Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 7 Fréttir Hreppstjórinn í Vestur- Landeyja- hreppi, Haraldur Júlíusson, hefur skrifað oddvitanum, Eggert Hauk- dal, bréf og farið fram á að kjörklef- ar fyrir forsetakosningamar verði ekki settir upp í matarbúri og á gangi við skrifstofu oddvitans eins og áður hefur tíðkast í kosningum. Hreppstjórinn bað oddvitann að gefa sér svar minnst viku fyrir kosningarnar. „Þetta er ósköp einfalt og hefur ekki verið til erfiðleika fyrir neinn. Þetta skoðar maður bara rétt fyrir kosningarnar og gengur frá þessu,“ sagði Eggert Haukdal Fyrir síðustu alþingiskosningar bað hreppstjórinn Heilbrigðiseftirlit Suðurlands að skoða aðstæður. Þær voru dæmdar óhæfar og var oddvit- inn látinn vita af úrskurðinum. Engu að síður lét hann kosningarn- ar fara fram í matarbúrinu og á ganginum. „Þessi blessaður maður kærði fé- lagsheimilið fyrir síðustu alþingis- kosningar fyrir heilbrigðiseftirlit- inu. Hann kærði líka fyrrverandi húsvörð í Njálsbúð fyrir fjármála- misferli. Þegar síðast átti að kjósa höfðu kjörstjórnarmenn það í flimt- ingum í framhaldi af vinnubrögðum þessa kærusjúka manns hvort það ætti nú ekki að láta heilbrigðis- skoða hreppstjórann áður en þeir settust til borðs með honum við kjörstjórnarborðið. Vandamálið er að ef menn em kærusjúkir er ekki hægt að leysa neitt mál fyrir þeim. Það er ekki hægt að losna við kæru- sjúkan mann sem er á hælunum á manni hvemig sem maður fer að,“ bætir hann við. Þegar hreppstjórinn var að greiða atkvæði í matarbúrinu í Njálsbúð í síðustu sveitarstjórnarkosningum kom oddvitinn, Eggert Haukdal, inn í kjörklefann til að ná í kaffipakka, að því er heimildarmenn DV greina frá. Oddvitinn ætlaði að fara að hella upp á. Er hreppstjórinn kom með kjörseðilinn inn í eldhúsið þar sem kjömefndin sat kvaðst hann hafa orðið fyrir svo mikilli truflun að verið gæti að seðillinn væri ógildur. Formaður kjörstjórnar sagði þá hreppstjórann vera með uppsteyt og vísaði honum af svæð- inu. Þess má geta að ekki var um listakosningu að ræða heldur þurftu kjósendur að skrifa fjölda nafna á seðilinn. Það eru fleiri en hreppstjórinn sem ekki vilja eiga á hættu að vera truflaðir í kosningabúrinu. Heima- menn vilja fá að kjósa í skólanum sem er áfastur Njálsbúð. Þeir telja einnig unnt að koma kjörklefum fyrir í salnum í félagsheimilinu. „Þetta er eitt og sama húsið, fé- lagsheimilið og skólinn. Þetta er ekkert vandamál. Þetta verður allt i góðu lagi,“ segir Eggert. Hann heimilaði ekki myndatöku af matarbúrinu i Njálsbúð. -IBS Nýtt skip Eimskips stærsta skip félagsins Á fóstudaginn var nýju skipi Eimskipafélagsins, og jafnframt því stærsta, gefið nafnið Brúarfoss við hátíðlega athöfn í Stettin skipa- smiðastöðinni í Póllandi. Brúarfoss er fjórða skip Eim- skipafélagsins sem ber þetta nafn. Samningar um smíði þess tókust í september og var hafist handa í október. Skipið var sjósett í apríl og afhent nú, aðeins níu mánuðum eft- ir að smíði þess hófst. Þetta er stærsta skip sem Eim- skipafélagið hefur eignast, 12.500 tonna gámaskip, og er það 150 metra langt, 22 metra breitt og ristir rúma átta metra. Vélin er 9.500 hestöfl. Þá er í skipinu aðstaða fyrir tólf far- þega. Hinn nýi Brúarfoss tekur við af skipi með sama nafni í meginlands- flutningum. Skipstjóri þess er Engil- bert Engilbertsson og yfirvélstjóri Jón Valdimarsson. -SF OSHIBA^ Hágæða sjónvarpstæki með tvisvar sinnum fleiri mögnurum en í Hl Fl hljómtækjum l ' 'Á «•»%-V-v ■ . - • . T . • • ‘ -.. *• ‘ Atikfr-Zt •* •’ •' v ‘V 'f€. ■#. ■?r.X i-« •.- • V'vv', ji1— , ' "'?