Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Síða 17
MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 17 I>V Hugrún Sigurðardóttir, Reykjaiundi: Þú talar mikiö um vanda fólks í útlöndum en hvað ætlar þú að gera fyrir fólk sem býr við krepp- una hér á landi? „Ég er eini frambjóðandinn sem hefur gengið fram fyrir skjöldu og sagt að forsetinn eigi að vera á laun- um sem samsvara launum meðal- fjölskyldu í landinu. Ég geri þetta vegna þess að ég tel að forsetinn sé eins og vísitala og ef hann gerir þetta fyrstur þá yrði það þrýstingur á aðra embættismenn að fylgja fordæminu. Það yrði síðan þrýstingur á að launin í landinu hækkuðu. Ég hef líka talað um að friðarbar- áttan, og sú starfsemi sem er í kringum hana, myndi skapa tekjur fyrir íslenskt þjóðfélag sem kemur svo þér og öðrum til góða.“ Garðar Svansson, Reykjavík: Nýtist reynslan sem þú færð nú í forsetaframboðinu við friðar- baráttuna í öðrum löndum? Og var það þá meginástæða þess að þú fórst í framboð? „Það gefur ákveðinn bakgrunn en það er ekki meginástæða þess að ég fór í forsetaframboð. Ég bauð mig fram vegna þess að ég fékk ekki svör við spumingum mínum. Ein aðalástæðan fyrir að ég bauð mig fram var að Davíð Oddsson forsæt- isráðherra svaraði ekki bréfi mínu. Ég fékk t.d. ekki áheym hjá Davíð fyrr en það var beðið um það frá for- seta í Afríku. Aðrir frambjóðendur tóku friðar- málin ekki heldur upp og þá ákvað ég að bjóða mig fram sjálfur." Ólafur Gunnarsson, Kvíabryggju: Ætlar þú að láta málefni fanga og mannréttindamál þeirra þig varða ef þú verður kjörinn for- seti? Og hvað um náðanir fanga? „Starf fangelsanna á að vera til að færa fólk til betri vegar. Fólk lendir oft í glæpaverkum vegna sérstakra aðstæðna án þess að það sé illa inn- rætt í sjálfu sér. Eins getur vérið að sjúkdómar leiði fólk á glapstigu. Þjóðfélagsins er að sjá til þess að þetta fólk geti aftur orðið virkir og heiðarlegir þegnar. En ég held á hinn bóginn að það sé mjög erfitt fyrir forseta að taka fram fyrir hendurnar á réttarkerf- inu í landinu og t.d. náða fanga án þess að þar liggi ríkar ástæður að baki. Forsetinn getur beitt sér fyrir því að mannréttindi séú virt í fang- elsunum og að þar eigi sér stað upp- byggingarstarf." Þórarinn Hávarðsson, Eskifirði: Þeir sem eru hrifnir af verkum þínum velta því fyrir sér hvort þú hefðir jafn mikinn tíma og þú hefur í dag til að sinna friðarbar- áttunni ef þú yrðir forseti? „Það myndi spárast mikill tími vegna þess að forseti hefur miklu greiðari aðgang að ýmsum aðilum eins og þjóðhöfðingjum og ýmsum öðrum sem geta haft áhrif. Þess vegna er mjög mikilvægt að forset- inn muni næstu fjögur ár vinna að þessum málum af heilhug. Við höf- um viss tækifæri til að koma á þess- um leiðtogafundi árið 2000 en það myndi velta mikið á því að forset- inn sé virkilega í fararbroddi í þeirri fylkingu sem vill koma þess- um fundi á og gera hann að ein- hverju sem verður upphafið að breytingum. Þórarinn Hávarösson, Eski- firöi: Heldur þú fast við þá áætlun að efna til þessa fundar? „Ekki á eigin vegum. Þetta þarf að vera eitthvað sem þjóðin gerir til að þetta geti virkað. Til þess að ná hingað þeim sem skipta máli og gera þetta að einhverju sem virkar þarf þetta að vera þjóðarátak." Friörik Eydai, Reykjavík: Hvað ætlarðu að gera ef þú Ástþór Magnússon var fyrstur forsetaframbjóöenda til að vera á beinni línu DV til lesenda sl. miðvikudagskvöld. Hér er hann ásamt blaðamönnum DV. nærð ekki kosningu? „Þá fer ég í frí til Spánar í ein- hvern tíma að slappa af og skríð svo undan feldinum aftur á réttu augna- bliki. Friður 2000 starfar áfram.“ Aron Trausti, Reykjavík: Menn eru að velta því fyrir sér hvort þú sért á réttum stað með þína baráttu. Hvort þú ættir ekki að vera erlendis þar sem milljón- irnar eru og þú nærð til fleiri? Nærðu nokkru með því að halda ræður yfir 250 þúsund hræðum? „Við erum að tala um það aö ís- lenska þjóðin komi fram á sjónar- sviðið sem einn maður með þennan boðskap vegna okkar sögu. Við höf- um aldrei haft her og búið í friði í mörg hundruð ár. Það er það sem við erum að tala um. Þannig náist athyglin. Þess vegna er forsetaemb- ættið svona mikilvægt í þessum málum. Þjóðin fylkii sér á bak við hann. Ef hún gerir það ekki er þetta miklu erfiðara og flóknara mál að vinna.