Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 19
MANUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 31 Menning Höggvið með efni í rýmið Carl André á Annarri hæð Snemma á sjöunda áratugnum spratt upp listhreyfmg í Bandaríkj- unum sem enn hefur sterk áhrif á þróun myndlistar. Þetta var mini- malisminn eða naumhyggjan, stefna sem byggðist á því að „losa lista- verkið undan því menningarlega fargi sem yfirskyggir listaverkið og ætlar beinlínis að kæfa það", eins og Carl André hefur skilgreint stefnuna. Sýningiá verkum Andrés hefur verið opnuð í sýningarsalnum á Annarri hæð að ----------;---------- Laugavegi 37. í sýningarskrá þýð- ir Aðalsteinn Ing- ólfsson texta lista- mannsins, sem fyrr er vitnað í, auk þess sem þar er viðtal Einars Fals Ingólfssonar við André. Carl André er í dag viðurkenndur sem einn af meisturum samtímamynd- listar og einn af helstu forvigis- mönnum minimalismans ásamt Donald Judd, Dan Flavin, Robert Morris og Frank Stella. Þrátt fyrir einfalt og látlaust yfirbragð hafa verk Andrés fengið þá umsögn að vera ljóðræn og jafnvel draum- kennd. Sjálfur segir hann að tafla frumefnanna sé sitt litróf og að sig dreymi um að verða „eins konar Turner efnisins". Hann vilji höggva á tengsl efnis og lýsingar líkt og Turner hjó á tengsl lita og lýsingar. íslenskt basalt og afrísk valhnota Fyrir André virðist það vera for- gangsatriði að líta á innsetninguna sem efnismassa. Hann kveðst hafa komist að þeirri niðurstöðu I upp- hafi sjöunda áratugarins að í stað þess að höggva í efni sé miklu nær- - tækara að höggva Myndlist ðlafur J. Engilbertsson með efni í rými. Þannig er efh- ismassinn líkt og blokk sem klýfur tómarúm salar- ins og skapar úr honum einskonar höggmynd. André skissar aldrei upp verk og telur sig fráleitt vera konseptlistamann, þar sem hann fái aldrei hugmyndir að verkum og noti aldrei vinnustofu, heldur framkvæmi þau bara á staðnum úr þeim efnum sem hendi eru næst. í salnum á Annarri hæð hefur André komið fyrir átta basalt- verkum á gólfi sem samanstanda óll af níu reitum. Basalthellur skipa alla reiti og eru þær frá níu og upp í tuttugu og sjö í hverju verki, rað- að óreglulega upp. Verkin hækka Akafur skáldskapur - Evgeny Kissin fyrr og nú Evgeny Kissin. Hvað er að gerast þegar tólf ára strákur tekur sig til og spilar tón- list eins og rígfullorðinn snilling- ur? Erfðir segja einhverjir, menntun segja aðrir, og þeir sem eru dul- hyggjusinnaðir munu vísast hafa á lofti kenningar um endurholdgun genginna tón- skálda í sérstak- lega móttækileg- um ungum tón- listarmönnum. Svo eru nokkrir þeirrar skoðun- ar að sum tón- skáld henti ungu hæfileikafólki einfaldlega betur en önnur og taka þá gjarna Ghopin sem dæmi. Inn- byggð í tónsmlðar Chopins er einmitt ungæðisleg ákefð og til- finningar sem heilla ungdóminn upp úr skónum, öfugt við sein- teknari tónsmíðar annarra róman- tíkera, segjum Ravels eða Prokofjevs. Þetta nefni ég hér i tilefni af hingaðkomu Evgenys Kissin, fyrr- verandi undrabarns í píanóleik, sem tuttugu og fimm ára gamall þykir bæði undraverður vírtúós og skáldlegur í ------------------ leik sínum. Kissin var settur í tónlist- arskðla þegar hann var tveggja ára, lék einleik með hljómsveit tíu ára og tólf ára vann hann afrek sem lengi verður í. minnum haft, nefnilega að leika tvo píanó- konserta eftir Chopin og nokkur aukalög að auki á sömu tónleikun- um. Það sem meira var, Kissin lék þessi verk eins og sá sem valdið hefur. Um það vitnar geislaplata sem RCA hefur nýverið gefið út en á henni eru upptökur af þessum tónleikum, keyptar af rússneska hljómplötufyrirtækinu Melodyia. Dýpt og hlýja Leikur Kissins er ótrúlega þroskaður, í senn skáldlegur og smekkvís-. Sérhver hending er mótuð af kostgæfni en virðist þó fullkomlega sjálfsprottin,' rétt