Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 Þriðjudagur 25. JÚNÍ 1995 23 íþróttir Tilkynning frá ISI í grein i DV sl. fimmtudag er íþróttasam- band íslands borið þeim sökum að hafa horft á valdníðslu Júdósambands islands án að- gerða og júdóíþróttina á Akureyri stórskað- aða eða beinlínis lagða í rúst, Þessar ásakanir eru settar fram vegna deilna um val á þátttakendum fyrir Júd- ósamband íslands á ólympíuleikana. Af þessu tilefhi er rétt að eftirfarandi komi fram: 1. ÍSÍ fer með æðsta vald í málefnum íþróttahreyfmgarinnar með þeirri undan- tekningu að Ólympíunefnd íslands annast og ber ábyrgð á undirbúningi og þátttöku á ólympíuleikum. Deilumál vegna Vernharðs Þorleifssonar, Jóns Óðins Óðinssonar, Michal Vachum og stjórnar JSÍ voru og eru óviðkomandi ÍSÍ meöan skipulag iþrótta- hreyfingarinnar er þeim annmarka háð að skilja sundur íþróttamál og ólympiumál. 2. Sunnudaginn 16. júlí óskaði formaður iþróttabandalags Akureyrar formlega eftir atbeina ÍSÍ og var strax farið í málið með þeim hætti að hafa samband við deiluaðila og bjóða fram liðsinni ÍSÍ til aö finna lausn á málum. Lögð var áhersla á að Vernharð Þorleifs- son fengi að keppa á ólympíuleikunum í Atl- anta eins og hann hafði unnið sér rétt til og að JSÍ tæki afsökunarbeiðni hans til greina án frekari fjölmiðlaumræðu. Með þessum atbeina er það von ÍSÍ að friður komist á og íþróttamaðurinn geti einbeitt sér að undir- búningi fyrir ólympíuleikana. 3. ÍSÍ mun áfram beita sér fyrir því að júdóiþróttin fái notið frábærra starfskrafta Jóns Óðins Óðinssonar. Með vinsemd, Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri fSÍ. Tilkynning frá Óí í grein sem blaðamaður DV, Gylfi Krist- jánsson, skrifar í blaðið um deilur júdómanna á Akureyri og stjómar JSÍ víkur hann m.a. að því hvers vegna Ólympíunefnd fslands og íþróttasamband íslands taki ekki í taumana þegar JSÍ beitir forsvarsaðila júd- óíþróttarinnar í KA annarri eins valdníðslu eins og hann kýs að nefna það í grein sinni. Efnislega ætlar undirritaður sem formað- ur Ólympíunefndar fslands ekki að Qalla um greinina heldur að skýra frá örfáum atriðum er varða samskipti JSÍ og Óf um undirbún- ing og þátttöku í Ólympíuleikunum í Atl- anta. Ólympíunefnd veitir JSÍ fjárhagslegan styrk og ýmsan stuðning til undirbúnings fyrir ólympíuleikana. Það er ákvörðun JSl hverjir taka þátt í þeim undirbúningi, bæði hvað varðar keppendur, stjómendur og starfsfólk. Þrír til flórir júdókappar hafa barist um það sl. ár við júdðmenn annarra þjóða að ná þeim árangri að fá að keppa fyr- ir islands hönd á ólympíuleikunum i sumar. Vemharð Þorleifsson náði þeim rétti einn júdómanna fýrir íslands hönd. Á liðnum árum hefur Ólympiunefnd átt mikil og góð samskipti við stjórn JSl. Allan þann tíma hefur Michal Vachun verið lands- liðsþjálfari, ráðinn af stjóm JSÍ. Hann hefur undirbúið og skipulagt allar ferðir, bæði i æfmgabúðir og í keppni fyrir hönd JSÍ, hef- ur haft þar allt frumkvæði, veg og vanda. Þessar keppnis- og æfingaferðir eru nú 20 talsins sl. 18 mánuði. Það dylst engum sem til þekkir að því verki hefur hann