Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 22
DV augl. Rogng 26 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 Fréttir Akraneskirkja 100 ára DV, Akranesi: I tilefni aldarafmælis Akranes- kirkju, 23. ágúst, er væntanleg bók um sögu kirkjunnar sem Gunnlaug- ur Haraldsson þjóðaháttafræðingur hefur skrifað. í fyrri hluta bókarinnar er fjallað um kirkjur og kristnihald í Garða- prestakalli frá landnámsöld, þegar kristið fólk á írlandi og Suðureyjum tók sér bólfestu á Akranesi. Rakin er saga Garða og Garðakirkju á Akranesi á einkar fróðlegan og lif- andi hátt. Þar er að finna lýsingar á staðar- húsum og búskap í Görðum, kirkjum og kirkjugripum allt frá miðöldum ásamt æviágripum Garðspresta frá siðaskiptum. Gerð er ítarleg grein fyrir stormasömum átökum sem urðu í Garðasókn um og eftir 1880 vegna flutnings kirkjunnar frá Görð- um í þéttbýlið á Akranesi er leiddu til kofnings safhaðarins og endur- reisn kirkju á Innra-Hólmi 1882. Meginefni bókarinnar er helgað helstu viðburðum i sögu Akranes- kirkju um aldarskeið. Sú saga hefst méð frásögn af kirkjusmíðinni og vígslu kirkjunnar 23. ágúst 1896. Ná- kvæmar lýsingar eru á uppbygg- ingu kirkjunnar, skrúða hennar og áhöldum. Greint er frá innra starfi og safnaðarlífi, sóknarprestum og öðru starfsfólki kirkju, safnaðar- heimilis og kirkjugarðs. Starfsemi kirkjunefndar, kirkjukórs og ann- arra sem komið hafa við sögu Akra- nesskirkju á langri vegferð. Bókin verður í litprentuðu broti og um 300 blaðsíður að stærð. í bókinni verða 150-200 gamlar og nýjar ljósmyndir af kirkjulegu starfi og kirkjugrip- um, fornum og nýjum. Þeir sem hafa áhuga á að tryggja sér eintak af bókinni geta haft samband við sókn- arnefnd Akraneskirkju. -DÓ Akraneskirkja veröur 100 ára í sum- ar. Borði bœtt í búið! Þau slá ekki slöku viö, þau Jara og Einar. Þau keyptu sér vel meö farið beyki boröstofuborö og 4 stóla. Boröiö er 80x120 cm en er stœkkanlegt upp í 180 cm. Settið fengu þau á aðeins 20.000 kr. Þau vantar enn allt milli himins og jaröar, s.s. sófasett.-séfaborðvbor-ðstofuborð og stóla, hornskáp meö gleri, hillusamstœðu, náttborð, bókahillur, garöstóla ,-þurrkara-, vesk, blöndunartceki, eldhúsviftu, standlampa, sjónvarp, örbylgjuofn, blóm o.fl. DV gefur þeim 300.000 kr. í brúðargjöf til að byggja upp framtíðarheimili sitt með hlutum sem þau finna í gegnum smáauglýsingar DV.- 'Þau eiga 183.700 kr. eftir. Hvað kaupa þau nœst? Nú er tími til að selja! Smáauglýsingar 550 5000 Leigubílstjórar í Leifsstöð: Fá upp í 500 dollara í tips DV, Suðurnesjnm „Ef við stöndum okkur frábær- lega vel þá fáum við frá 50 dollurum og alveg upp í 200-300 dollara. Það hefur komið fyrir að menn hafa fengið 500 dollara. Þetta er eins og gert er úti þegar leigubílstjórum er geflð tips fyrir góða þjónustu," sagði leigubílstjóri í samtali við DV. Hann var í flugstöðinni á Kefla- víkurflugvelli að taka á móti er- lendu fólki sem var að fara í veiði- ferð í laxveiðiám hér. Þeir sem koma í slíkar ferðir hingað hafa oft tekið leigubíla og eru síðan alveg með þá á sínum snærum allan tím- ann á meðan á dvöl þeirra stendur hér á landi. Oftast er um að ræða menn í stjórastörfum í stórfyrir- tækjum sem verðlauna leigubíl- stjóra vel fyrir þjónustuna sem þeir fá. „Þetta getur verið rosalega erfitt. Ef við klikkum á einu smáatriði er allt farið fyrir bi. Við verðum að standa okkur vel. Þetta eru oftast menn sem koma hingað ár eftir ár svo við þekkjum þá mjög vel. Þeir hafa ávallt beðið um sína bílstjóra aftur sem þeir hafa verið ánægðir með. Þetta eru oftast nokkurra daga túrar,“ sagði leigubílstjórinn. -ÆMK Akranes: Kirkjukórinn til Ungverjalands DV, Akranesi Kirkjukór Akraness fór í tón- leikaferð til Ungverjalands 22. júní með viðkomu í Vínarborg þar sem kórinn tekur þátt í messu ung- verska safnaðarins í borginni. í sömu kirkju heldur stjórnandi kórs- ins, Katalin Lörincz, einnig org- eltónleika. í Búdapest og Kesztelhy við Bala- tonvatn heldur kórinn tónleika þar sem m.a. verður íjallað á ungversku um Sigvalda Kaldalóns og flutt verða nokkur af verkum hans. Kirkjukór Akraness hélt tónleika 1. júní í Safnaðaheimilinu Vina- minni þar sem um 100 manns hrifust af kórnum og söng hans. Tónleikarnir voru haldnir í tilefni ferðarinnar til Ungverjalands og Vinar og efni þeirra tók mið af því sem flutt verður þar sem kórinn kemur fram. -DÓ Akranes: Samkeppni olíu- félaganna DV, Akranesi: Eigendur bifreiða á Skaganum hafa áþreifanlega orðið varir við samkeppni olíufélaganna síðustu daga. Föstudaginn 2l. júní bauð Shellstöðin við Skagabraut 5 króna afslátt á bensínlítranum sem gilda á dagana 21.-28. júní og er það afmæ- listilboð. Söluskálinn Skútan, sem selur bensin fyrir Esso, var fljót til og bauð 5 króna afslátt á bensínlitr- anum sömu daga vegna góðs veð- urs. -DÓ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.