Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 5 \ Fréttir Hópur austurlenskra ferðamanna hamstraði lýsi: Engu líkara en fólkið fyndi gull í hillunum - segir Karl West, verslunarstjóri Hagkaups í Kringlunni „Þetta var nokkuð sérstakt og gladdi hjarta íslendingsins að sjá hversu mikið aðdráttarafl lýsið okk- ar hafði. Það var engu líkara en fólkið fyndi gull í hillunum, slíkur var áhuginn," segir Karl West, verslunarstjóri Hagkaups í Kringl- unni, en hópur austurlenskra ferða- manna var í versluninni í gær og hreinlega hamstraði lýsi. Fyrst og fremst var fólkið að kaupa lýsistöflur, krukkur í hund- raðavís, en fjölmargir tóku einnig flöskur. „Ég hef í raun enga skýringu á þessu aðra en þá að ekkert þessu- líkt fáist þarna austur frá og að það hafi haft spumir af því hversu heil- næmt þetta þætti,“ segir Karl West. Nærstaddir Frónverjar höfðu á orði í Hagkaupi í gær að þarna væru tækifærin, rétt væri að flytja okkar ágæta lýsi út í tankskipum því sýnilegt væri að fólkið hefði skipt úr ullinni og yfir í lýsið. „Þetta kemur mér ekkert sérlega mikið á óvart því Japanar hafa tröllatrú á svokölluðum DHA-fitu- sýrum sem eru í lýsinu. Þessar sýr- ur finnast meðal annars í heila, aug- um og sæðisfrumum og ég er ekki frá því að þeir telji sig verða frjósamari með lýsistökunni," segir Baldur Hjaltason, framkvæmda- stjóri Lýsis hf. Þorskalýsið mun vera það lýsi sem ríkast er af um- ræddum fitusýmm. Baldur segir að lýsi sé flutt út til Japans í frekar litlu magni. Um sé að ræða tvo gáma á ári, lýsið sé flutt út í tunnum og því sé pakkað undir öðru merki en íslendinga. „Þessi áhugi þeirra er vissulega ánægjulegur og ég vona bara að þetta eigi eftir að lengja líf japönsku þjóðarinnar," segir Baldur. -sv Austurlandabúarnir sýndu lýsinu mikinn áhuga í Hagkaupi í gær og fóru klyfjaöir út. Þorskalýsiö er ríkt af DHA-fitusýrum og á því hafa m.a. Japanar tröllatrú. DV-mynd Áskell Þórisson Drekinn mikli mun gæta þeirra sem sækja Landsmót skáta í næsta mánuöi. Undarlegt mannvirki viö Miklubraut: Landsmótshlið skáta Síðustu daga hefur torkennilegt mann- virki vakið athygli vegfarenda sem átt hafa leið um Miklubraut við Sogamýrina. Þar hefur verið reist stefni af víkinga- skipi, fimm metra breitt og tíu metra hátt, og efst á því trónir drekahöfuð. Mannvirki þetta er stefni af víkinga- skipi og mun gegna hlutverki mótshliðs Landsmóts skáta, en sú hefð hefur skapast hjá skátunum að smíða sérstök hlið að tjaldbúðasvæði á landsmótum. Því hefur verið komið fyrir á þessum stað til þess að vekja athygli á landsmótinu sem haldið verður 21. til 28. júlí að Úlfljótsvatni. Yfir- skrift mótsins er „Á víkingaslóð" og dreg- ur mótshliðið keim af því þema. Landsmót eru stærstu viðburðir í starfi hvers skáta. Þau eru haldin á þriggja ára fresti og eiga margir skátar sínar bestu minningar af slíkum mótum. Skátarnir búa í tjöldum meðan á mót- inu stendur og er mótssvæðið yfirleitt svipað að stærð og stórt þorp, slíkur er fjöldinn. Búist er við að þátttaka á mótinu í ár verði meiri en nokkru sinni fyrr eða um fimm þúsund manns. -SF 600 tölvur á 45 dögum! Örgjörvi: Tiftíöni: Vinnsluiiiinni: Skjáminni: Harödiskur: Geisladrif: Hátalarar: Skjár: Diskadrif: Fylgir með: PowerPC 603 RISC 75 megariö 8 Mb 1Mb DRAM 800 Mb Apple CD600Í (íjórhraða) Innbyggðir tvíóma hátalarar Sambyggður Apple 15" MultiScan Les gögn af Pc disklingum Sjónvarpsspjald sem gerir kleift að horfa á sjónvarpið í tölvunni auk þess sem hægt er að tengja viö hana myndbandstæki eða upptökuvél, taka upp efni, vinna með það og setja eigin myndir í mismunandi skjöl. Composite og S-VHS inngangar. Fjarstýring Mótald með faxi og símsvara Hnappaborð: Apple Design Keyboard Stýrikerfi: System 7.5.1 sem að sjálfsögðu er allt á íslensku Hugbúnaður: Hið fjölhæfa ClarisWorks 3.0 sem einnig er á íslensku. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagnagrunnur og samskiptaforrit i Apple-umboðið Skipholti 21 • Sími 511 5111 • Heimasíðan: http://www. apple. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.