið iðinn, svo iðinn að plata hans og hljóm- sveitarinnar Metaheadz (sem spilar með honum í Höllinni), Timeless er ein mest selda plata dansgéirans á síðasta ári auk þess sem hún fékk feiknagóðar viðtökur gagnrýnenda og var af mörgum þeirra valin besta plata ársins. Það má búast við miklu fjöri fyr- ir dansflkla, enda er hér enginn aukvisi á ferð. Kærastinn hennar Bjarkar er fjöl- hæfur listamaöur. Hann spilar svo- kallaöa „breakbeat" tónlist. Hann mun leika í Laugardalshöllinni eins og Björk. Older-George Michael: ★★★ Hér er margt það afslappaðasta sem George Michael hefur sent frá sér á ferlinum. Sumt er meira að segja léttdjassað. Platan er fylli- lega samboðin fólki sem kann vel að meta þægilega hljómandi hag- anlega saman settar laglínur. -ÁT Fairweather Johnson - Hootie & The Blowfish: ★★★ Lögin á plötu Hootie & The Blowfish eru jöfn og góð, melódísk og vel flutt og allt eins og það á að vera. -SÞS The Score - Fugees: ★ ★★ The Score er í heild sinni góð viðbót við það poppaða og meló- díska rapp sem komið hefur fram á sjónarsviðið hingað til. Ef Fu- gees heldur áfram á þessari braut gæti hún auðveldlega orðið best á sínu sviði. -GBG Take That - Greatest Hits: ★★★ Þessi plata inniheldur flest vin- sælustu lög Take That sem hætti nýlega, margri unglingsstúlkunni til sárra vonbrigða. Hljómsveitar- innar verður ekki minnst sem stórveldis í poppsögunni en þetta var ágætt meðan það varði. -SÞS Pure Disco - Ýmsin ★★★ Pure Disco er ágætisheimild um tónlist sem reynst hefur lífseigari en margur hugði á sínum tíma. -SÞS Ýmsir - Leaving Las Vegas ★★★ Tónlist úr kvikmyndum er orð- in ein mesta söluvara í hljómplötu- bransanum. Þarna er á ferðinni spennandi og vel samin tónlist sem ávallt er að minna á enn betri mynd. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.