Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 27 Iþróttir DV Iþróttir Teitur til gríska liðsins Larissa - skrifaði undir tveggja ára samning við liðið Teitur Örlygsson, landsliðsmað- ur í körfuknattleik úr Njarðvík- um, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við gríska 1. deildar liðið Larissa. Áhugi gríska liðsins vaknaði þegar liðið fékk mynd- bandsspólur af leikjum íslenska landsliðsins í Evrópukeppninni sem haldin var í Reykjavík um hvítasunnuna. Nokkrir útsendar- ar frá stórliðum í Evrópu komu til Reykjavíkur til að fylgjast með leikmönnum. Nokkrir þeirra eru þegar komnir á samning eins og Teitur. Teitur lék stórvel á mótinu og kemur þvi ekki á óvart þótt áhugi gríska liðsins hafði vaknað á Teiti sem um árabil hefur veriö besti körfuboltamaður landsins. Að sögn Tómasar Tómassonar, sem hefur verið nokkurs konar umboðsmaður Teits í þessu máli, heldur Teitur utan til Grikklands eftir tvær vikur í læknisskoðun. Teitur á i engum meiðslum svo telja verður líklegt að hann standist hana. Teitur verður ann- ar islendingurinn sem gerist at- vinnumaður í körfubolta, hinn er Pétur Guðmundsson sem lék með Portland, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs í NBA. Grískur körfubolti er einn sá sterkasti í Evrópu. Larissa lenti neöarlega í deildinni í vetur en stefna liðsins er að gera enn betur og hafa nýir menn verið keyptir til liðsins. -ÆMK/JKS Leitin að Taktu þátt í leitinni að Evrópumeistara DV! Með því að spá fyrir um úrslit EM og hver markakóngur keppninnar verður og senda svarseðilinn til DV ertu kominn í pottinn og gætir orðið Evrópumeistari DV. Dregið daglega! Daglega verða dregnir út skemmtilegir vinningar úr öllum innsendum seðlum. Nöfn vinningshafa verða birt daginn eftir á íþróttasíðum DV. Svarseðlarnir birtast jafnframt á hverjum degi í DV þar til keppninni lýkur, þú getur þvl sent inn eins marga seðla og þú vilt! (Ekki er tekið við Ijósritum) Geisladiskar og bíómiðar daglega! Daglega eru nöfn þriggja þátttakenda dregin úr pottinum og fá þeir heppnu geisladisk frá Japis og bíómiða fyrir tvo I Háskólabíó. Glæsileg verðlaun fyrír Evrópumeistara DV! byrjun júlí verður dregið úr öllum réttum innsendum seölum og fær Evrópumeistari DV glæsilega Sony myndbandstökuvél, CCD-TR340 frá Japis, að verðmæti 59.900 kr. Vélin er 8 mm, mjög Ijósnæm (0,3 lux) sem þýðir að það er nánast er hægt að taka myndir I myrkri án Ijóss og með 10 x aðdrætti. Vélinni fylgir rafhlöðukassi fyrir LR6 rafhlöður og fjarstýring. JAPISS ______^ HASKOLABlÖ 1} Hvaða lið lenda í fyrstu þremur sætunum í EM? 1) ________________2)___________________3). 2) Hver verður markakóngur keppninnar?_____ Nafn: Sími: Heimilisfang: Sendlst tll DV, merkt: Evrópumelstarl DV, Þverholtl 11,105 Reykjavík. Skllafrestur er tll 28. Júní. Italía (0) 0 Þýskaland (0) 0 Lið Þýskalands: Koepke - Sammer, Freund, Strunz, Eilts, Helmer - Ziege, Hassler, Möller (Bolde 89.) - Klinsmann, Bobic. Lið Ítalíu: Peruzzi - Mussi, Costacurta, Maldini, Carboni (Torricelli 78.) - Fuser, Albertini, Di Matteo (Chiesa 68.), Donadoni - Zola, Casiraghi. Tékkland (2) 3 Rússland (0) 3 1- 0 Jan Suchoparek (6.) 2- 0 Pavel Kuka (19.) 2-1 Alexandr Mostovoi (49.) 2-2 Omar Tetradze (54.) 2- 3 Vladimir Beschastnykh (85.) 