Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Blaðsíða 4
24 MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 25 íþróttir íþróttir David Seaman, markvöröur enska landsliösins, fékk 9 i ein- kunn hjá Reuter-fréttastofunni fyrir frammistöðu sína gegn Spánverjum. Margir eru á því að Seman sé besti markvörður keppninnar. Tony Adams, Gareth Southga- te, Stuart Pearce og Steve McManaman fengu 8 í einkunn. Gary Neville, David Platt, Paul Gadcoigne, Darren Anderton, Alan Shearer og Teddy Shering- ham fengu 7 í einkunn. Hjá Spánverjum var hæsta einkunnin 8. Hana fengu mark- vörðurinn Zubizarreta, Nadal, Amor, Barjuan og Narvaez. -SK Seaman meö 9 Klinsmann er ánægður í fyrsta skipti á stórmóti í knattspymu er fyrirkomulag framlengingar þannig að um leið og annað liðið skorar lýkur leik. Jurgen Klinsmann er mjög ánægður með þetta nýja fyrir- komulag en þjálfari hans, Berti Vogts, finnur því flest til foráttu. -SK Olía á eldinn ítalskir fjölmiðlamenn eru æfareiðir vegna frammistöðu ítalska liðsins á EM. Til að skvetta olíu á Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út um allt England um helgina eftir að Ijóst var að enska landsliðið í knattspyrnu hafði tryggt sér keppnisrétt í undanúrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Dansað var á götum úti langt fram eftir nóttu en þrátt fyrir allar hrakspár höguðu stuðningsmenn enska liðsins sér mjög vel og aðeins 16 voru handteknir. Ungir stuðningsmenn enska liðsins létu ekki sitt eftir liggja. eldinn sagði Arrigo Sacchi, þjálfari ítala, í gær, að hann hefði ekki gert nein mistök á EM. í kjölfarið heimtuðu ítalskir fjöl- miðlar höfuð Sacchis. Skoðanakönnun á Ítalíu sýndi að vin- sældir Sacchis hafa minnkað stórlega. 84% þeirra sem tóku þátt í könnuninni, vildu að Sacchi hætti með liðið og vildu fá Cesare Maldini, föður vamarmannsins Pa- olos Maldini, sem eft- irmann Sacchis. -SK Ánægður forseti Lennart Johansson, forseti UEFA, Knattspymusam- bands Evrópu, er yfir sig ánægð- ur með framgang Evrópukeppn- innar. Hann hefur hælt Englending- um fyrir framkvæmd keppninn- ar og þeim áhorfendum sem lagt hafa leið sína á leikina. „Við hjá UEFA vomm aldrei í minnsta vafa um að enska knatt- spyrnusambandið og ensk yfir- völd myndu ráða við fram- kvæmd þessa móts. Það hefur líka komið í Ijós aö allt er hér í stakasta lagi,“ sagði Lennart Jo- hansson. -SK Burt með allar vítakeppnir UEFA hefur ekki tekist að „út- rýma“ vítakeppnum úr knatt- spymunni með nýrri reglu um framlengingu þar sem leik er hætt er skorað er. Vítakeppnir em ljóður á stór- mótum og það á ekki að þekkjast að úrslit leikja ráðist í happ- drætti á vítapunktinum. -SK Frakkland (0) (0) 5 Holland (0)(0)4 Ekkert mark var skorað i venjulegum leiktíma og framlengingu. Zinedine Zidane, Youri Djorkaeff, Bixente Lizar- uzu, Vincent Guerin og Laurent Blanc skoruðu úr vítum fyrir Frakka í víta- spyrnukeppninni. Johan De Kock, Ronald De Boer, Patrick Kluivert og Danny Blind skoruðu fyrir Holland í vítaspyrnu- keppninni. Lið Frakklands: Lama, Lizar- uzu, Blanc, Desailly, Thuram, ZZidane, Guerin, Deschamps, Karembeu, Loco, Djorkaeff. Lið Hollands: Van der Sar, Reiziger, Blind, De Kock, Bog- arde, De Boer, Cocu, Witschge, Cruyff, Kluivert, Bergkamp. Portúgal (0) 0 Tékkland (0) 1 O-l Karel Poborsky. Liö Portúgals: Vitor Baia - Carlos Secretario, Oceano, Ferando Couto, Joao Pinto, Ricardo - Sa Pinto, Rui Costa, Dimas, Helder - Sousa, Figo. Lið Tékklands: Petr Kouba, Radek Latal, Jan Suchoparek, Miroslav Kadlec, Vaclav Nemecek - Jiri Nemc, Karel Poborosky, Javel Kuka, Radek Bejbl - Michal Homak, Vladimir Smicer. Leikstaður: Villa Park. Dómari: Hellmut Krug, Þýskalandi. Áhorfendur: 36.000. Þýskaland (1) 2 Króatía (0) 1 1-0 Jurgen Klinsman (21) 1- 1 Davor Suker (51.) 