Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Síða 11
MANUDAGUR 24. JUNI 1996 Fréttir 11 DV Hafsteinn Númason sem missti allt í Súðavíkurhamförunum: Fæ ekki húsið bætt nema ég sé sáttur Hafsteinn Númason, sem missti allt sitt í snjóflóðunum í Súðavík í fyrra, hefur engar bætur fengið fyr- ir íbúðarhús sitt sem þurrkaðist af yfirborði jarðar í hamfórunum í janúar í fyrra. Ágreiningur er milli hans og ofanflóðanefndar um bó- taupphæðina sem byggð er á gögn- um Fasteignamats ríkisins. Þá hef- ur ofanflóðanefnd hafnað því að greiða Hafsteini og konu hans út þá bótaupphæð sem þeim hefur verið ákvörðuð en hugsanlega viðbót síð- ar, þegar ágreiningsmálin hafa ver- ið leyst. „Þeir vilja ekki borga mér neitt fyrr en ég er sáttur,“ segir Haf- steinn við DV. Hafsteinn telur að mat það sem liggur til grundvallar þeirri bóta- fjárhæð sem nefndin hefur ákveðið sé of lágt og í því m.a. ekki tekið til- lit til ýmissa endurbóta sem gerðar voru á húsinu áður en hamfarimar riðu yfir. Þá sé bótaupphæðin ekki í samræmi við bótaupphæðir fyrir sambærileg hús, heldur lægri. Hann segir að bæði hann og lögmaður sinn hafi ítrekað gengið eftir því að fá að sjá matsgögnin hjá Fasteigna- matinu en ekki fengið og ýmsu ver- ið borið við, svo sem því að sá sem sér um húsin í Súðavík sé i fríi. „Ég get ómögulega orðið sáttur fyrr en ég hef fengið öll gögn í hend- ur frá Fasteignamatinu sem bóta- upphæðin er sögð byggjast á og þau get ég ekki fengið einhverra hluta vegna, sem ég ekki skil,“ segir Haf- steinn við DV. Hafsteinn Númason hefur engar bætur fengið fyrir íbúöarhús sitt sem þurrkaöist af yfirboröi jaröar í hamförunum í janúar í fyrra. Að sögn Ágústs Bjömssonar, sveitarstjóra í Súðavík, er forsaga þessa ágreinings sú að þeir sem misstu fasteignir sínar í snjóflóðun- um í Súðavík 1995 fengu húsin bætt af Viðlagatryggingu samkvæmt þá- verandi brunabótamati húsanna, en það mat var í lægri kantinum. í des- ember 1995 var lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum breytt og sett í þau heimildará- kvæði um að endurmeta megi þess- ar fasteignir þannig að bætur eig- endanna yrðu sambærilegar bótum til þeirra sem misstu fasteignir í flóðunum á Flateyri síðla árs 1995. Vandinn í tilfelli Hafsteins og nokk- urra annarra Súðvíkinga sé sá að hús þeirra eru horfin og ekki hægt að endurmeta þau, heldur verði að byggja á gögnum sem til eru um þau hjá t.d. Fasteignamati ríkisins, en ekkert sé hins vegar um það í nýju lögunum hvemig eigi að vinna þetta endurmat. „Það er rétt hjá Hafsteini að hús hans og nokkurra annarra eru und- ir meðallagi matsverðs húsa í Súða- vík og það er verið að skoða hvers vegna þetta misræmi er,“ segir Ágúst Bjömsson við DV. „Ég hef beðið um það fyrir hönd þessara húseigenda að fá að vita hvað það er í lýsingum og gögnum Fasteigna- matsins sem gerir það að verkum að húsin eru fyrir neðan þetta meðal- tal. Ofanflóðanefnd er að skoða það og hefur heitið að taka fullt tillit til ábendinga eigendanna. Málið er því í fullri vinnslu og alls ekki búið að loka því. Það gengur hins vegar hægar að útkljá það heldur en 'maö- ur hefði kosið,“ segir Ágúst. Ágúst kveðst jafnframt hafa ítrek- að farið fram á við ofanflóðanefnd að Hafsteinn og hinir húseigendum- ir sem um ræöir fengju greiddan strax þann hluta bótanna sem er óumdeildur. „Ég er mjög ósáttur við að fá neitun við því. Ég tel það rangt að greiða ekki hinn óumdeilda hluta út strax,“ segir Ágúst Bjöms- son, sveitarstjóri í Súðavík. -SÁ KENWOOD kraftur, gœöi, ending Stef numót Njóttu þess að dvelja á Hótel Eddu I sumar og eigðu stefnu- mót við landið þitt í hlýlegu og heimilislegu umhverfi. Boðið er upp á fjölbreyttar veitingar frá morgni til kvölds þar sem veittur er sérstakur barnaafsláttur. Hægt er að velja milli gistingar í uppbúnum herbergjum eða svefnpokaplássi. [ næsta nágrenni hótelanna eru ótal möguleikar á skemmti- legri útivist þar sem öll fjölskyldan getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Fimmta nóttin er frí! < Ef dvalið er í uppbúnu herbergi í fjórar nætur l á Hótel Eddu í sumar er fimmta nóttin án ; endurgjalds sem jafngildir 20% afslætti af s hverri gistinótt. Tilboðið gildir út árið 1996. Ferðaskrifstofa Islands • Skógarhlíð 18 • 101 Reykjavík • Sími 562 3300 Heimasíða: http://www.arctic.is/itb/edda

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.