3- 3 Vladimir Smicer (88.) Lið Tékklands: Kouba - Hornak, Kubik, Suchoparek, Latal - Bejbl, Berger, Nedved, Nemec Poborosky, Kuka (Vladimir Smicer 68.). Lið Rússlands: Cherchesov - Nikiforov, Tetradze, Gorlukovich, Yanovsky - Simutenkov (Vladimir Beschastnykh 46.), Khokhlov, Radimov, Tsymbalar (Igor Shalimov 67.) - Karpin, Kolyvanov (Alexander Mostovoi 46.). Lokastaðan: Þýskaland 3 2 1 0 5-0 Tékkland 3 1115-6 Ítalía 3 1113-3 Rússland 3 0 1 2 8—4 Vandræði hjá Örebro Það var spilaður einn leikur í AUsvenskan deildinni í gær og það voru Arnór Guðjohnsen og félagar í Örebro sem tóku á móti Djurgárden. Staðan var 0-1 í hálfleik fyrir Örebro og var markið glæsilegt og það skoraði okkar maður. Arnór fékk sendingu frá markverðinum og stakk vömina af og skoraði laglega fram hjá markverði Djurgárden. Arnór spilaði víst eins og herforingi í leiknum og var allt í öllu hjá örebro. í seinni hálfleik tóku Djurgárden-menn leikinn í sínar hendur og skoruðu þeir tvö mörk sem dugðu þeim til sigurs. Staða Örebro er nú slæm, liðiö er á botni deildarinnar og er nú farið að tala um þjálfaraskipti. Sá sem þykir líklegastur til að taka við félaginu er fyrrum þjálfari Frölunda en hann segir að ekkert hafi verið talað við sig. Tékkar fagna sæti sínu í 8 liða úrslitum en þeir geröu sér lítiö fyrir og sendu silfurhafana úr HM '94, lið ítala, heim eftir að þeir gerðu markalaust jafntefli við Þjóðverja. Tékkar mæta Portúgölum á laugardaginn. Símamynd Reuter Tékkland bjargaði sér á elleftu stundu - varamaðurinn Smicer kom þeim í 8 liða úrslitin Það eru Tékkar sem fylgja Þjóð- verjum í 8 liða úrslitin eftir frábær- an leik gegn Rússum sem endaði 3-3. • Það leit allt út fyrir stórsigur Tékka í fyrri hálfleik því þeir áttu leikinn í alla staði. Staðan í hálfleik var 2-0 þeim í hag og bjuggust menn við því að sá seinni yrði bara forms- atriði fyrir Tékkana en annað átti eftir að koma í ljós. Rússar gerðu tvær breytingar fyrir seinni hálfleikinn og þær áttu eftir að hafa mikil áhrif á leikinn. Það tók varamanninn Alexander Mostovoi aðeins fjórar mínútar að skora og hleypa Rússum þannig aftur inn í leikinn. Félagi hans í rússneska lið- inu, Tetradze, jafnaði síðan flmm mínútum seinna. Þegar hér var kom- ið ríkti gífurleg spenna á báðum völl- um, Anfield og Old Trafford, því í þessari stöðu voru Tékkar á leiðinni heim. Á 85. mínútu skoraði hinn varamaðurinn, Beschastnykh, eitt af fallegri mörkum keppninnar af 30 metra færi með glæsilegu skoti en Tékkar létu þetta ekkert á sig fá held- ur skoraði varamaður þeirra, Smicer, markið sem fleytir þeim áfram í 8 liða úrslitin á 88. mínútu. Atli sagði nei við Hildesheim Atli Hilmarsson, fyrrverandi landsliðsmaður I hand- knattleik, afþakkaði tilboð um aðstoðarþjálfarastarf hjá þýska félaginu Hildesheim. Atli skoðaði aðstæöur og ræddi við forráðamenn þess um síðustu helgi. í gær tók Atli ákvörðun að taka ekki tilboðinu. Júlíus Gunnarsson og Hilmar Bjarnason munu leika með þessu liði næsta vetur. „Tilboðið kom út af samtölum mínum við félagið vegna félagaskipta Júlíusar og Hilmars við Hildesheim. Tilboðið var ekki nógu gott til að rífa sig upp með fjölskylduna. Þeir vildu að ég yrði aðstoðarþjálfari og léki jafnvel samhliða með liðinu. Svo var inni í myndinni að ég tæki siðan við þjálfuninni á liðinu eftir næsta vetur,“ sagði Atli Hilmars- son í samtali við DV í gærkvöldi. -JKS Italska liðið á heimleið - Gianfranco Zola misnotaði vítaspyrnu Ótrúlegt en satt, stórveldið Ítalía er á