Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Tölvunefnd er enn áferð Almennur aðgangur að bifreiðaskrá hefur gert við- skipti með notaða bíla traustari en þau voru áður. Á flestum bílasölum fá væntanlegir kaupendur útskrift úr bifreiðaskrá ríkisins, þar sem fram kemur, hverjir hafi átt bílinn frá upphafi og í hvaða tjóni hann hafl lent. Um nokkurt skeið hefur af þessari ástæðu verið mun erfiðara en var áður fyrr að svindla bílum með vafasama fortíð inn á kaupendur. Þessu þægilega ástandi hefur nú verið raskað, því að Tölvunefnd hefur gert ráðstafanir til að reýna að takmarka aðgang að bifreiðaskrá. Þessi nefnd er valdamikil stofnun, sem komið hefur verið á fót að norrænni fyrirmynd. Þar sitja vandamála- fræðingar að norrænni fyrirmynd og velta fyrir sér margvíslegri skaðsemi nýjunga í tölvumálum, þar á með- al óheftum aðgangi almennings að bifreiðaskrá ríkisins. Frægust varð þessi nefnd vandamálafræðinga fyrir að reyna að banna útreikninga á tölum í skattskrá, sem tíðkast hafa á hverju sumri í tilefni af útkomu nýrrar skattskrár. Málið komst svo langt, að ijármálaráðuneytið gaf út reglugerð um þetta einstæða bann nefndarinnar. Fjármálaráðuneytið dró síðan reglugerðina til baka, þegar það og ráðherra þess höfðu orðið fyrir hæfilegum flimtingum fyrir að reyna að banna samlagningu og frá- drátt, margföldun og deilingu. Auðvitað stóðst reglugerð- in hvorki stjómarskrá né fjölþjóðasamninga. Útreið íjármálaráðherra og -ráðneytis af völdum Tölvunefndar verður vonandi til þess, að mál hennar fái ekki eins greiða leið um kerflð og áður var. Menn eru að byrja að átta sig á, að úrskurðir nefndarinnar eru ekki í samræmi við væntingar manna um opið þjóðfélag. Um þetta leyti er nefndin að fjalla um, hvort ekki sé rétt að banna birtingu nafna nokkurra manna í ættfræði- riti, sem er í undirbúningi. Þannig ræðst hún að nánast heilagri þjóðaríþrótt íslendinga og um leið að vísindaleg- um vinnubrögðum í einni helztu grein sagnfræðinnar. Fyrst varð Tölvunefnd fræg fyrir að koma í veg fyrir, að sundurliðun símreikninga kæmi að fyrirhuguðum notum með því að láta krossa yfir suma tölustafi í núm- erum. Þá þegar hefði verið eðlilegt, að stjórnvöld færu að gæta sín á nefndinni og setja hana á hliðarspor. Nefndin er ekki í takt við þjóðfélagið á íslandi. Hún veltir fyrir sér breytingum, sem fylgja aukinni tölvunotk- un og aukinni samtengingu á tölvum, og sér hvarvetna skrattann á ferð. Hún ofkeyrir áherzlu sína á leyndar- helgi á kostnað upplýsingafrelsisins í landinu. Bezt væri að leggja niður nefndina, sem hefur þegar reynt að leggja steina í götuna í átt til upplýsingaþjóðfé- lags framtíðarinnar á íslandi og er líkleg til að halda áfram að reyna að hamla gegn þróuninni. Að öðrum kosti er rétt að skipta um fólk í nefndinni. Við þurfum sem þjóð að vera framarlega í þróun op- inna, greiðra og pappírslausra viðskipta með samteng- ingu tölva. Það gengur allt of hægt, meðal annars vegna foms hugsunarháttar í mörgum opinberum stofnunum. Þá múra fortíðar þarf að brjóta sem fyrst. Tölvunefnd verður einn þröskuldurinn á efnahagslegri framfarabraut þjóðarinnar inn í opna upplýsingaheima. Nefndin hefur lengi sýnt það í verkum sínum, að hún leggur hvarvetna lóð sitt á vogarskál leyndar. Við þurf- um því að gefa henni strangar gætur. Friðhelgi einkalífs er ágætt, en hlaðið hugtak, sem kallar á misnotkun. Gullinn meðalvegur leyndar og opn- unar er á öðrum slóðum en þeim, sem Tölvunefnd fetar. Jónas Kristjánsson „Leikskólamálin eru loksins að komast í viðunandi horf en þau voru einn fyrirferðarmesti málaflokkurinn í kosn- ingabaráttunni," segir ingibjörg Sólrún m.a. í greininni. Nýir straumar í Reykjavík ingu allra skóla í borginni. Víð- tækt samráð er við skóla og for- eldrafélög um þessi áform og hafa verið haldnir fundir í öllum hverf- um borgarinnar að undanfómu. Árum saman hafa foreldrar yngstu skólabarnanna verið i vandræðmn með umönnun þeirra eftir að skólinn hættir á vorin. Nú hefur verið komið til móts við þá foreldra. í sumar er starfræktur sumarskóli fyrir 6-9 ára börn í öll- um hverfum borgarinnar. Unglingar og íþróttir Ánægjuleg sókn fer nú fram í málefnum unglinga á vegum ÍTR og á opnun „Hins hússins", upp- lýsinga- og menningarmiðstöðvar ungs fólks i Geysishúsinu, þar drjúgan hlut að málum. Sú ákvörðun var gagnrýnd á sínum tíma en engum sem til þekkir blandast nú hugur um að þetta var mikil lyftistöng fyrir jákvætt og skapandi starf þessa aldurshóps. í iþróttamálum er mikil deigla og