Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Page 32
44 MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 Eru aldraðir ekki í náðinni? Ellin, vond fjárfesting? „Það er sérstaklega áberandi upp á slðkastið hve rækilega er haldið að almenningi tölum sem sýna hve óhagkvæm og dýr og vond ellin er.“ Árni Bergmann, í DV. Það vitlausasta „Það vitlausasta sem íslensk hljómsveit gæti gert til að ná at- hygli erlendis væri að hljóma eins og ensk hljómsveit." Björk, í Morgunblaðinu. Ummæli Skpra á Hannes „Ég skora hér með á Hannes Hólmstein Gissurarson að lyfta lokaspretti kosningabaráttunnar á mun hærra og málefnalegra plan með að hætta að taka þátt í henni.“ Davíð Þór Jónsson, i Alþýðubl. Er þetta hægt? „Er þetta hægt? Síðan mundi ég eftir að Bryndís hafði sagt af sér sem utanríkisráðherrafrú og þá er líklega allt hægt.“ Gunnar Smári Egilsson, i Alþýðu- blaðinu. Alræmd húsaþyrping „í dag er ljóst að flugstöðin trónir fremst á meðal jafningja í alræmdri húsaþyrpingu íhalds- ins og skyggir næstum á Ráðhús, Perlu og Korpúlfsstaðafjós." Ásgeir Hannes, í Tímanum. Flestir hlaupa sér til ánægju en margir hafa einnig náð ótrúleg- um árangri. Lengstu hlaupin Lengsta nlaup án hvíldar, sem skrár ná yfir, er 568 km á 121 klst. og 54 mín., en það hljóp Sví- inn Bertil Járluker í Norrköping í Svíþjóð, 26.-31. maí 1980. Hann var á hreyfingu 95,04% af tíman- um. Lengsta kapphlaupið Lengstu kapphlaup, sem farið hefur verið, er hlaup þvert yfir Bandaríkin, frá New York til Los Blessuð veröldin Angeles (5898) árið 1929. Sigur- vegari var Johnny Salo, finnsk- ur að uppruna. Hann fór vega- lengdina á 79 dögum og var tæp- ar 526 klst. (meþalhraði 11,21 km á klst.). Það munaði þó ekki nema rúmum tveimur mínútum á honum og næsta manni, sem var Peter Gavuzzi, frá Englandi. Lengsta árlega kapphlaupið Lengsta kapphlaup sem haldið er árlega er Australia’s Westfield Run sem fram fer á milli Sydney og Melbourne. Vegalengdin er nokkuð breytileg en metið á Grikkinn Yiannis Kouros. Hann vann hlaupið 1985 og hljóp 1060 km á 5 dögum, 14 klst. og 47 mín. Kaldi eða stinningskaldi Um landið vestanvert verður suð- læg átt, kaldi eða stinningskaldi víð- ast hvar, rigning fram eftir morgni Veðrið í dag en síðan dálítil súld með köflum. Suðaustanlands verður sunnan og suðvestan kaldi og súld eða rigning um morguninn en síðan skýjað að mestu og úrkomulítið. Norðanlands verður sunnankaldi, skýjað að mestu en víðast þurrt. Hiti verður á bilinu 10 til 22 stig, hlýjast á Norð- urlandi. Sólarlag í Reykjavík: 24.04 Sólarupprás á morgun: 2.57 Síðdegisflóð í Reykjavík: 24.31 Árdegisflóð á morgun: 00.31 Veðrió kl. 12 á hádegi i gœr: Akureyri skýjaó 16 Akurnes hálfskýjaö 15 Bergsstaðir skýjað 15 Bolungarvík skýjaó 12 Egilsstaóir skýjaö 16 Keflavíkurflugv. alskýjaö 11 Kirkjubkl. háifskýjaö 17 Raufarhöfn alskýjað 9 Reykjavík mistur 12 Stórhöfói rigning 12 Helsinki skýjað 17 Kaupmannah. hálfskýjaö 16 Ósló léttskýjað 19 Stokkhólmur hálfskýjaö 19 Þórshöfn hálfskýjaó 13 Amsterdam rign. á síö. klst. 13 Barcelona hálfskýjaö 20 Chicago heiöskírt 16 Frankfurt skýjað 15 Glasgow skýjaó 18 Hamborg alskýjaö 12 London skýjaö 18 Los Angeles léttskýjaö 16 Lúxemborg skýjaö 12 Madríd léttskýjað 23 París skýjaó 15 Róm léttskýjaö 22 Valencia hálfskýjaö 25 New York heiöskirt 19 Nuuk þoka á síð. klst. 2 Vín skúr 12 Washington hálfskýjaö 26 Winnipeg alskýjaö 9 Kjartan Helgason, eigandi Istravel: Strætisvagnaferðir með flugi DV, Suðurnesjum: „Ferðaskrifstofan Istravel hefur verið til síðan 1977 og átti 19 ára afmæli nýlega. Ég er hins vegar búinn að vera i þessum bransa síð- an 1963. Það hefur verið mikil og stöðug þróun í þessu síðan ég byrj- aði. í dag erum við að gera stór- góða hluti í sölu farseðla um heim allan," sagði Kjartan Helgason, eigandi Istravel. Ferðaskrifstofan hóf að fljúga tvisvar í viku á milli Keflavíkur og Amsterdam í byrjun júní. Flog- ið er með hollenska flugfélaginu Transaviu. „Þetta flugfélag er ekki þekkt Maður dagsins hér á landi en við erum að kynna það. Það er 80% í eigu flugvélaris- ans KLM og er allur flugflotinn nýlegur. Þetta er traust og gott flugfélag. Farþegar okkar hafa ver- ið ánægðir með flugfélagið og þjónustuna um borð. Þá er þjón- ustan hjá Flugleiðum til mikillar fyrirmyndar." Kjartan segir að stórir hlutir séu að gerast í fluginu. „Stærstu hlutimir, sem eru að gerast í flug- inu í heiminum, er það sem er ver- ið að gera með tilkomu sjötta rétt- arins. Flugfélög geta flogið án tak- markana og fá meira frelsi til að fljúga á milli landa og sameina flugfélög. Það eru félög núna að sameinast í svokallaða heimsrútu. Það þýðir ekkert í dag að vera bara með samstarf á milli tveggja landa. Málið í dag er að geta ferð- ast í strætisvagnaferðum með flugi. Við erum í samstarfi við yfir níu stór flugfélög sém fljúga um allan heim. Þess vegna getum við boðið þetta hagstæða fargjald.