leiðinni heim úr Evrópukeppn- inni eftir markalaust jafntefli við Þjóðverja og það eru Tékkar sem fara áfram á betri markatölu. Sjaldan hefur verið eins mikil dramatik í kringum knattspyrnu- leiki og verður að segjast að áhorf- endur fengu að sjá hörkuleik þó ekkert mark hafi verið skorað. ítalir voru miklu betri í leiknum og sóttu frá fyrstu mínútu en Þjóð- verjar voru úti á þekju mestallan leikinn og komust þeir aldrei í gang. Það var strax í upphafí að dómar- inn belgíski, Guy Goethals, dæmdi vítaspyrnu á Andreas Köpke, mark- vörð Þýskalands, eftir að hann felldi Casiraghi. Það kom í hlut Gian- franco Zola að taka vítið en honum brást heldur betur bogalistin og slakt skot hans var-auðveldlega var- ið. Það er víst að hann á ekki sjö dagana sæla í heimalandi sínu eftir keppnina. „Þetta er mjög sorglegur dagur fyrir mig og er erfítt að átta sig á þessu öllu,“ sagði Zola. ítalir gerðu hvað þeir gátu til að skora en ekkert gekk því Köpke átti stórleik og hann sá um að afgreiða ítalska liðið. Samherjar hans spil- uðu illa og var ekki sjón að sjá úl þessa liðs sem spáð er Evrópumeist- aratitlinum. Þeir verða spila betur en þetta ef þeir ætla að komast fram hjá þeim liðum sem eftir eru en mörg þeirra hafa verið að spila glimrandi góðan bolta og ber þá helst að nefna Frakka og Portúgala. Fréttir frá Anfield voru sífellt að berast til Old Trafford og ítölsku áhorfendurnir voru ýmist brosandi eða í tárum og endaði öll þessi dramatík á því síðara fyrir þennan litríka hóp áhangenda. Hvað varðar framtíð Arrigo Sacchi þá er hún víst ekki í hættu að sögn forseta knattspyrnusam- bands ítala, Antonio Mattarese. „Ég hef ekki breytt skoðun minni á Sacchi og á meðan ég er í knatt- spyrnusambandinu mun Sacchi verða kyrr,“ sagði hann. Sacchi reyndi að vera bjartsýnn á fram- haldið. „Við eigum ennþá silfrið úr HM og munum við nú einbeita okk- ur að næstu heimsmeistarakeppni.“ Þjálfari Þjóðverja, Berti Vogts, þefði viljað sjá ítali í 8 liða úrslit- um. „Sem þjálfari er sárt að sjá jafn gott lið og Ítalíu fara úr keppninni.“ Það er nú ljóst að Þjóðverjar eru efstir í riðlinum og mæta þvl liði Króata og eru bæði þessi lið líkleg til alls. Lið Tékklands spilar gegn skemmtilegu liði Portúgala og stefn- ir allt í hörkuspennandi átta liða úr- slit en Portúgalar hafa spilað skemmtilegan bolta í keppninni. -JGG „Þetta er mikilvægasta mark sem ég hef skorað á ferlinum og ég myndi ánægður spila aftur bara siðustu 20 mínúturnar á móti Portúgölum ef það kemur okkur I undanúrslit," sagði Smicer en það er ekki víst að framtíðareiginkonu hans litist vel á það þvl þau eiga að giftast 28. júní og verður eflaust að fresta því. Það er víst að Tékkar eiga eftir að verða erfiðir fyrir Portúgala ef þeir halda áfram að spila I þessum gæða- flokki og verður spennandi að fylgj- ast með þeim. -JGG Króatía (0) 0 Portúgal (2) 3 0-1 Luis Figo (4.) 0-2 Joao Pinto (33.) 0-3 Domingos Olivera (83.) Lið Króatíu: Mrmic - Jarni, Bilic, Soldo, Pavlicic - Prosinecki, (Asanovic 46.), Mladenovic (Boban 46.), Simic, Pamic (Suker 46.) - Vlaovic, Jurcevic. Lið Portúgals: Baia - Secretario, Couto, Cristovao, Teixeria - Cruz, Sousa (Tavares 70.), Costa (Barbosa 61.), Figo - Pinto (Oliveira 46.), Pinto. Danmörk (0) 3 Tyrkland (0) 0 1- 0 Brian Laudrup (49.) 2- 0 Allan Nielsen (69.) 