stýrt sem landsliðsþjálfari, réttilega ráðinn af stjóm “ JSÍ. Störf hans hafa einkennst af mikilli fag- mennsku sem er til eftirbreytni. Það er ekki verkefni Óí að velja landsliðsþjálfara, það gerir viðkomandi sérsamband. En það er m.a. verkefni Óí að velja keppendur og að- stoðarfólk á ólympíuleika þegar og ef við- komandi sérsamband gerir tillögu um það til framkvæmdarstjómar Óí. Um keppendur gilda þær reglur að rökstuðningur um getu keppandans í viðkomandi íþróttagrein verö- ur að koma fram. Um aðstoðarfólk, þ.e. flokksstjóra og þjálfara, hefur sérsambandið allt að segja. í þessu máli sem blaðamaður- inn gerið að umtalsefni hefur sfjóm JSÍ að öllu leyti farið eftir iögum, reglum og starfsvenjum. Ólympíunefnd íslands getur ekki séð valdníðslu af hálfu stjómar JSÍ í þessu máli. Nú hefur það gerst að Vernharð og stjórn JSl hafa náð fullum sáttum um undirbúning og þáttöku á Ólympíuleikunum í Atlanta. Skynsamlegast væri að allir aðilar ein- beittu sér að því verkefni og létu frekari biaðaskrif eftir liggja. Július Hafstein formaður Ólympíunefndar Mjólkurbikarinn í knattspyrnu: Bikarmeistarar KR fá Breiðablik í Frostaskjólið Bikarmeistarar KR mæta Breiða- bliki í 16 liða úrslitum Mjólkurbik- arkeppninnar í knattspyrnu en dregið var í keppninni í gær. Leik- imir eiga að fara fram 3. og 4. júlí. 11 lið úr 1. deild og 5 lið úr 2. deild voru í brúsanum i drættinum. KR-ingar komu fyrr upp úr brús- anum góða og eiga því heimaleik í Frostaskjólinu. 2. deildarlið Þróttar fær verðugt verkefni á heimavelli gegn Eyja- mönnum. Þróttarar tefla fram í dag ágætu liði og gætu hæglega velgt Eyjamönnum undir uggum. Akurnesingar taka á móti Fram sem slógu þá úr keppninni í fyrra. Það verður öllu erfiðara fyrir Fram- ara að mæta Akurnesingum í þetta skiptið. Nágrannaslagur verður á Akur- eyri þegar Þór og Leiftur mætast. Þar gæti orðið hörkuleikur. Keflvikingar fá FH-inga í heim- sókn og Grindvíkingar 2. deildar lið KA. í báðum tilvikunum gætu neðri deildar liðin veitt 1. deildar liðun- um verðuga keppni. Fylkir fékk Skallagrím á heima- velli en Skallagrímsmenn hafa ver- ið að leika vel að undanfömu. Loks fengu Valsmenn heimaleik gegn Stjörnunni og þar verður ábyggi- lega ekkert gefið eftir. í bikarkeppninni getur ýmislegt komið á óvart eins og dæmin hafa sannað í gegnum tíðina. -JKS Frestað í Grindavík Leik Grindvíkinga og Eyja- manna i 1. deild i gærkvöldi var frestað. Eyjamenn komust ekki upp á land vegna þoku. Ákveð- ið hefur verið að leikurinn fari fram á sunnudaginn kemur, 30. júní, klukkan 14.00. Þriðja þrennan í gærkvöldi Akurnesingurinn Mihajlo Bibercic varð þriðji leikmaður- inn til að skora þrjú mörk í ein- um og sama leiknum í 1. deild í sumar gegn Breiðabliki í gær- kvöldi. Fyrir vikið vann hann sér inn 100 þúsund krónur sem Lengjan borgar þeim sem nær þessum áfanga. Áður höfðu Bjarni Guðjónsson, ÍA, og Rastislav Lazorik náð að skora þrennu í leik. -JKS Fjórir leikir í 2. deild Fjórir leikir eru á dagskrá 2. deildar í kvöld og lýkur þar með 5. umferð með eftirtöldum leikjum. KA-FH á Akureyri, Skallagrímur-Leiknir í Borgar- nesi, ÍR-Þór, Þróttur-Völsung- ur. -JKS Breiöablik (O) O ÍA (2) 4 O-l Mihaljo Bibercic (35) fékk boltann út við vítateigshorn, sneri sér í 180 gráður og hamraði boltann efst i vinstra markhomið. 