Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.1996, Page 7
MÁNUDAGUR 24. JÚNÍ 1996 27 Liðsstyrkur til Keflvíkinga: Gestur löglegur með Keflvíkingum Gestur Gylfason hefur gengiö til liðs viö Keflvikinga á ný eftir að hafa leikið knattspymu með norska liðinu Strömgodset. Gestur lék með Ketlvíkingum gegn Örebro í Toto-keppninni í gærkvöld (sjá bls. 28) og leikur fyrsta leik sinn með Keflavík í 1. deildinni gegn Breiðabliki á fimmtudaginn. -SK/-ÆMK Úrslitin í 4. deildinni Úrslit í leikjum helgarinnar í 4. deild íslandsmótsins í knattspyrnu urðu þessi: SM-Hvöt . 3-1 Leiknir-Einherji . 4-3 Framherjar-Afturelding . 2-3 TBR-Víkingur Ó1 0-10 Magni-KS . 3-2 Neisti H.-Kormákur . 2-0 10.00 í einkunn í Búdapest Ekaterina Serebrianskaya frá Úkraínu var mjög sigursæl á heimsmeistaramótinu í nútímafimleikum sem fram fór í Búdapest um helgina. Keppendur á mótinu sýndu sniildartilþrif en engin þó betr en Serebrianskaya. Hún gerði sér lítið fyrir og fékk hæstu einkunn, 10.00, fyrir tilþrif sín með bolta. Hér sést hún í æfingum sínum með band en þar náði hún einnig mjög góðum árangri. Stúlkur frá Spáni náðu mjög athyglisverðum árangri á mótinu en lið Búlgaríu fór hailoka í mörgum greinum. Símamynd Reuter Þriðja rallíkrosskeppni sumarsins - Silfurkrossið: Einni sekúndu munaði í krónubílaflokknum Jöfn og hörð keppni einkenndi spennandi rallikrosskeppni, Silfurkrossið, sem fram fór um helg- ina. í krónubílaflokki var keppnin hvað jöfnust. Þar sigraði Elías Pétursson á Fiat á 4,08 mín. Annar varð Garðar Þór Hilmarsson á MMC Sapporo á 4,09 mín. og þriðji Ólafur Ingi Ólafsson á Toyota Corolla á 4,18 mín. Guðbergur Guðbergsson sigraði í rallíkrossflokkn- um á Porsche 911 á tímanum 3,55 mín. Annar varð Ás- geir Örn Rúnarsson á Ford Mustang á 4,06 mín og Sig- urður Unnsteinsson á Volvo þriðji á 4,27 mín. Jöfn keppni var í teppaflokknum. Þar sigraði Ellert Kr. Alexander. Hann ók Ford Mustang á 4,19 mín. í öðru sæti varð Gunnar Öm Hjálmarsson á Malibu en hann fékk tímann 4,24 mín. Þriðji varð Sigfús Þorm- arsson á Chrysler Cordoba á 4,44 mín. Linda ók best í unglingaflokknum Einnig var keppt í ungingaflokki og þar sigraði Linda Garðarsdóttir. Hún ók Nissan Cherry og fékk tímann 3,12 mín. Annar varð Andri Freyr Þórarins- son. Hann sýndi listir sínar á Nissan Sunny og fékk tímann 3,16 mín. Litlu munaði í þessum flokki eins og flestum hinum i keppninni. -SK íþróttir Mjólkurbikarinn í knattspyrnu: Naumt hjá FH í Bolungarvík Höröur Magnússon tryggði FH sigur gegn Bolungarvík í Mjólkur- bikarnum um helgina og skoraði eina mark leiksins. ÍBV vann Breiðablik U23, &-2. Tryggvi Guðmundsson og Stein- grímur Jóhannesson skoruðu 2 mörk og Sumarliði Árnason og Rútur Snorrason eitt. ívar Sigur- jónsson skoraði mörk Breiðabliks. Völsungur tapaði fyrir KA á heimavelli, 0-3. Höskuldur Þór- hallsson, Logi Jónsson og Stefán Þórðarson skoruðu fyrir KA. Loks tapaði ÍR gegn Þrótti, 4-6. Einar Öm Birgisson (2), Heiðar Sigurjónsson (2), Páll Einarsson og Ingvar Ólason skoruðu fyrir Reykjavíkur-Þróttara en þeir Guð- jón Þorvarðarson (2), Ágúst Bene- diktsson og Kristján Brokks skor- uðu mörk ÍR. Dregið verður í 16 liða úr- slitin í dag í dag klukkan fjögur verður dregið í 16 Oliða úrslit bikarkeppn- innar og fer drátturinn fram á Hót- el Loftleiöum. Eftirtalin lið eru í hattinum: Fylkir, Breiðablik, Þór Akur- eyri, Skallagrímur, Akranes, KR, Stjaman, Keflavík, Valur, Leiftur, Fram, Grindavík, ÍBV, FH, KA og Þróttur Reykjavík. -SK Taktu þátt í leitinni að Evrópumeistara DV! Með þvi að spá fýrir um úrslit EM og hver markakóngur keppninnar verður og senda svarseðilinn til DV ertu kominn í pottinn og gætir orðið Evrópumeistari DV. Dregið daglega! Daglega verða dregnír út skemmtilegir vinningar úr öllum innsendum seðlum. Nöfn vinningshafa veröa birt daginn eftir á íþróttasíöum DV. Svarseðlarnir birtast jafnframt á hverjum degi í DV þartil keppninni lýkur, þú getur því sent inn eins marga seðla og þú (Ekki er tekiö við Ijósritum) Geisladiskar og bíómiðardc Daglega eru nöfn þriggja þátttakenda dregin úr pottinum og fá þeir heppnu geisladisk frá Japis og bíómiða fyrir tvo í Háskólabíó. Glæsileg verðlaun fyrir Evrópumeistara DV! byrjun júlí verður dregið úr öllum réttum innsendum seðlum og fær Evrópumeistari DV glæsilega Soriy myndbandstökuvél, CCD-TR340 frá Japis, að verömæti 59.900 kr. Vélin er 8 mm, mjög Ijósnæm (0,3 lux) sem þýðir aö þaö er nánast er hægt að taka myndir í myrkri án Ijóss og með 10 x aðdrætti. Vélinni fylgir rafhlöðukassi fyrir LR6 rafhlöður og fjarstýring. SONY rsTO HASKÓLABIO 1) Hvaða lið lenda í fyrstu þremur sætunum í EM? II________________2)__________________3) 2) Hver verður markakóngur keppninnar?____ Nafn: Sími: Heimilisfang:________________________________________________________ Sendlst tll DV, merkt: Evrópumelstarl DV, Þverholtl 11,105 Reykjavík. Skllafrestur er tll 28. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.