Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 Fréttir DV Sala fiskmarkaöanna í landinu í fyrra: Seldu 107 þúsund tonn fyrir 8,5 milljarða króna Magn og söluverðmæti þeirra 19 fiskmarkaða sem starfa í landinu hefur verið nokkuð svipað síðustu þrjú árin. í fyrra voru seld 107.646 tonn af fiski á mörkuðunum fyrir 8,5 milljarða króna. Árið 1994 voru það 98.062 tonn fyrir 7,7 milljarða og árið 1993 voru seld 95.543 tonn fyrir 6,9 milljarða króna. Fiskmarkaður Suðurnesja er stærsti markaðurinn á landinu. Þar var seld 27.891 lest að verðmæti 2,1 milljarður króna í fyrra. Fiskmark- aður Suðurnesja starfar á fjórum stöðum, í Reykjanesbæ, Sandgerði, Grindavík og ísafirði. Næststærstur er Fiskmarkaður Breiðafjarðar með 17.650 tonn að verðmæti 1,5 milljarður króna í fyrra. Hann starfar á fimm stööum; á Rifi, í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi og á Amarstapa. í 3. sæti er Fiskmarkaðurinn hf. í Hafnarfirði. Þar var selt 11.451 tonn að verðmæti 762 milljónir króna í fyrra. Þessir 19 fiskmarkaðir skipt- ast í tvær blokkir, ef svo má segja. Annars vegar eru það markaðir sem eru innan íslandsmarkaðar og hins vegar þeir sem eru innan Reikni- stofu fiskmarkaða. Hlutfall markaða innan íslandsmarkaðar í sölunni er heldur meira en hjá Reiknistofunni eða 56 prósent á móti 44 prósent hjá Reiknistofunni það -sem af er þessu ári. Fiskmarkaðir sem eru innan reiknistofu fiskmarkaða eru mark- aðurinn á Suðumesjum, Fiskmark- aður Snæfellsness í Ólafsvík, Fisk- markaður Hornafjarðar, Fiskmark- aður Dalvíkur, Fiskmarkaður Hólmavíkur og Fiskmarkaður Vopnafjarðar. í íslandsmarkaði eru Fiskmark- aður Breiðafjarðar, Fiskmarkaður- inn hf. í Hafnarfirði, Fiskmarkaður- — Fiskmarkaður Bolungarvlkur (FBo) ■ Bolungarvík Fiskmarkaður Húsavíkur (FHú) Fiskmarkaður Dalvíkur (FD) lil ® ísafjöröur Fiskmarkaður á Skagaströnd (FSk) Rskmarkaður Isafjarðar (Fi) Fiskmarkaður Vestfjarða hf. (FVe) # Skagaströnd , # Dalvík 0 Húsavík Fiskmarkaður Vopnafjarðar (FVo) x mm Vopnafjörður # # Tálknafjöröur # Hólmavík Fiskmarkaður Hólmavíkur (FHó) Fiskmarkaður Tálknafjarðar (FT) Fiskmarkaöur Snæfellsness hf. (FSæ) Ólafsvík 4^'" 0 #Grundarfjöröur m 30.000 25.000 20.000 15.000 10.000 Sala fiskmarkaða -tonn - jffj I - M j,- I ^ |.!.._,-Í--4-~-í ,J | * ■ ■ ■ ■ ■ 1 IÍb ll FS FB F Ft> FV Fax Fl FSæ FH FVe S FD FVoFHóFSk Fa FT FHú FBo Sala fiskmarkaða - milljónir króna - lll.ll_______________ FS FB F FÞ FV Fax Fl FSæ FH FVe S FD FVoFHó FSk Fa FT FHú FBo Vestmannaeyjar#' , , , :ít‘ i DV inn í Þorlákshöfn, Fiskmarkaður Reykjavík, Fiskmarkaður ísafjarð- Fiskmarkaðurinn á Skagaströnd, ur Húsavíkur og Fiskmarkaður Bol- Vestmannaeyja, Faxamarkaðurinn í ar, Skagamarkaðurinn á Akranesi, Faxalón í Hafnarfirði, Fiskmarkað- ungavíkur. -S.dór Dagfari Bjöllurnar hringja Friðurinn getur verið afstæður. Þannig mátti sjá það um helgina að hingað til lands var kominn forseti Gandhi-stofnunarinnar, sem styrkt hefur hreyfingu Ástþórs Magnús- sonar forsetaframbjóðanda, Frið 2000. Stofnun þessi er vel stæð og styrkir einstök verkefni Friðar 2000 fjárhagslega en forsetinn neit- ar því að hann styrki Ástþór í bar- áttunni um Bessastaði. Um þá bar- áttu ríkir heldur enginn friður. Forseti stofnunarinnar segist hafa spurt forsetaframbjóöandann um það hvort fjármál Friðar 2000 og Bessastaðabaráttunnar væru að- greind og hefði Ástþór fullvissað sig