Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1996, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1996 13 Friður og forsetakjör Kjallarinn Sennilega má skipta forsetafram- bjóðendunum í tvennt þegar kem- ur að friðar- og ör- yggismálum. Ann- ars vegar þann sem ekki hefur gefið annað í skyn en að hann sé fylgjandi þeirri farsælu utanríkis- stefnu sem mótuð hefur verið af Al- þýðuflokki, Fram- sóknarflokki og Sjálfstæðisflokki á lýðveldistímanum. Nefnilega Pétur Hafstein. Kjaminn í þessari stefnu er varnarstarf vest- ————— rænna lýðræðis- ríkja í Atlantshafsbandalaginu NATO og varnarsamningur Is- lands og Bandaríkjanna. Hins veg- ar eru þrír frambjóðendur sem bæði fyrr og nú hafa lýst sig and- stæðinga þessarar stefnu. Það eru þau Ástþór Magnússon, Guðrún Agnarsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson. Glúmur Jón Björnsson efnafræðingur Friður í fimmtíu ár Atlantshafsbandalagið hefur tryggt frið meðal aðildarríkja sinna frá stofnun bandalagsins. Meginstoðin í stefnu þess er að árás á eitt að- ildarríkið jafngildir árás á þau öll. Bandalagið er því fyrst og fremst vam- arbandalag. En NATO hefur ekki aðeins tryggt frið meðal aðildarríkja sinna. NATO á stóran þátt í því að þjóðir Mið- og Áustur- Evrópu hrundu af sér oki komm- únismans og geta nú fet- að sig eftir lýðræðis- og frelsisbrautinni. NATO tókst líka það ....... sem bæði Sameinuðu þjóðunum og Evrópu- sambandinu mistókst; að koma á friði i ríkjum fyrrum Júgóslavíu. Nýfrjálsu þjóðimar í Evrópu hafa það flestar að markmiði að verða aðilar að NATO. Það á t.d. við um vini okkar í Eystrasaltsríkjunum. Friðarhjal í hálfa öld Andstæðingar þessarar farsælu stefnu hér á landi hafa ekki látið stillt Atlantshafsbandalaginu og sitt eftir liggja í gagnrýni á þátt- töku íslendinga í vamarsamstarfi lýðræðisríkjanna í Evrópu og Norður-Ameríku. Alþýðubanda- „Ein af þeim spurningum sem þjóðin þarf því að svara í for- setakosningunum í lok mánaðar- ins er hvort verðlauna eigi þá frambjóðendur sem reynt hafa að grafa undan utanríkisstefnu íslands.. friði upp sem andstæðum. Þegar menn líta nú yfir farinn veg blasir við að þetta tal þjónaði einungis hagsmunum ráðstjórnarríkjanna enda nutu ýms- lagið og Kvennalistinn hafa farið þar fremst í flokki ásamt ýmsum afleggjurum úr þessum flokkum, s.s. Samtökum herstöðvarand- stæðinga. Ekki hefur skort á að þessir hópar hafi brigslað forystumönn- um Alþýðuflokks, Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks um að hafa svikið Island í hendur útlend- ingum og ekki síður um að hafa svikið „friðinn". Þessir sjálfskip- uðu talsmenn friðar hafa alla tíð ar svonefndar friðarhreyfing- ar stuðnings ráðsfjómarrikj- anna. Á að verð- launa and- stæðinga NATO? Ein af þeim spurningum sem þjóðin þarf því að svara í forsetakosningun- um í lok mánaðarins er hvort verðlauna eigi þá frambjóðendur sem reynt hafa að grafa undan ut- anríkisstefnu Islands og samstöðu lýðræðisríkjanna í NATO. Það gera menn með því að kjósa ein- hvern þessara þriggja frambjóð- enda. Glúmur Jón Björnsson r----------- .Atlantshafsbandalagiö hefur tryggt frið meöal aðildarríkja sinna frá stofnun bandalagsins,“ segir m.a. í greininni, Gegn hagsmunum