Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 24. JUNÍ1996 1 —BO—*^ I^MI ¦¦P LMAz T Frjálst, öháð dagbiað Utgáfufélag: FRJALS FJOLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Adstooarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiosla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Rýntískoðanakönnun Athyglisvert er að greina nánar skoðanakönnun Stöðvar 2 og DV sem birt var á föstudagskvöld og laug- ardag. Þetta er fyrsta skoðanakönnunin sem tekin er eft- ir að Guðrún Pétursdóttir dró sig í hlé í síðustu viku. Fylgi Guðrúnar Pétursdóttur var rúmlega 10 prósent í síðustu könnun Stöðvar 2 og DV 8. júní sl. Fylgi hennar dalaði nokkuð miðað við kannanir sem birtust eftir þá könnun. Guðrún Pétursdóttir mat stöðu sína þannig að engin von væri á sigri. Fyrirfram var ekki unnt að segja hvernig fylgi hennar dreifðist enda segir enginn kjósend- um fyrir verkum í þeim efnum. Niðurstaða könnunar- innar bendir hins vegar til þess að fylgi Guðrúnar Pét- ursdóttur dreifist nokkuð jafnt á milli Guðrúnar Agnars- dóttur og Péturs Hafstein. Guðrún Agnarsdóttir bætir mest við sig milli kann- ana. Fylgi hennar fyrr í mánuðinum mældist 12,3 pró- sent en er nú komið í tæplega 20 prósent. Hún bætir við sig yfir 7 prósentustigum og hlutfallsleg aukning á fylgi milli kannana er mjög mikil eða nær 60 prósent. Pétur Hafstein bætir einnig umtalsvert við sig frá síð- ustu könnun. Hann fer úr rúmlega 25 prósenta fylgi í tæplega 31 prósent í hinni nýju könnun. Fylgi Ástþórs Magnússonar er svipað og áður eða 3 prósent. Staða Ólafs Ragnars Grímssonar er sterk þótt hann tapi nokkru fylgi milli kannana. Könnunin var tekin þegar rúm vika var til kjördags. Fylgi Ólafs Ragnars mælist nú 46,8 prósent og hefur lækkað úr 49,4 prósent- um frá fyrri könnun. Ólafur Ragnar hefur því 16 pró- sentustiga forskot á Pétur Hafstein þegar mjög styttist til forsetakosninganna. Fylgi fer talsvert eftir kynferði. Þannig hafa karlarnir þrír meirihlutafylgi kynbræðra sinna en Guðrún Agn- arsdóttir, eina konan í hópi frambjóðenda, hefur yfir- gnæfandi fylgi kynsystra sinna. Þá sker Ólafur Ragnar sig nokkuð frá öðrum vegna mikils fylgis á landsbyggð- inni. Athygli vekur að óákveðnir kjósendur eru mun fleiri á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Það er fieira vert skoðunar í könnuninni en beinar fylgistölur. Tæpur fjórðungur kjósenda kveðst tilbúinn til þess að skipta um skoðun ef þeirra frambjóðandi er ekki annar tveggja í efstu sætum síðustu daga fyrir kosningar, miðað við kannanir. Athyglisvert er að stuðningsmenn Ólafs Ragnars, Péturs og Ástþórs nefna langflestir Guðrúnu Agnarsdóttur sem annan valkost. Þeir í hópi Guðrúnar, sem sögðust myndu kjósa annan ef kannanir sýndu að hún væri ekki í tveimur efstu sæt- um, skiptust jafnt á Ólaf Ragnar og Pétur. Ólafur Ragnar og Pétur koma út sem andstæðir pólar. Það sannast enn betur í könnun sem DV birti á laugar- dag. Þar sést að sjö af hverjum tíu stuðningsmönnum Péturs Hafstein vilja síst sjá Ólaf Ragnar sem forseta en tæplega sex af hverjum tíu fylgismanna Ólafs vilja Pét- ur síst á Bessastöðum. Fram kemur að fylgismenn þeirra eru jákvæðari í garð Guðrúnar Agnarsdóttur. Hún virðist ekki eiga eins harða andstæðinga og Ólafur Ragnar og Pétur. Meðal stuðningmanna hennar má þó sjá ugg um að kjósendur horfi til einvígis þeirra tveggja á lokasprettinum og tefli með atkvæði sitt, eins og það er orðað, nýti það fremur til að kjósa gegn ákveðnum frambjóðanda en kjósa þann sem til dæmis er í stöðu Guðrúnar. Kannanir sýna hana í þriðja sæti. Þó hún hafi bætt stöðu sína verulega er enn talsverður munur á henni og Pétri og sérstaklega Ólafi. Jónas Haraldsson „Leigan á einu kg er á bilinu 90-100 kr. þegar aöeins fást 120-140 kr. fyrir þaö á fiskmarkaöi," segir Kristján m.a. í greininni. Þrákjálkar veiöileyfagjalds Sjávarútvegurinn er nú að ná sér á strik að nýju eftir mikla lægð síðustu ára. Þorskaflinn fór eins og flestum er kunnugt niður um tæplega 60% á tíu árum en fer nú vax- andi aftur. Þennan gríðarlega samdrátt hefur atvinnugrein- in