Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Side 5
Við sérpöntum fyrir þig: Vindskeiðar, hágæða felgur, 2zm»22Eatölvukubba í beinar innspýtingar, spoiler kit o.fl. Gott verð, áreiðanleg þjónusta. Ásgeir Einarsson ehf. Smiðjuvegi 11 • S. 564 Felicia Combi GLX Germany MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 Fréttir Nýjar leiðir við sölu aflaheimilda: Elfa og Ellert skála í fiugvélinni. DV-mynd ÆMK Krókakarlar bjóða upp aflaheimildir sínar - verða um leið að hætta öllum veiðum og úrelda báta sína Samkvæmt nýju lögunum um stjórn fiskveiða, sem samþykkt voru á Alþingi um miðjan þennan mánuð, er þeim smábátaeigendum sem hafa krókaleyfi heimilt að skila því inn til sjávarútvegsráðuneytis- ins og breyta yfir í þorskaflahámark sem er í raun ekkert annað en kvóti. Þorskaflahámarkið geta eig- endur bátanna síðan selt en þó að- eins innan smábátahópsins. Þess vegna er talið að verðið á þessum kvóta verði ekki nema 100 til 200 krónur fyrir kílóið í staðinn fyrir 600 krónur á almenna markaðnum. Þeir sem hyggjast breyta yfir í þorskaflahámark verða að tilkynna það til sjávarútvegsráðuneytisins fyrir 1. júli næstkomandi. Og þeir sem breyta yfir í þorskaflaheimild og selja verða um leið að hætta öll- um veiðum og úrelda báta sína. Sal- an er því ákvörðun um að hætta trilluútgerðinni. Hilmar Kristjánsson hjá Kvóta- markaðnum sagði að nokkrir smá- bátaeigendur hefðu haft samband við sig vegna þessa og ætluðu að láta bjóða þorskaflahámark sitt upp. Hjá Kvótamarkaðnum verða upp- Skálað í háloftunum fýrir brúð- hjónum DV, Suðurnesjum: „Við bjuggumst alls ekki við þessu. og dauðbrá í fyrstu. En það er alltaf gaman þegar eitthvað svona óvænt gerist,“ sögðu nýgiftu hjónin Elfa Hrafnkelsdóttir og Ell- ert Guðjónsson í samtali við DV. Kjartan Helgason, eigandi ferða- skrifstofunnar Istravel, sem hefur hafið miðnæturflug milli íslands og Amsterdam, kallaði upp nöfn þeirra i hátalarakerfi Transavia flugfélags- ins á leið til Amsterdam á dögun- um. Kjartan sagði að nýgift hjón væru um borð í brúðkaupsferð. Bað hann þau að standa upp svo farþeg- ar gætu séð þau. Ferðin var sú fyrsta til Amsterdam með Istravel og hvert sæti skipað. Farþegar klöppuðu fyrir Elfu og Ellert en þau giftu sig i Kópavogs- kirkju 31. maí. Þeim var boðið kampavín og síðan fengu allir far- þegar um borð flösku af kampavíni og var skálað fyrir brúðhjónunum í háloftunum. Ellert er frá Seyöisfirði og er á togara þaðan, Gullver, en Elfa er Reykvikingur, hjúkrunarfræðingur að mennt og starfar á Sjúkrahúsi Reykjavikur. Þau eiga heima í Kópavogi. -ÆMK Nýr skutbíll fyrir aðeins 1.098.000 kr. boð á hverjum mánudegi fram í september. Hann sagði að verð á varanlegum þorskkvóta væri nú 600 krónur fyr- ir kílóið en leiguverðið 90 krónur. Varanlegur ýsukvóti selst á 130 krónur kílóið, ufsakvóti á 60 krón- ur, koli á 135 krónur, karfi á um 200 krónur, grálúða 180 til 200 krónur, rækja 400 krónur og humar 2.100 krónur kílóið. -S.dór Felicia Combi GLX Germany < FRAMTÍÐIN BVCCIST A HEFDINNI Sennilega er lága verðið það eina sem eftir lifir af gamla Skodanum eins og þú manst eftir honum. Gæðin eru aftur á móti allt önnur og meiri í dag og allur búnaður bílsins er eins og hann gerist bestur. Nú getur þú eignast nýjan og enn betri fjölskyldubíl en á verði sem enginn annar getur boðið fyrir sambærilegan bíl. 1300 cc vél, 55 hestöfl, 5 gíra, Bosch-Monomotronic innspýting, litað gler, lúxusinnrétting, hæðarstillanleg öryggisbelti, samlæsingar, tímarofi á rúðuþurrku með minni, tauáklæði á sætum, barnalæsingar á afturhurðum, 4 hnakkapúðar, halogen aðalljós, hæðarstilling á aðalljósgeisla, öryggisstýrisstöng, stafræn klukka, hliðarspeglar stillanlegir innan frá, þokuljós að framan og aftan, ^ læst bensínlok, vindkljúfur á þaki að aftan, aftursæti niðurfellanlegt (60:40), farangursrými opnanlegt innan frá, upphituð afturrúða, afturrúðuþurrka, tímarofi á rúðuþurrku, hliðarlistar á hurðum, stokkur á milli framsæta, Ijós í farangursrými, samlitir stuðarar. Þetta er einstakt tækifæri sem þú ættir að grípa fyrir sumarfríið því aðeins eru til nokkrir bílar með Germany-pakka á þessu frábæra verði. Staðalbúnaður í Felicia Combi GLX: Germany-pakki innifalinn í verði: Álfelgur, útvarp/segulband, mottusett, aurhlífar, sílsalistar. V 9 4 6 - 1 9 9 6 Nýbýlavegur 2 Sími: 554 2600 Skoda á Intemetinu: http://www.skoda-auto.cz GOTT FÓLK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.