Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 33
ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ 1996 37 DV Ragna Róbertsdóttir nýtir sér rauðamöl í nýjustu verkum sín- Vikur og rauðamöl Ein af mörgum athyglisverð- um myndlistarsýningum á lista- hátíð er sýning Rögnu Róberts- dóttur í Ingólfsstræti 8. Ragna á að baki langan feril sem mynd- Sýningar höggvari og fjöllistamaður. Allt frá upphafi hefur ákveðin og markviss skírskotun til náttúru og umhverfis einkennt list hennar og öðru fremur vali hennar á efiiivið og efnistökum og markað henni persónulegan bás innan íslenskrar nútímalist- ar. í verkunum sem Ragna hefur unnið í rými Ingólfsstrætis 8 er þessi skírskotun sterk og hnit- miðuð, en efniviðurinn er vikur og rauðamöl. Sýning Rögnu stendur til 30. júní. Þriðjudags- göngur í kvöld er göngufólki boðið upp á tvær göngur. Að venju er á hverjum þriðjudegi boðið upp á Viðeyjargöngu. í kvöld verður gengið um nyrðri hluta austur- eyjarinnar. Farið verður frá kirkjunni austur að gamla tún- garðinum og síðan meðfram honum yfir á norðurströndina. Þar er fallegt landslag og ekki Útivera síðra útsýni. Gengið verður aust- ur á Sundbakka, hann skoðaður og síðan ljósmyndasýningin í Viðeyjarskóla. Ferjan fer frá Sundahöfn kl. 20.30. í kvöld efnir Ferðafélag ís- lands til Esjugöngu og verður efnt til slíkrar ferðar á hálfsmán- aðar fresti í sumar. Gangan hefst kl. 19 og er miðað við að þátttak- endur komi á eigin bílum að Mó- gilsá og verðm' gengiö þaðan að hringsjánni á ÞverfeOshorni. Undirbúning- ur gönguferða Fræðslufundur verður fyrir almenning í kvöld kl. 20 í hús- næöi Ferðafélags íslands, Mörk- inni 6. Helgi Eiríksson heldur fyrirlestur fyrir almenning mn ferðabúnað í göngu- og fjaOa- ferðum. Samkomur Ingi Gunnar og Eyjólfur í kvöld skemmta í Kaffi Reykjavík hinir kunnu söngvar- ar og lagasmiðir, Ingi Gunnar og Eyjólfur Tvímenningur Á vegum Félags eldri borgara í Kópavogi verður spilaöur tví- menningur í Gjábakka, Fann- borg 8, kl. 19 í kvöld. Dansæfing Sigvaldi stjórnar síðustu dansæfingunni á vegum Félags eldri borgara i Reykjavík í Ris- inu kl. 20 í kvöld. Sólon íslandus: Edda Borg og Hilmar Sólon íslandus er vinsæO kaffib- ar og skemmtistaður í Reykjavík. Hann er tO húsa á horni Banka- strætis og Ingólfsstrætis, þar sem áður var þekkt málningarverslun. Lifandi tónlist er oft fiutt af ýms- um listamönnum á Sóloni ís- landusi og á þriðjudagskvöldum er sveiflan i hávegum höfð. í kvöld er það söngkonan Edda Borg og Hilmar Jensson sem munu skemmta gestum staðarins. Edda Skemmtaiúr Borg segir að útsetningar þeirra séu oftar en ekki nokkuð óvenju- legar þar sem Hilmar fer yfirleitt ótroðnar slóðir í tónlistarsköpun sinni. Bæði Edda Borg og Hilmar Jensson hafa verið virk í djasslifi borgarinnar undanfarin misseri og Edda tO að mynda verið með eigin hljómsveitir þar sem djass- Hilmar Jensson gítarleikarí mun flytja djass ásamt Eddu Borg á Sóloni ís- landusi í kvöld. inn er fluttur á hefðbundinn hátt. plötu undir hans nafni sem kom HOmar aftur á móti leikur mun út í fyrra og vakti athygli. fijálsar og er skemmst að minnast Hálendið að opnast smátt og smátt Færð er víðast hvar góð á helstu þjóðvegum landsins. Vegir á hálend- inu eru enn margir hveriir blautir Færð á vegum Og ekki búið að opna nema lítinn hluta og þá fyrir