Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. JUNÍ 1996 Fréttir__________________________________________________________________________________pv Ingvar Samúelsson, starfsmaður í Þörungavinnslunni, fékk yfir sig tvö tonn af þangi: Frétti í bílnum að engin flugvél væri á leiðinni - Ingvar „Ég heyröi það í sjúkrabílnum að það væri engin sjúkraílugvél á leið- inni. Vélin væri upptekin í farþega- flugi og þyrfti fyrst að fara til Reykjavíkur og taka þar búnaðinn vegna sjúkraflutninganna. Þvi væri nokkurra klukkustunda bið eftir henni,“ segir Ingvar Samúelsson, starfsmaður Þörungavinnslunnar á Reykhólum, í samtali við DV. Ingvar lærbrotnaði illa þegar hann fékk um tvö tonn af þangi yfir sig við vinnu í verksmiðjunni á Reykhólum fyrir helgina. Meiðsl hans voru það alvarleg að læknir og hjúkrunarfræðingur töldu að hann yrði að komast á sjúkrahús þegar í stað. Slysið varð klukkan 10.10 að morgni en hjá íslandsflugi, sem hef- ur tekið að sér sjúkraflug á Vest- fjörðum, fengust þau svör að engin vél væri til taks og yrði ekki fyrr en eftir hádegi. Var þá ákveðið að kalla út þyrlu og flytja Ingvar með henni. „Það var auðvitað ekki upp- örvandi að heyra að engin hjálp væri á leiðinni en ég var svo sem ekki í neinu stuði til að velta því fyrir mér,“ segir Ingvar. Sigfús Sigfússon hjá íslandsflugi segir að sú staða geti hæglega kom- ið upp aö bíða verði eftir sjúkra- flugi. í þessu tilviki hafi beiðni um flug komið um klukkan ellefu og það var hægt að senda vél af stað klukkan tólf. „Samningur okkar um sjúkra- flugið hljóðar upp á að við erum skuldbundnir til að hafa vél á fsa- firði eða í Holti um nætur yfir vetr- sjúkrahús artímann. Á öðrum tímum eigum við að geta sent vel innan eins og hálfs tíma. Við það getum við staðið en það var ekki talið nóg í þessu til- viki og því var þyrlan kölluð út,“ segir Sigfús. Lán að læknir var á staönum Ingvar segir að það hafi verið lán í óláni að læknir var á staðnum þeg- ar hann meiddist. Komu læknis frá Búðardal hafi veið frestað vegna þjóðhátíðardagsins og hann einmitt verið staddur á Reykhólum þegar slysið varð. Þá býr hjúkrunarfræð- ingur á Reykhólum og veitir það mikið öryggi. Slysið bar að með þeim hætti að 18 ára fóstursonur Ingvars festist á fingrunum þegar hann ætlaði að leysa hnút á botni þangpoka. Ingvar stjórnaði krana við verkið. „Þegar ég sá *að strákurinn var fastur stökk ég til og ætlaði að skera á hnútinn. Ég reiknaði með að sleppa undan hlassinu í tæka tíð þótt ég vissi að það yrði tæpt,“ seg- ir Ingvar. Honum tókst þó ekki að hlaupa undan og fékk þangið yfir sig. Fóst- ursonurinn lenti líka undir hlass- inu en slapp lítið meiddur. Ingvar segir að starfsfélagarnir hafi náð honum undan farginu á fáum mín- útum.' „Ég fann strax að þetta var alvar- legt en ég hélt samt meðvitund aflan tímann og nú lítur út fyrir að ég komist á ról innan fárra daga,“ seg- ir Ingvar. -GK lærbrotnaöi illa og þurfti aö mati læknis aö komast strax á Ingvar Samúelsson er á batavegi ettir að hafa fengiö tvö tonn af þangi yfir sig. Hann lærbrotnaði illa. DV-mynd Pjetur Rafmagnsbíll gefinn á Þjóöminjasafnið: Án efa einn merkileg- asti bíll aldarinnar - segir Rósa Ingólfsdóttir sem mun sýna hann á handverkssýningu Stjórn Veitustofnana: Vill hafa hraðútboð á EES-markaði Stjórn Veitustofnana ætlar að láta kanna hvort hægt sé að láta fara fram hraðútboð á EES mark- aði á byggingu virkjunar á vegum borgarinnar á Nesjavöllum. Hrað- útboð gæti stytt verulega útboðs- ferilinn fyrir framkvæmdirnar og segir Alfreð Þorsteinsson stjórn- arformaður að með því opnist möguleiki á að Nesjavallavirkjun gæti verið