Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 13 Til framdráttar júdói? - svar Júdódeildar Ármanns Mjög hefur borið á gagnrýni KA-manna á júdósambandið og júdódeild Ármanns að undanfórnu og hefur helst verið á þjálfara KA- manna að skilja að júdósambandið hefði það helst fyrir stafni að brjóta á honum og KA-mönnum al- mennt. „Ekki hvarflaöi aö Armenning- um, sem ekki gáfu kost á sér til starfa innan JSÍ, aö ætlast til þess aö vera sendir til útlanda á kostnaö sambandsins sem laun fyrir gott félagsstarf og því síöur aö landsliösþjálfari yröi frekar látinn sitja heima.“ Að venju liggur Jóni Óðni mik- ið á hjarta og fylgja því miklar fullyrðingar byggðar á litlum stað- reyndum. KA-menn hafa verið duglegir að koma árangri sínum á framfæri í fjölmiðlum og er ekkert nema gott um það að segja, en heldur er það leiðinlegur ávani að þurfa oftast að gera lítið úr- störfum annara, oftast með fullyrðingum sem ekki standast og hikar þjálfarinn ekki við að fara með rangt mál, sjálfum sér og sínum til framdráttar. Upphlaup Jóns og félaga Oft hefur þótt ástæða til athuga- semda en Ármenningar og JSÍ þó kosið að halda friðinn og má álykta að upphlaup Jóns og félaga sé afleiðing þess. Fullyrðir hann að nánast ekkert júdóstarf né árangur sé til staðar, annars staðar en hjá honum. Eins er mikið lagt upp úr því að starf Micael Vachun landsliðsþjálfara hafi ekki verið mjög gifturíkt. Þessum ásökunum er best svar- að með meðfylgjandi töflum sem eru samantekt á árangri í karla og kvennaflokki erlendis 1989-1996. Annað sem brennur á Jóni og félögum er að einungis hafi hann verið kostaður á eitt mót með Vernharði KA-manni og kennir hann um klíkuskap Reykjavíkur- júdó einn pr. árinu vegna fjár- sam- og veldisins (JSI) sem skipuð er Ár- menningum. Sannleikurinn er sá að formaður JSÍ þurfti að tilkynna einum keppenda Ármanns sem stefndi á ÓL að ekki væri hægt að styrkja hann 'á nokkurn hátt vegna 8-9 A-móta sem viðkomandi aðili hefði þurft að taka þátt i til að ná lágmörk- -----------um, jafnvel þótt viðkomandi þyrfti aðeins að bæta stöðu sína úm 6 sæti á ÓL- lista Evrópusam- bandsins (miðað við þær reglur sem gilda sem eru: keppandi land) frá áður, slæmrar hagsstöðu bandsins skuldbindinga við Vernharð Þor- leifsson. Ekki er klíkuskapurinn meiri. Félagsþjálfari KA hefur auðsjá- anlega aðrar hug- myndir um for- gangsröðun en JSÍ sem leggur áherslu á að koma keppn- ismönnum og landsliðsþjálfara á mót. Ekki hvarflaði að Ármenningum, sem ekki gáfu kost á sér til starfa inn- an JSÍ, að ætlast til þess að vera sendir til útlanda á kostnað sambands- ins sem laun fyrir gott félagsstarf og þvr síður að lands- liðsþjálfari yrði frekar látinn sitja heima. Þeir aðilar sem eru úr Ármanni í stjórn JSÍ eru ekki virkir í starfi júdódeildarinnar enda ærin vinna í kringum JSÍ. Litlir möguleik- ar Eflaust mætti margt betur fara hjá JSÍ og sjálfsagt að koma sínum skoðun- um á framfæri, en lokaákvörðun um stefnur og áherslur hlýtur að vera í höndum þeirra aðila sem eru tilbúnir að starfa að hagsmun- um júdómanna al- mennt launalaust nema skammir og skítkast í fjölmiðlum sé talið til tekna. Einu keppnis- mennirnir i júdó frá upphafi sem gert hef- ur verið kleift að stunda eingöngu sína íþrótt, um langt skeið, fram að ÓL eru Vernharð og Freyr Gauti úr KA. í dag eru litlir möguleikar á að vinna sér rétt til keppni á ÓL í júdó, nema hægt sé að einbeita sér eingöngu að því marki. Kjallarinn Halldór Haf- steinsson framkvæmdastj. Júdódeildar Ármanns Þó ákvarðanir um hluta þeirra fjármuna sem til þeirra hefur runnið séu teknar af öðrum aðilum en JSÍ þá hefði sá stuðningur ekki komið til nema með mikilli vinnu stjórnar JSÍ og ekki hefur verið reynt að rétta hag annarra á nokkurn hátt, nema síður sé, á kostnað KA-manna. Júdódeild Ármanns