“ Drífa Björk Þórarinsdóttir, Hafnarfiröi: Hvaðan færðu alla peningana fyrir þetta forsetakjör? „Ég seldi einbýlishús í Bretlandi og svo þessa flugvél sem ég var á í fyrra og hef fjármagnað starfsemi mína og Friðar 2000 með þessu fé. Það er uppistaðan af því.“ Drífa Björk Þórarinsdóttir, Hafnarfiröi: Hvert verður þitt fyrsta verk sem forseti? „Það verður að krefja Davíð um svarið við bréfinu um kjarnorku- málin og halda svo teboð fyrir þjóð- ina á Bessastöðum." Kona úr Reykjavík sem ekki vildi láta nafns síns getiö: Mundir þú halda áfram að ferðast út um allan heim og hjálpa til eins og þú gerðir í fyrr- um Júgóslavíu og Hvíta-Rúss- landi eða myndir þú einblína á ísland einungis ef þú verður for- seti? „Ég myndi halda áfram svona starfi á alþjóðlegum grundvelli eins og ég er búinn að tala um. Ég reyndi mikið að fá Vigdísi forseta með mér til Sarajevo. Ástæðan fyrir því að ég vildi fá hana með var sú að ég vildi færa þau skilaboð að það verði ekki unninn friður í Bosníu með vopna- valdi heldur þurfi að vinna það á miklu mannlegri hátt og með kær- leika og rökhyggju. Þarna voru 50 blaðamenn og sjónvarpsmenn og fréttamenn þegar við mættum á flugvellinum. Ef forseti íslands hefði komið þarna í flugvél jóla- sveinsins með alla þessa pakka og þennan boðskap þá hefði það orðið aðalfréttin í heimsfréttunum þenn- an daginn. Ég vil líka að sjálfsögðu beita mér fyrir hlutum hér innan- lands. Ég hef einmitt talað um að þetta friðarstarf muni færa hingað til lands ýmsa starfsemi og ýmsar tekjur sem koma náttúrlega þjóð- inni allri til góða. Ég vil líka reyna að beita mér fyrir því að það verði réttlátari skipting þjóðarteknanna hér innanlands. Þar vil ég gera það í fyrsta lagi með því að forsetinn verði- á sem samsvarar meðalíaun- um fjölskyldu í landinu og verði þess vegna eins konar vísitala á það að bæta kjörin í landinu.“ Soffía Þórarinsdóttir, Reykjavík: Mig langar að vita hvort þú mundir halda áfram friðarstarfl þínu eftir kosningar ef þú næðir ekki kjöri? „Ég mun halda áfram að vinna að friðarmálum hvort sem ég verð for- seti eða ekki. En auðvitað yrði það miklu erfiðara fyrir mig að vinna að réttindamálum launþega á ís- landi ef ég væri ekki forseti því ég gæti ekki farið á nein meðallaun þjóðarinnar. Ég yrði að reyna að vinna fyrir mér öðruvísi. Ef ég yrði forseti gæti ég slegið þama tvær flugur í einu höggi.“ Kristján Magnússon, Kópa- vogi: Ég vil spyrja hvort peningun- um, sem farið hafa í kosninga- baráttu þína, væri ekki betur varið ef þeir færu beint í friðar- starf? „Nei, það tel ég tvímælalaust ekki. Við íslendingar eigum einfald- lega ekki nógu mikla peninga til að hjálpa öllum þeim 600 milljónum manna sem svelta í heiminum i dag. Við myndum aldrei geta fært öllum þessum griöarlega fjölda jólagjafir eða lambakjöt á jólunum. Það sem við getum hins vegar reynt að gera er að vera litla þúfan sem veltir hlassinu og hafa áhrif á það hvern- ig þessum hergagnapeningum er varið. Ef ég man rétt þá er varið sem svarar um 144 milljónum króna í hergagnaframleiöslu á dag en fjár- lög íslands eru 125 milljónir á ári. Það er því okkar áhrifamáttur á al- þjóðavettvangi sem skiptir máli en þessi áhrifamáttur er enginn nema þjóðin komi út samtaka. Maður eins og ég hefur engin áhrif einn og sér, alla vega ekki miðað við heila þjóð.