Reykjavíkur Það er ótrúlegt að fylgjast með því hvernig Halldór Blöndal sam- gönguráðherra lætur Reykvíkinga og íbúa á höfuðborgarsvæðinu sitja á hakanum þegar málaflokk- ar hans era annars vegar. Má þar nefna fjárveitingar til Reykjavík- urflugvallar, sem hafa verið í lág- marki, en ekki síst niðurskurð á vegafé. Árið 1994 var gerð síðasta vegaáætlun, sem gilda átti í fjögur ár, frá 1995 til 98. Nú, aöeins ári eftir að hún gekk í gildi, hefur rík- isstjóm Davíðs Oddssonar skorið svo niður hefðbundin framlög og framlög til framkvæmdaátaks að ekki stendur steinn yfir steini. Niðurskurðurinn í ár bitnar harð- ast á höfuðborgarsvæðinu, því svæði sem hefur lengi verið af- skipt miðað við landsbyggðina þegar vegafé úr ríkissjóði er ann- ars vegar. Almennur niðurskurður á fram- lagi til vegamála er nú rúm 18% en fé til svokallaðs framkvæmda- átaks er skorið mun meira eða um 36%. Þetta kemur harkalegast nið- ur á höfuðborgarsvæðinu en fram- kæmdaátaksféð, sem skipt er eftir höfðatölu, hefur farið að miklum hluta til framkvæmda þar. Þessar framkvæmdir skila yhrleitt há- marksarði. Mikil slysahætta Þetta gerir það að öllum líkind- um að verkum að framkvæmd- ir, sem fyrirhug- aðar vora á Vest- urlandsvegi í Ár- túnsbrekku, munu tefjast. Það veldur því að bráðabirgðaástand mun ríkja á þessari fjölfórnu leið í borginni nema aukið fé komi til. Borgaryflrvöld, einstakir borg- arfulltrúar, umferðarnefnd Reykjavíkurborgar og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna frestunar áætlunar um að tvöfalda akbrautir neðan Ártúns- brekku. „Slysahættan er slík við aðstæð- ur sem þama skapast að ekki er réttlætanlegt með nokkram hætti að fresta framkvæmdum," segir í ályktun frá Samtökum sveitarfé- laga á höfuðborgar- svæðinu og þar er einnig bent á að vegna aukinnar slysahættu gæti kostnaðurinn við frestunina orðiö meiri en spamaður- inn. Vegafé til en viljann vantar Nú hefur komið í ljós að hækkanir á bensínverði munu og hafa reyndar skilað mun meiri tekjum í ríkissjóð en áætlað var í fiárlögum. Sam- kvæmt áætlunum FÍB frá 6. maí sl. er tekjuaukinn áætlaður um 300 miújónir króna á þessu ári. Síðan hefur bensínverð enn hækkað, jafnvel þótt hlutur ríkissjóðs í bensínverðinu hafi lækkað. Þessi tekjuaukning mun ekki skila sér til bifreiðaeigenda eða vegagerðar sérstaklega. Vegagerðin telur að um 200 milljónir króna vanti til þess að upphafleg áætlun um framkvæmd- ir í Ártúnsbrekku standist. Ég, ásamt fióram öðram þingmönn- um, lagði fram tillögu um að 200 milljónum króna af vörugjaldi af eldsneyti yrði varið til að flýta vegaframkvæmdum í Ártúnsbrekku í Reykjavík. Átta þingmenn Reykjavíkur og þrír Reykjanesþingmenn greiddu atkvæði gegn þvi að aukið vegafé kæmi til fram- kvæmda í Ártúns- brekku. Reykjavíkur- þingmennimir voru Pétur H. Blöndal, Sól- veig Pétursdóttir, Katrín Fjeldsted, Geir H. Haarde, Davíð Oddsson, Björn Bjarnason, Arnþrúð- ur Karlsdóttir og Ólafúr Öm Haralds- son, sem auglýsti sig sem „sérstakan þingmann Reykja- víkur“ fyrir síðustu alþingiskosn- ingar. Það dugði til að fella tillög- una þó svo aö allmargir lands- byggðarþingmenn styddu hana þar sem hún þótti sanngjöm. Ég veit að vegamálastjóri mun leggja sig