0-2 Mihaljo Bibercic (36) sendi boltann í boga yfir Cardaklija í mark- inu af um 30 metra færi. 0-3 Bjarni Guðjónsson (52) skor- ar af stuttu færi eftir þvögu í mark- teig. 0-4 Mihaljo Bibercic (65) skorar með skalla eftir laglega fyrirgjöf frá Haraldi Ingólfssyni. Lið Breiðabliks: Harjudin Carda- klija @ — Vilhjálmur K. Haraldsson @, Pálmi Haraldsson @, Hákon Sverrisson, Theódór Hervarsson @ - Sævar Pétursson, Hreiðar Bjamason, Gunnlaugur Einarsson (Guðmundur Þ. Guðmundsson, 45), Kristófer Sigur- geirsson @ - Anthony Karl Gregory (Gunnar B. Ólafsson, 70), Kjartan Ein- arsson (ívar Siguijónsson, 70) Lið ÍA: Þórður Þórðarson - Steinar Adolfsson, Ólafur Adolfsson (Gunn- laugur Jónsson 58), Zoran Miljkovic @, Sigiusteinn Gíslason - Jóhannes Harðarson @, Alexander Högnason, Ólafur Þórðarson @, Haraldur Ing- ólfsson @ - Mihajlo Bibercic @@ (Stefán Þórðarson), Bjami Guðjónsson @. Markskot: Breiðablik 8, ÍA 15 Hom: Breiðablik 3, ÍA 10 Gul spjöld: Hákon, Breiðabl. og Sigursteinn, ÍA. Rauð spjöld: Engin. Dómari: Ólafur Ragnarsson, með betri mönnum vallarins. Áhorfendur: 550. Skilyrði: Ákjósanlegt knattspymu- verður, þurrt og logn en völlurinn ekki góður. Maður leiksins: Mihaljo Biber- cic, funheitur þessa dagana og Fylkismaðurinn Aðalsteinn Víglundsson og KR-ingurinn Einar Þór Daníelsson gefa hvorugur eftir í leik liðanna í gærkvöldi. DV-mynd ÞÖK Skagamaðurinn ungi, Bjarni Guðjónsson, stígur hér dans við boltamanninn og Biikann, Pálma Haraldsson á Kópavogsvelli í gær. Bjarni og félagar hans í ÍA höfðu sigur gegn Blikunum sem eru algjörlega lánlausir þessa dagana. DV-mynd ÞÖK íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild Meistarabragur á leik Skagamanna - Blikar í alvarlegri stöðu eftir leiki fimmtu umferðar Það var allt útlit fyrir hörkuspennandi og jafna viðureign Breiðabliks og ÍA þegar liðin mættust i Kópa- vogi í gærkvöldi. Jafnvægi var í leiknum lengst af fyrri hálfleiks, liðin skiptust á að sækja og áttu bæði þokkaleg færi. En á 35. mínútu sýndi Skagamaðurinn Mihaljo Bibercic sannkallaða meist- aratakta þegar hann opnaði markareikning sinn í þess- um leik með stórglæsilegu marki. Og brosið var ekki farið af stuðningsmönnum ÍA í stúkunni þegar Bibercic var búinn að skora annað glæsi- legt mark aðeins mínútu síðar. Blikar, sem fram að þessu höfðu haft í fullu tré við ís- landsmeistarana, misstu nokkuð móðinn við þessi glæsimörk Bibercic en Skagamenn voru hvergi hættir og þeir voru vart komnir inn á í seinni hálf- leiknum þegar Bjarni Guð- jónsson var búinn að auka forskot Skagamanna enn frekar. Bibercic kórónaði síðan góðan leik sinn með fallegu skallamarki og sýndi það að hann er einn besti framherji landsins í dag. Hann var jafnframt 100 þúsund krónum ríkari vegna þrennunnar í leiknum. Eftir markið gerðu báðir þjálfarar nokkrar breyting- ar á liðum sínum og við það varð meira jafnvægi