Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNl 1996 Sviðsljós DV Sting orðinn sáttur við lífið: Velgengni og hamingja fylgjast ekki alltaf að Mér gekk best þegar ég var í hljómsveitinni Police en það var líka óhamingjusamasta tímabilið í lifi mínu. Hamingja og árangur fylgjast ekki alltaf að, stundum er það þveröfugt," segir söngvarinn Sting þegar hann ræðir um nýjustu plötuna sína Mercury Falling. Á þeirri plötu er að finna blöndu af jassi, kántrítónlist, poppi og bar- okk, ekki ósvipaða blöndu og þá sem Sting hefur verið þekktur fyrir. Einnig má heyra svolítinn soul hljóm. Og á plötunni er auðvitað að fmna melankólíuna sem auðkennir verk Stings. „Á þessari plötu syng ég um dauða og einmanaleika. Þetta eru minningar frá þeim tíma þegar ég var óhamingjusamur. Núna er líf mitt í föstum skorðum og ég veit hvar hamingjuna er að finna,“ segir söngvarinn sem áður var kennari en lagði skólabækumar á hilluna um miðjan áttunda áratuginn. Sting, sem er orðinn 44 ára, er orðinn sex barna faðir. Hann á tvö börn frá fyrra hjónabandi og fjögur með leikkonunni og kvikmynda- gerðarkonunni Trudy Styler. Þau eiga þrjátíu herbergja sveitasetur á landsbyggðinni í Englandi auk þess sem þau eiga hýbýli í London, New York og á Malibu. Sting er er oröinn 44 ára og sex barna faðir. Sting fæst af og til við kvik- myndaleik. Nýjasta afrek hans á því sviði var í myndinni The Grotesque sem gerð er eftir samnefndri sögu eftir Patrick McGrath. Sting leikur einkaþjón í myndinni sem eigin- kona hans leikur einnig í. Trudy er einnig framleiðandi myndarinnar. Áður aðhylltist Sting þá kenn- ingu að ekki væri hægt að skapa nema fmna fyrir sársauka. „Ég átti það til að búa til kreppu í lífi mínu til þess að kynda undir sköpunar- gáfunni." Núna tekur hann lífinu eins og það kemur fyrir og sættir sig við það sem hann getur ekki breytt. Johnny Rotten lék viö hvern sinn fingur í Finnlandi um daginn en finnskir unglingar voru ekki beint hrifnir af honum og sveit hans, hinni illræmdu Sex Pistols. Símamynd Reuter Slorkjaftarnir í bresku pönksveitinni Sex Pistols, með Johnny Rotten í broddi fylkingar, brugðu undir sig betri fætinum á sunnudag og héldu fyrstu tónleika sína á heimaslóðum i nítján ár. Atburðarins var greinilega beðið með mikilli eftirvæntingu því þrjátíu þúsund manns gerðu sér ferð til að sjá strákana og heyra. „Feitir, fertugir og mættir tU leiks á ný. Þakka ykkur öllum fyrir að koma í litlu veisluna okk- ar,“ sagði Johnny Rotten við gestina og notaði eitt af uppáhaldsblótsyrðunum sínum í leiðinni. Johnny og félagar, sem eru farnir að nálgast fertugsaldurinn ef þeir eru ekki þegar búnir að ná þeim merka áfanga í lífinu, léku öll gömlu vin- sælu lögin sín, þar á meðal Stjómleysi í Bretlandi og Guð bjargi drottningunni. í síðamefnda laginu er konungdæminu úthúðað á aUa kanta, borgara- stéttinni til sárrar hneykslunar á sínum tíma. Tónleikamir i Bretlandi um helgina vom hluti Evrópuferðar sveitarinnar. Leikinn hófu þeir í Finnlandi í síðustu viku, við litia hrifningu heimamanna sem köstuðu í þá flöskum. Fréttir herma að hver og einn íjórmenninganna í Sex Pistols fái sem nemur eitt hundrað mUljónum króna fyrir tónleikaröðina. Og það voru einmitt peningarnir sem komu þeim saman. „Við fundum sem betur fer ástæðu tU að koma saman á ný,“ sagði Johnny Rotten. „Peningana ykkar.“ Alanis Morissette. Grace Slick hrifin af Alanis Morissette Gamla rokksöngkonan Grace Slick úr Jefferson Airplane og fleiri góðum hljómsveitum frá gvUlöld popptónlistarinnar er mikUl aðdá- andi hinnar ungu Alanis Moris- sette, svo mikiU að hún brá sér að sjá hana um daginn. Grace hafði þá ekki farið á rokktónleika í mörg ár og ekki langað baun. Að tónleikun- um loknum sagði hin 56 ára gamla Grace að hún vUdi gjaman endur- fæðast í liki Alanis. Eða þannig. Námsmaöur á Filippseyjum grannskoöar tennurnar á risaeölulíkneski í skemmtigaröi í höfuöborginni Manila vegna væntanlegs líffræöiverkefnis. Safnar fé fyrir fórnarlömb O.J. Simpson, sem á sínum tíma var sakaðtu- um að hafa gengið í skrokk á fyrrum eigin- konu sinni, konu sem hann var sýknaður af ákæru um að hafa myrt, verður gestgjafi á fjáröfl- unarsamkomu félagsskapar sem reynir að koma í veg fyrir mis- notkun innan hjónabands. Sam- koman verður haldin á heimili Simpsons í Los Angeles. Eddie sama um vinsældir Leikaranum sívinsæia Eddie Murphy er skítsama um hvort nýjasta myndin hans, Geggjaði prófessorinn, verður vinsæl eða ekki. „í mínum huga snýst vel- gengni um það að krakkamir mínir eru fyrsta kynsióðin í fjöl- skyldu minni sem ekki fæðist inn i bæjarblokkalíf," segir Eddie. Nokkrar síðustu myndir þessa bráðskemmtilega manns hafa þótt fremur misheppnaðar. Aðdáendur lifa enn í voninni. Travolta talar um Polanski John Travolta stendur á því fastar en fótunum að hann hafi hætt þátttöku í Tvífara leikstjór- ans Romans Polanskis vegna þess að sonur hans þurfti að gangast undir skurðaðgerð. Allir muna að Travolta rauk heim frá París. Hann viðurkennir þó að þeir Polanski hafi ekki alltaf ver- ið sammála. Lögfræðingur leik- arans segir að tökuhandrit hafi verið mjög frábrugðið því sem Travolta las fyrir hálfu öðru ári og ágreiningur hafi m.a. verið um það.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.