Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.06.1996, Blaðsíða 24
36 FIMMTUDAGUR 20. JÚNÍ 1996 nn Orða í barminn fyrir kóngaveislur „Líklegasta skýringin þyk- ir mér vera sú að þeim hjá Orðunefnd hafi þótt Björn vanta eitthvað í barminn í kóngaveisl- um.“ Ögmundur Jónas- son, í Alþýðublað- ínu. Ekki eru allir sátt- ir við orðuveit- ingu til Björns Bjarnasonar. Ummæli Langt nef Mér finnst að það ætti frekar að gefa honum langt nef.“ Ástþór Magnússon, i Alþýðublaðinu. Líður vel og syngur betur „Ef mér líður vel þá syng ég betur." Damon Abarn, söngvari Blur, sem líður vel á íslandi, í DV. Veiðum hvali „Nú verðum við að þrýsta á þau öfl sem berjast gegn nýtingu hvalastofnsins." Gísli S. Einarsson alþingismaður, í Al- þýðublaðinu. L i David Bowie í Laugardalshöll Aðalvið- burður á lista- hátíð í dag eru tónleikar Dav- ids Bowie í Laugardals- höll og heQast þeir kl. 20. David Bowie er eitt fræg- asta poppgoð sögunnar og er því skiljanlega mikil stemning fyrir tónleikum hans. Listsýningar á listahátíð Náttúrusýn í íslenskri mynd- list, Kjarvalsstaðir. Húbert Nói, Gallerí Sævars Karls. Kocheisen og Hullman, Gangur. William Morris og verk hans, Þjóðarbókhlaðan. Osvaldo Romberg, Perlan. Eftirsóttir einfarar, Gallerí Hornið. Jón Axel Björnsson, Gallerí Borg. Andres Serano, Sjónarhóll. Dauðinn í íslenskum veruleika, Mokka. Rachel Whiteread, íslensk grafík. Robert Shay, Gallerí Úmbra. Ragna Róbertsdóttir, Ingólfsstræti 8. Svavar Guðnason, Listasafn ASÍ. Silfur í Þjóðminjasafni, Þjóðminjasafn íslands. Austurrísk myndlist, Egon Schiele og Arnulf Rainer, Listasafn íslands. Tolli, GaUerí Regnboginn. Páll á Húsafelli, Listasafn Sigurjóns. Hreinn Friðfinnsson, Sólon íslandus. Karl Kvaran, Norræna húsið. Carl Andre. Önnur hæð. Pia Rakel Sverrisdóttir, Norræna húsið, anddyri Veðrið í dag: Léttskýjað inn til landsins Skammt suðvestur af Reykjanesi er nærri kyrrstæð 1026 millíbára hæð. Yfir Norður-Grænlandi er lægðardrag sem hreyfist austur. í dag verður fremur hæg norð- vestlæg átt eða hafgola. Léttskýjað Veðrið í dag inn tU landsins og á Suðurlandi en annars skýjað og þokubakkar á annesjum vestan- og austanlands. Hiti verður á bilinu 7 til 10 stig úti við sjóinn, en aUt að 23 stig inn til landsins, hlýjast á Suðurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg breytUeg átt en síðan norðan- eða norðvestangola. Léttskýjað en hætt við þoku einkum í nótt. Hiti 8 til 14 stig. Sólarlag í Reykjavík: 0.04 Sólarupprás á morgun: 2.55 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.14 Árdegisflóð á morgxm: 9.39 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaö 8 Akurnes þoka í grennd 7 Bergsstaðir alskýjaö 7 Bolungarvík alskýjað 7 Egilsstaöir skýjað 7 Keflavíkurflugv. léttskýjaó 10 Kirkjubkl. rign. á síö.kls. 10 Raufarhöfn alskýjað 7 Reykjavík þoka í grennd 9 Stórhöfði þokumóða 9 Helsinki hálfskýjað 13 Kaupmannah. alskýjað 9 Ósló skýjað 10 Stokkhólmur skýjaö 11 Þórshöfn hálfskýjað 7 Amsterdam