• '* ■ '. ■'-•; Hingað til hefur verið litið á Hi Fi hljómtæki sem það besta sem hægt er að fá í hljómtækjum fyrir heimili. Venju- lega eru þau þannig úr garði gerð að 2 magnarar keyra hvorn hátalara eða hátalarasett. Toshiba Home Cinema sjónvarpstækin eru búin miklu hærri gæðastaðli. 5 magnarar keyra 6 hátalara. Sérstakir magnarar eru fyrir vinstri n n n » sig. «b og hægri hátalarana til að gefa fullkomna stereoskiptingu. Sérstakur magnari er fyrir hina nýju, stóru bakhátal- SH*® p Kfgújl, ara til að gefa einstakan umhverfishljómburð. Sérstakur magnari er fyrir nýju framhátalarana sem gefa undraverð- ® an kraft beintfrá sjónvarpsmyndinni. Og síðasten ekki sist sérstakur magnari fyrir SUB-Wooferinn til þessað ná fram enn dýpri og kraftmeiri bassahljóm. Allir magnararnir eru keyrðir upp með 55 vatta hljóðmögnun. Og það allra nýjasta í sjónvarpstækinu eru 5 nýhannaðar stafrænar rásir sem gefa skarpari og tærari mynd en sést hefur áður í heimabíói. Þetta tæki er algjör sprengja. Þú þarft ekki að leita lengra. TOSHIBA Fyrstir með PRO-LOGIC Veldu tæki frá brautryðjanda á sviði sjónvarps- og videotækja, þá ertu með TOPP TÆKI í höndunum um langa framtíð. 28" tækin kosta frá kr. 89.822 »tSr. Einar Farestveit & Cohf Borgaritinr28 P562 29Ö1 og 562 2900 Margverðlaunuð af þekktustu hljóm- tækjatímaritum heims. Hið nýja skip hlaut nafnið Brúarfoss. Kurr meðal starfsfólks KÁ. Fjórir verslunar- stjórar hætta „Þaö segir sína sögu að fjóri verslunarstjórar skuli vera að hætta í einu og sýnir þá óánægju sem ríkir með núverandi skipu- lag. Það er kurr í starfsfólki og samskipti þess við yfirmenn hafa ekki verið eins og vera ætti í fyr- irtæki eins og þessu,“ segir starfs- maður KÁ sem ekki vill láta nafn sins getið en tveir verslunarstjóra hjá fyrirtækinu eru hættir og aðr- ir tveir eru að hætta. Þessir menn hafa séö um að reka fjórar af verslunum fyrirtækisins á Suður- landi. „Ég kannast ekki við að fólk sé óánægt hér og þessar umræddu uppsagnir hafa allar verið í góðu samkomulagi við okkur. Við höf- um unnið að hreytingunum á fyr- irtækinu i góðu samstarfi við fólkið okkar og við höfum ekki fundið annað en að andinn sé góð- ur,“ segir Sigurður Teitsson, framkvæmdastjóri verslunar- sviðs KÁ. Sigurður segir að haldin hafi verið námskeiö fyrir starfsfólkið og starfsmannastefna fyrirtækis- ins hafi verið vel kynnt. Hann sjái því ekki annað en að yfir- hragð sé allt miklu léttara og skemmtilegra. -sv Ráðstefna fyrir ungt fólk: Sjálfsmorðstíðni ungra íslendinga há „Við höfum ákveðið að sitja ekki aðgerðalaus gegn þeirri staðreynd að sjálfsmorðstíðni íslenskra ung- menna er há,“ segir Ásgeir Páll Ágústsson, upplýsingafulltrúi sam- takanna „Styrkur unga fólksins“, en þau munu gangast fyrir ráðstefnu í Reykjavík 26.-29. júni. Þar mun fara fram ýmis kennsla og umræður, t:d. um höfnun, aðgerðaleysi og ótta. Sett verður upp samkomutjald við Suðurhlíðaskóla sem mun hýsa kvöldhugvekjur og tónleika. „Ráð- stefnuna sækir, auk íslenskra ung- menna, um 50 manna hópur frá Bandaríkjunum, allt fólk sem teng- ist kristilegu ungmennastarfi og hefur sérhæft sig í þjónustu við ungt fólk. Ráðstefnan er því vett- vangur fyrir fagfólk erlendis frá til að vinna að málum íslenskra ung- menna,“ segir Ásgeir. „Styrkur unga fólksins" eru eins árs gömul kristileg samtök og samansett af ýmsum deildum innan kirkjufélaga og félaga kristins ungs fólks. Vel hefur gengið að afla styrktaraðila vegna ráðstefnunnar. -saa ^ Vestur-Landeyingar vilja kjósa við sömu aðstæður og annað fólk: • Ottast að þurfa að kjósa ’ enn einu sinni í matarbúri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.