Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 6
MANUDAGUR 24. JUNI1996 1 Fréttir Sandkorn Jónsmessuró og stilling meðal farþeganna þegar Fagranesiö strandaöi: Uppgötvuöum strandið þegar skipiö hallaðist - segir Skafti Elíasson, einn 235 farþega í árlegri miðnætursólarsiglingu „Við sem vorum uppi á dekkinu tókum ekki eftir neinu fyrr en skip- ið fór að hallast og vélarnar voru keyrðar á fullu en ekkert hreyfðist. Þá segir einhver: Við erum strand, skál fyrir því," segir Skafti Elías- son, einn 235 farþega um borð í Djúpbátnum Fagranesinu. Skipið strandaði á skeri í innsigl- ingunni í Æðey á ellefta tímanum á laugardagskvöldið. Fagranesið var í árlegri Jónsmessusiglingu og var hvert rúm skipað um borð að vanda. Ætlunin var að hafa varðeld i Æðey um miðnættið. Þeir sem voru í borðsal skipsins heyrðu best þegar það strandaði. Þar voru skruðningar og læti og matarílát ultu af borðum. Enginn var þó í hættu ef frá er talinn mat- sveinninn sem var rétt nógu snögg- ur til að víkja frá pottunum áður en gusaðist upp úr þeim. „Það voru allir rólegir um borð enda er ekki hægt að segja að hætt- an hafi verið mikil - logn og blíða," segir S'kafti. Björgunarsveitir voru ekki kall- Þrír bátar voru notaðir til þess aö ferja farþegana frá hinu strandaða skipi í Æðey. Farþegar voru alls 235 f Jónsmessuferð um ísafjarðardjúp. Björgun farþeganna gekk mjög vel. Fagranesið hallaðist talsvert á strandstað. Varðskip náði skipinu á flot í gærdag. DV myndir Hörður - aðar út en farþegarnir ferjaðir í land með skipsbátunum. Varðeldur- inn var tendraður á réttum tíma í Æðey en eftir það varð nokkur bið eftir að komast til lands. Bátar frá ísafirði komu og fluttu fólkið ýmist í Ögur, Súðavík eða til isafjarðar. Við þá flutninga fóru tíu manns í sjóinn þegar lítil flotbryggja gaf sig. , GETURÞUHORFT IAUGU BARNA ÞIJWA OG SAGT ÞEIM AÐ ÞU HAFIR VALIO SVART/HVin ? STERKUROGIJTOIKUR Þann 29. júní getur þú valið sterkan og litríkan mann íembættiforsetasem mun berjastfyrir öryggi okkar og frámtíð hvað sem á móti blæs. Þú getur treyst því að Ásrþór Magnússon mun ekki láta undan þrjstingi frá vaioWíkum eða stjómaiherrum þegar forsetinn þarf að standavörð um hagsmuni fólksins ílandinu. Asrþór hefur einnig víðtæka reynslu íviðskiptum á alþjóðlegum wttvangi og mun stuðla að uppbyggjngu nýrra atvinnirvega hér á landi og víðtækri kynningu á landi og þjóð um allan heim. LITIAUS TVÍSKINNUNGUR Itf þú hrogarvelur þérforseta tó Bessastaði, er tett við að rmynd lands og þjóðar fölni um leið og Irrsafkoma fólksins í landinu. Við höfum ekki efhi á því að gáa Kolkrabbanum forsetastólinn. wÁstþórMagnwson ur sem sefur ekki ó ver STUÐNINGSMENN F R I U R Stoaiad Fagrwiess Bolungarvík ísafjöröur Djúpbáturinn Fagranes strandaöi á skeri viö Æöey laust fyrir kl. 11 á laugardagskvöldiö. Varöskipið Ægir dró Fagranesið á flot efíir 15 tíma á skerinu. Drangajökull Voru of margir komnir út á bryggj- una. Engum varð þó meint af volk- inu. Varðskipiö Ægir dró síðan Fagra- nesið á flot um klukkan tvö í gær. Skemmdir eru á botni skipsins og lak inn með botnstykki. Lekinn var þéttur og sigldi Fagranesið fyrir eig- in vélarafli til ísafjarðar. Sjópróf vegna strandsins verður á ísafirði á morgun en ekki mun að fullu ljóst hvað oUi óhappinu. __________________________^GK Þróunarsjóður: Tekur ákvörðun um tilboð í Tangaídag Stjórn Þróunarsjóðs sjávarútvegs- ins hittist í dag til að taka afstöðu til tilboða í 33 prósenta hlut Þróun- arsjóðsins í Tanga hf. á Vopnafirði