Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.1996, Blaðsíða 36
V I K L«TT« til Wnfaf* \ > Vinningstölur\ 24.6/96 KIN FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað ÞRIÐJUDAGUR 25. JÚNÍ1996 Kastaði ránsfeng á flótta Pitsasendill var rændur í 'gærkveldi af manni vopnuðum hnífi á Reykjavíkurvegi. Sendillinn af- henti hnífamanninum peningaveski sitt en elti hann siðan uppi og kast- aði ránsmaðurinn þá feng sínum. Hann náðist þó ekki. -GK Leitin að gráa jeppanum: Sýni tekin af lakki Engar vísbendingar hafa enn fundist um hver ók á Magnús Þórs- son, fimm ára gamlan dreng, í Kambaseli um helgina. Eins og greint var frá í DV í gær var dreng- _ „urinn skilinn eftir rotaður á göt- unni. Magnús segir að grár jeppi hafi keyrt á hann en man ekki meir. Gráar lakkrispur voru á hjálmi sem Magnús hafði á höfðinu og hefur lögreglan tekið sýni af lakkinu. Ekkert vitni hefur gefið sig fram sem sá atburðinn. -GK Beraði sig ir stúlkum fyri * Eogreg] lógreglan leitaði í gærkveldi manns sem fyrr um kvöldið hafði berað sig fyrir stúlkum í Folda- hverfi í Grafarvogi. Fannst maður- inn ekki þrátt fyrir ítarlega leit. Hann mun ekki með öllu óþekktur fyrir svipað athæfi áður og verður leit haldið áfram. -GK Eldur í Holtagrilli Miklar skemmdir urðu í Holta- grilli við Kleppsveg í eldsvoða í nótt. Mest brann í eldhúsinu en reykur barst um allt húsið og í tvö nærliggjandi fyrirtæki. , Eldsins varð vart um klukkan fjögur í nótt. Slökkvistarf gekk greiölega en töluverðan tima tók að reykræsta húsið. Eldsupptök eru óljós. -GK Sneru á Reykjanes- brautinni Ökumaður og farþegi bifreiðar voru fluttir á sjúkrahús eftir árekst- ur á Reykjanesbrautinni, skammt frá Vogaafleggjaranum, seint í gær- kvöldi. Verið var að snúa bíl á brautinni þegar áreksturinn varð. Hinir slösuðu fengu að fara heim að skoðun lokinni. -GK HAUKDAL ÞYKIR HELDUR BÚRALEGUR! Landsmóti harmóníkuunnenda á Laugalandi í Holtum lauk meö ósköpum: Tveir ungir piltar sáu móður sinni nauðgað - rannsókn málsins stendur enn en ölvun mótsgesta hefur áhrif á öflun upplýsinga Kona á fertugsaldri hefur kært mann fyrir nauðgun á landsmóti harmóníkuunnenda á Laugalandi í Holtum um liðna helgi. Lögregl- an á Hvolsvelli er með rannsókn málsins sem er á frumstigi. Rann- sóknarlögregla ríkisins hefur að- stoðað við rannsóknina. Samkvæmt heimildum DV urðu tveir synir konunnar -12 og 14 ára gamlir - vitni að atburðin- um. Sváfú þeir í tjaldi með móð- ur sinni og vöknuðu upp við að ráðist var á móður þeirra. Meint nauðgun var framin að morgni sunnudagsins eftir loka- dansleik landsmótsins. Fólk var fjölmennt í tjöldum á mótssvæð- inu en talið er að ríflega þúsund manns hafi sótt mótið. Töluverð ölvun var meðal mótsgesta og viðurkennir lögregl- an að vandi hafi verið þess vegna við öflun upplýsinga. Að öðru leyti telur lögreglan enn of snemmt að greina frá málsatvik- um. Fólkið, sem hér á í hlut, mun allt vera úr Reykjavík. Voru skýrslur teknar af því hjá lögregl- unni á Hvolsvelli eftir atburðinn og í Reykjavík í gær. Konan og synir hennar voru flutt til Reykjavíkur þegar um morguninn á neyðarmóttöku fyr- ir fómarlömb kynferðisafbrota. Vitni voru nokkur að atburðin- um. Sá sem grunaður er um verkn- aðinn neitar sakargiftum og í morgun var ekki enn unnt að staðfesta hvort um nauðgun eða tilraun til nauðgunar var að ræða -GK Prinsessan af Taílandi, Galyani Vadhana, systir konungsins þar i landi, kom til íslands síöastliðinn sunnudag meö 46 manna fylgdarliöi. Það er mikiil áhugi prinsessunnar á norörinu sem er ástæða heimsóknar hennar hingaö. Sjónvarpstökuliö er meö í för og sendir myndir af prinsessunni gegnum gervihnött til Taílands einu sinni á dag. DV-mynd S Yfirkjörstjórn um kjörstað í Njálsbúð: Ur matburi í aðalsal Yfirkjörstjórn Suðurlandskjör- dæmis hefur sent Eggerti Haukdal, óddvita V-Landeyja, bréf þar sem honum er gert að koma upp nýjum kjörklefa í aðalsal félagsheimilisins Njálsbúðar í samræmi við ákvæði kosningalaga um stærð og búnað kjörklefa. „Við reiknum með því að oddvit- inn verði við þessum tilmælum og eigum ekki von á neinum vandræð- um,“ segir Georg Lárusson, formað- ur yfirkjörstjórnar. í síðustu kosn- ingum var kjörklefinn í matbúri Njálsbúðar. Haraldur Júlíusson, hreppstjóri í V-Landeyjum, hafði ekki séð úr- skurð yfirkjörstjómar í morgun þegar DV ræddi við hann en kvaðst vænta stuðnings hennar við að framfylgja honum. „Þetta mál er fyrst og fremst til að brosa að,“ seg- ir Eggert Haukdal oddviti við DV. Það getur vel verið að ég hafi eitt- hvað að segja þér eftir daginn í dag. Ef menn eru að fara fram með kær- ur og rangindi þá er rétt að hafa þaö sem sannara reynist," sagði Eggert við DV í morgun. Aðspurður hvort framhald yrði á því sagði hann: „Nú skulum við fella talið.“ -SÁ NM í bridge: Island í öðru sæti íslendingar eru í öðru sæti af sex þjóðum í opnum flokki á Norður- landamótinu í bridge sem fram fer i Danmörku. Sviar eru efstir með 80 stig, íslendingar með 76 stig, Norð- menn 67 stig og Danir 50 stig. ísland vann Noreg 20-10, tapaði 8-22 fyrir Svíþjóð, vann Dani 23-7 og Færey- inga 25-2. Spilaðar verða 10 umferð- ir á mótinu, sem lýkur á fimmtu- dag. Islendingar eru núverandi Norðurlandameistarar í opnum flokki og hafa því titil að verja. Landsliðinu í kvennaflokki geng- ur ekki eins vel, er i 5. sæti af 6 með 42 stig, en Svíar eru efstir með 88 stig. -ÍS Veðrið á morgun: Rigning og skúrir Á morgun verður vestan- og suðvestankaldi. Rigning eða skúrir verða um mestallt land en þó lengst af þurrt austan- lands. Hiti verður á bilinu 9 til 17 stig, hlýjast á Austurlandi. Veðrið í dag er á bls. 36 Verð kr. 1.199.000.- Bílheimar ehf. Sœvarhöföa 2a Sími: 525 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.