ef fram heldur sem horfir er líklegt að markverðar breytingar verði innan tíðar á rekstrarfyrir- komulagi ýmissa íþróttamann- virkja á vegum borgarinnar. Bygg- ing nýrrar sundlaugar í Grafar- vogi hefst á þessu ári, samningur hefur verið undirritaður við KR um byggingu íþróttahúss í vestur- hænum og viðræður standa yflr við Þrótt um flutning félagsins í Laugardal, svo að fátt eitt sé nefnt. Hér hefur aðeins verið drepið á fáein atriði sem eru til marks um þau jákvæðu umskipti sem orðið hafa í Reykjavík á aðeins tveimur árum. Miklar breytingar til hins betra hafa þegar átt sér stað en mikið verk er enn óunnið. Til þeirra verka ætlum við í Reykja- vikurlistanum okkur seinni hluta þessa kjörtímabils og það næsta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Um þessar mundir eru tvö ár síðan meirihluti Reykjavíkurlist- ans tók við stjórn borgarinnar. Á þessum stutta tíma hafa orðið miklar breytingar til hins betra og enn fleiri eru fyrirsjáanlegar. í þessari grein verður tæpt á nokkrum atriðum þar sem mörkuð hefur verið ný stefna í málefnum borgarbúa. Barnvæn borg . Reykjavíkurlist- inn hefur gripið til margvíslegra að- gerða til að ná tök- um á fjármálum borgarinnar. Þetta hefur þó ekki kom- ið í veg fyrir að markvisst hafi verið unnið að því að hrinda stefnumálum Reykjavík- urlistans í framkvæmd. Leikskólamálin eru loksins að komast í viðun- andi horf en þau voru einn fyrir- ferðarmesti mála- flokkurinn í kosn- ingabaráttunni. í lok þessa árs hefur heilsdagsrýmum verið fjölgað um 6-700. Þau eru nú fyrir öll börn en ekki einungis börn námsmanna og einstæðra foreldra eins og áður. Við höfum aukið stuðning við einka- og foreldra- rekna leikskóla og teknar hafa verið upp niðurgreiðslur á dag- vistargjöldum hjá dagmæðrum. Þar með eiga foreldrar raunveru- legt val um hvernig þjónustu þeir kjósa helst fyrir börn sín. Borgin er þjónustufyrirtæki sem rekið er í þágu borgarbúa og á að leggja metnað sinn í að mæta þörfum þeirra fyrir brýna sam- eiginlega þjónustu. Dag- vist barna á því að vera þjónustustofnun en ekki synjunarstofnun eins og í tíð sjálfstæðismanna. Uppbygging í skólamálum Flutningur á rekstri grunnskólans frá ríkinu. til sveitarfélaganna hef- ur krafist mikillar vinnu og endurskipu- lagningar. Vonandi á þessi flutningur eftir að leiða til betra skipulags á skólastarfi og betri nýtingar flármuna í þágu reykvískra skóla- barna. Margir foreldrar binda miklar vonir við einsetningu skólanna en því miður var hún afar skammt á veg komin í Reykjavík haustið 1994. Ef að líkum lætur verður staðan þannig í haust að 14 af 28 grunnskólum verða einsetnir og er nú verið að undirbúa fimm ára áætlun um skólabyggingar í tengslum við áform um einsetn- Kjallarinn Ingibjörg Sólrún Gisladóttir borgarstjóri „Árum saman hafa foreldrar yngstu skólabarnanna verið í vandræðum með umönnun þeirra eftir að skólinn hættir á vorin. Nú hefur verið komið til móts við þá foreldra Skoðanir annarra Trygging fyrir stöðugleika „Þrátt fyrir að margt megi gagnrýna í stjómartíð Jeltsíns undfanfarin ár verður ekki fram hjá því lit- ið að undir hans stjórn hefur lýðræði fest sig sessi og tekin hafa verið stór skref í átt að markaðshag- kerfi. Mikil hætta er á að þeim breytingum yrði stefnt í hættu með sigri Zjúganovs. Þar með myndu öll samskipti Rússa við umheiminn breytast og Rússland hugsanlega einangrast á ný jafnt efnahags- lega sem pólitískt." Úr forystugrein Morgunblaðsins 19. júní. Ókeypis veiðiheimildir „Kvótakerfið er skömmtunarkerfi þar sem sumum fyrirtækjum og öðram ekki eru afhent réttindi til veiða. Þar sem þessi réttindi era af skornum skammti myndast auðvitað á þeim verð á markaði; skömmtunarkerfi ríkisins býr þar með til verðmæti sem sumir fá endurgjaldsláust en geta selt öðrum dýru verði. Stuðningsmenn kvótakerfisins hafa átt erfitt með að skilja þessi augljósu sannindi. Hagnað- ur Hraðfrystihúss Þórshafnar ér að stofni til kominn vegna sölu á veiðiheimildum sem fyrirtækið fékk ókeypis hjá ríkinu." Úr forystugrein Alþýðublaðsins 19. júní. Þróun mála í Rússlandi „Úrslit í forsetakosningunum í Rússlandi og þró- un mála þar skipta umheiminn miklu. Ekki má gleyma þvi að þó að efnahagur sé bágborinn í land- inu er ríkið kjarnorkuveldi og miklu máli skiptir hver heldur um stjórnvölinn þar. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að leiðin liggi til baka til lokaðs al- ræðis, þótt Jeltsín tapi völdum." Úr forystugrein Tímans 19. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.