tilbúin á miðju ári 1998. Forráðamenn Columbia Alu- minum í Bandaríkjunum hafa sent fyrirspurn til Hitaveitu Reykjavíkur og óskað svara við því hvort orkuframleiðsla geti hafist á Nesjavöllum á árinu 1998, helst fyrri hluta þess árs. Verði hægt að hefja framleiðsluna mun Columbia Aluminum hugsanlega kaupa 30 þúsund tonna álver í Þýskalandi og setja upp á Grund- artanga. Beðið er svara fyrir miðja vikuna. Alfreð segir að aflþörf alvers á ■ Grundartanga verði 55 megavött og gangi fyrirspurn Columbia- manna út á það hvort Nesjavalla- virkjun gæti séð álveri fyrir allri orkunni snemma árs 1998 eða helmingi hennar og Landsvirkjun séð fyrir því sem upp á vantar. Stjóm Veitustofnana hefur þegar ákveðið að flýta öllum undirbún- ingi fyrir raforkuvinnslu, sam- þykkt að hefja verkkönnun og falið Innkaupastofnun Reykjavík- urborgar að láta fara fram forval vegna kaupa á túrbínum en sam- kvæmt EES samningnum verður útboð að fara fram. „Þá vaknar spurningin hvort að það sé hægt að flýta þessu enn frekar og það munum viö athuga. Það er í sjálfu sér allt hægt ef menn setja kraft í það en við verð- um að gefa okkur smátíma til að fara ofan í málið,“ segir Alfreð. Columbia Aluminum hefur sent svipaða fyrirspm-n til Hitaveitu Suðurnesja. -GHS Ráðstefna jarðskjálftafræðinga Rósa Ingólfsdóttir tók við bílnum úr flutningabíl frá Húsavík í gær. Hún ætl- ar þessurn merka rafbíl að skipa heiðurssess á handverkssýningu í Laugar- dalshöll í næsta mánuði. DV-mynd PÖK „Þetta er þriöji rafbíllinn sem kom til landsins. Fyrstu tveir bíl- arnir fóru aldrei á götuna þannig að þessi er mjög sögulegur. Bóndi noröur á Húsavík keypti bílinn og ætlaði að nota hann á milli fjóss og húss en hann dagaöi uppi einhvers staðar á miöri leið í fjósið með brot- inn kúplingsdisk. Nú hef ég fengið fyrirtæki úr bilabransanum til þess að kaupa hann í bæinn og Þjóð- minjasafnið hefur ákveðið að taka við honum. Þetta er án efa einn merkilegasti bíll þessarar aldar því framtíðin hlýtur að vera í rafmagn- inu,“ segir Rósa Ingólfsdóttir sem ætlar þessum merka bíl að vera heiðursgestur á handverkssýningu í Laugardalshöll í næsta mánuði. Rósa segist með þessu vilja sýna Gisla Jónssyni prófessor virðingu sína en hann annaðist rekstur bíls- ins og rannsóknir á honum á vegum Háskólans fyrst eftir að hann kom til landsins. Gisli er erlendis en samkvæmt upplýsingum frá honum er bíllinn alveg ökufær. Laga þarf þó kúplinguna og hugsanlega að mála hann í upprunalegum lit. „Þessi bíll er tákn hugvitsins og því finnst mér gaman að geta sýnt hann á sýningunni í Laugardalshöll 18.-21. júlí. Sýningin verður eitt ís- lenskt, já takk, frá upphafi til enda og það er gaman að geta sagt frá því að hluti hennar fer til Þýskalands í nóvember og verður þar á íslands- viku,“ segir Rósa. Þeir sem fiármagna bílinn eru FÍB, Hondaumboðið, Bíliðnafélagið, Brimborg, Ingvar Helgason, Man vörubílar, Jöfur, Ræsir, Pólar, Bíla- naust, Toyota og Bílgreinasamband- ið. -sv í haust verður haldin hér á landi ráðstefna samtaka evrópskra jarð- skjálftafræðinga. Ráðstefnan fer fram dagana 9. til 14. september og er búist við að 350 til 400 manns sæki hana. Reiknað er með að niðurstöður a.m.k. 500 rannsóknarverkefna verði kynntar á ráðstefnunni. Þá munu fyrirtæki víða að kynna rann- sóknartæki. Farið verður i jarð- fræðilegar skoðunarferðir bæði fyr- ir og eftir ráðstefnuna. Veðurstofa íslands, Háskóli ís- lands og Umhverfisráðuneytið standa að ráðstefnunni, en nefnd ís- lenskra vísindamanna frá mörgum stofnunum hefur frá því síðastliðið sumar starfað að undirbúningi hennar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.