2- 1 Matthias Sammer (59.) Lið Þýskalands: Andy Köpke - Matthias Sammer, Thomas Helmer, Markus Babbel, Stefan Reuter - Dieter Eilts, Christian Ziege, Mehmet Scholl (Thomas Hessler 88.), Andy Möller - Jurgen Klinsmann ( Steffan Freund 39.), Fredi Bobic (Stefan Kuntz 46.) Lið Króatiu: Drazen Ladic - Nikola Jurcevic (Mladen Mladenovic 78.), Mario Stanic, Robert Jarni, Igor Stimac, Slaven Bilic - Nikola Jerkan, Aljosa Asanovic, Zvonimir Boban - Davor Suker, Goran Vlaovic. Leikstaður: Old Trafford. Dómari: Leif Sundell, Sviþjóð. Áhorfendur: 43.412. England (0) (0)4 Spánn (0) (0) 2 Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu. Alan Shearer, David Platt, Stuart Pearce og Paul Gascoigne skoruðu allir örugglega úr sínum vítaspyrnum. Guillermo Amor skor- aöi og Alberto Belsue skoruðu fyrir Spánverja. Lið Englands: Seaman, Neville, Pearce, Adams, Sout- hgate, Platt, Gascoigne, And- erton (Fowler 109.), McManaman (Barmby (109.), Sheringham (Stone 109.), She- arer. Lið Spánar: Zubizarreta, Belsue, Alkorta (Lopez 74.), Abelardo, Barjuan, Hierro, Nadal, Amor, Manjarin (Caminero 46.), Narvaez, Sal- inas (Perez (46.) Hollendingurinn Clarence Seedorf, fyrir miðri mynd, gleymir örugglega seint laugardeginum á EM. Hann misnotaði dauðafæri á lokamínútunum gegn Frökkum og síðan vítaspyrnu í vítaspyrnukeppninni. Símamynd Reuter „Pearce vildi taka vítiö“ - sagði Terry Venables „Stuart Pearce var stór- kostlegur í þessum leik og ekki hvað síst í víta- spyrnukeppninni. Ég var í mjög miklum vafa um hvort ég ætti að leggja það á hann að taka víti en hann bað um það sjálfur að fá að taka þriðja vítið,“ sagði Terry Venables, landsliðsþjálfari Énglend- inga, eftir sætan sigur enskra á Spánverjum. „Ég vissi að þetta var frábært tækifæri fyrir Pe- arce til að jafna metin eft- ir það sem gerðist á HM 1990. Þegar hann síðan sagði við að hann ætlaði að taka víti númer þrjú hafði ég í raun engra kosta völ,“ sagði Vena- bles. Stuart Pearce hefur ekki skemmtilega reynslu úr vítaspyrnukeppnum enska landsliðsins. Á HM 1990 tók hann vítaspymu og misnotaði spyrnuna. Hann sagði í gær að þessi hræðilega lífsreynsla hefði verið að angra hann enn þann dag í dag. Venables sagði enn fremur: „Þetta var mjög erfiður leikur og þegar fer að líða á svona mót verða leikirnir alltaf erf- iðari og erfiðari. Mínir menn stóðu sig stórkost- lega í þessum leik. Ég held að allir hafi skemmt sér vel á þessum leik. Nú tekur við einn erfiði leik- urinn enn, í undanúrslit- unum. Nokkrir leikmenn í mínu liði eiga við meiðsli að stríða og svo er Gary Neville í leik- banni í næsta leik. Von- andi verða allir ánægðir eftir næsta leik okkar í keppninni," sagði Vena- bles, sem mun stýra enska landsliðinu í ein- um leik til að minnsta kosti, en hann hættir með enska liðið eftir