í leikn- um. „Ég er þokkalega ánægður" “Ég er þokkalega ánægð- ur. Við ætluðum okkur að fara rólega inn í leikinn og keyra síðan upp hraðann. Bibercic var búinn að ná sér í 100 þúsund kallinn og ég ákvað að leyfa honum að hvíla sig,” sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA. Staða Breiðabliks er alvarleg Staða Breiðabliks í deild- inni er nú orðin mjög alvar- leg. Leikur þeirra er ekki nægilega beittur og mark- viss og er hreinlega eins og allt annað lið sé að spila núna heldur en það sem lék í deildabikarkeppninni í vor. Skagamenn agaðir Skagamenn léku í þessum leik eins og þeir sem valdið hafa. Þeir leika sem ein heild, leikur þeirra er agað- ur og skipulagður og flestir leikmenn liðsins geta brotið leikinn upp og skapað stór- hættulegar sóknir. -ih „Okkur miðar áfram“ - sagði Lúkas Kostic eftir sigurinn á Fylki í gærkvöldi „Við tókum völdin um miðjan fyrrir hálfleik. Ég var ánægður með margt og okkur miðar vel áfram og auðvitað er ég bjartsýnn á framhaldið. Fylkisliðið er vel spilandi en það vantar broddinn í leik liðsins," sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR-inga, eftir sigurinn á Fylk, 0-2, í Árbænum í gær- kvöldi. KR-ingar taplausir KR-ingar halda áfram uppteknum hætti og eru enn ósigraðir í deildinni. Ástandið í herbúðum Fylkis er ólíkt en í gærkvöldi beið liðið sinn þriðja ósigur. Ekki verður liðunum hrósað fyrir rismikla knatt- spyrnu framan af en fátt var um flna drætti í fyrri hálf- leik. KR-ingar voru þó öllu markvissari í leik sínum en Fylkismenn hugsuðu meira um vamarleikinn. Þeir áttu þó skyndisóknir en þær voru bitlausar. Þorsteinn Jónsson og Ólafur Kristjánsson áttu hættulegustu færi KR-inga í fyrri hálfleik en í bæði skiptin vörðu Fylkismenn á línunni. Ómar Valdimars- son átti áður skalla að marki KR-inga sem Kristján Finnbogason var ekki i vandræðum með. Segja má að KR-ingar hafi brotið leikinn upp með marki um miðjan síðari hálfleik en það var einmitt það sem leikinn vantaði. Að- eins tveimur mínútum síðar bætti Guðmundur Bene- diktsson við öðru marki í glæsilegri kantinum, sann- kallað einstaklingsframtak frá upphafi til enda. Fyrir vikið þurftu Fylkis- menn að fara að sækja en vörn KR-inga sá svo um að heimamönnum varð lítið ágengt í þeim málum. Enes Cogic brá sér í sóknina und- ir lokin og skaut fóstu skoti rétt fram hjá úr teignum. Fylkismenn verða að bretta upp ermarnar Fylkismenn verða að bretta upp ermarnar í næstu leikjum. Baráttan var ekki næg í þessum leik og I sóknin er ekki nógu beitt. Enes Cogic og Andri Mart- einsson voru bestir hjá Fylki i leiknum. KR-liðið þurfti ekki að hafa mikið fyrir sigrinum. Liðið getur þó meira en það sýndi í gærkvöldi. Vestur- bæjarliðið er til alls líklegt í vetur og hefur ekki í langan tíma verið sterkara. Þor- steinn Jónsson var sterkur á miðjunni og einnig áttu þeir Heimir Guðjónsson og Þormóður Egilsson góðan leik. Þormóður var öryggið uppmálað í vörninni að venju. Sömuleiðis var Ólafur Kristjánsson drjúgur í vörninni. -JKS David Seman er bjargvættur enska landsliðsins Það eru margir sem spá því að