Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 14
i4 $ffveran Notuð föt: Tiskunnar vegna eða peninganna Fyrir sumt fólk eru fatakaup ekki vandamál. Verslaö er í sömu búðun- um ár eftir ár. Þessar verslanir bjóöa þá gjarnan upp á tískufatnað og mörgum finnst þægilegast að fylgja tískustraumunum í fatavali. Tískan er að sjálfsögðu breytileg og breytist stundum svo ört að fata- kaup verða nauðsynleg löngu áður en síðast keyptu flík er slitið. Fyrir þá sem staðráðnir eru í því að tolla í tískunni getur þetta þvi kallað á nokkur fjárútlát. Hitt er svo jafn víst að sumar tískulínur koma aftur og þá getur komið sér vel að komast yfir gömul föt. Hvort tveggja er að mun ódýrara getur verið að nálgast notuð fot heldur en að kaupa ný með „gömlu" sniði og einnig er það óneitanlega frumlegra. Nokkrir markaðir í Reykjavík í Reykjavík er að finna nokkrar verslanir sem selja notuð föt, mis- gömul. Þau eru yfirleitt mjög ódýr. Sumir versla þó með notaðan fatnað sem er í tísku, svo mikið í tísku að markaður er fyrir fötin þrátt fyrir að þau séu ekki í ódýrari kantinum. Á hinum vikulega markaði i Kola- portinu má gera góð fatakaup eins og fram kemur annars staðar á síð- unni. Hjá Fríðu frænku við Vest- urgötuna má finna gömul föt af ýmsum gerðum frá 300 krónum til 30.000. Fyrir 30 þúsundimar fæst perlusaumaður kjóll frá 1920. Svona dýrar flíkur eru þó ekki algengar hjá Fríðu frænku. Fatamarkaður hefur löngum ver- ið stór liður í starfsemi ýmissa góð- gerðarfélaga. Kattavinafélagið hefur alltaf selt nokkuð af notuðum fötum og í Kattholti er daglega opinn fata- markaður. Frægastur flóamarkaða hér á landi er örugglega markaður Hjálpræðishersins við Garðastræti. Þar er hægt að fata sig fyrir lítinn pening. Úrvalið er mismikið al- gjör- lega Hverjir eru kúnnarnir? undir gefend- um komið. Að sögn starfsmanna eru þeir úr öllum aldurshópum og af báðum kynjum - karlmenn síst færri. Ástæður þess að fólk kaupir á flóa- mörkuðum eru margvíslegar. Sum- ir hafa ekki efni á öðru, aðrir em að leita að einhverju ákveðnu sem helst er að finna innan um gamalt dót, enn aðrir era hreinlega áhuga- menn á þessu sviði og era næstum háðir því áð gramsa í gömlum föt- um. Hjá Hjálpræðishemum kostar allt innan við 1000 krónur, leður- og annar skinnfatnaður dýrastur. Pils fást á 300 krónur, kjólar á 600 krón- ur og handtöskur á 200-300 krónur, svo dæmi séu tekin. Linda Jónsdótt- ir fór með ljósmyndara DV og fann ýmislegt sem gæti komið sér vel. Árangurinn getur að líta hér á síð- .. . . unni. Linda fann þessa Levi’s skyrtu og kostaði hún 200 krónur. -saa Svona kápu geta margir fundið í geymslu heima hjá sér. Aðrir geta fengið þær hjá Hjálp- ræðishernum fyrir 700 krónur. Mest ber á göml- um fötum sem ekki er ólík- legt að komi úr dánarbú- um. Inn á milli slæðist tískufatnaður sem hefur þurft að víkja úr fata- skápnum fyrir nýrri tískufatnaði. Töluvert af barna- fötum er til hjá Hemum. Rakel Ýr: Verðið skiptir máli um hvort hún myndi nota hann mikið svo það varð úr að þær keyptu hann saman. Rakel fer reglulega í Kolaportið og stundum í- Hjálpræðisherinn. „Svo hef ég verið í Danmörku tölu- vert og þá er ég dugleg að fara í verslanir Hjálpræðishersins og þar er miklu meira úrval en hér. Ann- ars fer ég mikið til ættingja og gref eitthyað upp sem þeir eru hættir að nota,“ segir Rakel. Hún segir verðið líka skipta máli. Jakkann áður- nefnda hefði hún til dæmis ekki keypt dýru verði enda var prúttað. Meðal annars þess vegna éru ætt- ingjaheimsóknimar góður kostur. Þær flíkur sem helst verða fyrir val- inu á flóamörkuðum eru aðallega skyrtur, blússur og buxur. Rakel hefur aldrei keypt notaða skó. „En ég á alveg geðveika skó sem ég fékk hjá ömmu,“ segir hún og er það á henni að heyra að skókaup á flóa- markaði séu ekki fráleitur mögu- leiki. -saa „Ég hef svo gaman af kompu- dóti,“ segir Rakel Ýr ísaksen, ein þeirra sem sækja flóa- markaði reglulega, er hún er spurð hvers vegna hún hefði keypt notaðan jakka í Kolaportinu á dögunum. Verðið var 1500 krónur upphaf- lega en Rakel prút- taði það niður í 1300. Það var reyndar vin- kona Rakelar sem ætlaði kaupa jakkann var viss Rakel í hlýrri flík sem kostaði 1300 krónur. DV-mynd GS ÞRIÐJUDAGUR 25. JUNÍ 1996 Jakkaföt með vesti eru seld á 800 krónur og hvítar herraskyrtur á 200 krónur. Fötin eru að vísu á herra en Lindu fannst það ekki verra. DV-myndir GS F I hc irfiol/n ■II nni I ffllC HIISKU nni Patrick Þór Kristinsson og Ásgeir Pór Sigurðsson, báðir 16 ára, líta inn á markað Hjálpræðishersins næstum vikulega. Þeir segja að þar fáist ódýrar skyrtur með stífum kraga sem fellur í kramið hjá þeim þessa dagana. DV-myndir GS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.