Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 24. júní 1996 Jurgen Klinsmann, fyrirliöi Þýskalands, meiddist í leiknum gegn Króötum um helgina og leikur ekki gegn Englendingum, aö sögn Berti Vogts, þjálfara Pjóöverja. Á stærri myndinni er Hollendingurinn Clarence Seedorf, sem kom mikiö viö sögu í leik Hollendinga og Frakka. Símamynd Reuter Vallarmet og hola í höggi á Hellu - sjá bls. 24-25 Gleði og sorg á EM í Englandi Það skiptust á skin og skúrir hjá liðunum sem kepptu í 8-liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspymu um helg- ina. Englendingar, Frakkar, Þjóðverjar og Tékklendingar, fognuðu sætum sigrum og eru þessar þjóðir komnar í und- anúrslit keppninnar. Spánverjar, Hollendingar, Króatar og Portúgalir máttu bíta i það súra epli að falla úr keppninni og hafa þessi lið því lokið keppni á EM. Það fór allt á annan endann í Englandi um helgina eft- ir að England sigraði Spán. Það hefúr ekki gerst í 28 ár að enska landsliðið í knattspymu hafi komist í undanúrslit- um Evrópukeppninnar og þvi höfðu Englendingar ríka ástæðu til að fagna. Og í kjölfar sigursins gegn Spánverj- um hækkuðu Englendingar mjög hjá veðbönkmn sem telja möguleikana 1 á móti 3 að England verði Evrópu- meistari. Enska liðið mætir liði Þjóðverja í undanúrslitunum á Wembley á miðvikudaginn. Þýska liðið varð fyrir miklu áfalli í gær er fyrirliði liðsins, Jurgen Klinsmann, meidd- ist illa. Berti Vogts, landsliðsþjálfari Þjóðverja, sagði í gær að Klinsmann myndi ekki leika með Þjóðverjum gegn Englendingum. Sjá allt um EM á bls. 24 og 25. Michael Johnson undir heims- metinu - sjá bls. 28 Sigurður fer ekki átakalaust - menn frá þýska liðinu Minden ræða við Stjörnuna í dag Þýska handknattleiksliðið GWD Minden hefur mikinn áhuga á því að fá Sigurö Bjarnason úr Stjöm- unni í sínar raðir fyrir næsta tíma- bil. í þeim tilgangi er von á mönn- um frá félaginu til íslands í dag til viðræðna við forsvarsmenn Stjöm- unnar. „Við setjumst yfir þessi mál með mönnum frá Minden í dag. Þá kemur í ljós hvort samningsgrund- völlur er fyrir hendi og hvort af þessum félagaskiptum getur orðið. Fyrr er Sigurður Bjamason ekki á förum frá Stjömunni. Það er alveg ljóst að við látum Sigurð ekki frá okkur nema fá eitthvað í staðinn. Ef af veröur fómum við miklu að framselja samning Sigurðar til Minden. Þaö hefur oröið mikil breyting á liði okkar frá síðasta vetri og það hefur mikil áhrif á lið- iö ef Sigurður fer því hann er einn af lykilmönnum okkur,“ sagði Magnús Andrésson, formaður meistaraflokksráðs Stjörnunnar, í samtali við DV í gær. Ekki færri en níu íslenskir hand- boltamenn leika með þýskum lið- um næsta vetur og hefur aldrei svo stór hópur héðan leikið þar sam- tímis. Margir Svíar og Danir hafa á síðustu vikum verið að gera samning við þýsk félagslið. -JKS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.