Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI 1996 11 DV Fréttir Þróunarsjóðurinn að selja hlut sinn í nokkrum sjávarútvegsfyrirtækjum: Nýju tilboði Vopnfirðinga í Tanga hf. tekið - viðræður við ÚS um kaup á hlut sjóðsins í Meitlinum og Búlandstindi Haraldur veiddi lax Haraldur Friöriksson er greinilega mikill veiöimaöur eins og berlega kom í Ijós á dögunum. Pá krækti hann i 15 punda laxahrygnu viö Hrafnakletta í Ytri-Rangá. Fiskurinn var afar vænn eins og hér sést þar sem stoltur veiöi- maðurinn heldur á aflanum. DV-mynd Jón Benediktsson Munar miklu að láta lambfé út á græn grös Undandráttur á afla hjá Meleyri: Framkvæmdastjór- inn dæmdur í 12 mánaða fangelsi - tveir aðrir starfsmenn í fangelsi skilorðsbundið DV, Hólmavík: „Eftir því sem ég frétti gekk sauð- burður vel hjá bændum á Ströndum þetta vorið. Það verður allt miklu frískara og heilbrigðara þegar vorar vel og hægt er að láta lambfé út á græn grös fljótlega eftir burð,“ segir Laufey Haraldsdóttir dýralæknir sem dvaldi í sýslunni meðan sauð- burður stóð yfir. Síðari hluta maímánaðar gerðist það að tveir Hólmvíkingar, sem voru að sinna búfé, fundu tvær vet- urgamlar kindur, lömb frá síðasta vori, sem gengið höfðu úti allan vet- urinn. Þó að kindumar væru skammt frá byggð hafði enginn orð- ið þeirra var fyrr. Það gæti bent til þess að þær hafí fært sig til þegar í garð gengu hlýir vordagar. Laufey dýralæknir sá aðra gim- brina og segir hana hafa litið furðu vel út. Hún hafi reyndar verið frek- ar holdgrönn en slíkt sé ofureðlilegt eftir heilsvetrar útivist. Hún var þó mjög spræk og sjáanlega farin að njóta hins nýja gróðurs, þvi ull hafí verið farin að losna frá kjálkum. Hin gimbrin leit mjög svipað út, að sögn þeirra sem sáu. Önnur kindin var frá Ytra-Ósi en hin frá Mýrar- tungu í Austur-Barðastrandarsýslu. -GF „Á mánudaginn lágu fyrir tvö til- boð í Tanga hf. Þar var um að ræða tilboð frá Vopnafjarðarhreppi ann- ars vegar og Útgerðarfélagi sam- vinumanna hins vegar. Tilboð ÚS var raunar í hlut Þróunarsjóðsins í Tanga hf. Búlandstindi hf. og Meitl- inum hf. Þessum tilboðum var hafn- að. Svo á þriðjudagsmorgun lá fýrir nýtt tilboð frá Vopnafjarðarhreppi í þau 33 prósent sem Þróunarsjóður- inn á í Tanga hf. og við ákváðum að taka því,“ sagði Magnús Gunnars- Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Meleyrar hf. á Hvammstanga, hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands vestra í 12 mánaða fangelsi, þar af 9 mánuði skilorðsbundið. Hann játaði að hafa falsað vigtamótur og notað í heim- ildarleysi stimpil sem bar áritunina Löggiltur vigtarmaður. Einnig að hafa felllt undan skráningu ýmsar fisktegundir í meðafla rækjubáta. Hann játaði skilyrðislaust fyrir dómi að hafa skipulagt og stjórnað aðgerðum við að falsa vigtamótum- ar og að skjóta þannig undan vigt 27.1 tonni af rækju. Einnig meðafla rækjubáta, sem er þorskur og annar bolfiskur, samtals 29,1 tonni, undan vigt. Tveir aðrir starfsmenn Meleyrar hf. voru einnig fundnir sekir í þessu máli. Konráð Einarsson fékk fjög- urra mánaða fangelsi, skilorðsbun- ið, fyrir að falsa opinber gögn sem honum bar að halda sem löggiltum vigtarmanni. Örn Gíslason var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi, son, formaður stjórnar Þróunar- sjóðs sjávarútvegsins, í samtali