Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aöstoöarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI14,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 6272. Áskrift: 800 6270 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuöi 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverö 150 kr. m. vsk., helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Ruddalegur skuldakóngur Bandaríkjastjóm hefur tilkynnt, aö hún muni beita neitunarvaldi til að koma í veg fyrir endurkjör Boutros Ghali til annars fimm ára tímabils sem framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur gert honum til- boð um, að hann fái til málamynda eins árs framleng- ingu. Fulltrúar Evrópu eru hvumsa yfir þessum yfirgangi Bandaríkjanna. Þeir eru flestir ánægðir með störf fram- kvæmdastjórans eins og raunar fulltrúar ríkja úr öðrum heimshlutum. Þeir telja, að Boutros Ghali hafi staðið sig með bezta móti og eigi að fá fnnm ár í viðbót. Flest bendir til, að hann fái eindreginn stuðning flestra ríkja heims, en verði samt að víkja vegna neitun- arvalds Bandaríkjanna. Evrópuríkin, sem borga skilvís- lega gjöld sín, telja brýnna, að Bandaríkin fari að greiða niður sjötíu milljarða króna skuld sína við samtökin. Fulltrúar Bandaríkjanna segja hins vegar, að þetta sé einmitt aðferðin við að greiða niður skuldina. Boutros Ghali er af ómálefnalegum ástæðum orðinn blóraböggull meirihluta repúblikana í bandaríska þinginu, sem kenn- ir honum um ýmislegt, sem aflaga fer í heiminum. Þingið hefur árum saman sett í íjárlög ríkisins mun lægri upphæðir en Bandaríkin hafa skuldbundið sig til að greiða og þannig safnað gífurlegri skuld. Ríkisstjórn- in telur, að fyrirstaðan gegn fárveitingunum muni dofna, ef hinn óvinsæli Boutros Ghali verði rekinn. Merkilegast í öllu þessu er, að Bandaríkjastjórn er sí- fellt aö hlaða verkefnum á Sameinuðu þjóðirnar, sum- part gegn ráðum annarra ríkja, en neitar síðan að taka þátt í að greiða verkefnin, sem hún stofnar sjálf til. Eng- in rökfræði eða málefni eru í siðleysi hennar. Ruddalegar aðgerðir Bandaríkjastjórnar væru skiljan- legri, ef hún hefði á takteinum annan frambjóðanda, sem líklegur væri til að taka til hendinni í ofvöxnu og gagns- litlu skrifræði Sameinuðu þjóðanna og nyti víðtæks trausts. En hún hefur alls engan frambjóðanda. Boutros Ghali hefur metið stöðuna og komizt að raun um stuðning alls þorra ríkja heimsins. Hann telur sig ekki hafa neinu að tapa og ætlar því að bjóða sig fram til annars kjörtímabils. Þá reynir óþægilega á neitunar- vald ósvífna skuldakóngsins í Sameinuðu þjóðunum. Komið hefur í ljós í ýmsum málum, að Clinton Banda- ríkjaforseti er nánast alveg stefnulaus í utanríkismálum og skiptir um skoðun á ýmsa vegu eftir því, hvernig vindurinn blæs í innanríkismálum. Hann rambar fram og til baka eftir gagnrýni repúblikana hverju sinni. Af því að kalda stríðinu er lokið, telja ríkisstjómir heimsins sig ekki þurfa eins mikið á bandarískri forustu að halda og áður. Þess vegna er vingulsháttur forsetans ekki eins skaðlegur og hann hefði verið fyrr á árum. Samt veldur hann óþægindum í samstarfi ríkja heims. Með neðanbeltisárás sinni á Boutros Ghali hefur Bandaríkjastjórn aukið einangmn sína á alþjóðlegum vettvangi og dregið úr líkum á, að tekið verði mark á henni, þegar hún þarf á því að halda. Hún hefur hagað sér eins og óknyttaunglingur með neitunarvaldi. Boutros Ghali er engan veginn gallalaus. Hann hefur ekki tekið skrifræðið nógu fostum tökum og hefur verið tregur til aðgerða, til dæmis í Bosníu, sumpart vegna peningaleysis af völdum skuldseigju Bandaríkjanna. En auðvelt er að hugsa sér mun lakari framkvæmdastjóra. Hann er líka áhrifamesti og virtasti framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, ef til vill að Dag Hammar- skjöld frátöldum, og ætti því að sitja áfram. Jónas Kristjánsson „Segja má að Kringlumýrarbrúin sé táknræn fyrir þessa þróun og þá viðhorfsbreytingu sem orðið hefur í Reykjavík," segir Ingibjörg Sólrún m.a. í greininni. Lýðræðislegri og betri borg I mínum huga er Reykjavíkurborg þjónustufyrirtæki í eigu borgarbúa. Reykvíkingar eiga rétt á því að þetta fyrirtæki geri það sem i þess valdi stendur til að mæta sameiginlegum þörfum þeirra fyrir þá velferðarþjón- ustu sem þeir fá ekki annars staðar. Þeir eiga líka rétt á því að stofnanir og fyrirtæki borgar- innar séu þjónustu- vinsamleg og kom- ið sé fram við borg- arbúa eins og við- skiptavini hvort heldur sem erindi þeirra fá synjun eða samþykki. Frá stöðnun til breytinga Borgarbúar eiga ekki aðeins rétt á því að þeim sé þjónað. Þeir eiga líka rétt á því að vel sé farið með sameiginlega fjár- muni þeirra. Þess vegna er mikil- vægt að gæta að- halds og spamaðar