Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 8
DV augl. Ragna 8 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 Utlönd i>v Aðstoðarmenn Rússlandsforseta handteknir og sleppt aftur: Stefnir í uppgjör milli örygg- ismálaráðgjafa Jeltsíns IRA gengst við sprengjutilræð- inu í Manchester Skæruliðar írska lýðveldis- hersins (IRA) lýstu í gær yfir ábyrgð á hendur sér fyrir sprengjutilræðið í Manchester um síðustu helgi þar sem rúm- lega tvö hundruð manns slösuð- ust. í yfírlýsingu, sem var send símleiðis til írska ríkisútvarps- ins, sagði að skæruliðar væru mjög leiöir yfir því að óbreyttir borgarar skyldu hafa slasast. Reuter Svo virðist sem uppgjör milli tveggja hópa samverkamanna Borís- ar Jeltsíns Rússlandsforseta sé í upp- siglingu eftir að Alexander Lebed, nýskipaður öryggismálaráðgjafí for- setans, sakaði keppinauta sína um að reyna að koma í veg fyrir síðari umferð forsetakosninganna. „Mér virðist við fyrstu sýn sem verið sé að reyna að eyðileggja síðari umferðina. Allar uppreisnartilraun- ir verða brotnar á bak aftur af mik- illi hörku,“ sagði Lebed í viðtali við rússneska sjónvarpið fyrir dögun í morgun. Hann lét þessi orð falla eft- ir að tveir menn úr kosningaliði Jeltsíns voru handteknir og haldið i tíu klukkustundir. Sjónvarpsfréttaskýrandinn Ní- kolaí Svanídze sagði að handtökurn- ar væru til merkis um að valdaránst- ilraun hefði verið gerð og að þær endurspegluðu baráttuna milli þeirra manna i öryggiskerfi Jeltsíns sem vildu aflýsa kosningunum og hinna sem vildu að þær færu fram. Lebed sagði of snemmt að benda á þá sem bæru ábyrgð á handtökum mannanna tveggja en sjónvarpsstöð- in NTV sagði að Alexander Korz- hakov, yfirmaður lífvarðar Jeltsíns, og Míkhaíl Barsúkov, yfírmaður ör- yggisþjónustu ríkisins, hefðu fyrir- skipað að mennirnir skyldu hneppt- ir í varðhald. Interfax fréttastofan hafði eftir Barsúkov að kosningamenn Jeltsíns hefðu verið staðnir að því að smýgla háum fjárhæðum út úr stjórnarráð- inu. Haft var eftir Korzhakov að pól- itísk sjónarmið hefðu ekki legið að baki handtökunum. Reuter Starfsmaður japanska símafram- leiðandans NTT sýnir hér arm- bandssíma sem vegur aðeins 70 grömm. Smæð hans má þakka að honum má að mestu stjórna með mannsrödd sem gerir hefðbundna hnappa óþarfa. Búist er við þessum létta síma á markaö eftir um tvö ár og að hann kosti þá um 30 þúsund krónur í Japan. Sfmamynd Reuter Stuttar fréttir Ekkert samsæri Bandarísk stjómvöld telja ekki að víðtækt samsæri sé að baki eldsvoðum í kirkjum blökku- manna í Suðurrikjunum að und- anfömu. Á móti Bandaríkja- stjórn hefur tilkynnt að hún muni ekki styðja Boutros Boutros-Ghali í embætti aðalfram- kvæmdastjóra SÞ í annað kjör- tímabil, heldur sé hún að leita að manni sem geti hrundið af stað meiri umbótum á samtökunum. Útrýming samþykkt Meiri ró hefur færst yfir kúariðudeilu Bretlands og ESB eftir að dýralæknanefnd sam- bandsins féllst á áætlanir breskra stjómvalda um útrým- ingu veikinnar. Undirbúa fund Utanríkisráðherrar arabaríkj- anna koma saman í Kaíró í dag til að undirbúa fyrsta leiðtoga- fund landanna í sex ár þar sem rædd verða viðbrögð við harð- línustefnu nýrrar stjórnar í ísra- el. Til varnar vini Clinton Bandaríkjaforseti kom til varnar vini sínum og ráðgjafa sem hefur verið sakaður um að taka þátt í samsæri í tengslum við Whitewater-málið. Reuter Jara og Einar gera góð kaup! Enn bœtist viö innbú Jöru og Einars. Þau keyptu sér tvö ný náttborð, hvít að lit, í verslun sem auglýsirí smáauglýsingum DV og fengu bœöi borðin á aðeins 10.800 kr. Þau vantar enn allt milli himins og jarðar, s.s. sófaborð, borðstofuborð og stóla, hornskáp með gleri, náttborð, bókahillur, þurrkara, voslé, blöndunartœki, eldhúsviftu,-standlampa, sjónvarp, örbylgjuofn, blóm o.fl. DV gefur þeim 300.000 kr. í brúðargjöf til að byggja upp framtíðarheimili sitt með hlutum sem þau finna í gegnum smáauglýsingar DV. Þau eiga 203.700 kr. eftir. Hvað kaupa þau nœst? Nú er tími tii að selja! Smáauglýsingar 550 5000 Boutros

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.