við DV í gær. Hann sagði að nú væru hafnar viðræður við Útgerðarfélag asam- vinnumanna um kaup á hlut Þróun- arsjóðsins í Meitlinum hf. í Þorláks- höfn og Búlandstindi hf. á Vopna- firði enda þótt tilboði ÚS í öll fyrir- tækin þrjú hafi verið hafnað. Þróun- arsjóðurinn á um 24 prósent í Bú- landstindi og 31 prósent í Meitlinum hf. skilorðsbundið, fyrir að falsa 8 vigt- arnótur, sem vom opinber gögn. Þá hefur fyrirtækið þegar greitt 6 milljónir króna í sekt fyrir þennan verknað og því voru mennimir þrír ekki dæmdir í sektir. Hinsvegar voru þeir dæmdir til að greiða allan sakarkosntnað, þar með talin málsvarnarlaun skipaðs verjneda þeirra 30 þúsund krónur og sak- sóknaralaun 70 þúsund krónur. Halldór Halldórsson hæéraðs- dómari kvað upp dóminn. -S.dór Útgerðarfélag samvinnumanna eru leyfamar af útgerðarveldi SÍS á sínum tíma, hlutabréfasjóður sem stendur í útgerð og fiskvinnslu. „Við getum alveg sagt að viðræð- umar við ÚS um kaup á hlut Þróun- arsjóðsins í fyrirtækjunum tveimur séu komnar vel af stað þótt tilboö þeirra í fyrirtækin þrjú hafi ekki aö mati sjóðsstjórnar verið viðun- andi,“ sagði Magnús Gunnarsson. -S.dór Við sérpöntum fyrir þig: Vindskeiðar, hágæða felgur, \Superchips innspýtingar, spoiler kit o.fl. Gott verð, áreiðanleg þjónusta. Ásgeir Einarsson ehf. Smiðjuvegi 11 • S. 564 4580^ Superchips ^óðkaupsveislur — útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og fl. og II. og fl. i ,.og ýmsir fylgihlutir (£k k9° Ekki trc, skipuleggja á eftirmínnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. T|öld af öllum stœrðum frá 20 - 700mJ. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. skátum á heimavelii simi 562 1390 • fax 552 6377 Kristnihátíð árið 2000: Davíð ræður fram- kvæmdastjóra 1 uui 9 0 4 - 5 0 0 0 - Júlíus Hafstein kristnihátíðarstjóri Verð aðeins 39,90 mín. Júlíus Hafstein, fyrrv. borgarfull- trúi, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri kristnihátíðar árið 2000 og hefur þegar tekið til starfa. Júlíus þiggur umboð sitt frá yfir- nefnd eða framkvæmdanefnd af- mælisársins en formaður hennar er Davið Oddsson forsætisráðherra. Ásamt honum eru í nefndinni bisk- up íslands, hr. Ólafur Skúlason, Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands, Haraldur Henrysson, forseti Hæstaréttar, og Ólafur G. Einars- son, forseti sameinaðs þings. Á vegum þjóðkirkjunnar er einnig starfandi hátíðarnefnd til undirbúnings þúsund ára afmæli kristni á íslandi, skipuð af kirkju- ráði, en í henni eiga sæti biskup ís- lands, herra Ólafur Skúlason, for- maður, sr. Örn Bárður Jónsson, fræðslustjóri þjóðkirkjunnar, ritari. Aörir nefndarmenn eru sr. Hanna María Pétursdóttir þjóðgarðsvörður og Ólafur Ragnarsson bókaútgef- andi. Samkvæmt heimildum DV mælist ráðning Júlíusar Hafstein, sem er gerð að tillögu Davíðs Odds- sonar, misjafnlega fyrir innan kirkj- unnar þar sem menn hefðu fremur viljað sjá kirkjunnar mann í fram- kvæmdastjórastólnum. Frammá- menn kirkjunnar munu þó ekki hafa lagt í aö setja sig upp á móti vilja forsætisráðherra í ljósi ágrein- ings og kreppu innan þjóðkirkjunn- ar. -SÁ Þú þarft aðeins eitt símtal í Lottósíma DV tii að fá nýjustu tölur í Lottó 5/38, Víkingalottó og Kínó ♦ LOTTÓs/m/ 9 0 4-5 0 0 0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.