David Seaman, markvörður enska lands- liðsins, verði valinn mark- vörður Evrópukeppninnar enda hefur hann spilað frá- bærlega og varið m.a. tvær vítaspyrnur. Seaman er samt síðasti maðurinn til að gleyma sér í gleðinni sem ríkir í Englandi eftir gott gengi heimamanna. Hann varði víti frá Migu- el Angel Nadal og tryggði þar með Englendingum sæti í undanúrslitum en ferill Seamans hefur geng- ið upp og ofan og því hugs- ar hann litið út í allt þetta jákvæða umtal sem hann hefur verið að fá undan- farna daga og vikur. „Það er frábært að fá allt þetta hól fyrir að vinna vel og ég mun taka það allt til mín því þetta getur fljótlega breyst,” sagði þessi 32 ára gamli leikmaður Arsenal. „En þó ég hafi fengið mestu athyglina eftir víta- spyrnukeppnina þá get ég ekki haplt þeim nóg sem tóku vítin fyrir okkur.” Þrátt fyrir hógværðina reiddist hann eftir að hafa lesið grein þar sem hann var titlaður besti mark- vörður í heimi og Gordon Banks, markvörður í enska landsliðinu, er þeir unnu Heimsmeistara- keppnina árið 1966, hafði þetta að segja um Seaman. „Ekki nóg með það að hann sé bjargvættur Eng- lands í mótinu heldur er hann sá besti í keppninni og þ.a.l. einn sá besti í heiminum.” Vonandi verður þetta gott veganesti fyrir hinn sterka markvörð Englend- inga á morgun gegn sterk- um Þjóðverjum á Wembley. -JGG Átta mörk í baráttuleik - þegar Leiftur vann Stjörnuna, 5-3 Leiftur (4) 5 Stjarnan (1) 3 1- 0 Gunnar Oddsson (2.) 2- 0 Baldur Bragason (5.) 3- 0 Rastislav Lazorik (22.) 4- 0 Páll Guðmundsson (30.) 4-1 Rúnar Sigmundsson (44.) 4-2 Baldur Bjarnason (55.) 4- 3 Goran Micic (72.) 5- 3 Baldur Bragason (78.) Lið Leifturs: Þorvaldur Jónsson - Auðun Helgason @, Sindri Bjarna- son, Júlíus Tryggvason, Daði Dervic (Sigurbjörn Jakobsson 57.) - Gunnar Oddsson @@, Páll Guðmundsson @, Gunnar Már Másson @ (Pétur Björn Jónsson 80.), Sverrir Sverris- son @ - Baldur Bragason @@ Rastislav Lazorik @ (Matthías Sig- valdason 87.). Lið Stjörnunnar: Bjami Sigurðs- son - Birgir Sigfússon (Ingólfur Ing- ólfsson @ 46.), Helgi Björgvinsson, Reynir Bjömsson, Heimir Erlingsson (Ragnar Árnason @ 46.), Hermann Arason - Rúnar Sigmundsson, Bald- ur Bjarnason @@, Valdimar Kristó- fersson - Goran Micic @, Kristinn Lárusson. Markskot: Leiftur 14, Stjarnan 12. Horn: Leiftur 7, Stjarnan 8. Gul spjöld: Sindri (Leiftri), Krist- inn (Stjörnunni), Hermann (Stjörnunni), Helgi (Stjörnunni). Rauð spjöld: Enginn. Dómari: Kristinn Jakobsson, góður. Áhorfendur: Um 500. Skilyrði: Frábært veður, völlur góður. Maður leiksins: Baldur Braga- son, Leiftri. Vann vel, ógnandi í sókn, lagði upp tvö mörk og fjölda- mörg tækifæri. Fór i bakvarðar- stöðu í síðari hálfleik og stóð sig mjög vel. Fylkir (O) O KR (0) 2 0-1 Heimir Guðjónsson (63.) Rík- harður lagði boltann fyrir Heimi sem skoraöi af stuttu færi. 0-2 Guðmundur Benediktsson (65.). Sannkallaö draumamark með þrumuskoti af 25 metra færi. Lið Fylkis: Kjartan Sturluson - Enes Cogic @, Ólafur Stígsson @ (Halldór Steinsson 81.), Þorsteinn Þorsteinsson (Gunnar Þ. Pétursson 84.), Aðalsteinn Víglundsson, Ásgeir Ásgeirsson (Erlendur Gunnarsson 20.), Ómar Valdimarsson, Andri Marteinsson @ Finnur Kolbeins- son — Kristinn Tómasson, Þórhallur Dan Jóhannsson. Lið KR: Kristján Finnbogason - Brynjar Gunnarsson @, Þormóður Egilsson @, Ólafur Kristjánsson @ Sigurður Jónsson - Heimir Guð- jónsson @ Þorsteinn Jónsson @, Hilmar Bjömsson, Einar Þór Daníels- son (Ámi Pjetursson 87.) - Guðmund- ur Benediktsson (Þorsteinn Guðjóns- son 81.), Ásmundur Haraldsson (Rík- harður Daðason 59.) Markskot: Fylkir 8, KR 14. Horn: Fylkir 3, KR 7. Gul spjöld: Sigurður Jónsson (KR) Rauð spjöld: Enginn. Dómari: Gylfi Orrason yfir- vegaður og dæmdi vel. Áhorfendur: 960. Skilyrði: Hægur andvari, hlýtt í veðri og völlurinn góður. Maður leiksins: Þorsteinn Jóns- son, KR. Sívinnandi allan tímann og kom boltanum vel frá sér. DV, Ólafsfirði: Áhorfendur verða ekki sviknir á þvi að mæta á Ólafsfjarðarvöll. Alls hafa verið skoruð 20 mörk í þremur fyrstu heimaleikjum Leifturs í sum- ar. í gærkvöldi voru skoruð átta mörk þegar Leiftur vann Stjömuna, 5-3, í allsérkennilegum baráttuleik. í fyrri hálfleik var eins og eitt lið á vellinum. Leiftur komst i 2-0 eftir fimm minútur og liðið bætti við tveimur til viðbótar áður en hálf- tími var liðinn. Það var stundum með ólíkindum hvað Leiftursmenn spiluðu vörn og miðju Stjömunnar grátt. Svo þegar þeir skoruðu rétt fyrir leikhlé fögn- uðu þeir ekki einu sinni, svo óvænt var markið. Á þessum kafla sást hvað Leift- ursliðið getur spilað vel. Það kaf- sigldi gestina, boltinn gekk vel og liðsheildin var frábær. Miðjumenn- Jón Örn Guðmundsson, sem lék með ÍR-ingum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á síðasta ári og þar á undan með Haukum, hefur verið ráðinn þjálfari 1. deildar liðs Þórs í Þorlákshöfn. Liðið missti naumlega af sæti í úrsvalsdeild í vor en á næsta tímabili er stefnan einnig tek- in á úrslitakeppnina. „Það leggst vel í mig að taka við Þorlákshafnarliðinu. Þetta er spenn- andi verkefni en í liðinu eru ungir og efnilegir leikmenn. Liðið var ná- lægt því að tryggja sér sæti í úrvals- „Við höfum að undanfórnu verið að skoða ýmsa möguleika í stöðunni hvað varðar tvær leikmannastöður fyrir næsta tímabil. Við horfum einkum til bakvarðar og einn af þeim möguleikum sem koma til greina er Ronald Bayless. Hann væri vissulega góður valkostur í því mikla úrvali sem til er. Það verða allir möguleikar skoðaðir vel ofan í kjölinn og vonandi komast þessi mál á hreint á næstu tveimur vik- irnir unnu alla bolta og kantspil var virkt. Þetta breyttist allt saman í síðari hálfleik. Stjörnumennn tóku strax völdin og héldu þeim lengi vel. Leiftursvörnin gaf eftir og bakkaði, sérstaklega þó miðjumennirnir. Kannski voru þeir sigurvissir og það var eins og við manninn mælt. Stjörnumenn gengu á lagið og áttu hverju stórsóknina á fætur annarri enda uppskáru þeir tvö fal- leg mörk með stuttu millibili. Baldur Bragason var bestur í annars jöfnu liði Leifturs. Gunnar Oddsson og Páll Guðmundsson áttu gríðarlega sterkan leik. Hjá Stjörnunni átti Baldur Bjarnason stjörnuleik. Hann var alls staðar á vellinum og stórhættu- legur