Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Page 18
18 MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 Höggbor, sem notaður er til að sprengja upp hrauniö, hefur verið tekinn af skurðgröfunni og vökvakerfisolía runnið úr slöngum og á jörðina. DV - umbrot Frjáls fjölmiðlun óskar eftir að ráða starfsfólk í umbrot um helgar. Kunnátta í Quark Xpress, PhotoShop og Freehand ásamt reynslu í hönnun (layout) ríauðsynleg. Skriflegar umsóknir sendist DV, Þverholti 11, Reykjavík, merkt „GE-5832" fyrir 25. júní. u DV Verð aðeins 39,90 mín. Þú þarft aðeins eitt símtai í Iþróttasíma DV til að heyra nýjustu úrslitin í fótbolta, handbolta og körfubolta. þar er einnig að finna úrslit í NBA deildinni og í enska, ítalska og þýska boltanum. Fólk sem átt hefur leið um veginn í kring um Þingvallavatn undan- fama daga hefur kvartað undan sóðalegri umgengni og umróti í sambandi við vinnu á skurðgröfu í Hálfdánarvík sem notuð er við að grafa og bora fyrir rotþró og frá- rennsli frá henni. Rotþróna er verið að gera, að sögn - vegfarenda, um 10-12 metra frá vatnsborði Þing- vallavatns. Skurðgrafan er rækilega merkt fyrirtækinu Vinnuvélar Svínavatni. Sjónarvottar sem rætt hafa við DV segja að vinnuvélastjórarnir fari allgroddalega um landið og skurðgröfunni og bílum sé ekið yfir hvað sem fyrir verður, jafnvel utan vegar, og við uppgröftinn verði mun meiri gróður- og umhverfisspjöll en nauðsynlegt er. Þá hafi ökumenn fólksbíla jafnvel ekki komist leiðar sinnar um veginn vegna umrótsins Sigurður Sigurðsson, sem þama átti leið um sl. mánudag, sagði að sér og ferðafélögum hans hefði þó blöskrað mest kæruleysi verktak- ans í sambandi við vökvakerfisolíu og aðrar olíuvörur en greinilegt væri að talsvert af slíkum vökva hefði farið í jörðina þarna en það væri mjög slæmt þar sem jarðvegur er afar gljúpur og viðbúið að þessi efni'berist í Þingvallavatn á skömm- um tíma sem sé mjög alvarlegt mál en vatnsborð Þingvallavatns er ör- skammt undan. DV bar málið undir Birgi Þórðar- son, heilbrigðisfulltrúa á Suður- landi, og sagði hann að ekkert er- indi hefði borist til Heilbrigðiseftir- lits Suðurlands um að setja niður rotþró á þessum stað en skylt er að sækja um slíkt til heilbrigðiseftirlits og/eða byggingarfulltrúa. Aldrei yrði hins vegar leyft að setja niður rotþró svona nálægt vatnsbakkan- um. Varðandi umgengni verktakans og staðhæfða olíumengun af hans völdum sagði Birgir að slíkt væri mjög slæmt, ekki sist á þessum stað. Birgir sagði að engin formleg kvörtun hefði borist Heilbrigðiseft- irlitinu vegna þessa máls en í kjöl- far samtalsins við DV yrði það strax kannað. -SÁ Rannsóknir Úlfs Árnasonar, prófessors í erfðafræði: Fjölga mannöpum um eina tegund - naggrísir eru ekki nagdýr „Naggrís er ekki á sömu þróunar- línu og mýs og rottur heldur á línu til hliðar. Það eru um það bil 80 til 90 milljónir ára síðan þróunarlín- umar tvær, það er að segja sú sem gekk til músa og rotta og hin sem fór til naggrísa og skyldra dýra, að- greindust. Það er svo að segja eng- inn skyldleiki þar á milli, engan veginn eins og maður hefur talið áður út frá formfræðilegum saman- burði,“ segir dr. Úlfur Árnason, pró- fessor í þróunarerfðafræði á sam- eindasviði við háskólann í Lundi. Grein Úlfs og ítalskra vísinda- manna i tímaritinu Nature um að