Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Side 16
16 MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ1996 Fréttir DV Ástþór Magnússon forsetaframbjóöandi á beinni línu: Allt bendir til að hér séu geymd kjarnorkuvopn „Mér finnst aö endurskoöa ætti allt stjórnkerfiö, bæöi forsetann og hvernig framkvæmdavaldiö og þingheimur vinn- ur saman. Þaö vantar aö forsetinn sé sá öryggisventill sem honum var ætlaö. Heföin f huga fólks er oröin þannig aö forsetinn er bara einhver strengjabrúöa sem dinglar eftir því sem forsætisráöherra og hans fylgisveinum dettur ( hug,“ sagöi Ástþór Magnússon m.a. á beinni línu DV. DV-myndir JAK „Ég hef fyrir mér heimildir úr breskum fjölmiölum, til dæmis, að það sigli kjamorkukafbátar í fiski- miðunum hér við land. Fjöldi fólks hefur sagt mér að á Keflavíkurflug- völl komi flugvélar þar sem öryggis- gæsla sé langt um fram það sem er venjulega. Hvort kjamorkuvopn eru alltaf á Keflavíkurflugvelli eða koma þar ööm hvoru veit ég ekki, en þau eru örugglega á ferðinni á vellinum. Alltaf þegar rætt er um kjamorkumál er reynt að fela og hylma yfir. Það er aflt sem bendir til þess að hér séu geymd kjam- orkuvopn. Þó að einhverjir ráðherr- ar séu að spóka sig úti á Keflavíkur- flugveUi þá efa ég að þeir viti hvern- ig kjarnorkusprengjur lita út,“ sagði Ástþór Magnússon forseta- frambjóðandi m.a. á beinni línu DV. Ástþór var á beinni linu sl. mið- vikudagskvöld. Töluvert var um hringingar og bámst Ástþóri fjöl- margar fyrirspurnir lesenda um framboð sitt og baráttumál fyrir kosningarnar 29. júní. „Ég bauð mig fram vegna þess aö ég fékk ekki svör við spurningum mínum. Ein aðalástæðan fyrir því að ég bauð mig fram var að Davíð Oddsson forsætisráðherra svaraði ekki bréfi mínu. Ég fékk t.d. ekki áheym hjá Davíð fyrr en þaö var beðið um það frá forseta í Afríku. Aðrir frambjóðendur tóku friðar- málin ekki heldur upp og þá ákvað ég að bjóða mig fram sjálfur,“ sagði Ástþór m.a. þegar hann var spurður af hverju hann hefði farið í fram- boð. Þeir sem unnu að beinni línu DV með Ástþóri vom blaðamennimir Bjöm Jóhann Bjömsson, Stefán Ás- grímsson, Gísli Kristjánsson, Ingi- björg Bára Sveinsdóttir og Róbert Róbertsson. Jóhann A. Kristjánsson tók allar myndir. -bjb Magnús Magnússon, Reykjavík: Hver er afstaða þín til þess hvort tvöföld umferð eigi að vera fyrir forsetakosningar? „Eins og embættið er í dag, og eins og Pétur og hans menn halda fram, að forsetaembættið sé valda- laust, þá finnst mér þetta ekki skipta máli fyrir þjóðina. Kostnaður yrði bara óþarflega mikill. Ef emb- ættið ætti að endurskoðast, eins og mér finnst að eigi að gera, og vera sterkara og mikilvægara, þá finnst mér sjálfsagt að taka upp tvöfalda umferð. í raun finnst mér að endurskoða ætti allt stjómkerfið, bæði forset- ann og hvemig framkvæmdavaldið og þingheimur vinnur saman. Þaö vantar að forsetinn sé sá öryggis- ventill sem honum var ætlað. Hefð- in í huga fólks er orðin þannig að forsetinn er bara einhver strengja- brúða sem dinglar eftir því sem for- sætisráðherra og hans fylgisveinum dettur í hug. Þannig hefur þetta þró- ast að mínu viti og ég tel það mjög slæmt. Það ýtir undir að valdið sé ekki nógu dreift í þjóðfélaginu." Árni Björnsson, Reykjavík: Þú sagðir í DV einu sinni að þú værir klukkan sem vekti þjóðina. Ef miðað er við kannanir er þá klukkan ekki biluð eða þjóðin ekki að hlusta? „Ég held að þjóðin sé að hlusta meira og meira. Sumir sofa svo vært að það tekur nokkurn tíma að vekja þá. Aðrir eru alltaf að ýta á takkann og vilja sofa aðeins lengur. Það er bara tímaspursmál hvenær ég verð búinn að vekja upp alla þjóðina." Guörún Árnadóttir, Reykja- vík: Ertu enn þeirrar skoðunar að einhver öfl í þjóðfélaginu vinni gegn þér bak við tjöldin? „Það gerðist hjá mér á kynningu í Keflavík á dögunum að einn mað- ur sagðist hafa verið á fundi í Reykjavík með sjálfstæðismönnum. Fundarefnið hefði verið hvemig hægt væri að hægja á honum Ást- þóri. Þar kom fram ýmislegt varð- andi þetta Eureka-auglýsingafyrir- tæki. Menn hefðu orðiö varir við að framboð mitt væri í ónáö hjá Davíð Oddssyni. Þessi maður sagði að honum hefði ofboðið svo umræðan að hann hefði gengið út af fundin- um og sagt sig úr Sjálfstæðisflokkn- um.“ Jón Jóhannsson, Reykjavík: Mér finnst þú langpólitískast- ur af frambjóðendunum í þínum friðarboðskap. Væri ekki nær fyrir þig að fara í framboð til þingkosninga? „Ég er ekki flokkspólitískur og veit ekki i hvaða flokki ég ætti að vera. Það er ekki rétt að ég sé póli- tískur. Það er líka pólitík hvemig keypt er í matinn. Hins vegar veit ég ekki hvort mig langar inn á þing. Ég las það í Mogganum að það séu bara þrír menn á íslandi sem ráði öllu. Ég veit ekki hvort ég hef þá áhuga á að dingla þarna sem einn af hinum 60.