3- 0 Brian Laudrup (84.) Lið Danmerkur: Schmeichel - Thomsen, Högh, Riper - Schoenberg (Larsen 46.), Helveg - Andersen, Nielsen, A. Nielsen, M. Laudrup - B. Laudrup. Lið Tyrklands: Recber - Cetin (Korkmaz 68.), Ozala, Inceefe, Ercan, Korkut - Kerimoglu, Mandirali, Temizkanlioglu - Cikirikci (Sancakli 68.), Sukur (Erdem 46.) Lokastaða: Portúgal 3 2 1 0 5-1 7 Króatía 3 2 0 1 4-3 6 Danmörk 3 1114-4 4 Tyrkland 3 0 0 3 0-5 0 Portúgalar hafa ekki sagt sitt síðasta orð - unnu Króata auðveldlega, 3-0 Portúgalar sýndu það með leik sínum gegn Króötum I gær að það er engin tilviljun að lið þeirra er komið alla leið í 8 liða úrslitin. Portúgalar hafa sýnt mikinn styrk i allri keppninni og urðu þeir efstir í sínum riðli. Gott uppbyggingarstarf á liðnum árum er farið að skila sér svo um munar. Mikil hreyfing verður á leikmönnum til liða í Evrópa eftir keppnina. Portúgalska liðið leikur skemmti- legan bolta, stuttan samleik, og leik- menn liðsins eru teknískir. Króat- íska liðið átti aldrei möguleika en þjálfari liðsins ákvað að láta ekki lykilmenn byrja inn á en þeir komu inn í síðari hálfleik þegar allt var komið I þrot. Portúgalar mæta Tékkum í 8 liða úrslitum og telja sparkfræðingar að leiðin fyrir þá í undanúrslitin ætti að verða vel fær. Það kemur hins vegar í ljós um helgina. -JKS Danir heim með sæmd Evrópumeistarar Dana eru úr leik á Evrópumótinu í Englandi þrátt fyrir glæsilegan sigur á Tyrkjum I gær. Til að Danir hefðu komist áfram urðu Portúgal- ar aö tapa en það gekk ekki upp. Segja má að Danir hafi fall- ið út með sæmd en þeir léku oft mjög vel saman gegn Tyrkjum og gátu því skorað enn fleiri mörk. Leik- urinn var á köflum fjörugur og skemmti- legur og áttu bæði lið- in fjöldamörg tæki- færi. Tyrkir luku keppni án þess aö skora og hlutu ekkert stig. -JKS JSI splundrar uppbyggingunni á Akureyri - Vernharð svínbeygður til að senda inn afsökunarbeiðni. Faðir júdósins á Akureyri hættur afskiptum af íþróttinni DV, Akureyri: Þeir brosa sennilega breitt for- svarsmenn Júdósambands íslands þessa dagana, enda allt eins líklegt að þeim hafi tekist að ganga af íþrótt- inni dauðri á Akureyri þar sem staða hennar hefur verið geysisterk á und- anfórnum árum. Sviptingar og skoðanamunur hefur um langt árabil verið á milli júdó- manna í Reykjavík og á Akureyri um ýmsa hluti. Jón Óðinn Óðinsson, sem byggði upp júdóíþróttina á eigin spýt- ur á Akureyri og fór að fara í keppn- isferðir með strákana sína til Reykja- víkur, hafði fljótlega orð á því við undirritaðan að hann hefði verið lit- inn hornauga af júdóforustunni og reyndar varla virtur viðlits né skoð- anir hans á ýmsum málum sem hon- um þótti betur mega fara. Það er ljóst að á ýmsu hefur gengið á undanförnum árum en nú hefur soðið upp úr. Ásteytingarsteinninn er tékkneskur þjálfari sem hér hefur dvalið um árabil, hann hefúr verið titlaður sem landsliðsþjálfari en aðal- lega unnið fyrir Glímufélagið Ár- mann og náð þar góðum árangri. Þegar það lá ljóst fyrir að ísland myndi einungis eiga einn keppanda á ólympíuleikunum í Atlanta í sumar, Vernharð Þorleifsson frá Akureyri, lá auðvitað beinast við að þjálfari hans í 13 ár sæi um undirbúning með hon- um og færi með honum á leikana, enda var það eindregin ósk Vern- harðs. Júdósambandið sagði hins veg- ar nei, tékkneski „landsliðsþjálfar- inn“ skyldi fara á leikana, og hefur það vissulega hvarflað að manni hvort honum hafi verið lofað slikri ferð, burtséð