Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Page 15
MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 15 Uppgræðsla Umhverfis- sjóðs verslunarinnar Margt hefur gengið þjóðinni í mót í tímans rás. Hafís og hörmung- ar, næringarskort- ur og niðurgang- ur, ofgnótt og ást- leysi. Ekki hefur þá þjóðina skort skýringar á iliu árferði eða léleg- um afla, mishresti í æðarvarpi eða fúleggjum á borð- um. Var það löng- um viðkvæðið að allt það illa er henti hina ís- lensku þjóð væri aðeins tvennu um að kenna. Kaup- Kjallarinn Sigurjón Benediktsson tannlæknir á Húsavík „Það er þakkarvert að mikil- vægt afl í þjóðféiaginu sýni á þvi skilning að heil þjóð getur ekki lifað ogþrífist á því einu að vera eins og minnisvarðar eða landverðir..." mönnum og þeim dönsku. Það er íhugunarvert hversu illa þjóð, sem komin er af þjófum og þorpurum víkingaaldar, hefur sætt sig við breytta tíma í viðskipt- um manna. Meðan aðrar þjóðir nutu viðskipta og viðskiptafrelsis, byggðu borgir og héldu menn- ingu á lofti, þá vorum við sveltandi, veltandi í ljóslausum moldarkofum kveinandi og kvartandi undan kaupmönnum og hinum dönsku. Helst dunduðu íslendingar sér við að drepa þá huguðu kaupmenn sem þorðu að koma upp að ís- landsströndum til að brjóta nið- ur einokun kon- ungsverslunar- innar og freista þess að eiga við- skipti við lands- menn. Er verslun af hinu illa? Með því að fylgja sögunni sjáum við að kaupmenn og þeir er verslun stunda hafa þannig verið áhrifavaldar í ís- lensku þjóðlífi. Og svo er enn, því enn ríða kaupmenn á vaðið og sýna að framsýni og dugur er það sem gildir. Umhverfissjóður versl- unarinnar gefur afdönkuðum hug- myndum um umhverfi og vænleik náttúruna langt nef. í stað þess að styðja þrautskipulagðar aðgerðir til að hindra aðgang og umgengni manna um náttúruna, þá hafa samtök verslunar á íslandi valið að styðja þau öfl er líta á manninn sem hluta náttúrunnar. Það er þakkarvert að mikilvægt afl í þjóð- félaginu sýni á því skilning aö heil þjóð getur ekki lifað og þrifist á því einu að vera aðeins minnis- varðar eða landverðir í sérgæsku- legum þjóðgarði. Þjóðgarðinum ís- landi. Uppgræðsla Hólasands styrkt Umhverfissjóður verslunarinn- ar hefur ákveðið að styðja verk- efnið: Uppgræðslu Hólasands, upp- græðslu 130 ferkílómetra flæmis svarts sands og sárra vonbrigða, uppgræðslu manngerðar eyði- markar í byggð. Fyrir hönd HÚS- GULL- samtakanna vil ég færa Umhverfissjóðnum þakkir sem og öllum viöskiptavinum íslenskrar verslunar sem gera mögulegt að veita milljónatugum til umhverfis- mála. HÚSGULL, Húsvísk samtök um gróður, umhverfi, landgræðslu og landvernd er aðeins samnefnari fólks sem vill að þetta stærsta upp- græðsluverkefni á norðurslóð hætti einhvern tímann að vera verkefni. Uppgræðsla Hólasands er samstarfsverkefni einstaklinga, áhugahópa, sveitarfélaga og opin- berra stofnana og uppgræðslan gengur í einu orði sagt: vel. Hólasandsdagur verður haldinn í sumar eins og undanfarin þrjú sumur. Hann verður auglýstur síðar en allir eru velkomnir að kynna sér uppgræðsluna og leggja hönd á plóg. Að lokum hvet ég alla til að hug- leiða tilurð Umhverfissjóðs versl- unarinnar og tilganginn með stofnun hans. Margfeldisáhrif út- hlutana sjóðsins til umhverfis- mála eru ótrúleg og athygli verð. íslensk verslun hefur enn sýnt að sjálfstæði og viðskiptafrelsi er einn af hornsteinum samfélagsins. Sigurjón Benediktsson Víða er þörf á uppgræðslu og verndun gróðurs á íslandi. Margt getur skemmtilegt skeð Menn gera sér margt til skemmtunar þessa dagana. For- setaframbjóðendur heimsækja fólk á vinnustöðum og tala um hrogn og lifur. Þingmenn eru komnir heim til sín og hættir að masa þótt telja megi ákaflega ólík- legt að rödd Hjörleifs Guttorms- sonar sé þögnuð eins og söngrödd andvarans eins og segir í kvæð- inu. Og ég fékk bréf frá lögmanns- stofu nokkurri hér í bæ þar sem hótað er að fara með tannpínu sonar mins fyrir Hæstarétt ef ég hegði mér ekki skikkanlega. En það mun vera upphaf þessa máls að þann 23. janúar 1995 hefur skólatannlæknir mjög líklega kall- að son minn á sinn fund til að skoða í honum tennurnar. Að skoðun lokinni hefur hann trúlega gert við einhverja þeirra og eins og allir vita kostar það peninga þótt ríkið, það er að segja við, greiði meirihlut- ann en við hinir minnihlutann. Þetta er splunku- ný aðferð við að jafna lífskjörin i landinu og mun næsta skrefið vera það að láta fólk borga eins og helminginn af magapínunni sinni í staðinn fyrir að láta ein- hverja aðra gera það. í minn hlut komu 1.117 krónur en ég veit ekki hvað kom í hlut allra hinna. Þeir hafa nefnilega ekki fengið bréf