í borgarrekstr- inum og skipu- leggja einstaka þætti hans með þeim hætti að auð- velt sé að fylgjast með því hvernig fjármunum er varið. í jjeim efnum hvílir mikil ábyrgð á stjórnendum borgarinnar, bæði stjómmála- mönnum og embættismönnum. Ég dreg enga dul á þá skoðun mína að stöðnun hafi einkennt íjölmarga þætti í borgarrekstrin- um um langt árabil. Ástæðunnar er fyrst og fremst að leita í því að borgarkerf- ið var lokað og helgað einum flokki. Það skorti þá ögrun sem felst í því að hleypa nýju fólki að með ný sjónarmið. Þetta á bæði við um pólitíska kerfið og embættiskerf- ið. Þetta hefur breyst og á flestum sviðum borg- arkerfisins er nú unnið að því að opna það fyrir nýjum hugmyndum, leita nýrra leiða í stjórnun og rekstri sem hafa dreifingu á valdi og ábyrgð að leiðarljósi. Hjá borginni vinnur mikið af dugandi fólki sem vill bera ábyrgð á sínum störfum i stað þess að lúta gamaldags miðstjórn- arvaldi. Þetta er líka stefna núver- andi borgaryfirvalda og til þess ætlast að stjórnsýsla Reykjavíkur- borgar vinni í samræmi við hana. Umhverfi og útivist í síðustu grein minni hér í blað- inu lýsti ég því sem borgaryfirvöld hafa unnið aö á síðustu tveimur árum í þágu barna og unglinga. Auk þeirra mála skipa umhverfis- og umferðarmálin veglegan sess í starfi Reykjavíkurlistans. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að bæta leik- og útivistaraðstöðu í íbúða- hverfunum og nú er tekið meira tillti en áður til hjólandi, gangandi og skokkandi borgarbúa. Segja má að Kringlumýrarbrúin sé táknræn fyrir þessa þróun og þá viðhorfs- breytingu sem orðið hefur í Reykjavík. í sumar verður gerð göngubrú yfir Miklubraut á móts við Rauðagerði sem eykur til muna öryggi gangandi vegfarenda. Þá er fyrirhugað að gera göngubrú á þessu ári yfir Kringluna og á næsta ári yfir Kringlumýrarbraut- ina á móts viö Laugarneskirkju. Framlög til umferðaröryggis hafa verið nær tvöfólduð og á næstunni verður birt fram- kvæmdaáætlun í umferðarmálum sem hefur það að markmiði að fækka umferðarslysum í Reykja- vík um 20% til aldamóta. Unnið hefur verið að því að skjóta styrkari stoðum undir al- menningssamgöngur í borginni og nýtt leiðakerfi SVR verður tekið í notkun í haust. Eftirspurn eftir þjónustu Þó að fjölmargt hafi verið gert til að bæta þjónustu við borgarbúa breytir það ekki þeirri staðreynd að eftirspumin eftir velferðarþjón- ustu er ævinlega meiri en hægt er að mæta með þeim fiármunum sem borgin hefur til ráðstöfunar. Borgaryfirvöld eru því í þeirri að- stöðu að þau verða að velja á milli verkefna, taka ákveðnar þarfir fram yfir aðrar. Það er ekki hægt að gera allt fyrir alla. Reykjavík- urlistinn hefur ákveðið að hafa barnafiölskyldur í borginni í fyrir- rúmi og reyna að búa þeim þroskavænlegar aðstæður til að sinna uppeldi, atvinnu, útivist og tómstundum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kjallarinn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri í Reykjavik „Ég dreg enga dul á þá skoöun mína aö stöðnun hafi einkennt fjölmarga þætti í borgarrekstr- inum um langt árabil. Ástæð- unnar er fyrst og fremst að leita í því að borgarkerfíð var lokað og helgað einum fíokki.u Skoðanir annarra Sagan í nýju Ijósi „íslendingar lögðu niður þrælahald vegna þess að það var of dýrt fyrir þá. Menn báru ábyrgð á þræl- um sínum og það var of kostnaðarsamt. Þess í stað var tekið upp vistarband með hjúum, vegna þess að menn báru enga ábyrgð á hjúunum og gátu hent þeim út á gaddinn þegar þeim sýndist. íslendingar hafa lengst af átt erfitt með að stjóma eigin málum. Flestar réttarfarsbætur íslenskar hafa komið utan að og yfirleitt verið þröngvað upp á fslendinga. Það mætti umskrifa íslandssöguna á mörgum sviðum.“ Hrafin Gunnlaugsson í Mbl. 22. júní. Endurskoðun kvennabaráttu „Ef íslenskar konur halda áfram að neita sér um mat, púla í heilsurækt og liggja í sólbekkjum þrátt fyrir vitneskju um að slíkt sé karlmönnum síður en svo þóknanlegt er ljóst að þær eru ekki að halda sér til fyrir þeim, heldur hver fyrir annarri. Sannist að þannig sé í pottinn búið væri kannski mál aö fara að endurskoða kvennabaráttuna." Guðrún Guðlaugsdóttir í Mbl. 23. júní. Heilsuleysi dýrara „Að viðhalda heilbrigði og að lækna sjúka er meira virði en svo að viðvarandi nudd um sparnað og hagræðingu sé sæmandi þjóð sem hefur allar að- stæður til að sanna fyrir sjálfri sér og öðrum að ís- lenskir læknadómar og heilbrigðiskerfi beri af öðr- um í hörðum heimi. Og svo eiga menn að venja sig af að kvarta yfir dýrum spítölum og þjónustunni sem heilbrigðisstéttirnar veita. Hún á að vera dýr, jafn dýrmæt sem hún er. Heilsuleysið er margfalt dýrara.“ Oddur Ólafsson í Tímanum 22. júní.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.