hefur óskað eftir upp- lýsingum frá JSÍ um skiptingu styrkja milli einstaklinga og félaga og meðan þær stað- reyndir eru ekki til ......... staðar verða sparaðar allar fullyrðingar en þó er ljóst að verulega hallar á Ármenninga. Halldór Hafsteinsson Heildarárangur á alþjóðlegum júdómótum (karla- og kvennaflokkur) 1989-1996 Nafn Bjarni Friöriksson Halldór Hafsteinsson Siguröur Bfergmann** Vernharö Þorleifsson Eiríkur Kristinsson Freyr Gauti Vignir Stefánsson Höskuldur Einarsson Karl Erlingsson Helgi Júlíusson Baldur Stefánsson Rúnar Snæland Gígja Gunnarsdóttir Atli Gylfason Gunnar Jóhannesson Félag Ármanni Ármanni Ármanni KA Ármanni KA Ármanni Ármanni Ármanni Ármanni KA KA Ármanni Ármanni UMFG Gull Silfur Brons Verölaunafjöldi 11 4 2 6 3 3 1 1 1 Gull Silfur Brons Samtals Val í landsliö fer eftir A og B stigalista J.S.Í. og er öllum reglum komiö til forráöamanna félaganna og er þaö svo á ábyrgö þeirra aö koma þeim áfram til félagsmanna. Besti árangur heimsmeistaram. Sætl Bjarni Friðriksson Ármanni 7 Halldór Hafsteinsson Ármanni 17 Bestl árangur A-mót Topp 10 Bjarni Friðriksson Ármann 2 Vernharður Þorleifsson ^ KA 3 Halldór Hafsteinsson Ármanni 7 Sigurður Bergmann Ármanni 8 Þesslr hafa verlö á Evrópulista Bjarni Friöriksson Ármanni Halldór Hafsteinsson Ármanni Helgi Júlíusson Ármanni Eiríkur Kristinsson Ármanni Höskuldur Einarsson Ármanni Siguröur Bergmann Ármanni Freyr Gauti KA Vernharö Þorleifsson KA *Árangur miðast viö þau ár sem Michael Vachun hefur verið þjálfari. **Siguröur Bergmann var fyrst í UMFG en er nú í nú Ármanni (hann hefur eingöngu æft hjá Ármanni síðastliðinn 8 ár). Á jsessu tímabili hafa verið haldin þrjú alþjóðleg mót á íslandi en vegna þess aö styrkleiki þeirra er ekki sambærilegur viö þau mót sem haldin eru erlendis er árangur þeirra ekki talinn meö. Á þessum tíma hafa allir efstu menn á listanum veriö frá keppni um nokkurt skeiö (u.þ.b. 25-35% tímabilsins). Fjárlög og velferð Ráðherrar og ráðuneyti þeirra vinna þessa dagana að gerð fjár- lagafrumvarps fyrir næsta ár. Markmið ríkisstjórnarinnar er að íjárlög verði hallalaus á næsta ári og styð ég það markmið en mér er ekki sama hvemig staðið er að verki við að ná markmiðinu. Hjá mér er það forgangsverkefni í póli- tik að tryggja að á íslandi verði áfram velferðarþjóðfélag og áður en dregið er saman í heilbrigðis-, mennta- og félagsmálum hafi fyrst verið sparað eins og hægt er á öðr- um liðum. Við íjárlagagerð yfir- standandi árs olli það mér miklum vonbrigðum að ekki var að sjá að ráðherrum þætti ástæða til spam- aðar í ráðuneytum og almennum ríkisrekstri hvað þá að lagt væri í almennan uppskurð á stöðnuðu ríkiskerfi sem ég tel ofmannað um a.m.k. 5000 stöður. Kroppað af flestum hliðum I heilbrigðismálum var hins vegar kroppað af flestum liðum án þess að sjáanlegt væri að niður- skurðurinn væri liður í endur- skipulagningu og framtíðar- lausn. Ef tryggja á til frambúðar grundvöll góðrar heilbrigðisþjón- ustu verður að vinna að kerfis- breytingu i stað árviss prósentubundins niður- skurðar. Hjörðin í ráðuneytunum hefur komist upp með áð telja ráð- herrum trú um að nauðsynlegt sé að stækka ráðuneyti og stofnanir, fjölga starfsmönnum og auka um- svif. Flestir láta ráðherrarnir glepjast af þeirri einfóldu ástæðu að það er með þá eins og embætt- ismenn að þeir hafa ekki unnið við aðstæður þar sem tekjur og af- koma rekstrar setja eyðslu skorð- ur. Fjárveiting kem- ur úr sameiginíegum sjóði og hugsunar- háttur í ráðuneytum virðist vera sá að hvert og eitt ráðu- neyti reyni að hrifsa sem mest til sín. Fyr- irtæki hafa aukið að- hald og sparnað en i ráðuneytum er það metnaðarmál að hafa sem flest starfsfólk og enginn spyr um af- köSt. Það er reyndar opinbert leyndarmál að störf í ráðuneyt- um eru borin uppi af tiltölulega