léttskýjað 12 Barcelona heiöskírt 21 Chicago alskýjað 18 Frankfurt skýjaó 13 Glasgow léttskýjað 9 Hamborg rign. á siö.kls. 10 London alskýjaó 12 Los Angeles heiðskírt 18 Lúxemborg rigning 10 Madríd léttskýjað 18 Paris skýjað 17 Róm þokumóða 21 Valencia New York alskýjaö 17 Nuuk skýjað 4 Vin skýjað 18 Washington skýjað 25 Winnipeg Ásgeir Ó. Sigurðsson, ökumaður á níræðisaldri: Yfirgangur og tillitsleysi í umferðinni DV, Hólmavik: „Ég var orðinn þrítugur þegar ég tók fyrst bílpróf. Samgöngukerf- ið var nú þannig í sveitinni á Ströndum, þar sem ég ólst upp, að ekki var einu sinni akfært heim á aUa bæi. Það kom þvi lítið að sök þó bUprófið vantaði," segir Ásgeir Sigurðsson sem nýverið var að endurnýja ökuskírteinið sitt þótt orðinn sé áttræður að aldri. Ásgeir segist þó lítið keyra nú- orðið. Heilsan leyfi það ekki, nema þá aðeins stutta leið í einu. „Mér finnst þægUegt að segja frá því að ég hef aldrei lent í neinu óhappi þessi 50 ár sem ég hef haft bílpróf. Maður dagsins Hef ég þó keyrt mikið hér syðra síðustu tvo áratugina. Ásgeir segir að sér blöskri oft yfirgangurinn og tillitsleysið í mörgum ökumanninum. Hann segir að það sé eins og þeim sé ekki sjálfrátt. „Ég hef ótal sinnum gefið eftir rétt minn í umferðinni því ég hef aldrei verið að flýta mér svo mikið að ég hafi ekki haft tíma til að taka tiUit til aðstæðna Ásgeir Ó. Sigurðsson. hverju sinni. Hann segir þó að al- varlegast sé að slysin verði oftast þar sem bestu akstursskUyrðin séu. „Ég legg til að karlkynsöku- menn fái akstursréttindi seinna en nú er eða kennsla þeirra og undir- búningur fyrir ökupróf verði miklu meiri og standi lengur, jafn- vel eitt til tvö ár hið minnsta, því allar rannsóknir sýna að þeir eru langhættulegastir allra. Ég hef nokkrum sinnum farið með þessa skoðun mína í útvarp og fleira í sambandi við umferðina, sérstak- lega hér i borginni." Ásgeir stundaði sjómennsku frá fermingaraldri og var útgerðarm- aður og skipstjóri á eigin bátum fram yfir 1970 eða í aldarþriðjung. Hann átti þá heima á Hólmavík. Hann segir ekkert slys hafa hent sig eða þá menn sem verið hafi með sér á sjó. Bátar hafi þó áður fyrr verið Ula búnir til að mæta áfóllum og framan af hafi ekki einu sinni verið björgunarbúnað- ur af neinu tagi í þeim. „En þá var verið með bárufleyg og líka seU- ingamál. Hvort tveggja gat orðið tU mikiUar hjálpar þegar veður versnaði. Bárufleygur var Uát, oft- ast með lýsi í, sem var látið liggja út fyrir borðstokkinn. Lýsið seytl- aði þá úr honum og það dró úr broti og gat bjargað bæði bát og áhöfh. Með seilingarnál og garni var hægt að bjarga afla og létta bátinn um leið. í stað lýsis mætti núna nota olíu sem gerir sama gagn.“ Ásgeir segir að núorðið komi það alltof oft fyrir að vel búnir bát- ar sökkvi og, það sem verra er, þegar ekkert sé að veðri. Vafalaust er þá um að kenna ofhleðslu og ekki síst aðgæsluleysi. „Það þurfa að gilda sömu lög á sjó og í um- ferðinni. Á báðum stöðum þarf að taka tiUit til aðstæðna ef ekki á iUa að fara.