naggrísir séu ekki nagdýr hefur vak- ið mikla athygli. í dagblaðinu Herald Tribune síðastliðinn föstudag er meðal annars rætt við nokkra vís- indamenn sem mótmæla niðurstöð- um rannsókna Ulfs og Italanna. Ásamt ítölsku vísindamönnunum sýndi Úlfur fram á að samanburður á sameindum getur oft stangast á við samanburö sem gerður er á útliti. „Útlitið getur aðlagast umhverfinu og þá getur verið erfitt að greina hvað er upprunalegt og hvað er seinna tilkomiö," útskýrir hann. „Greinin hefur vakið umtal því að þeir sem fást við að ílokka dýr eftir útliti geta aldrei fundið út úr þessu því þetta liggur svo langt aftur í tím- ann. Það er svo erfitt að túlka þau einkenni sem þeir velja sér. Þessi sameindareinkenni sem við fáumst við eru mun öruggari í tilvikum sem þessu,“ bætir Úlfur við. Hann segir niðurstöður rann- sóknanna sýna fram á að sýna þurfi mikla varkárni þegar dregnar eru ályktanir af tiltölulega fátæklegum steingervingum og líkamseinkenn- um sem erfitt er að þýða. Úlfur telur niðurstöður rann- sókna, sem birtar verða seinna á þessu ári, sennilega talsvert áhuga- verðari en niðurstöðumar um naggrísina. „Við höfum verið að bera saman órangútana frá Borneo og Súmötru. Þessir órangútanar eru nauðalíkir og hafa verið taldir ein tegund. Nið- urstöður okkar sýna hins vegar að þróunarmunurinn á milli þeirra er um það bil þrír fiórðu af muninum á milli mannsins og simpansa. Við færum því rök fyrir því að þessir órangútanar eigi að teljast tvær full- gildar tegundir og mannöpum verði þar með fiölgað um eina tegund.“ -IBS Fréttir i>v Vinnuvélar á bakka Þingvallavatns: Olíumengun og umrót - engar framkvæmdir leyfðar, segir heilbrigðisfulltrúi iÞnOTÍHsm/ Tollkvótar vegna inn- flutnings á blómum Meö vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verölagningu og sölu á búvörum, sbr. breytingu meö lögum nr. 87/1995 og meö vísan til reglugeröar dags 21. júní 1996, er hér meö auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir eftirfarandi innflutning: Tollnúmer Vara Tímabil Vörum. kg. Verötollur % Magntollur kr./kg 0602.9093 Aðrar pottaplöntur til 1.07.-30.09 2.200 30 0 og meö 1 metri á hæö 0603.1009 Annars (Afskorin blóm) 1.07.-30.09 1.300 30 Skriflegar umsóknir skulu sendar bréfleiöis eöa meö símbréfi til landbúnaðarráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 27. júní 1996. Landbúnaöarráöuneytið, 21. júní 1996. Sveinn Árnason sparisjóösstjóri og nokkrir starfsmenn við störf. Neskaupstaðuif: Bylting hjá sparisjóðnum DV-mynd Hjörvar DV, Neskaupstað: Miklar breytingar hafa verið gerðar á Sparisjóði Norðfiarðar að undanförnu auk stækkunar upp á 260 m2. Húsnæði sjóðsins er nú allt hið glæsilegasta og góð aðstaða fyr- ir viðskiptavini og starfsfólk. í sparisjóðnum hefur verið brýd- dað upp á þeirri nýjung að vera með myndverk listamanna á veggjum af- greiðslusalar og þar eru nú myndir eftir Unu Pétursdóttur, Sigurbjörgu Gunnarsdóttur, Helgu Axelsdóttur, Sigrúnu Jónsdóttur og Svein Vil- hjálmsson auk ljósmynda eftir Karl Hjelm. Sveinn Árnason sparisjóðsstjóri segir að breytingarnar hafi tekist mjög vel og mikill munur frá því sem áður var en húsið var upphaf- lega byggt 1979. Arkitekar breyting- anna voru Þorvaldur Kristmunds- son og Magnús Guömundsson. -HS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.