fáum vel hæfum einstakling- um. Óbundnar hendur Þau sérkennilegu vinnubrögð tíðkast að ráðherrar leggja fjár- lagatillögur fyrir ríkisstjórn án þess að þingflokkar ræði fyrst þær áherslur eða þá pólitísku stefnu sem felst í fjárlagagerð viðkom- andi ráðherra. Þingmenn og þing- flokkar hafa því í reynd óbundnar hendur varðandi stuðning við þær tillögur sem einstakir ráðherrar hafa uppi við fjárlaga- undirbúning. Fjár- lagatillögur hafa enn ekki séð dagsins ljós en treysta verður því að þegar ráðherrar kynna þingflokkum tillögur um hvernig ríkisstjórnin hyggst ná jöfnuði í ríkisijár- málum beri tillögum- ar með sér að ráð- herrar leggi til spam- að hver hjá sér áður en sameinast er um frekari niðurskurð í heilbrigðiskerfinu. Tími er til að ráð- herrar fari að gera sömu kröfu til eigin stofnana og gerðar hafa verið til heil- brigðiskerfisins undanfarin ár. Ráðherrar, allir sem einn, verða að sýna gott fordæmi og vilja til að spara í eigin ráðuneytum til jafns við það sem heilbrigðiskerfinu hefur verið gert að draga saman á undanfornum áram ella er viðbú- ið að hendur sumra stjórnarþing- manna verði þungar þegar greiða þarf atkvæði með fjárlagafmm- varpi næsta haust. Gunnlaugur M. Sigmundsson „Fjárveiting kemur úr sameiginleg■ um sjóöi og hugsunarháttur í ráöu- neytum viröist vera sá aö hvert og eitt ráöuneyti reyni aö hrifsa sem mest til sín.“ Kjallarinn Gunnlaugur M. Sigmundsson alþingismaöur Meö og á móti Á ríkiö aö kosta kynskipt- ingar? Þjóöhags- lega hag- kvæmt „Skattakerfi og hinir háu skattar rikja Vestur- Evr- ópu miðast við það að tryggja sérhverjum einstaklingi alla þá heil- brigðisþjón- ustu og félags- legt öryggi sem kostur er á. Ef neita á sumu fólki um að- gang að heilbrigðisþjónustunni er grundvöllur þessa skattakerfis þar með brostinn. Kynskiptiaðgerðir eru lífs- nauðsyn þeim einstaklingum sem þurfa á þeim að halda. Því eru þær taldar eðlilegur þáttur í heilbrigðiskerfi Vesturlanda. Að auki em þær þjóðhagslega hag- kvæmar. Vinnandi einstaklingur greiðir oftast fýrir aðgerð sína á minna en einu ári með sköttum sínum. Því greiðir hann í reynd sjálfur fyrir aðgerö sína áuk þess sem hann þarf að greiða fyrir ýmsar hliðaraðgerðir úr eigin vasa. Kostnaður þjóðfélagsins af því að neita hæfum einstaklingi um aðgerð getur hins vegar orðið verulegur. Slíkir einstaklingar hrekjast oft út af vinnumarkaði, verða áfengi eða eiturlyfjum að bráð, verða tauga- eða þunglynd- issjúklingar og sjálfum sér og öðrum til hinnar verstu byrði. Sjálfsmorð eru algeng meðal þessa fólks sem aldrei getur þrif- ist með eðlilegum hætti í þjóðfé- laginu fái það ekki bót á vanda sínum.“ Anna Kristjánsdótt- ir vélstjóri. Föndur viö sköpunarverk Guös „Auðvitað gengur það ekki að menn skipti um kyn. Maðurinn er sköpunarverk Guðs og kom fram alskap- aður af hendi Guðs. Allar tíl- raunir til að breyta mann- inum eru fónd- ur við sköpun- arverkið og því andstyggilegar. Með kynskiptum er verið að gagnrýna verk Guðs. Því við- horfi ber að hafna enda ekki á valdi okkar dauðlegra manna. Um kynskipti gildir það sama og um tilraunir vísindamanna til að breyta genum manna. Kristnir menn hljóta að hafna því að ein- hverjir vísindamenn taki upp hjá sjálfum sér að leika Guð með því að skapa nýja einstaklinga. Sama er ef karli er breytt í konu eða öf- ugt. Að auki er það fáránlegt að ríkið borgi fyrir aðgerðirnar. Vilji menn skipta um kyn er það þeirra sjálfra að borga. En aðalatriðið er að ef fólki líður illa þá á það að glíma við vanda sinn. Með orði Guðs og bæninni er hægt að leysa allar sálarkreppur. Menn verða að takast á við vandann í stað þess að hlaupa til læknis og biðja um aðgerð. Hafi menn týnt sjálfum sér finna menn sig aftur hjá Guði en ekki hjá lækni.“ -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.