Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1996, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 1996 23 x>v Messur Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl. 11 árdegis. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur annast guðsþjónustuna. Prestarnir. Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Bessastaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 14. Fagnað 200 ára afmæli kirkjunnar. Ávarp: forseti íslands. Predikun: bisk- up Islands. Álftaneskórinn syngur. Stjórnandi: John Speight. Breiðholtskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Samkoma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur sr. Guðný Hallgríms- dóttir. Digraneskirkja: Messa kl. 11.00. Alt- arisganga. Sr. Arnfríður Guðmunds- dóttir messar. Dómkirkjan: Messa með altarisgöngu kl. 11.00. Fermdur verður Sæmundur Karl Finnbogason, Hringbraut 26. Dómkórinn syngur. Prestur sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson. Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl. 14.00. Prestur sr. Guðmundur Guð- mundsson. Félag fyrrverandi sókn- arpresta. Eyrarbakkakirkja: Barnaguðsþjón- usta 17. júní kl. 11.00. Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta kl. 20.30. Ath. breyttan messutíma. Prestur Guðmundur Karl Ágústsson. Prestarnir. Grafarvogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Prestarnir. Grensáskirkja: Messa kl. 11.00. Altar- isganga. Prestur sr. Halldór S. Grön- dal. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson Háteigskirkja: Messa kl. 11.00. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir Hjallakirkja: Guðsþjónusta fellur niður í Hjallakirkju vegna sumarleyfa starfs- fólks. Sóknarbörnum er bent á guðs- þjónustu afleysingaprests í Breiðholts- kirkju. Kristján Einar Þorvarðarson. Keflavíkurkirkja: Orgeltónleikar Ka- terine Löritz kl. 16.00. 17. júní verður hátíðarguðsþjónusta kl. 13. Preslur Ólafur Oddur Jónsson. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Lágafellskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00. Kirkjukór Lágafellssóknar. Jón Þorsteinsson. Landspítalinn: Messa kl. 10.00. Sr. Bragi Skúlason. Langholtskirkja, Kirkja Guðbrands biskups: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Flóki Kristinsson. Kór Langholtskirkju (hópur II) syngur. Kaffisopi eftir messu. Laugarneskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00 í umsjá sr. Lárusar Halldórsson- ar. Félagar úr kór Laugarneskirkju syngja. Olafur Jóhannsson. Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Halldór Reynisson. Oddasókn: Lýðveldisdagurinn 17. júní. Hátíðarhelgistund á Dvalarheimil- inu Lundi, Hellu, kl. 13.00. Seljakirkja: Kvöldguðsþjónusta kl. 20. Sr. Valgeir Ástráðsson predikar. Seljur, kór Kvenfélags Seljakirkju, syngja und- ir stjóm Kristínar Péturs. Sóknarprest- ur. Seltjarnarneskirkja: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Stokkseyrarkirkja: Messa 17. júní kl. 14.00. 50 ára starfsafmæli Pálmars Þ. Eyjólfssonar við kirkjuorgelið. Stórólfshvolskirkja: Lýðveldisdagur- inn 17. júní. Hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Vídalínskirkja: Guðsþjónusta kl. 11.00. Ævar H. Kolbeinsson félags- fræðingur flytur hugvekju. Táknmál- skórinn tekur þátt í athöfninni. Prestar sr. Miyako Þórðarson og sr. Bjarni Þór Bjarnason. 17. júní: Hátíðarathöfn kl. 13.00. Ræða: Ólafur G. Einarsson, for- seti Alþingis. Bragi Friðriksson. Ytri-Njarðvíkurkirkja: Hátíðarguðs- þjónusta 17. júní kl. 13.00. Kirkjukórinn syngur undir stjórn Steinars Guð- mundssonar. Sóknarprestur. Avarp fjallkonunnar er fastur liður hátíðarhaldanna. í Reykjavík hefst dagskráin á því að kl. 10 verður lagður blómsveigur frá Reykvíkingum á leiði Jóns Sig- urðssonar. Hátíðin verður svo sett við Aust- urvöll kl. 10.40. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, mun leggja blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða um Jón Sigurðsson. Að því loknu mun forsætisráðherra, Davíð Oddsson, flytja ávarp. KI. 11.15 verður guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni. Skrúðganga verður frá Hagatorgi kl. 13.45 í Hljómskálagarð og munu skátar úr skátafélaginu Ægisbúum ganga undir fánum og stjórna göng- unni. Einnig verður gengið frá Hlemmi en þar verður safnast sam- an kl. 13.20 og lagt af stað kl. 13.30. í Hallargarðinum verður ýmiss konar skemmtidagskrá, leiktæki og listfórðun fyrir börn frá kl. 13 til 18. Þá verða árabátar á Tjörninni. í Hljómskálagarðinum verður dagskrá frá kl. 14 til 17 en þar munu skátar sjá um þrautabraut fyrir börn á öllum aldri. Einnig verða þeir með tjaldbúðir til sýnis ásamt því að haldin verður skátavaka. Brúðubíllinn verður með leiksýn- ingu við Tjarnarborg kl. 14 og götu- leikhús mun starfa um allan miðbæ- inn frá kl. 15 til 17. Fornbílaklúbburinn sýnir bíla sína við Vonarstræti frá kl. 14 til 16. Opið verður í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum og Árbæjarsafni frá kl. 10 til 18. Þá verður opið í Þjóð- minjasafni íslands frá kl. 11 tO 17. Dagskrá verður á sviðum í Lækj- argötu og á Ingólfstorgi frá kl. 14. ■ I Lækjargötu hefst dagskráin á Hamrahlíðarkórnum, en kl. 14.15 munu leikarar úr Stone free koma fram. Því næst koma ræningjarnir úr Kardimommubænum, Furðuleik- húsið og Umferðarleikritið Stopp. Pétur pókus skemmtir kl. 15.35, Anna Mjöll kl. 15.45 og Borgardætur eiga svo síðasta orðið kl. 15.50. Á Ingólfstorgi hefja félagar úr Lúðrasveitinni Svani dagskrána. Kl. 14.10 sýna yngstu börnin úr Dans- skóla Hermanns Ragnars, þá Þjóð- dansafélagið, Dansfélagið Gulltopp- ur, Glímudeild KR kl. 14.50, Dans- hópur, Fimleikadeild Ármanns, Danshópurinn Dust, Grænlenskur danshópur, kl. 15.45 verður kúrek- adans og loks endar dagskráin á Harmóníkufélagi Reykjavíkur. Um kvöldið hefst svo dagskráin í Lækjargötu kl. 20 á Stjörnukisa, kl. 20.20 spilar Kolrassa, kl. 20.50 Eirík- ur og Endurvinnslan, Botnleðja kl. 21.20, Sóldögg kl. 21.50, Funkstrasse kl. 22.30, Unun leikur kl. 23.15 og loks syngur Emiliana Torrini kl. 0.10 ásamt hljómsveit. Á Ingólfstorgi hefst hins vegar dagskráin kl. 20.30 að nýju á Hjör- dísi Geirs og hljómsveit, kl. 22 skemmta Rússíbanar og loks Aggi Slæ og Tamlasveitin kl. 22.45. Dagskrá í Garðabæ Hægt verður að fara í siglingu frá Garðabæjarhöfn frá kl. 10 til 12. Við Hofstaðaskóla verður götukörfu- bolti fyrir 10 til 12 ára, víðavangs- hlaup fyrir 6 til 13 ára og línu- skautakeppni fyrir 10 til 15 ára milli kl. 10 og 12. Þá verður gróðursetn- ing í Sandahlíð hjá hesthúsum And- vara á sama tíma. í Vídalínskirkju verður helgi- stund kl. 13. Skrúðganga undir stjórn skáta úr skf. Vífli leggur af stað kl. 13.30 niður Vífilsstaðaveg að Garðaskóla. Þar verður setning á hátíðinni og skemmtidagskrá frá kl. 14.30 með skátaþrautabraut, koddaslag, andlitsmálun, auk þess sem krakkar geta fengið að skreppa á hestbak. Kaffihlaðborð verður í Garðalundi kl. 15 og skemmtidag- skrá við íþróttamiðstöðina frá kl. 16 til 17 þar sem verða dansatriði og blásarasveit. Þá skemmtir Bjössi bolla. Dagskrá á Isafirði ísfirðingar hafa ákveðið að slá upp fjögurra daga veglegri hátíð frá fostudegi til mánudags. í kvöld, fóstudag, verður dans- leikur með hljómsveitinni Sölku í Sjallanum kl. 23. Á morgun verður skemmtidagskrá frá 14 til 17 þar sem boðið verður m.a. upp á kassa- bílarall, körfuboltakeppni, aflrauna- mót og pitsuátskeppni. Þá munu skátar síga niður á Hótel ísafjörð. Á sunnudag verður kvennahlaup ræst kl. 14. Skrúðganga verður frá Silfurtorgi en fólk mun safnast saman í hana kl. 13.20. Hefðbundin dagskrá verður svo frá kl. 14. Bergþór Pálsson syngur á tónleikum í ísafjarðarkirkju kl. 20.30 og að lokum verða tveir dans- leikir kl. 21. 