fram við að haga framkvæmd- um þannig að skaðinn verði sem minnstur en til þess þurfa stjóm- völd að sjá að sér og tryggja fé til framkvæmdanna. Ella mun hættu- ástand skapast á einni fiölfornustu leið í þéttbýli. Ásta R. Jóhannesdóttir „Átta þingmenn Reykjavíkur og þrír Reykjanesþingmenn greiddu atkvæði gegn því að aukið vegafé kæmi til framkvæmda í Ártúns- brekku.u Kjallarinn Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður Meö og á móti Giftingar samkynhneigðra Tilvera min viðurkennd „Eg lít á þessa lang- þráðu lagasetn- ingu sem við- urkenningu stjórnvalda á tilveru minni. í raun hef ég og minn lífsstíll ekki verið til! Fyrir þessari Páll Óskar Hjálm- týsson söngvari. bið era margar ástæður. Sam- kynhneigðir eru minnihlutahóp- ur sem samfélagið hefur reynt að halda niðri. Ef samkynhneigð berst í tal þá er það oftast í brandaraformi eða með niðrandi hætti. Það sýnir hræðslu og fá- visku. Oft finnst þeim samkyn- hneigða það dramatísk ákvörðun að koma út úr dimmum „dark- rúmum“ og út í dagsljósið. Hann hefur fáar samkynhneigðar fyrir- myndir til að leiða sig út úr myrkrinu. Þetta á ekki við um gagnkynhneigða sem fá fyrir- myndir 857 sinnum á dag í fiöl- miðlum. Það eru líka ófáar brúð- kaupsmyndirnar sem sýna „súper-happí“ myndir af nýgift- um gagnkynhneigðum! Því lang- ar mig til að lyfta höndunum í átt til sólarinnar og garga: „Jíbbí, ég er loksins til!“ Besta fyrirmyndin verður birting „gay“ brúðkaupsmynda í DV sem munu létta á sálarangist samkynhneigðra sem lifa í felum og líður eins og þeir séu „frík“ eða geimverur. Ég er hvoragt, ég er eitt af hinum dásamlegu til- brigðum við stef móður náttúru. Ég tala fyrir rúmlega 10% mann- kyns og svo marga er ekki hægt að sniðganga. Ég ætla því að fara og faðma Alþingishúsið og þakka því fyrir. Hey! Ein spuming að lokum: „Vill einhver giftast mér?““ Snonrl Ósknrsson safnaáarhlrðlr. Guð hefur andstyggð á kynvillu „Dagur sorg- ar og nið- dimmu bætist við sögu lands- ins frá Kópa- vogssanningn- um til „stað- festrar sam- vistar". Ég hryggist yfir krýningu vill- unnar í landinu. Það var Guð sem skóp karl og konu til að þau gift- ist og veröi einn maður. Jesús Kristur staðfesti þá samvist. En nú taka menn Guðs hugmynd, umsnúa henni og afskræma. Menn tefia staðfesta samvist til bættra mannréttinda. En bestu mannréttindin era grundvölluö á kristnum sjónarmiðum og biblíu- legum gildum. Þú skalt ekki stela, þú skalt ekki myrða, þú skalt ekki bera ljúgvitni. Mannréttind- in aukast ekki við að brjóta til- skipun Guðs almáttugs. Staðfest samvist breytir því ekki að Guð hefur andstyggð á kynvillu. Stað- fest samvist hreinsar engan frá synd villunnar. Staðfest samvist gerir ísland sekt um yfirtroðslur og að hafna Guðs lögum. Island hefur brotið markalínu Guðs og getur ekki sett ný siðferðisgildi. Allt virðist vera íslands óham- ingju að liði. Meira að segja for- setaefnin, sem hrósa sér af viljan- um til að vemda kirkjuna er hafnaði þessum auknu mannrétt- indum, styðja óhæfuverk kynvill- unnar. Þau ættu ekki að fá eitt at- kvæði kristinna manna. Ó, Guð vors lands, ó, lands vors Guö, er verndin þín horfin og útilokuö?" -JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.