“ -GF Myndgátan Lausn á gátu nr. 1539: Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Mjólkurbikar- inn í kvöld hefjast 32 liða úrslit í Bikarkeppni KSÍ eða Mjólkur- bikarnum, eins og þessi keppni er oftast nefnd. Verða leiknir níu leikir í kvöld. Þetta er fyrsta um- ferðin sem 1. deildar liðin taka þátt í og verða nokkur þeirra í eldlínunni í kvöld. Eftirtaldir leikir verða háðir: Fram u23 leikur á heimaveUi gegn Breiða- Iþróttir bliki, Leiknir tekur á móti Þór frá Akureyri, Dalvík leikur heima gegn Leiftri, á Ólafsfirði fer fram viðureign Ólafsfiarðar- Víkinga og Fylkis, Sindri leikur gegn Stjömunni og Magni gegn KR og er óvist að heimavöUur hafi mikið að segja í þessum tveimur leikjum. Annarrar deUdar liðin Víkingur og Skalla- grímur leika á VíkingsveUi, ung- lingalið Keflavikur leikur gegn sér eldri úr sama liði og Höttur tekur á móti íslandsmeisturum ÍA. Allir leikirnir hefiast kl. 20. Gluggasýning Elin Guðmundsdóttir myndlist- arkona mun næstu tvær vikurnar sýna verk sín í gluggum Sneglu listhúss við Klapparstíg. Sýningar Elín útskrifaðist úr leirlista- deUd Myndlista- og handíðaskóla íslands árið 1988. Snegla listhús er opið virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Bridge Sagnvenjan 1 grand - 4 grönd, áskorun í slemmu hefur lengi verið við lýði og er í fuUu gildi enn. Samt ber að varast að misnota hana því þá getur farið illa. Sem dæmi því til sönnunar skulum við skoða hér eitt spU sem orðið er hálfrar aldar gam- alt. í sæti austurs var einn af fræg- ustu spilurum þess tíma, Albert Morehead. AUir á hættu og suður gjafari: * KG105 V KG4 * KG8 4 D96 4 ÁD6 8753 ♦ Á4 * 8753 4 8432 * ÁD10 * D92 * ÁKG Suður Vestur Norður Austur lg pass 4g p/h Opnun suðurs lofaði 16-18 punkt- um en samt sem áður var litil ástæða fyrir norður að gefa ásko- runarsögnina fiögur grönd á spilin. TU þess er hendi hans allt of flöt og ekki með nægjanlegan punktastyrk. Vestur spilaði út tigulfimmunni og sagnhafi sá fljótt að jafnvel þó hann hafi passað, þá væri þessi samning- ur i hættu. TíguUiturinn var aðalá- hyggjuefni hans, en eins og legan var, þá gat vörnin ekki gert sagn- hafa skráveifu í þeim lit. Það vissi hins vegar sagnhafi ekki en More- head sá möguleika í vörninni. Hann gaf fyrsta slaginn, sagnhafi drap á tígulníuna heima og spilaði spaða á tíuna. Morehead gaf einnig þann slag! og sagnhafi hefði nú getað sloppið ef hann hefði spUað spaða áfram. En hann skynjaði ekki hætt- una, spUaði sig heim á lauf og síðan aftur spaða. AUt í einu var austur skrefinu á undan. Hann drap á drottninguna, spUaði aftur laufi og ásarnir tveir tryggðu það að vörnin gat brotið sér fiórða slaginn á lauf áður en sagnhafi fékk 10 slagi. Hið sama hefði gerst ef sagnhafi hefði spUað sig heim á hjarta í þriðja slag, nema að austur hefði þá brotið sér fiórða varnarslaginn á hjarta. Isak Örn Sigurðsson 4 97 * 962 4 107653 * 1042

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.