eins Hljómplötur Aðalsteinn Ingólísson og píanóleikarinn hafi sjálfur hrist hana fram úr erminni. Þá er sama hvort Kissin er á hægagangi, í allegróköflun- um, eða dansar sig gegnum hraðari kafla. Hér fær hann einnig góðan stuðning af Dmitri Kitaen- ko, ágætum stjórnanda Sin- fóníuhljómsveit- ar Moskvuborg- ár, sem reynst hefur mörgum rússneskum pí- anóleikurum betri en enginn. Fyrrverandi undrabörnum gengur oft erfiðlega að fóta sig í veröld fullorðinna. Þetta á ekki við um Kissin, ef til vill vegna þess að hann hefur ver- ið í „vernduðu" umhverfi og varð- veitt í sér falsvert af barnslegu sakleysi sínu og hrekkleysi. Þetta tvennt, í bland við annan tilfinn- ingalegan þroska, nýtist honum þegar kemur að „erfiðum" tón- skáldum á borð við Rakmaninov. Kissin hefur tekið upp geislaplötu með píanókonsert hans númer 2, sem margir hafa spreytt sig á (um 15 útgáfur hans eru nú til á geisla- ---------------- plötum) og aukið við hann sex stutt- um etýðum hans frá 4. áratugnum. Sumir píanóleik- arar hafa tilhneig- ingu til að fara mikinn í þessum píanókonsert enda er hann stórbrotinn. Kissin slær ekkert af í hröðu köflunum en áréttar skáldlega dýpt og hlýju hægu kaflanna sem ekki er öllum gefið. í heildina séð er flutningur- inn á þessum fingurbrjóti píanó- bókmenntanna eins og hann gerist bestur. Kissin - The Legendary 1984 Mos- cow Concert Kitaenko, Moscow Philharmonic Orchestra RCA Victor 09026 Kissin - Rakhmanínov, Concerto no. 2, 6 Etudes Tableaux Gergiev, London Symphony Orc- hestra RCA Victor 07863 Umboð á íslandi: Skífan þannig litillega upp í átt að innri salnum þar sem er verk úr viði sem mun vera afriskur valhnotuviður. Verkið nefnist Gjár og undirstrikast með því að viðarbitunum er ýmist raðað þversum eða upp á rönd þannig að gjár myndast á milli þeirra. Skrifaö meö „massarófi" Eitthvað þykir undirrituðum skjóta skökku við að André skuli ekki treysta á rekavið í þessari upp- setningu ef hann vill halda sig við þá virðingarverðu sjálfsbjargarvið- leitni og útsjónarsemi sem felst í því að taka því sem að höndum ber á hverjum stað. Nofkunin á hin- um afríska við ber þannig yfir- bragð efnislegs stærilætis sem má þó eflaust líkja við ljóðrænu eða draumkennd, því viðurinn er vissu- lega þéttur og fagurbrúnn. Basalt- hellurnar eru hins vegar fengnar úr Steinsmiðju S. Helgasonar í Kópa- vogi og skírskota í gráma sínum öllu meira til íslensks hversdags- leika og þrepa þjóðfélagsstigans og hér fer ekki á milli mála að hæstu þrepin standa næst útlenda valviðn- um. Því er dagljóst að Carl André er skáld og þjóðfélagsrýnir auk þess að vera myndlistarmaður, svo skiljan- lega skrifar hann í rýmið með „massarófi" sínu með sem gagn- orðustum hætti. Hins vegar veitir svo miklum efnislegum einfaldleika ekki af löngu máli sér til stuðnings, fremur en endranær. André skissar aldrei upp verk og telur sig fráleitt vera konseptlistamann, þar sem hann fái aldrei hugmyndir aö verk- um og noti aldrei vinnustofu, heldur framkvæmi þau bara á staönum úr peim efnum sem hendi eru næst. NÝ OG ElNFOLD GJALDSKRA FYRlR I N N A N L A N D S S I M T O L blessaður vertu, það kostor bara 24 krónur. Heyrðu, nú verð óg að fara að hœtta þessu, ég er búinn að tala í tíu mínútur... Nú er alít að helmingi ódýrara aó hringja innanlands simtalamilli Postur og simi hefur einfaldað gjaldskra fyrir inrianlahds- sírritöl. Nú eru aðeins tveir gjaldflokkar og næturtaxtinn hefst klukkan 19.00. Það jafogildir 50°o lækkun a simtöl- um fra kl. 19.00 til 23.00 og 33% lækkun a simtölum fra klukkan 23.00 til 08.00 á þeim simtölum sem tilheyrðu gjaldflokki 3. Simtal a milli Keflavikur og Egilsstaða kostar 2-kronur og atta aura á minutu eftii klukkan 19.00. POSTUR OG SIMI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.