Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 Spurningin Finnst þér að ísland ætti að taka upp sumartíma? Ragna Björg Björnsdóttir hús- freyja: Já, ég er hlynnt því. Hrafn Hauksson, atvinnulaus: Já, tvímælalaust. Hugrún Reynisdóttir textílhönn- uður: Mér fyndist ekkert að því. Sighvatur Kristbjörnsson, fyrir löngu hættur að vinna: Já, um að gera að taka sumrinu létt. Drífa Lárusdóttir póstsölufull- trúi: Já, svo mögulegt sé að njóta dagsins betur. Lesendur Vanmat á íslensku þjóðinni Sverrir Ólafsson skrifar: Það er sorgleg staðreynd að ein- hverjir einstaklingar skuli við hverjar kosningar falla í þá gryfju að telja sig vinna frambjóðendum sínum fylgi með þvi að rógbera keppinautana. Þessi kosningabar- átta er að þessu leyti ekki óvenju- leg, óhróðurinn hefur hins vegar að- eins beinst gegn einum frambjóð- anda, Ólafi Ragnari Grímssyni. Hann einn frambjóðenda, nýtur fylgis allra starfsstétta, jafnt ungra sem gamalla af báðum kynjum og úr öllum stjórnmálaflokkum, jafnt til sjávar og sveita. Það er því und- arlegt i meira lagi að nokkur skuli telja skynsamlegt að halda uppi rógsherferð gegn manni sem, sam- kvæmt skoðanakönnunum, getur einn frambjóðenda talist raunveru- legt sameiningartákn breiðfylking- ar þjóðarinnar. Með þessu framferði eru eitur- pennar að lítilsvirða þjóðina og gera henni upp fávisku og aulahátt. Eng- inn ætti að gera þau mistök, að van- virða íslensku þjóðina. Hún lætur ekki illar tungur yilla sér sýn. Það hvarflar ekki að mér að halda, að frambjóðendur leggi blessun sína yfír óvönduð skrif stuðningsmanna sinna. Einn frambjóðenda hefúr af meiri festu og ákveðni staðið öflug- an vörð en aðrir, um það, að illt um- tal um meðframbjóðendur hans, komi ekki frá stuðningsmönnum hans. Hann hefur flutt þessi skila- boð til allra sinna stuðningsmanna á fundum um gjörvallt ísland. Það er því öllum ljóst sem vita vilja, að ekki eru nein dæmi um ómálefna- legan málflutning af hálfu stuðn- ingsmanna Ólafs Ragnars Grims- sonar. Ólafur Ragnar er ekki hafinn yfir málefnalega gagnrýni, frekar en nokkur hinna frambjóðendanna. Hins vegar á engin maður skilið þá rætni sem hellt hefur verið yfir hann á undanförnum misserum. Ólafur Ragnar hefur svo sannarlega farið að leikreglum lýðræðisins. Hann hefur lagt sérstaka áherslu á rétt þjóðarinnar til að gera upp hug sinn án afskipta áróðursvéla óskii- greindra hagsmunaaðila. Þessar staðreyndir, tel ég mikilvægt um- hugsunarefni kjósenda. Ólafur Ragnar Grímsson. - „ ...nýtur fylgis allra starfsstétta ...,“ segir bréfritari m.a. DV-mynd Júlía Imsland Skandall i Laugarnesinu Ibúi við Laugarnesveg skrifar: Mig langar til að vekja athygli Laugarnesbúa, sem annarra, á þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru í byggingaframkvæmdum hér í borg. Mikið rask er nú hafið við Kirkju- sand. Það sem hneykslar okkur mest er að þetta svæði er ekki skipulagt sem íbúðarbyggð og ekk- ert leyfi er fengið enn til að byggja þarna en samt er hafist handa. Það er meira en mánuður síðan farið var að selja íbúðir í þessum húsum og byrjað að grafa fyrir grunnum. Laugamesbúar, eruð þið búnir að gera ykkur grein fyrir að þarna er meiningin að byggja 6, 7 og 9 hæða blokkir, allt i allt 75 íbúða byggð? Hæðin á húsunum er í hróplegu ós- amræmi við þau hús sem fyrir eru í nágrenninu. Þessir háu herrar, sem era svona framkvæmdaglaðir, eru líka að selja útsýni. Mér er spurn, hvað um þá sem fyrir eru í hverf- inu, eiga þeir ekki lengur rétt til að horfa til hafs eða á sólarlagið án þess að leggja á sig gönguferð niður í flöru? Laugarnesbúar, ég hvet ykkur til að kynna ykkur hvað þarna fer fram. Kynning fer fram í sal Borgar- skipulags að Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9-16 virka daga þar til í dag 20. júní og geta menn gert skriflegar at- hugasemdir til 4. júlí. Nýjar Bítlaplötur Konráð Friðfinnsson skrifar: Fyrir nokkrum árum fór það að hvisast að til stæði að gefa út með Bítlunum áður óútgefið efni. Ævin- týrið hófst 1994 er tvöfold geisla- plata, sem innihélt lög sem sveitin flutti í