Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 Löngum hefur verið gert grín að því hversu nískir Skotar eru. Tíma ekki að sækja „Skotar eru svo nískir að þeir tímdu ekki að sækja, af því að þeir héldu að þeir gætu tapað á því.“ Hallgrímur Helgason, í Alþýðublað- inu, um frammistöðu Skota í EM. Kærusjúkir „Vandamálið er að ef menn eru kærusjúkir er ekki hægt að leysa neitt mál fyrir þeim.“ Eggert Haukdal, í DV. Ummæli Af hirðingjum komnir „íslendingar eru trúlega hirð- ingjar sem koma af steppum Asíu og hafa aldrei verið sjó- menn í eðli sínu eða kunnað að meðhöndla sjávarafurðir." Hrafn Gunnlaugsson, í Morgun- blaðinu. Fer til Kostaríka ,,Ef ég fæ svona endalaust frá fjölmiðlum þá pakka ég bara ofan í töskur og fer til Kosta- ríka.“ Ástþór Magnússon, í DV. Mikill hiti getur verið í eyðimörk- um en jafnframt kólnar snöggt þegar sólin sest. Hitamælingar og hitamet Mörg óstaðfest hitamet eru til og önnur sem ekki hafa verið viðurkennd, til dæmis hitametið í Delta í Mexíkó árið 1953. Þar mældist 60 stiga hiti á Celcius á hitamæli. Þegar menn fóru að at- huga staðsetningu mælisins kom í ljós að endurspeglun frá hús- þaki gat hækkað hitann til muna. Þau veðurmet sem til eru taka flest til síðustu 140-160 ára enda eru heimildir allar um veður fyr- ir þann tíma slitróttar og ótraustar. Það var ekki farið að búa til áreiðanlega síritandi hitamæla til veðurathugana fyrr en um 1820. Samfelldar veðurat- huganir hafa lengst verið gerðar í Radcliffe- rannsóknarstöðinni í Oxford en þar hófust þær um 1815. Þeir sem lengst hafa gert veðurathuganir eru Kínverjar en þó eru þær mjög slitróttar. Blessuð veröldin Kínverjar geta þó með vissu sagt að árið 903 f.Kr. hafi veturinn verið mjög harður. Hitamet eru gömul Flest hitamet eru orðin gömul. 13. september árið 1922 mældist hitinn 58° C í AllAziziyah í Lí- býu. Það voru Bandaríkjamenn sem mældu þennan hita en Lí- býa hefur aldrei viðurkennt þetta met. Niu árum áður hafði mælst í Dauðadalnum í Kaliforn- íu, 10. júlí 1913, 56,7 stig. Mikil hitabylgja gekk yfir hluta Kali- forníu í ágúst 1885 og á tveimur stöðum, Mammoth Tank og Amos, mældist hitinn 54,4 stig. Skúrir vestanlands Á Grænlandshafi er 986 mb lægð sem fer minnkandi og þokast aust- norðaustur. Yfir landinu austan- verðu er grunnt lægðardrag sem hreyfist norðnorðaustur. í dag verður fremur hæg suðlæg Veðrið í dag eða breytileg átt og sums staðar rigning í fyrstu en síðan suðvestan kaldi með skúrum vestanlands en léttir til annars staðar. í kvöld og nótt verður suðvestanátt, stinnings- kaldi sunnanlands en hægari norð- an til og áfram skúrir vestanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 17 stig víð- ast hvar, hlýjast á Austurlandi. Á höfuðborgarsvæðinu verður sunnan- og síðar suðvestangola eða kaldi og skúrir. Kaldi eða stinnings- kaldi verður í kvöld og nótt. Hiti verður 9 til 12 stig. Sólarlag í Reykjavík: 24.03 Sólarupprás á morgun: 2.58 Síðdegisflóð í Reykjavlk: 13.13 Árdegisflóð á morgun: 01.34 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri skýjaö 11 Akurnes þoka í grennd 10 Bergsstaöir skýjaö 10 Bolungarvík rigning 9 Egilsstaöir skýjaó 12 Keflavíkurflugv. úrk. i grennd 9 Kirkjubkl. léttskýjaó 9 Raufarhöfn þokumóóa 11 Reykjavík skúr 10 Stórhöföi þokumóða 9 Helsinki skýjaö 11 Kaupmannah. þokumóöa 14 Ósló skýjaö 17 Stokkhólmur léttskýjað 15 Þórshöfn rigning 13 Amsterdam alskýjaö 11 Barcelona lágþokublettir 16 Chicago alskýjaö 15 Frankfurt skýjaö 13 Glasgow alskýjaó 13 Hamborg alskýjaö 11 London skýjaö 13 Los Angeles léttskýjaó 17 Lúxemborg skýjaö 10 Madríd léttskýjaö 13 París skýjaö 12 Róm þokumóöa 17 Valencia skýjaó 16 New York alskýjaö 23 Nuuk þoka i grennd 1 Vin skýjað 13 Washington skýjaö 23 Winnipeg léttskýjaö 12 ÍO^ % 10. f y m 12 y'M jcSw- Veðrið kl. 6 í morgun Hjalti Rögnvaldsson leikari: Ljóðalestur á veitingastöðum Hjalti Rögnvaldsson leikari hef- ur að mestu búið á erlendri grund í mörg ár og stundað leiklist sína ásamt öðrum störfum. Hjalti hefur þó komið heim annað slagið og leikið í leikritum bæði í Þjóðleik- húsinu og Borgarleikhúsinu og þá dvalið hér um lengri eða skemmri tima. Lengst hafði hann viðdvöl í eitt ár og lék þá eftirminnileg hlut- verk. Nú er Hjalti staddur á heimaslóðum og hefur verið ráð- inn af Blindrabókasafninu til að lesa ýmis verk inn á snældur og mun