“ Andrés Sigurösson, Reykja- vík: Hvert er þitt álit á veitingu fálkaorðunnar? „Mér finnst viðurkenning eins og orða og stórriddarakross of tengd hernaði. Þessi viðurkenning forseta íslands þyrfti að fá eitthvað annað form. Þá finnst mér að það verði að skoða á hvaða grundvelli þessi við- urkenning er veitt. Mér finnst að viðurkenning þessi eigi að vera veitt fyrir einhverja sérstaka hetju- dáð eða hugrekki. Ég held að engir björgunarsveitarmenn, sem störf- uðu í hamforunum í Súðavík og á Flateyri, hafi fengið þessa viður- kenningu. En svo fá aðrir fálkaorð- una eins og menntamálaráðherra sem talar m.a. fyrir því að íslend- ingar stofni her. Mér finnst ekki sæma að veita orðuna fyrir þau af- rek sem hann vann á síðasta ári. Mér skilst að hann hafi sagt að upp- áhaldsmyndin sín væri Die Hard, þegar hann opnaði við hátíðlega at- höfn sjónvarpsstöðina Sýn, sem sendir út lágkúrulegar og ofbeldis- hneigðar kvikmyndir, og síðan var hann viðstaddur, ásamt Davið Odds- syni, frumsýningu á nýjustu James Bond myndinni, eins og um stór- Fréttir merkan menningarviðburð væri að ræða. í staðinn hefði átt að veita orðuna björgunarsveitarmönnum sem hættu lífi sínu á Flateyri og í Súðavík. Nær væri fyrir Björn að koma á fræðslu í skólakerfinu um hin slæmu áhrif ofbeldis á fóm- arlömb og aðstandendur þeirra og vinna gegn ofbeldi í þjóðfélaginu." Árni Traustason, Hafnarfiröi: Ert þú þeirrar skoðunar að jafnvel án vitundar íslenskra stjórnvalda séu geymd kjarn- orkuvopn hér á landi? „Það er engin spuming að svo er. Ég hef fyrir mér heimildir t.d. úr breskum fjölmiðlum að það sigli kjarnorkuvopnaðir kafbátar í fiski- miðunum hér við land. Fjöldi fólks hefur sagt mér að á Keflavíkurflug- völl komi flugvélar þar sem öryggis- gæsla sé langt um fram það sem er venjulega. Hvort kjarnorkuvopn em alltaf á Keflavíkurflugvelli eða koma þar öðm hvom veit ég ekki en þau eru örugglega á ferðinni á vellinum. Alltaf þegar rætt er um kjarnorkumál er reynt að fela og hylma yfir. Það er allt sem bendir til þess að hér séu geymd kjarn- orkuvopn. Þó að einhverjir ráðherr- ar séu að spóka sig úti á Keflavíkur- flugvelli þá efa ég að þeir viti hvern- ig kjarnorkusprengjur líta út.“ Bjarney Ágústsdóttir, Kefla- vik: Þú boðar friðarboðskap. Mund- ir þú vilja senda herinn burt frá Keflavlkurflugvelli? „Nei, en ég er með hugmynd í bók minni hvérnig mætti umbreyta hemaði og herdeildum. Það sem ég mundi vilja gera á Keflavíkurflug- velli er að koma hernum undir al- þjóðlega stjórn. Sameinuðu þjóðirn- ar eða NATO mættu stjórna hern- um en í breyttri mynd. Ég er á móti því að það sé her frá einhverju ein- stöku ríki á íslandi en aftur á móti mættu vera hér alþjóðlegar varnar- sveitir. Þessar sveitir mættu starfa sem hjálparsveitir og með þróunar- hjálp. Ég er ósammála því að leggja niður alla starfsemi hersins um heiminn og segja öllu því fólki upp sem þar vinnur. T hemum er líka unnið ýmislegt gagnlegt og mikil- vægt starf og þar vinnur fólk með mikla menntun og kunáttu. Sem dæmi tekur herinn þátt í mörgum miklvægum verkefnum sem eru ekki hernaðarlegs eðlis, eins og t.d. björgunarstörf." Anna Kristín Þórarinsdóttir, Akureyri: Nú ert þú í óvígðri sambúð. Finnst þér ekki að forsetinn þurfi að vera giftur? „Jú, ég held alla vega að það yrði kostur. Ég er búinn að lýsa því yfir að ég ætla að giftast henni Hörpu í Bessastaðakirkju ef ég verð forseti og ég ætla að bjóða þjóðinni allri í brúðkaupið. Ég lofa þessu og það yrði slegið upp tjöldum og haldin brúðkaupsveisla á Bessastöðum. Nú, ef ég verð ekki kosinn þá er þetta meira okkar einkamál hvar og hvenær við giftum okkur. Harpa er búin að fá bónorðið og veit af þessu.“ Þorsteinn Þorsteinsson, Hafnarfiröi: Það styttist í kosningar. Hvern- ig finnst þér baráttan hafa geng- ið þegar þú lítur til baka? „Ég held að ég hafi komið sjálfum mér dálítið á óvart. Ég hef aldrei verið á neinum opinberum vett- vangi og hafði aldrei hugsað mér að vera í neinu slíku. Ég eiginlega leiddist út í þetta og síðan leiddi eitt af öðru. Fyrir einu eða tveimur árum hefði ég aldrei búist við því að standa í þessum sporum sem ég stend í dag. Ég hafði alls ekki búist við að standa frammi og tala um mín baráttumál á þessum vettvangi. Mér finnst það hafa gengið mjög vel að koma fram þessum boðskap. Ég tala ávallt af minni eigin sannfær- ingu og það gerir mér auðveldara fyrir." „Ég mun halda áfram aö vinna að friöarmálum hvort sem ég verö forseti eöa ekki,“ sagöi Ástþór viö einn lesenda DV sem hringdi í beina Ifnu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.