Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Qupperneq 9
MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 9 Utlönd Dimitra Liani-Papandreou kemur hér út úr kirkju í Aþenu þar sem lík eiginmanns hennar verður næstu þrjá daga en búist er við að þúsundir manna votti hinum látna virðingu sína. Með Dimitru á myndinni er frændi hennar. Simamynd Reuter Þjóðarsorg í Grikklandi: Papandreou er látinn Andreas Papandreou, fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, lést í gær af völdum hjartaáfalls, 77 ára að aldri. Papandreou, sem var leið- togi sósíalista, hafði átt við van- heilsu að stríða um langt skeið en hann gekkst fyrst undir hjartaað- gerö árið 1988. Papandreou fór á sjúkrahús í nóvember sl. en hafði dvalið á heimli sínu síðan í mars. „í dag syrgja Grikkir. Bæði þeir sem dýrkuðu hann og börðust gegn honum heiðra hann í dag,“ sagði í yfirlýsingu borgarstjórans í Aþenu, íhaldsmannsins Dimitri Avram- opoulos. „Skarðið sem Papandreou skildi eftir sig verður vandfyllt," sagði foringi íhaldsmanna, Milti- ades Evert, en félagar úr PASOK, sem forsætisráðherrann fyrrver- andi stofnaði, gátu ekki haldið aftur af tárunum meðan þeir ræddu við fréttamenn. Stórri ráðstefnu þeirra síðastnefndu, sem halda átti á fimmtudaginn, verður að öllum lík- indum frestað en búist er við að út- för Papandreou verði á miðvikudag- inn. Papandreou, sem lét af embætti forsætisráðherra í ársbyrjun vegna vanheilsu, átti litríkan feril að baki. Ungur fluttist hann til Bandaríkj- anna og fékk þar ríkisborgararétt en Papandreou sneri aftur til Grikk- lands 1959. Fimmtán árum síðar stofnaði hann stjómmálahreyfingu og komst síðar í stól forsætisráð- herra, fyrst 1981. Reuter TIL SOLU F.h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í nokkra jámklædda timb- urskúra sem verða til sýnis á birgðastöð Rafmagnsveitunnar að Þórðarhöfða í Ár- túnshöfða miðvikudaginn 26. júní n.k. og mun tilboðsblað liggja frammi á staðn- um og á skrifstofu ISR. Tilboðum skal skila til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, fyrir kl. 16 miðvikudaginn 26.júní 1996. INNKÁUPAS TÖFNÚN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 „Eg fæ allar rekstrar- og hrelnlætisvðrur hjá Rekstrarvörum" Jón Grétar hótelstjóri Hótel Eddu Skógum REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík Sími 587 5554, Fax 587 7116 SUZUKI • Afl og öryggi • SUZUKIBÍLAR HF Skeifunni 17, 108 Reykjavík. Sími 568 51 00. ?f m | _______ Ókrýndur konungur bæjarakstursins. Einstaklega rúmgóður. Með stærri og öflugri vél. En alltaf jafn sparneytinn. Skemmtilegur bíll fyrir þá sem eru ungir - að aldri eða í anda. GLSi 3-dyra, verð 940.000,- kr. GXi 5-dyra, verð 980.000,- kr. báðir með öryggisloftpúða. Mikið fyrir peningana ... og þú getur fengið hann strax í dag. ÍSWIFT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.