Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 Fréttir Athafnasamir skemmdarvargar á ferli á Kjalarnesi: Gengið á þrjú hús með sleggjum, kúbeini og grjóti - eyöilegging en ekki þjófnaöur var höfuömarkmiöið Eygló Gunnarsdóttir, inni í miðri tilgangslausri eyðileggingunni, horfir út um einn mölbrotinn gluggann á húsi sínu að Hofi á Kjalarnesi. Svo virðist sem sáralitlu hafi verið stolið úr húsinu. Tilgangur helgarheimsóknarinnar að Hofi, Bergvík og Esjugrund 18 hafi einungis verið sá að eyðileggja sem mest. DV-mynd ÞÖK Um síðustu helgi, trúlega aðfara- nótt sunnudags eða mánudags, var brotist inn í þrjú mannlaus hús við og í Grundahverfí á Kjalamesi. Til- gangurinn virðist ekki hafa verið að stela verðmætum heldur aðeins til að eyðileggja sem mest, því að allt var brotið og bramlað sem orðið hefur á vegi þeirra og í tveimur af húsunum voru nánast allar rúður mölvaðar og aðkoman ömurleg. „Skemmdarvargarnir virðast hafa byrjað í okkar húsi og þar hafa þeir stolið sleggju og haft hana með sér því að hún fannst síðan við Esjugrund 18, sem trúlega hefur verið síðasta húsið sem þeir heim- sóttu en einna minnstar skemmdir voru unnar þar, enda er það hús í sjálfum þéttbýliskjamanum," segja þau Eygló Gunnarsdóttir og Stefán Bjarnason, eigendur Hofs á Kjalar- nesi. Skemmdarvargamir virðast hafa byrjað að Hofí, en þar er gamalt íbúðarhús sem þau Eygló og Stefán vinna að að gera upp. Búið var að skipta um alla glugga í húsinu, setja í þá tvöfalt gler, einangra húsið að utan og klæða með járni. Að innan er hins vegar eftir að gera það í stand að mestu. Spellvirkjarnir hafa spsækað upp bráðabirgðahurð á öðr- um gafli hússins og komist þar inn, fundið m.a. sleggju og kúbein og með þau verkfæri ásamt grjóti geng- ið í það verk að brjóta allar þær rúður sem til náðist og berja með sleggjunni og kúbeininu í klæðning- una utan á húsinu svo að hún er stórskemmd. Inni í húsinu voru tvö- faldar rúður sem áttu að fara í opn- anleg fög glugganna í húsinu. Þær hafa skemmdarvargamir borið út og mölvað hverja einustu þeirra á stéttinni framan við húsið. Frá Hofi hefur fólkið síðan gengið til Bergvíkur sem er gamall bær sem gerður hefur verið upp sem sumarbústaður. Bergvík er stein- snar frá Hofi og í útjaðri Gmnda- hverfisins. í Bergvík hafa skemmd- arvargamir brotið hveija einustu rúðu í framhlið hússins sem snýr að sjónum og frá húsunum sem næst standa. DV ræddi í gær við lögregluna í Mosfellsbæ sem fer með rannsókn málsins og hafði hún þá engar vís- bendingar um hverjir hefðu verið að verki. Enginn í nágrenninu virð- ist hafa orðið neins var enda þótt ummerki væru þessleg að talsverð- ur skarkali hafi orðið þegar skemmdarvargamir athöfnuðu sig. Lögreglan biður alla þá sem kunna að hafa orðið varir mannaferða á þessum slóðum um síðustu helgi að gefa sig fram við hana. Skemmdanna á Hofi varð fyrst vart þegar nágrannar á næsta bæ tóku eftir því að unglingar voru að reyna að fanga hross þeirra Eyglóar og Stefáns sem voru á beit á túninu í kringum bæinn. Þegar þeim tókst ekki að góma neitt hrossanna tóku þeir að grýta þau og fóru þá ná- grannamir á vettvang til að reka únglingana á brott og tóku þá eftir eyðileggingunni og tókst að ná sam- bandi við hjónin þar sem þau voru á hestaferðalagi austur í Biskups- tungum. -SÁ David Bowie til íslands í gær: Lofar íslenskum áheyrend- um góðum tónleikum DV, Suðurnesjura: Breska rokkstjarnan David Bowie kom til landsins í gær frá Rússlandi þar sem hann hélt tónleika. Bowie kom ásamt 25 manna fylgdarliði með flugvél Flugleiða frá Frankfurt í Þýskalandi. Mikill fjöldi fólks fylgdist með þegar Bowie steig inn í flugstöð Leifs Eiríkssonar á Kefla- víkurflugvelli og sumir voru vonsviknir að sjá ekki Iman, hina glæsilegu eiginkonu hans, með í fór. Bowie sagði við komuna að hann vissi ekkert um íslenska áheyrend- ur, en lofaði því að hann myndi verða með góða skemmtun og standa sig vel hér á landi. Hann sagði að Rússar væru frábærir áheyrendur og fólkið þar yndislegt. Hann sagðist bæði spila ný og göm- ul lög sem hafa slegið í gegn. Hann sagðist hafa lítinn tíma til að skoða landið og bara getað stoppað hér á landi í 36 tíma, en hann væri að fara að spila á hátíðum um Evrópu. Bowie, sem ekki hefur komið hing- að til lancfs, nema millilent á Kefla- víkurflugvelli, sagðist vera glaður yfir því að vera hingað kominn. Tónleikarnir hefjast í Laugardals- höllinni í kvöld. Þeir standa yfir í rúma tvær klukkustundir og verða spiluð yflr 30 lög. Þegar hafa verið seldir rúmlega 5500 miðar á tónleik- ana. -ÆMK Hin heimsfræga rokkstjarna David Bowie kom til íslands í gær ásamt fylgdarliði. Hann stoppar þó stutt við og held ur af landi brott á morgun eftir aðeins 36 tíma dvöl. DV-mynd Ægir Mái Þú getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 9041996. 39,90 kr. mínútan 1 Ástþór Magnússon 2 Guðrún Agnarsdóttir 3 Guðrún Pótursdóttir 4 Ólafur Ragnar Qrimsson 5 Pétur Hafstein rcMKsnaff •, - - 35% 904 1996 Hvaða frambjóðanda vilt þú sem forseta íslands? Þetta er dagleg atkvæðagreiðsla en ekki skoöanakönnun ÓRG AM 18% 14% 9% PH GA GP Stuttar fréttir Ólafur Ragnar með 40,4% Skoðanakönnun Gallups sýnir að Ólafur Ragnar Grímsson fengi rúm 40% atkvæða og Pétur Kr. Hafstein um 30%. Guðrún Agnarsdóttir fengi um 15% og Ástþór Magnússon fengi 3,3%, skv. Sjónvarpi. Helmingur kýs Pétur Riflega helmingur þeirra, sem ætluðu að kjósa Guðrúnu Pét- ursdóttur, mun kjósa Pétur Kr. Hafstein, að sögn Sjónvarps. Grunur um fjárdrátt Lögreglan á Akureyri hefur handtekið starfsmann verslunar þar vegna gruns um milljóna fjárdrátt. Útvarpið greindi frá. Oz í samstarf við Intel Tölvufyrirtækið Oz hefur náð samstarfi við bandaríska stórfyr- irtækið Intel og kynnir Intel Oz á virtri ráðstefnu. Viðskiptablað- ið sagði ffá. í gagnið fyrr Formaður stjómar Veitustofn- ana segir að ný Nesjavallavirkj- un gæti komist í gagnið fyrr á árinu 1998. Sjónvarpið sagði frá. Árni með ísland Árni Johnsen hefur skráð bíl sinn á fyrsta einkamerkið á landinu og verður það ísland. Stöð 2 greindi frá. Síðumúlafangelsi lokað Fangelsinu í Síðumúla var lokað til reynslu í maí og verður lokað fram á haust. Verið er að kanna hvort hægt sé að loka því endanlega, aö sögn Mogga. Gerir æðarfugl við- kvæman Sníkjudýr í æðarfugli gerir fuglinn viðkvæman fyrir um- hverfisbreytingum. Útvarpið segir að ungadauða á Bíldudal fyrir þremur árum megi rekja til þessa. Hiti fór í 24 stig Hiti fór upp í 24 stig á Suður- landi í gær og hefur ekki mælst þar meiri í 30 ár. Útvarpið greindi frá. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.