frá því hvort ísland ætti þar keppanda eða ekki. Þegar Vernharð tjáir sig síðan op- inberlega um þennan framgangsmáta er honum gert að biðjast velvirðingar á því að hafa skoðanir, eða sitja heima ella, auk þess sem dylgjað er með að hann láti Jón Óðin skrifa í gegnum penna sinn. Þetta er nú fram- koma Júdósambandsins gagnvart sín- um mesta afreksmanni og dæmi hver fyrir sig. Ýmsir aðrir þættir þessa máls vekja undrun og jafnvel spurningar. Hvers konar „karekter" er t.d. sá þjálfari sem ætlar með keppanda á ólympíuleika í óþökk hans eftir að það hefur m.a. kostað að júdóstarf í heimabæ keppandans hefur verið skaðað stórlega ef ekki lagt í rúst? Og þótt Bjarni Friðriksson, afreksmaður í júdó um árabil, hafi til þessa ekki verið talinn óheiðarlegur maður þá hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna í ósköpunum hann hafi bein- línis þorað að hafa afskipti af þessu máli, gott ef hann hefur ekki öðrum fremur stýrt því af hálfu Júdósam- bandsins, enda varaformaður þess. Bjami er nefnilega varamaður Vern- harðs á leikunum í Atlanta og ef hann hefur ekki boðið heim vanga- veltum og jafnvel kjaftasögum, þá hvað? Eftir stendur að Júdósambandið, þar sem Glímufélagið Ármann hefur meirihluta, hefur þvingað fram með valdi niðurstöðu í þessu máli. Hlut- laust séð virðist ekki annað ljóst en sú niðurstaða stórskaði eða eyðileggi alfarið uppbyggingu júdóíþróttarinn- ar á Akureyri og tékkneski þjálfarinn fari til Atlanta í óþökk eina keppanda íslands í júdó þar. Eftir hlýtur sú spuming að standa hvers vegna, og hvers vegna „æðri aðilar" s.s. Ólymp- íunefnd íslands eða íþrótttasamband íslands tóku ekki í taumana. Talsmenn þessara æðstu samtaka íslenskra íþrótta hafa horft á vald- níðslu Júdósambandsins án aðgerða og horft á júdóíþróttina á Akureyri stórskaðaða eða beinlínis lagða í rúst. Eftir sitja forsvarsmenn Júdósam- bandsins, þeir Kolbeinn Gíslason og Bjarni Friðriksson, og líður vonandi vel. Gylfi Kristjánsson UffA Burn96m Ert^JeuuI Einkunnagiöf Reuters Figo, Portúgal. 8 Peter Schmeichel, Danmörku, Michael Laudrup, Danmörku, Brian Laudrup, Danmörku, Robert Jarni, Króatíu, Victor Baia, Portúgal, Secretario, Portúgal, Rui Costa, Portúgal, Paulo Sousa, Portúgal, Joao Pinto, Portúgal, Jan Suchoparek, Tékkalandi, Patrick Berger, Tékklandi, Karel Poborosky, Tékklandi, Yuri Nikiforov, Rússlandi, Andreas Köpke, Þýskalandi, Diego Fuser, Ítalíu, Roberto Donadoni, Ítalíu. Rustu Recber, Tyrklandi, Nikola Jurcevic, Króatíu, Zvonimir Soldo, Króatíu, Dario Simic, Króatíu. 8 liöa úrslit Leikið er á laugardaginn: Þýskaland-Króatía England-Spánn Portúgal-Tékkland Frakkland-Holland 23. júní 22. júní 23. júní 22. júni Shearer til Manchester Utd? Orðrómur er í gangi í Englandi að Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester Utd, ætli sér að slá met í kaup- um á einum leikmanni og bjóða tvo milljarða í Alan Shearer sem leikur með Black- burn. Ljóst er að United-menn ætla að gera hvað þeir geta til að halda titlunum i enska boltanum. nr.17 Dalvík ■ Leiftur nr.is Leiknir R. - Þór A. nr.19 Víkingur • Skallagr. SPILAÐU MED ÞÍIMU LIÐI ^IZUID ÍSLANDSMÓTIÐ MIZUNO-DEILDIN FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ KL. 20. AKUREYRARVÖLLUR ÍBA-ÍBV MOSFELLSBÆR Afturelding-Breiöablik GARÐABÆR Stjarnan-Valur KR-VÖLLUR KR-ÍA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.