Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 Fréttir Magnús Þórsson, fimm ára snáði, fannst rotaður á götunni við heimili sitt: Man bara að grár jeppi keyrði á hann - ökumaður gráa jeppans stakk af en Magnús rankaði við sér fimm tímum siðar „Þegar hann vaknar fimm tímum síðar á Borgarspítalanum spyr hann fyrst hvar hann sé og segir svo: „Grái jeppinn keyrði á mig." Ég veit ekki hvar þessi grái jeppi er eða hver ók honum. Hann virðist hafa stungið af," segir Sólveig Hrönn Jónsdóttir, ljósmóðir og móð- ir Magnúsar Þórssonar, fimm ára drengs sem fannst um helgina rot- aður á götunni fyrir utan heimili þeirra í Breiðholti. Magnús var á laugardaginn úti að leika sér og hafði hjálm á höfðinu. Hann hafði verið á róluvelli nærri heimilinu við Kambasel. Hann fór áleiðis heim um klukkan fjögur en hvað gerðist eftir það veit enginn með vissu. Nágranni þeirra mæðgina kom að Magnúsi meðvitundarlausum á hraðahindrun í Kambaselinu. Hve lengi hann hafði legið þar veit eng- inn og enginn hefur gefið sig fram sem vitni að atburðinum. „Þetta er fjölfarin gata en það virðist sem enginn hafa séð Magnús fyrr en nágranninn kom að. Þá hóp- aðist að fólk," segir Sólveig. Nágranninn kom heim með Magnús og þegar var ákveðið að hringja á sjúkrabíl. Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur i Fossvogi þótti ljóst að Mangús væri rotaður og að hann hefði sennilega fengið heilhristing. Hann lá meðvitundarlaus fram til klukkan níu um kvöldið og var mjög slappur alla nóttina eftir. Nú er Magnús orðinn sprækur á Stuttar fréttir Magnús Þórsson, fimm ára, lá rotaður á götunni nærri heimili sínu þegar nágranni kom að og flutti hann heim. Svo virðist sem ekið hafi verið á drenginn en ökumaðurinn stungið af frá slysstað. Magnús man bara að grár jeppi ók á hann. Hann raknaði úr rotinu fimm tímum síðar. DV-mynd JAK Stykkishólmur: Guðrún eykur fylgiö Guðrún Agnarsdóttir hefur aukið fylgi sitt um 9 prósentu- stig frá síðustu Gallupkönnun og er fjórum prósentustigum á eftir Pétri Hafstein. Ólafur Ragnar Grimsson hefur enn forskot á aðra. RÚV sagði frá. Mótshlið vígt Mótshlið Landsmóts skáta að Úlfsljótsvatni, drekahöfuð, var vígt í gær. Yfirskrift mótsins verður Á víkingaslóð og sækja það um 5.000 manns. Líflegt á 75 ára afmæli Elliðaárdalurinn iðaði af lífi i gær þegar Rafmagnsveita Reykjavíkur hélt upp á 75 ára af- mæli sitt. Stöð 2 greindi frá. Vígalegri lögga Á sýningu í Arbæjarsafni sést að lögreglan í Reykjavík var vigalegri á síðustu öld en nú. Sjónvarpið greindi frá. -GHS Valt með 16 tonn af rækju Ökumaður flutningabíls slapp með minniháttar meiðsl eftir að bál hans valt á mótum Stykkishólms- vegar og Kerlingarskarös í gær- morgun. Bílinn var með tengivagn og var farmurinn alls um 16 tonn. Rækjan var fersk og var verið að flytja hana frá Sandgerði til Bíldu- dals í vinnslu. Mikið af rækjunni dreifðist um veginn og eyðilagðist. Ekki er þó endanlega búið að meta tjónið á farminum. Bíllinn skemmd- ist mikið, er ónýtur að mati lögregl- unnar. -GK Rækjan dreifðist um veginn og er hluti af farminum ónýtur. Bíllinn er og talinn ónýtur. Dv-mynd Gunnar Hrfkur Hauksson Þú getur svaraö þessari spumlngu meö því aö hringja f síma 9041996. 39,90 kr. mfnútan QlÁstþór Magnússon 2 Cubrún Agnarsdóttir 3 Ólafur Ragnar Grimsson 4 Pótur Hafstoin 9041996 Hvaða frambjóðanda vilt þú sem forseta íslands? Þetta er dagleg atkvæðagreiðsla en ekki sköðánakönnuii Fostsmt GA ORG ný en læknar vilja fá hann í nánari skoðum og á m.a. að taka heilalínu- rit og ganga endanlega úr skugga um að ekki hafi blætt inn á heilann. „Það var lán í óláni að hann fór út með hjálminn. Það eru gráar rispur á honum sem bendir til að hann hafi rekist á gráan bíl," segir Sólveig. Magnús er meö stóra kúlu á hnakkanum en að öðru leyti sér ekki á honum. „Það er hrikalegt að hugsa til þess ef ekið hefur verið á drenginn og hann bara skilinn eftir. Höggið hefur verið það mikið að bílstjórinn hlýtur að hafa tekið eftir því. Eins virðist sem Magnús hafi legið á göt- unni nokkurn tíma án þess að nokk- ur veitti því athygli," segir Sólveig. -GK Stuttar fréttir Prinsessa í heimsókn Prinsessa frá Taílandi er ásamt fylgdarliði í einkaheim- sókn á íslandi. Hún heimsótti forseta íslands og fór í Bláa lón- ið i gær. Tekin í notkun í apríl Bygging heusugæslustöðvar í Bískupstungum er vel á veg komin og verður tekin í notkun í apríl. Sjónvarpið greindi frá. Minnast mótmæla 500 ár eru frá því að.bæntlur mótmæltu ofríki danska kon- ungsvaldsins og kröfðust-|ess að Gamli sáttmáli væri virtur, að sögn Sjónvarps. -GHS Gandhi vill setja upp frjðargarö í Öskjuhlíð - segir Ástþór Magnússon Ástþór Magnússon, forseta- frambjóðandi og forystumaður Friðar 2000, segir að Yogesh K. Gandhi, forseti Gandhi Memorial International Foundation, hafi komið hingað til lands til að ræða við borgarstjóra um að setja upp friðargarð í Öskjuhlíð og athuga möguleika á stofnun Gandhi skóla sem kenni börnum að vinna úr vandamálunum á friðsamlegan hátt - ekki til að kanna fjármál Friöar 2000. „Hann hefur verið að spá í að kaupa hérna byggingu til að setja upp stofnun hérna og við höfum verið að hjálpa honum að skoða það," segir Ástþór. Hann segir að starfsmenn "Friðar 2000 hafi rætt málið við borgarverkfræðing og skrifað borgaryfirvöldum bréf. Gandhi sé búinn að bjóðast til að setja upp í Öskjuhlíð bjöllugarð með styttu af Mahatma Gandhi, sem hringi inn friðinn árið 2000. Gandhi hafi ekki komið hingað til að skoða fjármál Friðar 2000. Ástþór kveðst mjög óhress með umfjóllun fjölmiðla um starf Fríðar 2000. „Ef ég fæ svona endalaust frá fjölmiðlum þá pakka ég bara ofan í töskur og fer til Kostaríka," segir hann. -GHS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.