útvarpsþáttum BBC, leit dagsins ljós. 1995 komu svo út tvær og tvær 1996 af sex þar sem fjallað er um sögu Bítlanna frá upphafi og til þjónusta allan sólarhringii sima >0 5000 kl. 14 og 16 Bítlarnir. -...vandvirkir og gagn- rýnir á eigið handbragð," að mati bréfritara. þess tíma er hljómsveitin hætti 1970. Ég tel að margir hafi orðið fyrir vonbrigðum með efnisvalið á þess- um plötum. Flest laganna er að finna á gömlu útgáfunum en nú bara í öðrum útsetningum. Hafa ber í huga að er einhver tekur að sér að skrá sögu manns, hljómsveitar eða annarra er það í hæsta máta eðlilegt að viðfangsefnið sé fyrst og fremst það sem viðkomandi er þekktur fyr- ir. Lögin sem gömlu Bítlaplöturnar hafa að geyma gerðu þessa menn framar öðru að því sem þeir eru í dag. Sjálfur hef ég haft gaman af þess- um útfærslum laganna á Anthology- safninu. Þær sanna að hver maður sem vill ná árangri með listsköpun og tekur sig alvarlega verður að leggja á sig mikla vinnu og yfirlegu, strika út og bæta inn í, auka eða minnka hraðann o.s.frv. Efnið á Beatles Anthology fjallar einmitt um þetta og sýnir okkur ágætlega hvernig þessi lög tóku breytingum frá einni upptöku til annarrar uns endanlegu formi var náð. Hlusti menn þannig fá þeir heilmikla innsýn í vinnubrögð Bitl- anna og hve þeir voru vandvirkir og gagnrýnir á eigið handbragð. Geislar af mennsku Barði Friðriksson skrifar: Guörún Pétursdótth geislar af mennsku, mannkostum og þokka. Hún mun sem forseti hvarvetna verða til gagns og sæmdar þjóðinni. Ég óska og vona að íslendingar beri gæfu til að kjósa hana sem næsta forseta landsins. Ekki spillir að maki Guðrúnar, Ólafur Hannibalsson, er stórgáfað valmenni og mann- vinur. Þau eiga bæði til þeirra að telja sem hvað best hafa reynst þjó sinni. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Vonbrigði með 17. júní hátíðahöld Hans A. Clausen hringdi: Ég tók þátt í hátíðahöldunum 17. júní á Rútstúni í Kópavogi og varð fyrir sárum vonbrigðum með þau. Skipulagið virtist allt í molum og sviðið stóð autt tímun- um saman. Mér fannst þó taka út yfir þegar enskumælandi maður talaði áreiðanlega í þrjá stundar- fjórðunga, átti víst að vera trúð- ur. Mér datt í hug að komið væri árið 2050 þegar við hefðum gleymt móðurmálinu. Þetta finnst mér ekki við hæfi á sjálf- an þjóðhátíðardaginn. Það voru fleiri en ég sem ekki voru ánægðir með framkvæmd þess- ara hátíðahalda, það heyrði ég. í lokin komu þeir Kasper, Jesper og Jónatan og ég trúi að það hafi verið eina skemmtun krakk- anna. Skemmtilegur kúrekadans Þórunn skrifar: Eins og margh lagði ég leið mína niður í miðbæ á þjóöhátíð- ardaginn. Þar var margt um manninn og margvísleg skemmtiatriði. Auðvitað sá ég ekki nem brot af þeim. Mig lang- ar þó að minnast á kúrekadans sem stiginn var á Ingólfstorgi. Þar dansaði saman fólk á öllum aldri. Það jók mér bjartsýni að sjá venjulegt fólk sýna dans. Mér fannst að ég, sem er á miðjum aldri, gæti tekið þátt í þessu sjálf og hef reyndar hug á að skrá mig í kúrekadans, svo hrifin varð ég. Kjötútflutnmg- ur til Belgíu Guðjón Jónsson skrifar: Vegna kúariðufársins í Bret- landi hafa Belgar sýnt áhuga á að kaupa kindakjöt frá íslandi. Komið hefur fram í fjölmiðlum að breytingar hafi orðið á kjöt- markaði í Evrópu vegna kúarið- unnar. Að vísu er þetta mál á frumstigi. Bretar eiga samúð mína alla vegna uppþotanna sem kúariðan þar hefur valdið en svona er lífið, eins dauði ér ann- ars brauð. Ljósmyndir af látnum Sigríður Guðmundsdóttir skrifar: Með tilkomu sjúkrahúsa hefur dauðinn sífellt orðið fjarlægari okkur. Nú ér til fólk komið á fullorðinsár sem aldrei hefur séð lik. Mér finnst ég einnig verða vör við mikla hræðslu fólks við dauðann. Þetta er fremur óæski- legt þar sem dauðinn er það eina sem hver manneskja á víst. Mjög athyglisverðar finnast mér sýningarnar á ljósmyndum af látnu fólki sem nú standa yfir í tengslum við Listahátíð í Reykjavík á Mokka og Sjónar- hóli. Ég held að hollt sé fyrir fólk að sjá þær, allavega fannst mér það hafa góð áhrif á mig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.