Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Side 36
VkmMgst&lut lmi§mdaQÍmi 22.6/96 3 8 15 Heildarvlnningsupphæð 6.041.8 m i8 34 35 / Vinningar Fföldi vinninga Vinningsupphæð l.SqfS 3.637.700 2.4^5+, P 1- 358.230 3. 4 af 5 75 8.230 4. 3 qfT1 . 2.198 650 Vinningstölur 22.6/96 QÖMMs) 17; 129) (30 KIN > cn o FRÉTTASKOTIÐ CC 4—) LXJ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR S LT3 «=c Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. oo 3 I— LT3 I— >- LO S 550 5555 Frjálst.óháö dagblaö MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ1996 Bolungarvík: Maður stunginn Ungur maður var stunginn þrí- vegis í andlit og herðar. þar sem hann sat í bíl sínum í Bolungarvík aðfaranótt laugardagsins. Hnífamaðurinn var settur inn en félagar hans hugðust frelsa hann en voru þá teknir líka enda búnir að brjóta rúðu á lögreglustöðinni. -GK Sparkað í lög- reglumann Lögreglumaður i Reykjavík hlaut áverka í andliti þegar sparkað var í hann við störf i Bankastræti seint í fyrrinótt. Var hann að handtaka ólátasegg sem veitti mótspyrnu. Áverkamir munu ekki alvarlegir og fékk lögreglumaðurinn að fara heim eftir aðgerð á sjúkrahúsi. -GK ______EþlN I__ KJALFÁPIR I A£> BAKA - SER VANDRÆÐI! Leiöbeinendur Vinnuskólans fá fríar pitsur ef unglingarnir kaupa: Ósmekklegt tilboð og gersamlega siðlaust - segir Arnfinnur Jónsson, skólastjóri Vinnuskólans „Mér finnst þetta mjög ósmekk- legt og gersamlega siðlaust tilboð. Svona viðskiptamáti gengur bara ekki upp,“ sagði Arnfinnur Jóns- son, skólastjóri Vinnuskólans I Reykjavik, um tilhoð sem barst leiðbeinendum skólans frá þremur pitsustöðum í höfuðborginni. Hér er um að ræða pitsustaðina Domin- os, Hróa hött og Pizzahúsið. í til- boðum pitsustaðanna voru leið- beinendum boðnar fríar pitsur og kók ef unglingarnir keyptu pitsur í einhverju magni. Pizzahúsið bauð meira að segja þeim leiðbeinend- um út að borða i lok sumars sem mestu viðskiptin ættu við staðinn. „Við vöruðum leiðbeinendur við þessu tilboði á fundi áður en Vinnuskólinn hófst og ég veit ekki til þess að nokkur þeirra hafi tekið þessu tilboði í sumar. Það er ekki i okkar verkahring að taka svona til- boðum og láta unglingana eyða sín- um litlu launum i að kaupa pitsur í vinnunni. Við höfum hins vegar boðið unglingunum að koma með pylsur eða annað kjöt að heiman og grilla með leiðbeinendum sín- um. En mér finnst að pitsustaðirn- ir eigi að láta svona viðskiptatilboð eiga sig enda ekki við hæfi að mínu mati,“ sagði Arnfinnur. „Þetta eru auðvitað ekkert ann- að en viðskipti en ég viðurkenni að þau eru á gráu svæði þar sem inni í þeim fá leiöbeinendur pitsur sín- ar fríar. Þetta hefur verið gert líka í samráði við félagsmiðstöðvamar því þarna er um stóran markhóp að ræða. Svona viðskipti eiga sér stað alls staðar í þjóðfélaginu og eru mun alvarlegri en þessi sem við bjóðum upp á,“ sagði Þórarinn Ægisson, rekstrarstjóri Domino’s Pizza, í samtali við DV um þetta mál. „Ég byrjaði með þetta tilboð til Vinnuskólans sumarið 1994 og þá og í fyrra var mikil ánægja með þetta. Mér var þá meira aö segja þakkað persónulega fyrir þessa þjónustu af einum af yfirmönnum Vinnuskólans. En núna varð ég var við mikla óánægju og það hef- ur ekkert verið pantað frá Vinnu- skólanum í sumar. Viö höfum boð- ið krökkunum pitsur á góðu verði, töluvert undir meðalverði og leið- beinendur fá þá hálfa pitsu fría og kók með. Það er kostnaður fyrir okkur að senda frítt alla leið austur á Nesja- veUi en við höfum aUtaf gert það því við vildum bjóða krökkunum upp á þessa þjónustu," sagði Þórar- inn Ægisson. -RR Holtavörðuheiði: Mæðgur alvar- lega slasaðar Mæðgur slösuðust alvarlega og voru fluttar með þyrlu á Sjúkrahús Reykjavíkur í gærkvöld eftir um- ferðarslys á Holtavörðuheiði. Slysið varð á nýmalbikuðum kafla norðanvert á heiðinni. BíU var að fara fram úr bíl mæðgnanna og fipaðist ökumaðurinn við það, fór of utarlega í vegkantinn og velti bUn- um. Klukkan var um sjö þegar þetta gerðist en lögregla frá Hólmavík kom á slysstað skömmu síðar. Mæðgurnar voru komnar tU Reykjavíkur á tíunda tímanum. Ekki var vitað nákvæmlega um líð- an þeirra í gærkvöld en að mati lög- reglu voru þær alvarlega slasaðar. BUl þeirra fór margar veltur og eyðUagðist. -GK Hesti stolið úr rétt - skilaði sér sjálfur daginn eftir Hesti var stolið úr rétt við Uthlíð í Biskupstungum á laugardags- kvöldið. Hann hafði verið skilinn þar eftir ásamt fleiri hestum meðan eigandinn brá sér á dansleik. Þegar huga átti að hestunum klukkustund siðar var búið að stela hesti og reiðtygjum og var þjófurinn á bak og burt með feng sinn. Hann virðist þó hafa séð að sér og sleppt hestinum lausum því að hann skilaði sér sjálfur daginn eftir. -SF Unglingar úr Vinnuskólanum við vinnu sína á Miklatúni. pitsur ef unglingarnir kaupa pitsur í einhverju magni. Pitsustaðirnir hafa boðið leiðbeinendum Vinnuskóians fríar DV-mynd JAK Veðriö á morgun: Hiti allt að 20 stig Á morgun verður sunnan og suðaustankaldi eða stinnings- kaldi og rigning suðvestan- og véstanlands en annars þurrt að mestu. Hiti 9 til 20 stig. Veðrið í dag er á bls. 44 ■0- Opel flstráT Verðhr. 1.199.000.- Bílheimar ehf. Sœvarhöföa 2a Sími: 525 90001

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.