en tilboð hafa borist frá Vopnafjarð- arhreppi og íslenskum sjávarafurð- um, ÍS. Hreppurinn á forkaupsrétt í hlutinn. Friðrik Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tanga, vUl ekki gefa upp hversu há tilboðin eru enda séu þau trúnaðarmál en hlutur Þróunarsjóðsins er að nafhvirði 115 milljónir króna. „Ef stjórnin samþykkir kaupin þá gengur þetta mjög hratt fyrir sig," segir Björgólfur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa, ÚA, og telur ÚA gera góð kaup ef tilboðinu verður tekið. „Við höfum verið að horfa á að komast meira inn í uppsjávarfiskana, síld og loðnu, og það getur líka komið til ágætissamvinna milli félaganna í kringum það sem þeir hafa yfir að ráða í veiðiheimildum," segir hann. „Við erum bara mjög ánægðir með að ÚA líti á þetta sem áhuga- verðan fjárfestingarkost. Það er mjög jákvætt fyrir Tanga. Það hafa átt sér stað viðskipti með bréf í Tanga en þetta gerir það að verkum að þau lifha enn frekar," segir Frið- rik. -GHS ÞakkirtilKA Þórsarar á Ak- ureyri voru borubrattir eft- ir sigurleikinn gegn KA á dög- unum í 2. deild- inni. Svo viidi til að leikurinn var háður á af- mælisdegi Þórs, sem er 6. júní, og i leikslok vildu sumir meina að sigur- inn hefði veriö afmælisgjöf KA til Þórs. t hópi glað- beittra stuðningsmanna Þórs var múrarameistari nokkur sem kotroskinn mjög hóf upp raust sína og sagði í leikslok: Nú sveiflum við fánum, nú syngjum við lag. Svona ætti að vera hvern einasta dag. Samt held ég við sjáum þá fáa. Stigin með þrautseigju fengum við þrjú, Þórsarabuliur, og sendum þvi nú þakklæti og kveðjur til KA. Kaup-Þing í Víkurblaðinu á Húsavik var ritstjórinn að velta fyrir sér yfirtöku og leigu Kaupfé- lags Þingeyinga á helsta sam- keppnisaðila sínum i mat- vöruverslun- unni, verslun- inni Þingey. Húsvíkingar hafa verið að velta fyrir sér hvað nýja verslunin eigi að heita og Baldur nokkur Ein- arsson þóttist finna lausnma með eftirfarandi vísu: Þrýsting ei þurfir að beita, þú ert svo andskoti slyngur. Kaup-Þing skal króginn heita, ég krefst þess sem Þingeyingur. Lítið í blindum Bridgeþáttur Björgvins er fastur þáttur í Víkurblaðinu og á dögunum rakti Bjórgvin einhverja viður- eign sem hann hafði átt þátt í sl. vor. Grípum þar niður: „Út- spilið var spaði, ég setti lítið í blindum ef ske kynni að útspil- ið væri frá drottningu en austur drap, tók spaðaás og tígulás og spil- aði meiri tígli sem ég drap. Nú spii- aði ég ónákvæmt þegar ég spilaði hjarta á kóng og til baka á ás, en í þeirri stöðu fær vestur alltaf hjartaslag. Rétt spilaleið, sérstak- lega eftir doblið, er að spila hjartaás fyrst og svo litlu hjarta að blindum ... Já, það er óneitanlega gaman að sjá hvernig bridgespilarar útskýra spilin sín en varla fyrir mann sem kann bara Olsen Olsen og að leggja kapal að botna nokkuð i þessu. Við erum bestir Ólafsfirðingar voru ekki lítið montnir með sig eftir að Leiftur hafði sigrað íslands- meistara ÍA á heimavelli á dögunum. Menn brugðu sér í hljóðver og sungu nýjan liðssöng þar sem segir m.a.: „Menn ættu að skilja að með átaki og vilja þá eru menn bestir, og við vitum það fiest- ir, við erum bestir ..." Gárungarn- ir halda hms jvegar áfram að skemmta sér yflr leikmannakaup- um Leifturs. Að þeirra sögn er ann- ar tveggja heimamanna sem komust í Leiftursliðið í fyrra nú kominn til KA á Akureyri. Astæðan? Jú, hon- um var farið að leiöast það að að- komumennirnir í liðinu skildu hann ekki. Unisjón: Gylli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.