Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 39 Fréttir Sprunguviðgerðir á húsum: Tapa hundruðum milljona vegna óþarfra viðgerða - segir Rögnvaldur S. Gíslason, efnaverkfræðingur hjá Rb Húseigendur hafa tapað hundruð- um milljóna vegna óþarfra aðferða við sprunguviðgerðir. Samkvæmt lauslegri áætlun Rannsóknastofnun- ar byggingariðnaðarins hefur heild- arkostnaður húseigenda vegna óþarfrar sögunar sprungna og fyll- ingar verið 50 til 100 milljónir króna á ári hverju á landsvísu. Vatnsfæla er vatnstær þunnfljót- andi vökvi sem fengist hefur undir ýmsum vörumerkjum í verslunum hér á landi undanfarin 15 til 20 ár. Best hentar vatnsfæla af mónósilan- gerð, að því er segir í upplýsingariti rannsóknastofnunarinnar. Þegar fyrir fjórum árum kom rannsóknastofnunin fyrst á fram- færi niðurstöðum um virkni vatns- fælna við að þétta þröngar sprungur gegn vatni. Síðan hefur stofnunin komið frekari upplýsingum um mál- ið á framfæri með útgáfu rita og verklýsinga, flutningi erinda á ráð- stefnum og námskeiðum og með blaðaskrifum. „Það er ekki bara við verktaka að sakast að ekki skuli vera farið eftir niðurstöðum rannsókna okkar. Ég tel að drjúgur hluti húsfélaga í stór- hýsum leiti til ráðgjafastofa sem eru þá yfirleitt verkfræðistofur. Það má því segja að slíkir aðilar fylgist ekki nógu vel með,“ segir Rögnvaldur S. Gíslason, efnaverkfræðingur hjá Rannsóknastofnun byggingariðnað- arins. „Fyrir einu og hálfu ári höfðum við loks fengið nægilegt fé til að gera úttekt á útbreiðslu sprungna eftir víddum. Við áttum ekki von á þvi sem við fundum út, nefnilega að það er aðeins í fáeinum hundraðs- hlutum tilvika sem sprungur virð- ast svo víðar að ástæða sé til að fylla þær og þannig þrengja þær eða loka þeim. Á sumum stórhýsum eru engar sprungur svo víðar aö ástæða sé til að gera neitt nema bera vatns- fælu á þær,“ greinir Rögnvaldur frá. Greint var frá niðurstöðum rann- sóknanna á árlegri ráðstefnu Stein- steypufélags íslands í vetur. „Það urðu dálítil vonbrigði þegar við sáum í vor að margir voru enn við V-'-' ; Verktakar og ráögjafarstofur fara ekki eftir niðurstööum rannsókna Rannsoknastofnunar byggingariönaöarins um aö óþarft sé aö saga úr sprungum í fjölda tilvika. sama heygarðshornið og voru að saga úr sprungum. Manni líður illa þegar maður ekur um bæinn og sér að verið er að borga stórfé í viðgerð- ir sem í mjög mörgum tilvikum skila engu. í þeim fáu tilvikum sem þörf er á einhverju öðru en aðeins að bera vatnsfælu á höfum við lokið við að þróa svokallaða innþrýstiað- ferð. Með innþrýstitækni er fyllt i sprungur með sements-plastþeytu- blöndu. Þessi aðferð krefst einfalds búnaðar og réttrar blöndu sem ekki er almennt gert ráð fyrir að aðrir en verktakar komi sér upp,“ segir Rögnvaldur. Hjá Rannsóknastofnun bygginga- riðnaðarins er hægt að fá upplýs- ingarit um nýjustu aðferðir við sprunguviðgerðir. -IBS Höfðinglegar móttökur á Skaganum DV, Akranesi: Einn þeirra ung- linga sem heimsóttu Skagann var Harald- ur Hjálmarsson, 15 ára, frá Grunnskólan- um á Flateyri, og lét hann vel af því sem heimamenn buðu upp á. „Við höfum verið í alls kyns íþróttum og skoðunarferðum og mér fannst mest gam- an að fótboltanum. Hann var mjög Haraldur Hjálmarsson. DV-mynd Daníel skemmtilegur. Mér fannst mjög gaman að vera á Akranesi og móttökurnar voru al- veg frábærar. Viljum við koma að sérstöku þakklæti til forráða- manna ÍA fyrir allt sem þeir gerðu fyrir okkur og það er alveg öruggt mál að ég á eftir að koma á Akra- nes aftur þvi þar er gaman að vera og mikið um að vera á sviði íþrótta." -DÓ GÍTARINN EHF. Laugavegi 45 - s. 552 2125 Útsala á kassa- og rafmagnsgíturum. Kynningarverö á ART Multieffectum. Vegna gífulegrar sölu vantar í sölumeðferð hljóðfæri og magnara af öllum gerðum. ************************ AMMNN BELTAGRÖFUR Bfldshðfða 20 -112 Reykjavfk - Sfml 587 1410 B19 (2tonn) og B08 (0,8tonn). TILBOÐ: STÓRLÆKKAÐ VERÐ. v Skútuvogi 12A, s. 581 2530 FYiURSUMABH)! 1.650,- Mikið úrvai af fallegri og skemmtilegri gjafavöru. Momsin Flateyrarbörnin ásamt Jóni Runólfssyni, formanni ÍA, Þorvaröi Magnússyni gjaldkera, Gísla Gíslasyni bæjarstjóra, Kristni Reimarssyni, starfsmanni ÍA, Gróu Haraldsdóttur, formanni UMF Grettis á Flateyri, og starfsmönnum Arn- ardals. DV-mynd Daníel Akranes: Grunnskólabörn frá Hateyri í boði ÍA DV, Akranesi: Á síðasta ársþingi íþróttabanda- lags Akraness var samþykkt að bjóða öllum grunnskólabörnum á Flateyri til Akraness og munu 59 krakkar koma þangað af því tilefni. 1 fyrsta hópnum var 31 og dvöldu á Akranesi 10.-14.júní í boði lA. Þau höfðu aðsetur í nýju gistiaðstöðunni á Jaðarsbökkum og á hverjum morgni fóru þau í sund hjá Sigur- línu Þorbergsdóttur, þjálfara ÍA í sundi. Þau fóru í golf hjá Birgi L. Hafþórssyni. Æfðu knattspyrnu undir stjórn þeirra Þórðar Guðjóns- sonar og Amars Gunnlaugssonar. Voru í leikfimi, í badminton, körfu- bolta og fóru á hestbak og sáu ís- landsmeistara Akurnesinga sigra Val í 1. deild. 28 krakkar verða á Akranesi 24.-28. Þess má geta að grunnskólabörn í Súðavík fengu sams konar boð á síð- asta ári og voru forráðamenn þeirra mjög ánægðir með heimsóknina. Höfðu þeir á orði að heimsóknin hefði verið einn þáttur í því að byggja þau upp eftir hörmungarnar sem þau þurftu að þola. -DÓ 30% - 60% AFSLATTUR SCCO SKÓR Restar og stakar stærðir af: Kven- og barnaskóm . ^Skóverslun ÞÓREAR ÞESSA VIKU GÆÐI & ÞJÓNUSTA Laugavegi 40a - Sími 551 4181 Glœsileg sumartilboö Kápusölunnar Dragtarjakkar kr. 3900. Bein pils kr. 3.900. Stuttfrakkar kr. 5.999. Terlínfrakkar kr. 5.999. jTá/Nfsafftn ^&norrabraut 56 ® 562 4362

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.