“ Kristinn Guömundsson, Kópavogi: Ef þú værir ekki í framboði, hvem myndir þú þá styðja? „Það eru bara tveir valkostir í þessum forsetakosningum. Það er ég, sem þori að tala, og svo hinir sem eru með plástur fyrir talandan- um á sér og þora ekki að segja neitt nema það sem passar stjómvöldum að heyra. Þeir em allir orðnir mál- pípur kerfisins, munu allir sitja og standa eins og þeim er sagt. Aftur á móti þori ég að tala og læt engan líma plástur fyrir kjaftinn á mér. Þess vegna er ég eini raunhæfi kost- urinn fyrir fólk, ef það vill einhverj- ar breytingar. Ef fólk vill engar breytingar þá er ég ekki rétti val- kosturinn. Þess vegna gæti ég ekki hugsað mér að kjósa annað, ef ég væri ekki í framboði. Þetta er allt það sama. í því tilfelli mætti eins vel eiga vaxmynd og góðar upptök- ur af Vigdísi og notast við það á meðan hún er á eftirlaunum." Páll Pálsson, Hafnarfiröi: í hvaða landi eða löndum hefur þú og Friður 2000 talið fram þær miklu tekjur sem þið hafið afiað ykkur á tiltölulega stuttum tíma og hvar hafið þið greitt tekju- skatt? ' _ „Friður 2000 hefur ekkert aflað gífurlegra tekna, það er ekkert byrj- uð fjáröflun hjá okkur að neinu marki. Þannig að það sem hefur verið aflað t.d. hjá Friði 2000 í sam- bandi við flugið til Sarajevo, það vom framlög frá einstaklingum og einhverjum fyrirtækjum hér innan- lands núna fyrir jólin og það kemur fram í ársreikningum sem verða birtir hér, sem og annars staðar. Hvað mig varðar þá hef ég starfað á alþjóðlegum vettvangi og mitt fyr- irtæki hefur verið á eyjunum Jers- ey og British Virgin Islands, sem em skattfrelsiseyjar. En ég hef sjálf- ur greitt mína skatta og gjöld, bæði í Bretlandi og á íslandi.“ Eyþór Ómarsson, Hellu: Þú hefur talað um að gera ís- land að forystulandi í friðarmál- um fyrir árið 2000. Friður er auð- vitað góður og flott að tryggja börnunum frið og öryggi fyrir kjarnorku, en er ekki hætta á að innanríkisstefnan gleymist? Hef- ur það ekki lítið komið fram hvað þú hyggist gera i hefð- bundnum kosningaloforðum? „Nei, það hefur komið fram að ég er ekkert að gleyma innanríkismál- unum. Ég hef t.d. talað um það að það sé mikið atriði að forsetinn sé á launum sem samsvara meðallaun- um fjölskyldna í landinu, vegna þess að það myndi virka eins og eins konar vísitala á það sem síðar myndi tíðkast í öllu kerfinu og ef forsetinn gengur fram fyrir skjöldu og sættir sig við að búa við það sama og lifa við sömu kjör og fólkið í landinu þá er miklu líklegra að aðrir embættismenn muni þróast í sömu átt. Þegar þeir byrja aö þróast í sömu átt þá mun hagur almenn- ings í landinu þróast upp á við ef kjörin eru bág.“ Eyþór Ómarsson, Hellu: Ef þú ætlar að gera ísland að for- ystulandi í friðarmálum þá þýðir það gríðarlega kynningu á landinu? „Ég tel hægt að útvega fjármagn í slíkt víða að úr heiminum. Það er orðið þannig að 94% af viðskiptum í heiminum byggjast á friði. Það eru 37 þúsund alþjóðleg fyrirtæki í heiminum sem raunverulega geta ekki starfað að neinu marki nema það sé heimsfriður. Brytist út heimsstyrjöld þá myndi riðlast mik- ið af þessari starfsemi. Það eru ekki nema um 6% af viðskiptum í heim- inum sem tengjast hemaði. Félög eins og t.d. Boeing- verksmiðjumar, sem framleiða flugvélar sem að stærstum hluta eru farþegavélar, ekki herflugvélar þó að svo hafi ein- hvem tima verið, er lýsandi dæmi um mikla hagsmuni af því að styðja friðarmál. Ég ætti kannski að nefna það hér að Boeing-verksmiðjurnar studdu flugið okkar til Sarajevo með miflj- ón króna framlagi, þannig að þær era dæmi um eitt af þeim fyrirtækj- um sem styðja myndu íslenska frið- arbaráttu undir forystu forsetans." Sigríöur Geirsdóttir, Reykjavík: Þú sagðir í upphafi baráttunn- ar að þú værir ekkert endilega að sækjast eftir embætti forseta en vildir nota þetta tækifæri til að koma þínum skoðunum á fram- færi. Ertu þá ekki að misnota að- stöðu þína og forsetaembættið? „Nei, ég er að segja að forseta- embættið geti verið leiðandi afl til að vísa okkur veginn fram á við, þannig að við förum ekki fram af bjarginu þar sem við stöndum í dag. Við sofum einhverjum værðar- blundi meðan allt er að fara á helj- arþröm í kringum okkur. Þegar ég fékk í fyrstu ekki hljóm- grunn hjá hinum frambjóðendunum um að þeir vfldu tala fyrir friðar- málunum þá var ekki um annað að ræða en að bjóða mig fram sjálfur til að vinna enn frekar að þessum málum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.