eins og ég. Ég man vel eftir því að mér var sendur gíróseðill fyrir áðurnefndri upphæð en hins vegar var ég fyrir löngu búinn að gleyma því að ég hafði gleymt að borga hann. Bréf- ið frá lögmannsstofunni minnti mig hins vegar ræki- lega á það. Heilög reiði Mér finnst alltaf voðalega leiðinlegt að fá svona bréf frá lög- mannsstofum en ég varð samt ekkert reið- ur lögmannsstofunni. Hún gat ekkert að þessu gert. En ég varð alveg óskaplega fúll út í heilsugæsluna í Reykjavík sem fól lög- mannsstofunni að inn- heimta þúsundkallinn og fara með hann upp í Hæstarétt ef á þyrfti að halda. En í tilfellum sem þessum er lífsins ómögulegt að láta reiði sína bitna á einhverjum. Átti ég kannski að fara niður á Eiriksgötu og sparka í Heilsuvemdarstöðina? Af gam- alli reynslu vissi ég að það var þýðingarlaust. En það er annað sem ég hef aldrei getað skilið í sambandi við slik mál og það er hvemig mönn- um dettur i hug að fólk, sem getur ekki borgað þúsundkall fyrir eina tannpínu, geti borgað fjögur hund- rað og eitthvað þús- und fyrir Hæstarétt- ardóm, jafnvel þótt hann sé auðvitað í sjálfu sér miklu merkilegri en tann- pínan. Og þar að auki talsvert sárs- aukafyllri. Sökudólgurinn í málinu Þótt ég sé að sjálf- sögðu sökudólgur- inn í málinu og geti engum um kennt nema sjálfum mér finnst mér það skjóta dálítið skökku við og vera raunar grátbroslegt þegar verið er að fella niður skuld- ir hjá hinum og þessum af því að þær era svo miklar að heilsugæsl- an í Reykjavík skuli vera að eltast við þúsundkallana okkar með mjög hertum innheimtuaðgerðum og málssókn án frekari fyrirvara. Hefur hún virkilega ekkert þarfara að gera? Benedikt Axelsson „Þetta er splunkuný aðferð við að jafna lífskjörin í landinu og mun næsta skrefíð vera það að láta fólk borga eins og helming- inn af magapínunni sinni í stað- inn fyrir að láta einhverja aðra geraþað.u Kjallarinn Benedikt Axelsson kennari Með og á móti Eru orðuveitingar úreltar? Grafið undan raunverulegri viðurkenningu „Það er sjálf- sagt að veita viðurkenningu fyrir afreks- verk, til dæmis vegna björgun- arstarfa eða óeigingjarnra starfa i al- mannaþágu. Þá getur verið við hæfi að veita útlendingum, sem unnið hafa landi okkar og þjóð mikið gagn, orðu. En hitt að hengja orður á einstaklinga, sem hafa unnið það helst til afreka að mæta í vinnu sína, er náttúrlega út í hött. Auð- vitaö er orðunefnd vandi á hönd- um. Hún vill eflaust að í kónga- veislunum séu okkar menn eins skreyttir og fulltrúar annarra þjóða. En meö fullri virðingu fyr- ir þeim, sem verið er að næla þessi merki í barminn á, finnst mér í raun að verið sé að grafa undan hinni raunverulegu viður- kenningu þegar orður eru jafn- framt afgreiddar samkvæmt ein- hvers konar kvótakerfi eins og greinilega gerist. Annars orkar allt tvímælis. Þannig má til dæmis vera að vel fari á því að Björn Bjarnason menntamálaráðherra skuli hafa fengið riddarakross í þessari síð- ustu lotu enda hvatamaður þess að komið verði upp her í landinu, væntanlega með riddaraliði. Auð- vitað þyrftum við að hafa stór- riddurum á að skipa ef til slíks kæmi. Þannig er eflaust stundum hugsað af meiri fyrirhyggju en við venjulegt fólk komum auga á við fyrstu sýn.“ Ógmundur Jónasson þíngmaöur. Sigmundur Guðbjarnason prófossor, sem á sæti í oröunefnd.. Gagnrýni stafar mest af misskilningi „Með því að veita fálkaorð- una er forseti íslands, fyrir hönd þjóðar- innar, að þakka ákveðn- um einstak- lingi fyrir mik- ilvægt framlag hans, til dæm- is til líknar- og mannúðar- mála, til menningarmála, til at- vinnumála, til lista og vísinda og svo framvegis. Þessir einstakling- ar hafa yfirleitt sinnt til dæmis mannúðarmálum af hugsjón og veitt ríkulega af tíma sínum og sjálfum sér án þess að hljóta laun fyrir. Aðrir hafa auðgað lífið í landinu með list sinni, hvort heldur ritsnilld, tónlist, myndlist, húsagerðarlist og reynar mætti fleira upp telja. Enn aðrir hafa verið brautryðjendur í umhverfis- málum eða atvinnumálum, hvort heldur til sjávar eða sveita eða þá við nýsköpun í atvinnuháttum. Þá eigum við einnig dugmikla embættismenn sem hafa verið frumkvöðlar á eigin vettvangi. Stór hluti orðuþega er eldri borg- arar sem hljóta verðskuldaðar þakkir þjóðarinnar þegar líður að ævikvöldi. Tillögur berast frá sveitungum eða samstarfsmönn- um eða öðrum þeim sem þekkja til verka viðkomandi einstak- linga. Gagnrýni á orðuveitingar undangenginna ára stafar mest af misskilningi. Orðurnar hljóta ein- staklingar úr öllum stéttum fyrir margs konar og mikilvægt fram- lag til aö auðga og bæta mannlíf- ið á íslandi."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.