starfa við það í sumar. í Maður dagsins kvöld og annað kvöld ætlar Hjalti að troða upp á veitingastöðunum Kaffi Oliver og Svarta kaffinu og lesa Ijóð fyrir gesti staðanna. En hvaða ljóð skyldi svo Hjalti ætla að leyfa okkur að heyra: „í kvöld mun ég lesa ljóð eftir Stefán Hörö Grímsson og verður fyrri hluta höfundarferils hans fylgt. Ég mjaka mér áfram frá byrjun ferils hans og held svo Hjalti Rögnvaldsson. áfram með lestur á verkum hans nokkur þriðjudagskvöld. Ég valdi Stefán Hörð bæði vegna þess að hann er svo gott skáld og svo eru fimmtiu ár frá því fyrsta bók hans kom út. Ég hef alla tíð haldið mik- ið upp á Stefán Hörð og hef í Dan- mörku og Svíþjóð lesið þýðingar á ljóðum hans við ýmis tækifæri. Á miðvikudagskvöld mun ég svo lesa upp á Svarta kaffinu, Lauga- vegi 54. Þar mun ég lesa ljóð eftir tvö skáld sem dóu ung, Ara Jósefs- son og Rúnar Hafdal Halldórssón. Ari lifði það af að gefa út eina ljóðabók en það voru vinir og að- standéndur sem söfnuðu saman ljóðum Rúnars Hafdals og gáfu út. Hjalti hefur löngum verið mikill áhugamaður um bókmenntir og sagði hann að sá áhugi gengi á með hryðjum: „Þótt ég búi úti þá les ég mikið íslensk skáld enda þola þau bæði nálægð og fjarlægð. Það er yfirleitt gott að lesa upp ljóð fyrir íslendinga, þeir kunna að meta skáldin sín.“ Þegar rætt var við Hjalta var hann á kafi við lestur inn á snæld- ur á Blindrabókasafninu og sagð- ist hann nú vera í miðjum Árna Þórarinssyni. Hjalti hefur búið í Danmörku og heldur aftur þangað í haust: „Ég reyni að sjálfsögðu að vinna við mitt fag en ef það geng- ur ekki upp þá fer ég að skúra gólf og reyta arfa á tvöfóldum launum leikara hér á landi." -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1543: Gerir yfirbót. Myndgátan hér aö ofan lýsir hvorugkynsorði. I>V Þróttur og Leiknir verða í eldlín- unni í kvöld. Myndin er frá viður- eign þeirra í byrjun júní. 2. deild karla og Mjólkurbik- ar kvenna Fjöldi leikja er á dagskrá í dag í fótboltanum og er þar helst að nefna fjóra leiki í 2. deild karla og tvo leiki í Mjólkurbikar kvenna. Fyrsti leikurinn í fimmtu um- ferð í annarri deild fór fram á sunnudagskvöldið, þá léku gegn hvort öðru Reykjavíkurliðin Fram og Víkingur og endaði sú Iþróttir viðureign með jafntefli. í kvöld klárast umferðin. Á Akureyri leika KA og FH, í Borgamesi Skallagrímur og Leiknir, á ÍR- velli ÍR og Þór frá Akureyri og á Þróttarvelli leika Þróttur og Völsungur. Allir leikirnir hefiast kl. 20.00. í Mjólurbikarnum hjá kven- fólkinu leika á Reyðarfiarðar- velli KVA og Leiknir, Fáskrúðs- firði, og i Garðabæ leika Stjam- an og Haukar. Þá má geta þess að í kvöld fara fram fimm leikir í fiórðu deild karla. Bridge Alcatel alheimstvímenningurinn, sem spilaður var 7.-8. júní (sem áður hét Epson-tvímenningurinn), er fiárstyrktur af Alcatel símafyrir- tækinu. Varaforseti fyrirtækisins, Wayne Ballew, spiiaði i keppninni og fékk hinn þekkta spilafélaga, David Berkowitz, sem spilafélaga. Ballew er ekki meðal þekktari spil- ara Bandaríkjanna, en hann fékk þó toppskor (97 stig af 100 mögulegum) fyrir þetta spil. Sagnirnar voru ansi bjartsýnislegar og eftir laufopnun Berkowitz og grandsögn þar á eftir ákvað Ballew að stökkva í 6 grönd?! Suður gjafari og AV á hættu: * D1064 w K653 * ÁKG * KG 4 G93 * 1098 ♦ 842 4 D1043 4 Á72 * Á4 4 D1075 4 Á872 Suður Vestur Norður Austur 14 pass 1* pass 1G pass 6G p/h Berkowitz leit furðu lostinn á blindan og tilkynnti að ef hann stæði þetta spil hlyti það að gefa toppskor. Útspil vesturs var hjartat- ían, sem var ágætis byrjun fyrir vörnina. Fyrsta skrefið hjá Berko- witz var að drepa heima á hjartaás- inn og svína laufgosanum. Þegar sú svíning gekk létti Berkowitz mjög og þá var aðeins eftir að spila spaða- litinn upp á þrjá slagi. Þar sem öll millispilinn vantaði ákvað hann að fara einfóldustu leiðina í litinn. Hann tók fyrst slag á laufkónginn, spilaði spaða á ásinn og síðan spaða að blindum. Vestur setti litið spil og þá lagðist Berkowitz undir feld. Þar sem hann hafði lítið aö fara eftir bað hann Ballew.sem blindan að velja spil. Ballew valdi tíuna og þrátt fyrir að það sé ekki leyfilegt við borðið að láta blindan taka ákvörðun, ákváðu AV að viðhafa engin mótmæli. Menn vildu ekki valda leiðindum hjá aðalstyrktl- araðila keppnjnnar,. Isak Orn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.