Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 11 Fréttir Manngerðir hellar í Rangárþingi: Fjöldagröf frá því í svartadauða - hvar er Hundraðmannahellir? spyr Eyjólfur Guðmundsson Skyldu munnmæli og skráðar heimildir greina rétt frá þvi að svo- kallaður Hundraðmannahellir skammt frá gamla bæjarstæðinu að Pulu í Holtum hafi að geyma ósnerta fjöldagröf frá því i svarta- dauða? „Það fæst ekki úr því skorið nema að rannsaka málið og það væri sannarlega saga til næsta bæj- ar ef það kæmi í ljós,“ segir Eyjólf- ur Guðmundsson, áhugamaður um manngerða hella í Rangárþingi. Eyjólfur hefur um nokkurn tíma lagt sig mjög fram um það að ítar- legar fornleifarannsóknir verði gerðar á fomum manngerðum hell- um 1 Rangárvallasýslu sem eru íjöldamargir. Nokkuð hefur verið fjallað um þessi fyrirbæri og m.a. hafa Hallgerður Gísladóttir þjóð- háttafræðingur og Árni Hjartarson jarðfræðingur ritað bók um athug- anir sem þau hafa gert og m.a. fund- ið stórmerka smiðju í einum þeirra frá miðöldum. En Eyjólfur telur að betur þurfi að gera. Það þurfi að laga þá hella sem þegar eru opnir og þekktir og gera þá aðgengilega ferðamönnum. Jafnframt hljóti það að vera mjög þýðingarmikið að fornleifafræðing- ar taki til við að rannsaka þann fjölda hella sem eru lokaðir til þess að varpa ljósi á uppruna þjóðarinn- ar og forna lífshætti. Fyrrnefndur Hundraðmannahell- ir við Pulu er talinn vera nærri þeim stað sem bærinn að Pulu stóð en bærinn var, að því er munnmæli í Holtum og Landsveit herma, flutt- ur vegna magnaðs draugagangs sem menn röktu til hellisins. Ein munn- mælasagan segir að hann hafi hrun- ið yfir hóp fólks sem þar leitaði skjóls undan svartadauðafárinu. Eyjólfur fór nú í vor ásamt Margréti Hallgrímsdóttur fornleifa- fræðingi þangað austur og telur Eyjólfur líkur á því að hellinn sé að finna á ákveðnum stað þar sem er aðflutt grjót sem hugsanlega hefur verið notað I dyrahleðslu. Einnig er að sjá dæld þar hjá þar sem gæti hafa verið strompur sem hrunið hefur ofan í og síðan gróið til. Eyjólfur hvetur eindregið til að rannsóknir verði hafnar þarna hið fyrsta og gagnrýnir um leið harð- lega þá sem undanfarin ár hafa ráð- ið og stýrt fornleifarannsóknum og forgangsröðun þeirra undanfarin ár og sakar þá um að hafa tafið og á stundum hreinlega komið í veg fyr- ir að rannsóknir yrðu gerðar. Hann á hér við Fomleifanefnd fyrst og fremst, sem nú hefur verið lögð nið- ur, og nefnir sem dæmi að Héraðs- nefnd Rangárvallasýslu hafi á sín- um tíma ákveðið að kosta opnun lokaðs hellis sem vitað er um á Hellu. Það eina sem farið var fram á við Fornleifanefnd og þáverandi for- mann hennar var að nefndin legði til fornleifafræðing til að fylgjast með og stjórna því að allt færi fram samkvæmt lögum og vísindakröf- um. Nefndin og formaðurinn hefðu hins vegar stöðvað framgang máls- ins án þess að styðja það gildum rökum. Ekki til peningar, segir for- maður Þjóðminjaráös „Það er vafalaust fjölmargt merkilegt þarna að finna og reynd- ar líka miklu víðar. Við vitum því miður ekki hvar við eigum að bera niður í rannsóknum á fornmunum okkar því að fjármunir eru mjög takmarkaðir. Rannsóknir á Bessa- stöðum hafa undanfarið verið látn- ar ganga fyrir öllu öðru og rann- sóknir á manngerðum hellum hafa ekki verið uppi á borðinu að undan- förnu,“ segir Sturla Böðvarsson, for- maður Þjóðminjaráðs, við DV. Þjóðminjaráð er nú sú stofnun sem hefur með fornminjar og rann- sóknir á þeim að gera en sem ráð- gefandi aðili. Ráðið leggur tillögur sínar um hvar og hvað skuli rann- sakað á hverjum tima fyrir þjóð- minjavörð sem síðan tekur ákvarð- anir samkvæmt núgildandi lögum en fornleifanefnd hefur verið lögð niður. Sturla segir að Þjóðminjaráð muni siður en svo standa gegn því ef emhverjir aðilar vilja flýta og kosta faglegar rannsóknir á tiltekn- um minjum. -SÁ Inni í helli f landi Lýtingsstaöa í Holtum. Hellirinn er höggvinn út í sandstein. Léleg grásleppuvertíð DV, Hólmavík: Eindæma lélegri grásleppuvertíð er nú að ljúka. í aprílbyrjun, þegar hefja mátti veiðar, voru menn bjart- sýnir og gerðu sér vonir um að vænta mætti góðrar veiði að þessu sinni vegna hagstæðra sjávarskil- yrða. Flestir hafa tekið upp net fyr- ir allnokkru. Helst var að eigendur allra minnstu bátanna yrðu sæmi- lega varir og þeir sem færðu netin og áttu þau „upp í harða landi“, eins og einn viðmælandi fréttarit- ara komst að orði. Meðal sjómanna eru ýmsar skýr- ingar á hinni dræmu veiði siðustu árin, margir kenna um ofveiði og telja brýna þörf á að til komi veiði- stöðvun í eitt til tvö ár. Eða þá að ákveðin svæði verði friðuð svo að hrygning geti einhvers staðar átt sér stað óáreitt. Eyjólfur Guömundsson viö hellamunna í landi Ægissíöu í Holtum. # ÞAÐ ERU AÐEINS TVÐRIFRAMBOÐI X Litlausir Mtrúar keifeis jn þai'sem tvBkmimgshátturstjómmálannaskm í gegn. Það hefur komið bersýnilega í ljós á framboðsfundum að fflu máli skiptir hvem af þessum litlausu frambjóðendum þú velui: Enginn j)eirra hefur viljað gefa afdráttarlausa afetöðu gegn kjamorkuvopnastefnu iíkissþomarinnarné ganga fram fyrir skjöldu í baráttu fyiir betri lilskjörum landsmanna með því að íílandinu. XAstþor MagnilSSOIl, maður sem þorir að standa með þér og þinni fjölskyldu og gæta hagsmuna þjóðarinnar með því að vera sjálfur í eldlínunni. Þú getur treyst því að Ástþór Magnússon mun ekki láta undan þrýstingi frá valdaklíkum eða stjórnarherrum þegar forsetinn þarf að standa vörð um hagsmuni fólteins í landinu. Ástþór hefur einnig víðtæka reynslu í viðskiptum á alþjóðlegum vettvangi og mun stuðla að uppbyggingu nýrra atvinnuvega hér á landi og víðtækri kynningu á landi og þjóð um allan heim. Þann 29. júní velur þú framtíð okkar! \ÁstþórMagnússm Ki Maður sem gerir þín baróttumál að sínum S T U Ð G S M E N N F R I Ð A R -GF

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.