í sókninni.. Goran Micic, Ingólfur Ingólfsson og Ragnar Árnason áttu góðan leik. -HJ deildinni síðast. Við getum sagt að stefnan verði tekin á úrslitakeppn- ina næst. Við erum að skoða leik- mannamálin og erum meðal annars að leita að útlendingi en sá sem lék með liðinu á síðasta vetri verður ekki endurráðinn. Mál sem lúta að erlendum leik- manni ættu að skýrast fljótlega en það er hugur í mönnum að standa sig vel næsta vetur,“ sagði Jón Öm Guðmundsson sem einnig ætlar að leika með liðinu. um,“ sagði Gísli Georgsson, formað- ur körfuknattleiksdeildar KR, í samtali við DV í gær. Eins og körfuknattleiksunnend- um er enn í fersku minni lék Bayless með Val í úrvalsdeildinni seinni hluta síðasta tímabils og sýndi þá að þar er á ferð frábær bakvörður. Hann kom þó ekki í veg fyrir fall liðsins í 1. deild. -JKS Körfuknattleikur: Jón Örn þjálfar Þór í Þorlákshöfn -JKS Körfuknattleikur: KR leitar að bakverði íþróttir Alan Shearer er eftirsóttur Flest stórlið Evrópu eru á eftir Alan Shearer sem spilar með Blackburn Rovers og enska landsliðinu. Þau lið sem eru á höttunum eftir honum eru Juventus, Barcelona, AC Milan, Manchester United og Glasgow Rangers. Mörg af þessum liðum vilja borga 30 milljónir þýskra marka fyrir Shearer en hann hefur skorað fimm mörk í Evrópukeppninni og er líklegastur til að hreppa markakóngstitilinn. Úrslit í 3. deildinni Fjölnir-Víðir...........1-5 Ægir Viktorsson skoraði fyrir heima- menn en Davis Haule og Stefán Ingi- mundarson skoruðu eitt hver fyrir Víði og Björn Vilhelmsson skoraði þrennu. Grótta-Ægir.............1-1 Kristinn Kjæmested skoraði fyrir Gróttu en Halldór Páll Kjartansson skoraði fyrir Ægi. Reynir-HK...............3-2 Trausti Ómarsson skoraði tvö mörk fyrir Reyni og Grétar Ólafur Hjartar- son eitt en Eyþór, Allen Mulamuhici og Ámi Þór Eyþórsson skoruðu fyrir HK-inga. Þróttur N.-Höttur ......3-0 Karl Róbertsson, Jón Ingi Ingimars- son og Marteinn Hilmarsson skoruðu eitt hver fyrir Þróttara. Reynir, S. 6 4 2 0 21-9 14 Dalvík 6 3 3 0 18-8 12 Víðir 6 4 0 2 19-11 12 Þróttur N. 6 3 1 2 13-10 10 Selfoss 6 2 2 2 11-14 8 Grótta 6 1 3 2 12-12 7 Fjölnir 6 2 0 4 15-14 6 HK 6 2 0 4 9-14 6 Æglr 6 1 2 3 9-8 5 Höttur 6 1 1 4 8-21 4 Danir til Bolton Colin Todd, framkvæmdastjóri Bolton, festi gær kaup á tveimur Dönum frá FC Köbenhavn fyrir samtals 230 milljónir. Leikmennirnir heita Michael Johansen og Per Frandsen. Todd segir þetta góða leikmenn sem muni styrkja miðju liðsins. Poborsky vinsæll Lou Macari, stjóri hjá Stoke, er mjög hrifmn af Tékkanum Karel Poborsky sem skoraði sigurmark Tékka gegn Portúgölum á sunnudaginn var. Macari er að íhuga tilboð í hann en vitað er einnig af áhuga Liverpool. Talið er víst að Liverpool myndi vinna það kapphlaup. EVKÉPUMfl DV Vinningshafar 24. Júní Haukur Heiðar Ingólfsson Hörpuvík 225 Bessastaðahreppur Gróa Magnúsdóttir Laufrima 8 112 Reykjavík Salomon Nidure Skipholti 22 105 Reykjavík Vlnningshafar fá gelsladlsk frá Japis og bíómlða fyrir tvo í Háskólabíó. Vlnningshafar fá vlnningana senda helm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.