“ Kjartan ætlar einnig að ná Hol- lendingum til landsins. „Við ætl- um að reyna að koma með þá hingað heim. Við ætlum að vera með tilboð á mjög góðu verði í sumarbústaði hér í vetur. Við reiknum með að geta aukið tekjur íslenskra bænda og þeirra sem starfa að gistingu í landinu um milljónir króna á næsta vetri og í framtíðinni." Kjartan átti 74ra ára afmæli ný- lega og vakti mikla athygli eig- enda Transaviu fyrir hressleika. „Ég er búinn að fara í tékk og það er ekkért að mér. Ég finn það að ég er farinn að eldast og er ekki eins og fyrir 20 árum. Ég reyni að labba eins og ég get og það eina sem er að mér er að ég hreyfi mig of lítið. Ég vildi á köflum að ég væri í landbúnaði nokkra tíma á dag með skóflu og haka.“ Áhugamál Kjartans eru nokkur: „Ég er gamall pólitíkus og les mik- ið um pólitík. Þá er ég mikið i sögu og ættfræði og les allt sem ég næ I um land og þjóð, fólkið og náttúruna og allt það.“ Eiginkona Kjartans er Ingibjörg Einarsdóttir og eiga þau fjögur börn saman; Björgu, Ólínu, Einar Helga og Gunnar Braga sem er framkvæmdastjóri Istravel. Kjart- an á eina dóttir frá fyrra hjóna- bandi, Kristínu, sem býr í Amman í Jórdaníu. -ÆMK Hallar réttu máli. Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi DV Fylkir sem hér sést í leik gegn Stjörnunni fær KR-inga í heim- sókn. Fjórir leikir í 1. deiid karla Fyrsti leikurinn í 5. umferð i 1. deild karla á íslandsmótinu í knattspyrnu var leikinn 16. júni og voru það Valur og Keflavik sem þar áttust við. í kvöld verð- ur haldið áfram og fimmta um- ferðin kláruð. Á Fylkisvelli tek- ur Fylkir á móti hinu sterka liði KR, í Grindavík leika heima- menn gegn ÍBV, Breiðablik fær íslandsmeistara Akraness í íþróttir heimsókn og á Ólafsfjarðarvelli leika Leiftur og Stjaman. Allir leikimir hefjast kl. 20. Sjötta um- ferðin verður svo öll leikin næst- komandi fimmtudagskvöld. Einn leikur er í kvöld í Mjólk- urbikar kvenna, fer hann fram á Varmárvelli í Mosfellsbæ og eig- ast þar við Afturelding og FH og hefst leikurinn kl. 20. Þá fara fram fjórir leikir í 3. deild karla, þar mætast Fjölnir og Víðir, Grótta og Ægir, Bridge Bilið milli sigurs og taps getur oft verið ótrúlega lítið og oft ræður heppni ein hvernig spilin fara. Hér er dæmi um spil, þar sem niðurstað- an gat orðið á hvorn veginn sem var. Spilið kom fyrir í sveitakeppni milli tveggja danskra sveita, Team Danfoss og Steen Schou. Sagnir gengu þannig í lokuðum sal, norður gjafari og allir á hættu: * ÁG743 »4 x * D95 * D874 * 986 •* KG92 ♦ KG1082 4 3 * 10 D1087653 ♦ 7 4 G965 Norður Austur Suður Vestur pass pass 24 dobl pass pass 3* dobl p/h Suður beitti opnun sem vinsæl er í Danmörku og kölluð er „Blakset" eftir samnefndum spilara. Tveir spaðar er eingöngu til hindrunar og segir ekkert um höndina sem opnar, annað en að hún er undir opnunar- styrk. Hönd suðurs er óvenjulega góð, en þróun sagna varð ekki hag- stæð fyrir hann. Suður tapaði 7 slögum í 3 hjörtum dobluðum, 4 á tromp, 2 á lauf og hjartaás. Það var 800 í dálk a-v. Sagnir gengu þannig í opnum sal: Norður Austur Suður Vestur pass . pass 24- dobl 2» 3-f pass 64 p/h Suður kaus að opna á multi- sagn- venjunni tveimur tíglum. Hún lofar alla jafna 6 spilum í hálit, þó sagn- hafi hafi í þessu tilfelli átt 7 spil. Þegar norður sagði tvö hjörtu, átti austur fyrir sögninni þremur tígl- um og hver getur álasað vestri fyrir að stökkva beint í slemmuna við þeirri sögn. Það eru ekki margir tapslagir sjáanlegir á vesturhend- inni. En norður spilaði út spaðaásn- um, sendi félaga sínum stungu í litnum og sagnhafi hitti heldur ekki í tígullitinn. N-s græddu því 200 í spilinu og sveiflan 14 impar. Svei- flan jaðrar hins vegar við hreina heppni til þeirra sem græddu á spil- inu. ísak Örn Sigurðsson * KD52 •* Á 4 Á643 4 ÁK102

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.