keppn- ina. „Grátlegt að brenna af vítaspyrnu" „Það er grátlegt að mis- nota víti í vítaspyrnu- keppni. Það þekki ég frá HM 1990. Ég vorkenni þeim leikmönnum spænska liðsins sem náðu ekki að skora úr sínum spyrnum í þessum leik. Ég veit að þeim líður hræðilega," sagði Stuart Pearce eftir leikinn gegn Spáni. „Það kom aldrei annað til greina en að taka víti í þessari keppni,“ sagði Pe- arce, en hann hefur legið undir stöðugum árásum vegna frammistöðunnar 1990. -SK Slapp á flótta frá Gassaog Seaman Ensku landsliðsmennirnir hafa átt í erfiðleikum með að verjast ágangi fjöl- miðlamanna og stuðningsmanna sinna. Ástandið hefur versnað með hverjum sigurleik enska liðsins. Paul Gascoigne og David Seaman reyndu að laumast í stangaveiði á dög- unum en fyrr en varði var einn ljós- myndarinn mættur á árbakkann. Gassi og Seaman eltu Ijósmyndarann og kröfðust þess að fá filmuna en ljós- myndarinn komst undan á flótta á bil sínum og ók í gegnum hlið á bílnum og eyöilagði það og skemmdi bílinn. -SK Komið að undanúrslitum í Evrópukeppni landsliða: Gestgjafarnir í góðum málum Englendingar eru komn- ir í undnúrlit Evrópu- keppni landsliða í knatt- spyrnu eftir 4-2 sigur gegn Spánverjum í rosalegum spennuleik á Wembley á laugardag. Leikurinn var fram- lengdur en hvorugu liðinu tókst að skora. í víta- spyrnukeppninni mistók- ust tvær vítaspyrnur Spán- verja, önnur fór í slá og David Seaman varði hina og tryggði enskum þar með sigurinn. Spánverjar eru því dottnir úr keppninni. Gríðarleg dramatík var á lokamínútum vítakeppn- innar og varla hefur meiri fógnuður brotist út á Wembleyleikvanginum frá því að Énglendingar urðu heimsmeistarar 1966. Sky sjónvarpsstöðin sýndi myndir af fagnaðar- látum enskra um allt land og í sama mund myndir af grátandi spönskum „senjórítum" í heimalandi sínu. Mæta Þjóðverjum Það verða Þjóðverjar sem leika gegn Englend- ingum á Wembley á mið- vikudag. Þjóðverjar unnu sigur á skemmtilegu liði Króatíu, 2-1, en máttu hafa mikið fyrir sigrinum og skoruðu ólöglegt sigur- mark. Dómari leiksins var slakasti maður vallarins og reyndar hefur dómgæsl- an verið slök á EM. Enn sigra Frakkar Frakkar sigruðu Hol- lendinga og eru komnir í undanúrslitin. Leikur liðanna var leið- inlegur og endaði með víta- spyrnukeppni. Frakkar, sem unnu þarna enn einn sigurinn, voru ljónheppnir því Clarence Seedorf fékk sannkallað dauðafæri á lokamínútum leiksins og gat tryggt Hollendingum sæti í undanúrslitunum, en hann misnotaði færið. í vítaspyrnukeppninni misnotaði Seedorf síðan sína vítaspyrnu, Frakkar skoruðu úr öllum sínum spymum og því fóru þeir áfram í keppninni. Þeir eru margir sem eru óá- nægðir með að leikjum ljúki með vítaspyrnu. Portúgalir úr leik en Tékklendingar áfram Portúgal tapaði nokkuð óvænt fyrir Tékklending- um í gær í síðasta leik und- anúrslitanna. Magir höfðu veðjað á lið Portúgals sem líklegan sig- urvegara á mótinu en ljóst er að svo verður ekki. Tékkland mætir liði Frakka í undanúrslitun- unum. -SK Besti árangur- inn í 28 ár Englendingar höfðu ríka ástæðu til að gleöjast yfir árangri sinna manna um helgina. Enskt landslið hefur nefiiilega ekki komist í undanúrslit Evr- ópukeppninnar síðustu 28 árin. Siðasti sigur Englendinga á stór- móti var 1966 er Englendingar urðu heimsmeistarar. -SK Má heyra