borið sjálf með hagræðingu, sam- runa fyrirtækja og bættri markaðs- sókn. Sjávarútveg- urinn hefur þrátt fyrir þetta staðið eft- ir sem áður undir ~~"""""" stærstum hluta af gjaldeyrisöflun þjóðarinnar og vel- ferð um leið, á meðan aðrar þjóðir styrkja sinn sjáv- arútveg í vaxandi mæli. Kjallarinn Kristján Pálsson alþingisma&ur alltaf jafn undarleg. Helstu rök þeirra fyrir veiðileyfagjaldi nú er að þegar þessu erfiða tímabili er að ljúka og uppsveifla í nánd með auknum þorskveiðum sé svo mikil hætta á þenslu i þjóðarbúinu. Að skattleggja sjávar- útveginn eftir þetta samdráttarskeið með veiðileyfagjaldi er að mínu viti ekki aðeins mjög ósanngjarnt, heldur mjög varhuga- vert í ljósi stöðu sjáv- arútvegsfyrirtækja yf- irleitt. Það er ljost öll- mmmmm^m um þeim sem það vilja vita, að sterk staða sjávarútvegsfyrirtækja á hluta- bréfamarkaði er ofur háu verði á Veiöileyfagjald mun auka þenslu í ljósi þess hve ís- lenskur sjávarút- vegur hefur skilað okkur langt á braut I velmegunar þrátt fyrir allt í hinum alþjóðlega sam- anburði, þá er þrákjálkaumræða þeirra veiðileyfagjaldsmanna „Helstu rök þeirra fyrir veiði- leyfagjaldí nú er aö þegar þessu erfíða tímabUi er að Ijúka og uppsveifía í nánd með auknum þorskveiðum sé svo mikil hætta á þenslu í þjóðarbúinu." eignarkvóta að þakka en ekki sterkri eiginfjárstöðu fyrirtækj- anna. Ofurverð eignarkvótans hef- ur legið í miklum samdrætti í afla- heimildum. Það er því full ástæða til að álykta sem svo að með vax- andi þorskaflaheimildum myndi verð á eignarkvóta lækka en hag- ur fyrirtækjanna batna og eigin- fjárstaðan um leið. Veiðileyfagjald mun raska þessari þróun og við- halda verðþenslu á kvótamörkuð- um um ófyrirsjáanlega framtíð. Veiöiieyfagjald mun hækka verö á leigukvóta Það hefur verið mörgum mikið áhyggjuefni hversu hátt verð er á leigukvóta á þorski. Leigan á einu kg er á bilinu 90-100 kr. þegar að- eins fást 120-140 kr. fyrir það á fiskmarkaði. Það er öllum ljóst að þetta verð er allt of hátt og þeir sem neyðast til að kaupa á því verði fá ekkert fyrir sinn snúð. Með auknum veiðiheimildum og framboði á þorski á leigumark- aðinn má búast yið lækkun á leigukvótanum. Þær útgerðir sem nú selja verulegan hluta síns kvóta munu vart fara út í meiri þorskveiðar enda þær margar hverjar að hasla sér völl í úthaf- inu. Veiðileyfagjald sem sérstak- ur skattur á útgerðina mun hins vegar halda uppi háu verði á leigukvóta og jafnvel hækka það. Hver græðir á því? Kristján Pálsson Skoðanir annarra Þjóðin í tvær fylkingar „Þegar Guðrún Pétursdóttir kynnti fréttamönnum ákvörðun sína í fyrradag lét hún svo um mælt að þjóðin hafi þegar skipað sér í tvær fylkingar. Þá sagði Guðrún að fjölmargir hefðu haft áhyggjur af því að atkvæði greitt henni myndi ekki hafa bein áhrif á hver verður mæsti forseti íslands. Guðrún Agnarsdóttir hefur verið í svipaðri stöðu, þótt fylgi hennar virðist nú á uppleið, og margoft mátt svara því hvort atkvæði henni greidd falli ekki dauð." Úr forystugrein Alþýðublaðsins 21. júní. Loddarar til forystu „En þá sem nú höfðu íslendingar kosið sér lodd- ara til forystu. Að hætti slíkra manna vildu þeir ólmir slá sig til riddara og töldu því þjóöinni trú um, að meðan sambandslögin væru í gildi gæti ísland ekki talist að fullu sjálfstætt, sem er svona ámóta gáfulegt og að fullyrða að Kanada sé ekki sjálfstætt ríki vegna veru sinnar í breska samveldinu. Það voru þessir menn sem æstu þjóðina til aö rjúfa gerð- an samning." Pjetur Hafstein Lárusson í Tímanum 21. júní. Getur ómögulega talist yaldalaus „Forseti íslands hefur bæði aðgang að heilum landsmanna á hefðbundnum ávarpsdögum og við tækifæri, sem hann skapar sér sjálfur. Sá sem á jafn- greiðan aðgang að fjölmiðlum og forseti íslands, get- ur þvi ómögulega talist valdalaus, heldur þvert á móti valdamikill. En eitt er að hafa vald og annað að nota það. Vissulega er undir hverjum foseta komið hvernig hann notar það vald sitt, en í nútímaþjóðfé- lagi er hann ekki valdalaus." Sigrún Davíðsdóttir í Morgunblaðinu 21. júni. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.