um að svo væri. Ástþór hefur líka greint frá því að hann hafi selt einkaþotu og fleira til þess að fjár- magna Bessastaðabröltið. Gandhi- forsetinn bað um bókhald Friðar 2000 og sá þar engin merki þess að tengsl væru á milli fjármögnunar forsetabaráttunnar og Friðar 2000. Hann kvartaði að vísu undan því að bókhaldið væri á íslensku og erfitt væri að skilja það skrýtna tungumál. Það þarf enga útlendinga til þess að segja okkur þetta. Það gengur mörgum illa að skilja það sem fram fer á íslensku jafnvel þótt menn séu bornir og barnfæddir hérlend- is. Þá gengur öðrum enn verr að skilja hjá sér bókhaldið og er hér talað almennt en ekki um friðar- bókhaldið. Það hafa margir undrast það hve stöndugur Ástþór er og hve mikl- um peningum hann hefur eytt í baráttu sína. Hann gerir lítið úr og segir aðra geta gert það sama, selt eignir sínar, hús og bíla og skellt sér í baráttuna. Það dettur auðvit- að afar fáum i hug enda vilja ís- lendingar aðeins hugsjónir sem kosta ekki peninga. Það fer í taugamar á forseta- frambjóðandanum að fréttamenn séu með nefið í hans koppi og Frið- ar 2000. Hann hefur hótað því að fái hann ekki frið fyrir fjölmiðlun- um pakki hann bara saman og haldi til Kostaríka. Hann verður auðvitað að ráöa því maðurinn og ekki er annað hægt en dást að vali landsins. Ekkert landsnafn hljóm- ar eins dásamlega fyrir auðmenn og Kostaríka. íslendingar, nýkomnir af sauð- skinnskónum, fatta ekki friðarbar- áttuna. Þeir gera bara grin að for- setakosningunum í heild og kalla fjórmenningana, sem í boði eru, grís, skvís, frýs og pís(peace) og getur hver sem vill raðað þessum nöfnum á þá sem biðla nú til kjós- enda. Landinn skilur ekkert í Ást- þóri að spreða þessum peningum út um allt í stað þess að lifa og leika sér fyrir þá. Friðarþankinn ristir ekki dýpra en þetta hjá mör- landanum. Það gildir því um Ást- þór eins og aðra að fáir eru spá- menn í sínu fóðurlandi. Það á því mikið eftir að breytast hérlendis áður en menn grípa al- veg hugmyndir forseta Gandhi- stofnunarinnar. Ástþór segir hann nefnilega hafa komið hingað til þess að setja upp friðargarð í Öskjuhlíð og stofna skóla fyrir börn svo þau geti unnið friðsam- lega úr vandamálum sínum. í Öskjuhlíðinni á að vera bjöllugarð- ur þar sem stytta af Mahatma Gandhi hringir inn friðinn árið 2000. Hugmyndin um bjöllugarðinn er góð nema að einu leyti. Ef lands- menn verða með svipaðan þanka- gang árið 2000 og nú er hætt við að þeir líti á bjöllugarðinn sem mesta friðarspilli. Bjöllurnar gætu raskað ró manna og haft af þeim svefnfrið- inn. Þetta er auðvitað af því að menn eru á of lágu plani. Þá er al- veg óvíst að strákpjakkar í skóla hætti að toga í tíkarspena á stelp- um eða láti af því að henda í þær snjóbolta þótt skóli þeirra verði undir friðarmerkjum. Öskjuhlíðin er tiltölulega frið- samur staöur og staðarvalið gott með tilliti til þess. Gandhi og hans menn yrðu hins vegar miklu vin- sælli hér á landi ef þeir kæmu bjöllugarði upp í miðbæ Reykjavík- ur. Þar hefur ófriður verið árum saman og full þörf á að breyta því. Það hefur hver bjöllusauðurinn á fætur öðrum haft sig í frammi og lamið mann og annan. Takist Fi-iði 2000 að koma á vopnahléi í því stríðshrjáða hverfi er björninn unninn. Þá sést að til einhvers er unnið og athafnir fylgja orðum. Þá mega bjöllurnar hringja næturlangt, Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.