jeppa og fjallabíla, má nefna Arnarvatnsheiði og Öxi. Á nokkrum leiðum eru vegavinnu- flokkar að störfum við lagfæringar og eru bílstjórar beðnir um að virða hraðatakmarkanir sem þar eru. Þá eru bOstjórar einnig beðnir að fara varlega þar sem ný klæðing er, en hún getur valdið steinkasti. m Hálka og snjór E Vegavinna-aögát @ Öxulþungatakmarkanir f"SrStÖÖU Œl Þungfært (g) Fært fjallabílum Bróðir Frosta Myndarlegi drengurinn á mynd- inni fæddist 13. júní. Þegar hann var vigtaður við fæðingu reyndist Barn dagsins hann vera 4.285 grömm að þyngd og 56,5 sentímetra langur. Foreldr- ar hans eru Mjöll Þórarinsdóttir og Haraldur Eyjar Grétarsson. Hann á einn bróður sem heitir Frosti og er þriggja ára. dagsQjJb Gene Watson (Johnny Depp) ásamt dóttur sinni skömmu áður en ósköpin dynja yfir. Á síðustu stundu Laugarásbíó frumsýndi um síðustu helgi spennumyndina Á síðustu stundu (Nick of Time). í myndinni leikur Johnny Depp enduskoðandann Gene Watson, sem er ósköp venjulegur maður sem á sér einskis Ols von þegar hann kemur á jámbrautarstöð með dóttur sína, en í einu vet- fangi er lífi hans snúið við þegar par vindur sér að honum og til- kynnir honum að ef hann myrði ekki manneskju, sem þau benda honum á, innan níutíu mínútna muni þau drepa dóttur hans. Watson gerir sér grein fyrir því Kvikmyndir að hann getur ekki farið til lög- reglunnar því þá muni dóttir hans verða drepin og ekki getur hann hugsað sér að drepa við- komandi persónu, sem er hvorki meira né minna en ríkisstjóri Kaliforníu. Hann veröur því að taka til einhverra annarra ráða. Auk Johnny Depp leika í myndinni Christopher Walken, Peter Strauss, Charles H. Dutton og Marsha Mason. Nýjar myndir Háskólabíó: Innsti ótti Laugarásbíó: Á síðustu stundu Saga-bíó: Trufluð tilvera Bíóhöllin: Fuglabúrið Bíóborgin: í hæpnasta svaði Regnboginn: Skítseiði jarðar Stjörnubíó: Einum of mikið Krossgátan T Tl ; □ I Jö~ JT' J & ■■■ w~ i , [ a. I? i jr] ÍD J Lárétt: 1 pjaOa, 8 klók, 9 kvendýr, 10 bylgjur, 12 þegar, 13 fattir, 14 fimt, 16 hreina, 18 ásaka, 20 sveifla, 21 mund- ar. Lóðrétt: 1 skemiU, 2 kemst, 3 ánægj- an, 4 skordýr, 5 móðguð, 6 hreyfing, 7 sveljandi, 11 hæð, 12 kirtla, 14 svefn, 15 op, 17 leiðsla, 19 snemma. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 júdó, 5 svo, 7 áræði, 8 ei, 10 tel, 11 snið, 12 aldins, 14 stuð, 15 æla, 16 eirir, 18 að, 19 frá, 20 rani. Lóðrétt: 1 játa, 2 úrheltir, 3 dældu, 4 óðs, 5 sinn, 6 veislan, 9 iðkaði, 13 iðir. 14 sef, 15 æra, 17 rá. Gengið Almennt gengi LÍ nr. 126 25.06.1996 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollnenqi Oollar 67,110 67,450 67,990 Pund 103,480 104,000 102,760 Kan. dollar 49,350 49,660 49,490 Dönsk kr. 11,3770 11,4380 11,3860 Norsk kr 10,2600 10,3160 10,2800 Sænsk kr. 10,1140 10,1700 9,9710 Fi. mark 14,4320 14,5170 14,2690 Fra. franki 12,9250 12,9990 13,0010 Belg. franki 2,1291 2,1419 2,1398 Sviss. franki 53,1200 53,4100 53,5000 -* Holl. gyllini 39,0800 39,3100 39,3100 Þýskt mark 43,8200 44,0500 43,9600 ít. lira 0,04368 0,04396 0,04368 Aust. sch. 6,2230 6,2620 6,2510 Port. escudo 0,4265 0,4291 0,4287 Spá. peseti 0,5211 0,5243 0,5283 Jap. yen 0,61530 0,61900 0,62670 írskt pund 106,250 106,910 105,990 SDR 96,51000 97,09000 97,60000 ECU 83,0300 83,5300 83,21000 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.