17. júní á Akureyri DV, Akureyri: Dagskrá hátíðahaldanna á Akur- eyri 17. júní fer að nær öllu leyti fram í miðbænum og er hefðbundin að mörgu leyti þótt ýmsar hefðir séu „brotnar upp“ s.s. að hafa síð- degisdagskrá á Akureyrarvelli. Dagskráin hefst formlega kl. 10 á klöppunum við styttu Helga magra og Þórunnar hyrnu. Kl. 13.30 fer fram vígsla Andabrúarinnar og úti- vistarsvæðis við Strandgötu en það- an verður farið í skrúðgöngu að Ráðhústorgi. Þar hefst dagskrá kl. 14 og síðan tekur hver dagskrárlið- urinn við af öðrum á torginu, fjöl- skylduskemmtun kl. 17, harmóníku- tónleikar kl. 19.50, kvöldskemmtun kl. 20.10 og lokagleði á miðnætti. Fjölmargar hljómsveitir koma fram á tónleiknum um kvöldið, háð verður hverfakeppni þar sem keppt verður í ýmsum óhefðbundnum greinum. Sá dagskrárliður sem að mun þó vekja einna mesta athygli er viðureign Jakobs Björnssonar bæjarstjóra og Vernharðs Þorleifs- sonar júdómanns og ólympíufara. Þeir munu glíma af fullri hörku og herma sögur að bæjarstjórinn hafi verið í æfingabúðum að undanfórnu við undirbúning. -gk Listasafn Islands: Zilia píanókvartettinn Zilia píanókvartettinn heldur tón- leika í Listasafni Islands í kvöld kl. 20.30. Kvartettinn er skipaður fjórum ungum tónlistarkonum, þeim Bryn- dísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara, Steinunni Birnu Ragnarsdóttur pí- anóleikara og Herdísi Jónsdóttur víóluleikara. Þær hafa, auk þess að starfa sem einleikarar, komið fram við ýmis tækifæri, svo sem á tónleikum Styrktarfélags íslensku óperunnar og Kammermúsikklúbbsins. Bryndís Halla og Steinunn Birna hafa starfað saman í rúman áratug og léku þær meðal annars saman á geislaplötu sem út kom 1995. Þá hafa Auður og Steinunn Birna einnig gefið út geislaplötu saman. Herdís Jónsdóttir var fastráðin við Konzertensamble Salzburg um tíma en starfar nú með Sinfóníu- hljómsveit Islands. Á tónleikunum eru kvartettinum til aðstoðar þau Hildigunnur Hall- dórsdóttir fiðluleikari og Hávarður Tryggvason bassaleikari. Kvartettinn leikur aðallega hefð- bundin pianóverk, tríó, kvartetta eða kvintetta ásamt nýrri íslenskri tónlist. Á efnisskrá eru Silungakvartett- inn op. post 114 eftir Schubert og pí- anókvintett op. 44 eftir Schubert % 1 Sc, » 1 1 *** m ir: [T-tCC mm Kissin er taiinn einn mesti píanó- sniilingur þessarar aldar. Háskólabíó Evgeny Kissin Evgeny Kissin mun leika einleik á píanó í Háskólabíói kl. 16 á morg- Loftkastalinn: Lester Bowie's Brass Fantasv Bowie stjórnaði eigin hljómsveit að- eins 16 ára gamall. Á laugardags- og sunnudagskvöld fara fram tónleikar Lester Bowie’s Brass Fantasy í Loftkastalanum kl. 21 bæði kvöldin. Bowie er fæddur og alinn upp í Little Rock í Arkansas. Hann byrj- aði að leika á trompet aðeins fimm ára að aldri. Sextán ára stýrði hann sinni eigin hljómsveit. Eftir að hafa leikið með ýmsum hljómsveitum í St. Louis flutti hann til Chicago og stofnaði Art Ensamble of Chicago ásamt vini sínum, Roscoe Mitchell, en Bowie kom einmitt hingað með þeirri sveit fyrir nokkrum árum. Bowie er rómaður fyrir líflega sviðsframkomu og óborganlega kímnigáfu sem hann fléttar af ör- yggi inn í sýninguna. Hann kemur hingað með eigin hljómsveit en hana skipa tíu valin- kunnir hljóðfæraleikarar. Efnisskráin er úr ýmsum áttum, allt frá jassperlum til gamallá dæg- urlaga í fjölbreyttum og skemmti- legum útsetningum. -SF un. Heimurinn hefur staðið á öndinni yfir snilli þessa unga píanósnillings allt frá því að hann mætti í fyrsta píanótímann í tónlistarskóla sínum í Moskvu, þá sex ára að aldri, og lék eigin útsetningu að Hnotubrjótnum eftir Tsjajkovskí nótnalaust. Gagnrýnendur hafa lofað hann í hástert og fullyrða að hann sé besti túlkandi rómantískrar tónlistar sem er á lifi og bíða fullir eftirvæntingar eftir því að hann nemi ný lönd í verkum frá öðrum tímabilum. Kissin er 25 ára að aldri og hefur hann vakið meiri athygli en nokkur annar listamaður í tónlistarheimin- um síðustu áratugi sem einn glæsi- legasti píanóleikari þessarar aldar. Á efnisskrá tónleikanna er Sonata op. 27 nr. 2 eftir Beethoven, Chaconna eftir Bach-Busoni, fantasía op. 49 eftir Chopin og Til- brigði Brahms viö stef eftir Pagan- ini. -SF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.