saumnál detta á hótelinu Terry Venables varaði í gær landa sína við of mikilli bjartsýni og að enska liðið væri alls ekki orðið Evrópumeistari. Venables sagði sína leikmenn mjög rólega og þeir gerðu sér fulla grein fyrir því að enginn sig- ur hefði enn unnist. „Leikmenn mínir hafa ekki far- ið varhluta af öllum fagnaðarlát- unum. Þeir vita hins vegar að á svipstundu getur allt breyst. Á hótelinu okkar eru rólegheitin í fyrirrúmi og þar má heyra saum- nál detta," sagði Venables. Engir aðrir gestir eru á hótel- inu þar sem enska liðið dvelur á meðan á mótinu stendur. -SK Klinsmann ekki með á móti Englandi Draumurinn hjá mörg- um að sjá England og Þýskaland í undanúr- slitum rættist í gær eftir að Þjóðverjar höfðu lagt Króata að velli á Old Trafford í Manchester. Jurgen Klinsmann, sem Eng- lendingar óttuðust hvað mest, verður ekki með vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Krótaíu. Hann fór af velli i fyrri hálfleik meiddur í kálfa. „Skarð Klinsmanns verður ekki auðvelt að fylla en það kemur vonandi maður í manns stað. Eins og meiðslin líta út verður Klinsmann að taka sér tíu daga hvíld en við sjáum hvað setur," sagði Berti Vogts, landsliðseinvaldur Þjóðverja, eftir leikinn við Krótaíu. Leikinn sjálfan sagðist Vogts vera nokkuð ánægður með en Króatía væri svo sannarlega verð- ugur andstæðingur. „Ég fékk allt einu verk í kálfann og það lá beinast við að biðja um skiptingu. Ég hef aldrei lent í meiðslum sem þessum, en það er hvíldin sem læknar þau,“ sagði Klinsmann eftir leikinn í gær. Þýskaland hefur tak á Englandi Breskir fjölmiðlar voru í gær farnir að velta fyrir sér leiknum gegn Þjóðverjum á miðvikudag í undan- úrslitunum. í gegnum tíðina hafa Englend- ingar átt erfitt upp- dráttar gegn Þjóðverj- um. í 13 síðustu leikj- um hafa Englendingar unnið tvivegis. -JKS BÍÍTO 96 Aðeins 16 hafa verið handteknir Rólegheit hafa einkennt stuðn- ingsmenn liðanna í Evrópu- keppninni hingaö til. Öryggisgæsla er öflug og virð- ast lögregluyfirvöld hafa góða stjórn á öllu saman. Aðeins 16 bullur hafa verið handteknar, flestar drukknar og rænulitlar, eftir sigur Englendinga gegn Spánverjum og er það minna en bjartsýnustu menn þorðu að vona. -SK Dugarry úr leik Franski leikmaöurinn Christophe Dugarry meiddist illa á hné gegn Hollendingum. í gær kom í ljós að hann leik- ur ekki meira með franska lið- inu á mótinu. -SK Spáir Englandi í úrslitaleik Mehmet Scholl fagnar marki Jurgens Klinsmanns sem hann skoraði úr vítaspyrnu. Nú er orðið nokkuð víst að Klinsmann leikur ekki meira með Þjóðverjum í keppninni vegna meiðsla sem hann hlaut í leiknum gegn Króatíu. Símamynd Reuter Spænski vamarjaxlinn Nadal spáir því að Eng- lendingar og Frakkar muni koma til með að leika um Evrópumeist- aratitilinn næsta sunnu- dagl „Lið Englands og Frakk- lands eru mjög góð en afar ólík. Ég spái þess- um liðum í úrslit en hvernig úrslitaleikurinn fer kemur í ljós á sunnu- daginn," sagði Nadal sem misnotaði vita- spyrnu gegn Englending- um á laugardag. -SK Tvö dæmdaf Spánverjar voru mjög óánægðir með að tvö mörk voru dæmd af þeim gegn Englending- um. „Markið sem Sal- inas skoraði var löglegt. Það sást greinilega í sjónvarpinu,“ sagði franski leikmaðurinn Amor eftir leikinn. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.